Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Page 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON A&stoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, bla&aafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, bla&am.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Létta Ijúfa leiðin Ríkisstjómin hefur valið þægilegu leiðina við gerð góðærisfrumvarps til fjárlaga. Hún ætlar að leyfa ríkis- rekstrinum að sigla með öðrum þáttum þjóðlífsins. Þannig slakar hún á spennunni, sem stafað hefur af fyrri tilraunum hennar til niðurskurðar á velferðarríkinu. Tekjur ríkisins aukast umfram áætlun um þessar mundir, af því að tekjur í þjóðfélaginu fara ört vaxandi og skila sér að hluta í auknrnn skattgreiðslum til ríkis- ins. Þennan tekjuauka getur ríkið notað á ýmsa vegu, til að lækka skatta, auka velferð eða jafiia halla. Ríkisstjórn hyggst ekki láta allt laust. Hún reynir að halda í þann spamað, sem náðst hefur með fyrri niður- skurði, en ætlar ekki að leggja í ný átök við hagsmuna- aðila um viðbótarspamað. Hún hyggst fyrst og fremst nota gróðann til að jafna hallann á ríkisrekstrinum. Heilbrigðismálin eru gott dæmi um létta og ljúfa stefnu hins nýja fjárlagafrumvarps. Kostnaður við þau á að aukast um einn milljarð króna, úr 50 milljörðum í 51 milljarð. í heild mun því sá málaflokkur nokkurn veginn fylgja tekjuaukningunni í þjóðfélaginu. í veikindageiranum verður eigi að síður rekið upp ramakvein út af þessum tölum. Þessi geiri er orðinn að peningalegum fíkniefnasjúklingi, sem þarf alltaf meira og meira dóp til að komast í vímu og fær hörð fráhvarfs- einkenni, ef síaukið peningaflæði er truflað. Með strangari aga á fjármálimum hefði ríkisstjómin getað notað góðærið til að ná tekjuafgangi í ríkisrekstr- inum, eins og fyrirtæki gera í einkarekstrinum, og not- að hann til að grynnka á skuldum ríkisins, sem hafa orð- ið óþægilega og hættulega miklar á síðustu árum. Með algeru agaleysi í fiármálunum, svo sem tíðkast á kosningaárum, hefði ríkisstjómin getað notað góðærið til að auka umsvif ríkisins og halda óbreyttum halla á ríkisrekstrinum. En kosningar eru ekki fyrirsjáanlegar á næsta ári og því er farið bil beggja í þenslunni. Ríkisstjómin gefur sem minnstan höggstað á sér með því að velja léttu ljúfu leiðina milli hinna ýmsu sjónar- miða. Þannig er fjárlagafrumvarpið ein af birtingar- myndum hagnýtrar stjórnarstefnu, sem ekki miðast við hugmyndafræði, heldur hagar seglum eftir vindi. Alls engin hugmyndafræði er í fjárlagafrumvarpinu. Ekki er hægt að segja, að það sé til hægri eða vinstri. Allir hugmyndafræðingar hljóta að vera andvígir því, hver á sínum forsendum. Raunverulegir hægri menn og raunverulegir vinstri menn munu sjá á því annmarka. Stjómmálin em smám saman að afklæðast hug- myndafræði. Enginn veit lengur, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn er vinstra megin við Alþýðubandalagið eða ekki. Helzt vita menn, að Alþýðuflokkurinn sé hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, miðað við næstsíðustu stjóm. Stjómmálamenn selja sig í auknum mæli sem farsæla forstjóra, sem ekki ffeistist til að reyna að gera stóra hluti til góðs eða ills, heldur sigli fremur lygnan sjó. Þess vegna verður hugmyndafræðilaus meðalvegur yfirleitt fyrir valinu, svo sem í fjárlagafrumvarpinu. Oft hefur verið lagt til, að fjárlagadæmið verði stokk- að upp og hugsað á nýjan leik. Það eigi ekki að vera eins konar náttúrulögmál, að rekstrarfé ríkisins skiptist í nokkum veginn óbreyttum hlutföllum frá ári til árs milli málaflokka og jafnvel milli undirliða í málaflokk- um. Fjárlagafrumvarpið felur í sér þá stefnu, að bezt sé að hafa hlutföllin eins og þau hafa alltaf verið og að sigla jafnan þá leið, sem léttust er og ljúfust hverju sinni. Jónas