Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
Utlönd
Stuttar fréttir dv
Stríðandi aðilar í Tsjetsjeníu starfa í einu og öllu eftir vopnahléssamningum:
Lebed bíður fundar en
ekkert bólar á Jeltsín
Rússneskar hersveitir hófu brott-
flutning frá Grosní, höfuðborg
Tsjetsjeníu, eftir að yfirmenn hers-
ins og tsjetsjenskir skæruliðar
leystu deilu sem spratt vegna þess
að skæruliðar höfðu tekið rúss-
neska bílalest.
En meðan aðilar stríðsins í
Tsjetsjeníu starfa í samræmi við
vopnahléssamninga frá í síðustu
viku bíður Alexander Lebed, örygg-
isráðgjafi Rússa, eftir fundi með
Boris Jeltsín forseta þar sem forset-
inn mun fjalla um áætlanir hans
um pólitíska lausn átaka sem varað
hafa í 20 mánuði og kostað þúsund-
ir manna lífíð.
Talsmenn Rússa og skæruliða í
Tsjetsjeníu sögðu í gær að þeir
hefðu náð samkomulagi um öll at-
riði vopnahléssamningsins frá í síö-
ustu viku og engar hindranir væru
í veginum fyrir framhaldi friðsam-
legra aðgerða. Samkvæmt samning-
um munu rússneskar hersveitir
hverfa á brott frá Grosní og suður-
hluta Tsjetsjeníu. Búist var við að
brottflutningi rússneskra hermanna
frá suðurhluta lýðveldisins lyki í
gær en frá öðrum svæðum í dag eða
á morgun. Er vopnahléð enn virt af
báðum aðilum.
Talsmaður Lebeds sagði í gær að
uppkast að samningi um pólitíska
framtíð Tsjetsjeníu hefði verið sent
Jeltsín forseta en hann er í fríi
skammt frá Moskvu. Vonaðist
Lebed til að Jeltsín mundi hitta sig
í dag eða ræða við sig í síma. Engin
ummæli fengust frá Kreml um
mögulegan fund þeirra félaga.
Jeltsín gaf Lebed óskorað umboð
til að leysa deiluna í Tsjetsjeníu en
hefur ekki hitt hann í eigin persónu
í margar vikur.
Lebed hefur ekkert látið uppi um
einstök atriði pólitísks samnings
um framtíð Tsjetsjeníu en sam-
kvæmt heimildum Reuters-frétta-
stofunnar verður ekki tekið á sjálf-
stæðismáli Tsjetsjena fyrr en landið
hefur jafnað sig eftir hið mann-
skæða stríð.
Fjarvera Jeltsins hefur leitt til
vangaveltna um að hann geti verið
svo heilsuveill að hann geti ekki
tekið á málinu eða þá að hann vilji
bíða og sjá hvort Lebed takist það
verk sem honum var ætlað. Jeltsín
hefur einungis komið tvisvar fram
ópinberlega síðan hann var endur-
kjörinn forseti í byrjun júlí.
Reuter
Eins og úlfur
Tveggja ára stúlka frá Puerto
Rico byrjaði í gær i meðferð við
mjög sjaldgæfum sjúkdómi. Ein-
kenni sjúkdómsins eru þau að
hálft andlit stúlkunnar er þakið
löngum dökkbrúnum hárum og
er hún því að hluta til eins og
maður í úlfslíki. Á hægri hlið
andlits stúlkunnar er stór valbrá
sem er alþakin hárum og er það
mjög sjaldgæft sjúkdómsein-
kenni.
Næstu ár geta orðið stúlkunni
mjög erfið. Einkennin hafa í fór
með sér auknar líkur á húð-
krabbameini en læknar freist-
uðu þess í gær að setja heil-
brigða húð á andlit hennar. Að-
gerðin tók margar klukkustund-
ir og sögðu læknar hennar að
hún hefði gengið mjög vel en
stúlkan þyrfti að gangast undir
margar aðgerðir til viðbótar.
Fjöldi her-
manna varö fyr-
ir eituráhrifum
Fjöldi bandarískra hermanna,
sem tók þátt í Flóastríðinu í
Kúvæt og írak 1991, varð fyrir
efnavopnum án þess að hafa
nokkurn tíma fengið vitneksju
um það. En yfirmenn í banda-
ríska hernum bjuggu yfir vit-
neskju um mögulega eitrun þeg-
ar árið 1991. Þeir gerðu sér fyrst
í fyrra grein fyrir því að hér gæti
verið alvara á ferð.
Samkvæmt leynilegri skýrslu,
sem nú hefur verið gerð opinber,
kemur fram að efnavopn hafi
veriö geymd í vopnabúri íraka
sem bandarískir hermenn
sprengdu í loft upp í mars 1991
um það bil sem Flóastríðinu
lauk.
En það var ekki fyrr en í vor
að þeir 150 hermenn, sem þátt
tóku í aðgerðinni, fengu upplýs-
ingar þess efnis að þeir hefðu
mögulega orðið fyrir áhrifum
sinnepsgass og sarin sem ráðast
á taugakerfið. Margir hermann-
anna hafa haft sjúkdómsein-
kenni sem mögulega má rekja til
eiturefnanna.
