Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 51
r>v LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 '•kvikmyndir Arnold Schwarzenegger: Austurrískur kraftakarl og liðtækur leikari Austurríska vöðvabúntið góð- kunna, Amold Scwarzenegger, er nýkominn á hvíta tjaldið í glænýrri kvikmynd i Ameríku, Eraser. Hann er orðinn einn af vinsælustu hetjum hvíta tjaldsins frá því hann sló í gegn í Conan the Barbarian þar sem hann lék teiknimyndahetju. Myndin aflaði yfir 100 milljóna Bandaríkja- dala og aflaði Schwarzeneggers mik- illa vinsælda. Swarzenegger hefur í mörg ár verið fyrirmynd annarra íþrótta- manna og fyrir hans tilstilli hafa verið haldnar líkamsræktarkeppnir í Columbus í Ohio í mörg ár. Vin- sældir þeirra keppna urðu til þess að Fitness EXPO var haldin árið 1993 og Ms. Fitness World keppnin árið 1994. Hann hefur þjálfað iþróttamenn sem þátt taka í Ólymp- íuleikunum í kraftlyftingum. Hann er höfundur margra bóka um heilsu og líkamsþjálfun og hefur setið í ýmsum nefndum um líkamsrækt. Swarzenegger hefur tekið þátt í að berjast fyrir því að börn afneiti eit- urlyfjum og ofbeldi. Schwarzenegger ólst upp í Graz í Austurríki en þar hvatti faðir hans hann til þess að stunda íþróttir. Að- eins fimmtán ára gamall uppgötvaði hann lyftingar og varð heimsmeist- ari í þeim aðeins tvítugur að aldri. Hann gerðist bandarískur ríkis- borgari árið 1983. Schwarzenegger býr í Los Angel- es ásamt konu sinni, sjónvarps- fréttakonunni, Mariu Shri- ver, og þremur börnmn, Katerine, Christinu og Patrick. Hann er mikill lista- aðdáandi og safnar sér- stökum lista- verkum. Byrjaði á heimildar- mynd Kappinn hóf feril sinn á hvíta tjald- inu árið 1977 með hlutverki í heimildar- myndinni Pump- ing Iron sem fjallaði um heimsmeistara- keppnina í um. Árið 1978 lagði hann keppni í ingum á hill- una feril sinn í kvikmynd- um. Schwarzenegger vann til Golden Glo- be verðlauna fyrir hlutverk sitt í Stay Hungry sem besti nýliðinn í kvik- myndunum. Þar lék hann á móti Sally Field og Jeff Bridges. Eftir það lék hann á móti Kirk Dou- glas og Ann Margret í róman- tískri spennugaman- mynd, The Villain. Arnold sló loks- ins í gegn í Conan the Barbarian. Árið 1983 lék hann í Terminator sem ekki var búist við að nyti neinna vinsælda. Þó fór svo að hún var valin ein af mestu tíu kvikmyndunum í Time. Þá var Swarzenegger kominn í framlínuna í Hollywood sem einn helsti spennu- og ævintýramynda- leikarinn í kvikmyndaborginni. Hann lék eftir það í kvikmyndunum Commando, Raw Deal, Predator, The Running Man og Red Heat. Árið 1988 sneri Swarzenegger við blaðinu og lék gamanhlutverk í kvikmyndinni Twins á móti Danny DeVito. Hann lék einnig í Total Recall Kindergarten Cop, Jud- gement Day og True Lies. Ekki má gleyma myndunum Junior og Last Action Hero sem lögðust misjafn- lega í aðdáendur hans. Arnold Swarzenegger hefur auk þess að leika tekið að sér leikstjórn í sjón- varpsseríum. Eraser verður frumsýnd á íslandi um helgina. í kvikmyndinni leikur Arnold toppleyniþjónustumann sem sér um að starfa fyrir þá sem þurfa á vitnavemd í Ameríku að halda. Hann er hetjan og tekur i taumana þegar hann bjargar vitnunum sem eru í lífshættu með því að eyða öll- um gögnum um tilveru þeirra. Það reynir virkilega á Arnold í þessu hlutverki sem John Kruger. Amold er ekki óvanur því að