Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 39 lifandi Karen Marteinsdóttir, 13 ára hestakona: Ætla að lifa lífinu r \ fj J Nýtt dansæði hefur gripið um sig um allan heim: Allir dansa „Macarena" I„Það leiðinlegasta sem ég geri er að gera ekki neitt,“ segir Jónas Gunnþór Jónsson, 22 ára Hver- gerðingur, sem um síðustu helgi var kosinn herra Suðurland. Jónas útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskólanum á Selfossi síðastliðið vor en vinnur í sumar sem sundlaugarvörður og pitsu- bakari. Jónas sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jónas Gunnþór Jónasson Fæðingardagur og ár: 12.2. ’74 Maki: Enginn Börn: Engin Bifreið: Engin Starf: Sundlaugarvörður og pitsubakari Laun: Misjöfn Áhugamál: Allar íþróttir, lifa lífmu og vera í félagsskap góðra vina IHefur þú unnið í happ- drætti eða lottói? Einhverja smávinninga Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Fara út að skemmta mér í góðra vina hópi Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? Að gera ekki neitt Uppáhaldsmatur? Lambalærið hennar mömmu Uppáhaldsdrykkur? Kók Hvaða íþróttamað- ur stendur fremstur í dag? Jón Arnar Magnússon Uppáhaldstíma- . rit: Bleikt og blátt Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Get ekki gert upp á milli margra fallegra kvenna Ertu hlynntur eða andvígur rikisstjórninni? Hlynntur Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Madonnu Uppá- halds- leikari: Sean Conn- kona: Michelle Pfeiffer Uppáhaldssöngvari: Björgvin Halldórsson Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Andrés önd Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Pizza 67, Hvera- gerði Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957 Uppáhaldsútvarpsmaður: Ei- rikur Jónsson Hvaöa sjónvarpsstöð horf- r þú mest á? Stöð 2 Uppáhaldssjónvarps- maður: Jón Ársæll Þórðarson Uppáhaldsskemmti- staður/krá: Gjáin, Selfossi Uppáhaldsfélag í íþróttum? Stór- íþróttafélagiö Ham- ar í Hveragerði Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Lifa lífinu lifandi Hvað gerðir þú í sumarfríinu: Skrapp til Benidorm í útskrift- arferð -gdt Gunnþór Jonsson, herra . land, segir að uppá- haldstímarit sitt sé Bleikt og blátt. ery Uppá- halds- leik Nýtt dansæði hefur gripið um sig um allan heim eftir að banda- rísku fimleikakonurnar sýndu nokkra takta í beinni útsend- ingu á lokasýningu Ólympíuleik- anna í Atlanta í sumar. Nýi dansinn er kallaður „Macarena" eftir vinsælu spænsku lagi. Það var árið 1993 sem dúettinn Los del Rio tók upp lag um ást- sjúka konu sem hét „Macarena". Lagið sló strax í gegn og platan seldist í fjórum milljónum ein- taka um allan heim. Ensk útgáfa lagsins hefur verið í efsta sætinu í Bandaríkjunum og dansinn hefur náð svipuöum vinsældum og tvistið gerði á sínum tíma. Að sögn strákanna í Los del Rio varð „Macarena" til á svið- inu kvöld eitt þegar þeir brugðu á leik. Tilgangurinn með laginu var að hressa við gamla Spán- verja um allan heim. Tilgangin- um var náð og gott betur en það. Þegar Evrópuþjóðirnar voru farnar að dilla sér við lagið í næturklúbbum breiddist lag og söngur til Bandaríkjanna. „í hvert skipti sem ég spilaöi lagið í klúbbnum urðu allir brjálaðir," segir Johnny Caride í hljómsveitinni Bayside Boys í Miami. Fyrir ári síðan tók Bayside Boys „Macarena" upp á ensku og heyrðist sú útgáfa lagsins á ÓL í Atlanta. Þegar enska útgáf- an var spiluð í fyrsta skipti í út- varpi í Bandaríkjunum hringdu 200 manns og vildu heyra það aftur. Macarena - nýja dansæðiö - w w 111 Hægri Vinstri Hægri hönd hönd fram hönd fram á vinstri handlegg 4 * 'tf i i i Vinstri hönd Hægri Vinstri á hægri hönd á hönd á handlegg höfuö höfuö fi á h /m <é* 1 I 1 Hægri Vinstri Sveifla hönd á hönd á mjöðmum rass rass Þrisvðr dr I Snúa til vinstri og byrja upp á nýtt - segir Jónas Gunnþór Jónsson „Ég er mjög ánægð með árangur- inn en ég átti ekki von á neinum sérstökum árangri í sumar. Við búum í sveit og ég á þrjá hesta, sem ég fer með í hestagirðingu á Akranesi. Ég stefni að því að verða knapi þegar ég er orðin stór, temja hesta og keppa,“ segir Karen L. Marteinsdóttir, 13 ára félagi í hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi, en hún býr ásamt for- eldrum sínum að Vestri-Leirár- görðum við Akranes. Karen hefur staðið sig með af- brigðum vel í hestamennskunni í sumar. Hún varð íslandsmeistari í fjórgangi á Manna í Mosfellsbæ nýlega og varði svo titilinn á Akranesi um síðustu helgi. í fyrra vakti Karen mikla athygli en þá lenti hún í öðru sæti eftir bráða- bana í fjórgangi í íslandsmeistara- móti en tveir keppendur voru jafn- ir að stigum og þurftu því að keppa um fyrsta sætið. Karen lenti í öðru sæti í þeirri keppni. Aðaláhugamál Karenar er hesta- mennska og hefur verið i mörg ár. Hún byrjaði níu ára gömul að keppa i hestamennsku og segir að það sé frekar ungt. Hún á marga vini og kunningja sem eru í hesta- mennskunni en segir að mestu áhugamennirnir séu komnir á unglingsaldur og svo eldra fólk. Karen Marteinsdóttir, hestakona á Akranesi, hefur vakið mikla athygli í sumar og fyrrasumar fyrir árangur sinn á Manna. í sumar varö hún ís- landsmeistari í fjórgangi. DV-mynd E.J. „Það er mikill áhugi á hestum, ekki kannski meðal krakka en meðal ung- linga. Flestir vina minna eru 13 og 14 ára,“ sagði Karen, sem var nýkomin úr ferðalagi á hestum þegar DV hringdi í hana upp á Akranes. -GHS Robin Williams: Leikur tíu ára strák Leikarinn og háðfuglinn Robin Williams var að Ijúka við að leika í nýrri mynd, Jack, þar sem hann leikur tíu ára gamlan strák, sem hef- ur útlit fullorðins manns vegna ólæknandi sjúkdóms sem hann er haldinn. Áður en tökur á myndinni hófust réð leikstjórinn, Francis Ford Copp- ola, ungan mann sem faglegan ráðu- naut til að sýna Williams hvernig tíu ára strákar hegða sér. Williams eyddi þremur vikum með ráðunaut- inum, Jeremy Lelliott, og jafnöldr- um hans og gerði allt sem tíu ára strákar gera. Lelliott fékk síðan lítið hlutverk í myndinni en það er alls ekki hans fyrsta hlutverk þvi hann hefur leik- ið í kvikmyndum frá því hann var sex ára. DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.