Alls hafa 60 þúsund fyrrum
hermenn úr Flóabardaga beðið
um sérstaka læknisrannsókn til
að ganga úr skugga um hvort
þeir hafi þar orðið fyrir varan-
legu heOsutjóni. Reuter
Sylvia Svíadrottning mætir með blómvönd á setningarathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um kynferöislega misnotkun
barna. Eitt þúsund manns sækja ráöstefnuna í Stokkhólmi og munu næstu fimm daga ræöa hvernig hægt er að
koma í veg fyrir barnaklám, barnavændi og aðra kynferðislega misnotkun barna. Símamynd Reuter
Flokksþing demókrata í Chicago:
Forsetafrúin á
mjúku nótunum
Flokksþing demókrata í Chicago
hélt áfram í gær og voru aðalræðu-
menn kvöldsins Hillary Clinton for-
setafrú og Jesse Jackson sem er
þekktastur fyrir baráttu sína fyrir
borgaralegum réttindum blökku-
manna.
Ræða Hillary Clinton var á
mjúku nótunum og eyddi hún drjúg-
Vinningar í
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Heiti potturinn 28. ágúst ‘96
kom á miða nr. 5424
Hillary Clinton
um tíma í að tala um fjölskylduna
og gildi hennar. Hún talaði um þær
vonir sem hún og forsetinn bæru í
brjósti til bama í landinu og fjöl-
skyldna þeirra. Það var greinilegt
að hún kom inn á mál sem
repúblikanar lögðu mikið upp úr á
sínu flokksþingi og að hún vill
breyta áliti almennings á sér jafnt
og forsetanum.
Forsetafrúin, sem hörðustu gagn-
rýnendur segja að stjórni Hvíta
Húsinu, talaði i gær sem góða eigin-
konan. Hún hefur verið mikið gagn-
rýnd og sagðist hafa orðið fyrir
stöðugum árásum repúblikana síð-
ustu fjögur árin. Þeir segi hana
kalda, stjórnsama og róttæka.
Áður en Hillary Clinton sté í
pontu ávarpaði Jesse Jackson full-
trúa þingsins og undirbjó jarðveg-
inn fyrir forsetafrúna. Hann hélt
uppi miklum vörnum fyrir hana og
sagðist gera það af heilindum og
honum bæri siðferðisleg skylda til
þess. Það þarf vart að taka fram að
salurinn ætlaði bókstaflega að rifna
af fagnaðarlátum.
Lögbanni frestað
Tryggingafyrirtækið Lloyd’s í
London fékk í gær frestað lög-
banni vegna skulda fyrirtækisins
i Baltimore í Bandaríkjunum.
Lögbannið hefði getað orðið fyrir-
tækinu að falli.
Flugræningjar yfirheyrðir
Breska lögreglan yfirheyrir nú
flugræningjana sjö sem rændu
farþegaflugvél frá Súdan í fyrra-
kvöld. Flugræningjarnir kröfðust
pólitísks hælis á Englandi.
Á batavegi
Móðir Ter-
esa, sem varð
86 ára í gær, er
nú á batavegi
en hún liggur á
spítala vegna
malaríu og
hjartveiki.
Læknar segja
horfumar góðar en hún sagði í
gær að hún vildi helst komast
heim svo hún gæti haldið líknar-
starfi sinu áfram.
Þrjár sprengingar
Þrjár öflugar sprengjur
sprungu á eynni Korsíku í morg-
un en um 20 sprengjur hafa
sprungið á eynni sl. tvær vikur.
Talið er að hópar, sem krefjast
aukins sjálfstæðis eyjunnar,
standi að baki tilræðunum.
Á lausu
Miklar rigningar í Belgíu höml-
uðu í morgun uppgrefti lögreglu
sem býst við að finna fleiri lík í
barnaklámsmálinu.
Endanlegur skilnaður
Gengið verð-
ur endanlega
frá skilnaði
Karls Breta-
prins og Díönu
prinsessu í dag.
Díana missir
konunglegan
titil sinn en
verður hér eftir Díana prinsessa
af Wales.
Tóku snák og hauka
Tollarar í Egyptalandi tóku tvo
menn sem reyndu að smygla
snáki og tveimur haukum úr
landi.
Málaði páfagauka
Ástrali, sem málaði venjulega
páfagauka til að láta þá líta út fyr-
ir að vera mun verðmætari, var
fangelsaður fyrir svik.
Bættur hagur
í fjármála-
frumvarpi
dönsku ríkis-
stjórnarinnar
er séð fram á
aukinn hag-
vöxt, minna at-
vinnuleysi og
minnkun fjár-
lagahalla meðan meginhluta vel-
ferðarkerfisins er haldið uppi.
Breti tekinn
Albönsk yfirvöld hafa handtek-
ið Breta sem grunaður er um aö
hafa misnotað tvo unga drengi
kynferðislega.
Matareitrun
Um 800 farþegar á ferju i gríska
Eyjahafinu veiktust af matareitr-
un. Flytja varð fjóra, þar af tvö
böm, í sjúkrahús.
Frakkar gagnrýna
Frönsk stjó'rnvöld gagnrýndu
Afríkuríki fyrir að vilja ekki
hamla gegn straumi flóttamanna
til landsins. Þeir sæktust í auð en
enduðu nær allslausir.
Hafna Meri
Eistneska þingið hafnaði í þrí-
gang tillögu um að Lennart Meri,
forseti landsins, yrði endurkjör-
inn.
Reuter