leika hetjur og áhættuatriði og er Eraser þar engin undantekning. Kraftakarlinn Arnold Swarzenegger leikur aðalhlutverkið í spennumynd- inni Eraser. Bókaormurínn Einn þeirra leikara sem alltaf em í góðum hlutverkum er Ant- hony Hopkins. Hann er þessa dagana að leika auðugan og gáf- aðan bókaorm í Bookworm. S Hann lendir í flugslysi og kemst ! af ásamt elskhuga eiginkonu sinnar. Handritið skrifaði leik- j skáldið og kvikmyndagerðar- i maðurinn David Mamet og leik- j stjóri er Lee Tamahori (Once Were Warriors). Skuggi INýjasta teiknimyndahetjan til að verða kvikmynduð er Phan- tom, eða Skuggi eins og við þekkjum hann úr islenskum blöðum. Stutt er síðan The Phantom var frumsýnd í Banda- ' rikjunum og voru það framleið- endum hennar vonbrigði hve j litla aðsókn hún fékk. Engin I stórstjama er í myndinni, Billy í Zane leikur Skugga, aðrir leikar- } ar eru Treat Williams, Kristy : Swanson, Catherine Zeta-Jones, } Samantha Eggar og Patrick Mc- I Goohan. Leikstjóri er Ástralinn Simon Wincer. Basquiat Listmálarinn Jean-Michael Basquiat lést í New York vegna } ofnotkunar eiturlyfja, aðeins 27 ára gamall. Var hann þá í farar- , broddi ungra málara. Nú hafa tveir starfsbræður hans, málar- amir David Salle og Julius Schnabel, gert kvikmynd um þennan félaga sinn og leikstýrir ; Schnabel myndinni. í hlutverki Basquiat er óþekktur leikari, Jef- | frey Wright. Þekktari nöfn eru í | minni hlutverkum, David Bowie : leikur Andy Warhol, Gary Oldm- | an nýbylgjumálara, sem sumir | telja að sé Schnabel. Þá leikur Dennis Hopper í myndinni. Eitt af mörgum stórfenglegum atriðum í Eraser í vinnslu. Charles Russell, leikstjóri Eraser: Gekk í skóía hjá Roger Corman Leikstjóri Eraser er Charles Russell, sem daglega gengur undir nafninu Chuck. Hann hefur unnið jöfnum höndum sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Eftir að hafa útskrifast frá háskól- anum í Illinois byrjaði hann að vinna við ódýrar B-myndir og vann um tíma undir handleiðslu Rogers Cormans, sem hefur í gegnum árin verið duglegur að senda frá sér hæfileikamikla leikstjóra. Hjá hon- um leikstýrði Russell meðal annars The Blob. Russell vakti fyrst verulega at- hygli þegar hann skrifaði handritið og leikstýrði A Nightmare on Elm Street III: Dream Warriors, sem er að flestum talin langbest Elm stræt- is myndánna. Fyrir utan Robert Englund, sem lék Freddie Krueger, léku í myndinni Laurence Fish- burne og Patricia Arquette, sem þá voru óþekkt, auk gamalreyndra leikara á borð við John Saxon, Zsa Zsa Gabor og Dick Cavett. í Night- mare on Elm Street III kom í ljós hversu mikill brellumeistari Charles Russell er og- eru mörg at- riðin sérlega hugmyndarík. Brellumeistarinn var enn meira að verki í næstu kvikmynd, The Mask, með Jim Carrey í aðalhlut- verki, mynd sem varð óhemju vin- sæl og gerði Russell að eftirsóttum leikstjóra. Charles Russell hefur einnig framleitt nokkrar myndir og má nefna Back to School með Rodney Dangerfield í aðalhlutverki og Girls just Want to Have Fun með Sarah Jessicu Parker og Helen Hunt. -HK jimáulloga oc scoí’Koíiílog KoiUamUokommtim til að i\ moi' i o nnaaqfof ívonn’u11 frumsýningarvika allra tíma ÓiM. Tíminn 35 ** G.E. Taka tvö E. Taka tvö A I Mbl; - HASKQLABIO Munið ísiensk|t heimasíðu ID-4 http://id4.islanAia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.