Kristjánsson MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Það er nú orðið deginum ljósara að ríkisstjómin með ráðherra Framsóknarílokksins í farar- broddi keppir að því að margfalda á næstu árum umfang orkufrekrar stóriðju í landinu. Þegar gengið hafði verið frá samningum um stækkum álbræðslu ÍSAL í Straumsvík sl. vetur töldu ýmsir að íslenskir ráðamenn myndu staldra við og reyna að marka ein- hverja vitræna stefnu um fram- haldið með tilliti til heildarhags- muna. Það hefur ekki orðið, held- ur er anað áfram fyrirvaralaust. Óskadæmi iðnaðarráðher- rans Ef marka má iðnaðarráöherr- ann og trúnaðamenn hans hjá MIL lítur óskadæmið þannig út frá þeirra bæjardyrum í framhaldi af stækkun ÍSAL: 1. Columbia Aluminium reisi 60 „Og hvaö varöar ráöherrana um ímynd íslands sem feröamannalands þegar stóriöja og háspennumannvirki eru þaö helsta sem viö augum blasir viö komuna til landsins?" spyr Hjörleifur í lok greinar sinnar. Framsoknarflokkur- inn og stóriðjuæðið þúsund tonna ál- bræðslu keypta frá Þýskalandi á Grundartanga 1997-98 með stækk- un í 180 þúsund tonn síðar. Aukin raforka kæmi frá Kvíslaveitu, stækk- un Blöndulóns, stækkun Búrfells- virkjunar og jarð- gufuvirkjunum á Nesjavöllum og við Kröflu. 2. Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga verði stækkuð um ca þriðjung 1998-99 með raforku frá jarögufúvirkjunum, Hágöngulóni og Sultartangavirkj- un. 3. Álbræðsla ATLANTAL-hóps- ins á Keilisnesi, 330 þúsund tonn í tveimur jafnstórum áfongum. Við endurmat á hagkvæmni, sem á að liggja fyrir um næstu áramót, er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist árið 2000 og fyrri áfanginn tæki til starfa árið 2002. Raforkuþörf slíkr- ar risabræðslu næmi 4700 gíga- vattstundum á ári sem er svipað magn og Lands- virkjun framleiddi í heild á árinu 1995. Öll eru þessi fyrirtæki í ná- grenni Reykjavíkur og við þetta bætast fjölmargar aðrar hugmynd- ir sem eru á döfinni um aðra stór- iðju við Faxaflóa. Unnið er t.d. að því að koma þar á fót magnesíum- verksmiðju og iðnaðarráðuneytið ætlar í árslok að stofna hlutafélag með Reykjavík og Hafnarfirði um jarðgufuveitu til stóriðju meö af- hendingu í Straumsvík að mark- miði. Rafmagnsveitum ríkisins er í ár ætlað að greiða 18 millj. kr. í undirbún- ingskostnað vegna hins síðamefnda. Orka áfram á út- sölu Þegar samið var um stækkun ÍSAL beitti iðnaðarráðherra og Landsvirkjun sér fyrir þeirri nýbreytni að lýsa orkuverð frá fyrir- tækinu viðskiptaleynd- armál. Rökin vom þau að ekki mætti upplýsa samkeppnisaðila um verð á orkunni, en í leiðinni losuðu stjóm- völd sig við þau óþæg- indi að láta Alþingi fjalla um og meta áhættuna af raforkusamningum - til stóriðju. Ekki fór þó milli mála að rafork- an til stækkunar ÍSAL væri á út- söluverði eða um 10 mills (66 aur- ar) fyrstu sjö árin og um 16 mills á samningstímanum. Er það réttlætt með lágum flýtingarkostnaði af viðbótmn við raforkuver þar sem meginstofnkostnaður er þegar til staðar. Á sama tíma er sagt upp sérsamningum við innlend iðnfyr- irtæki sem keypt hafa svonefnda afgangsorku af Landsvirkjun. Iðn- aðarráðherrann fullyrti að vísu á þinginu að slíkir samningar yrðu ekki endurteknir, hér væri um tannfé að ræða „til að brjóta ís- inn“. Aspurður um orkuverðið til Col- umbia-bræðslunnar svaraði ráð- herrann í DV 19. ágúst sl.: „Ætli viö segjum ekki 15-20 mills en það fer eftir mörgu. Það er það verð sem talað er um að Landsvirkjun þurfi að fá fyrir orkuna á næstu árum.“ - Þess utan sé orkuverðið viðskipta- leyndarmál! Ástæða er til að vekja athygli á að talað er um verð sem LV þurfi að fá „á næstu árum“, ekki langtímakostnað af nýjum virkjunum í landinu. Umhverfismál í uppnámi Þáttur umhverfisráðherra, sem er hinn Framsóknarráðherrann sem að þessum málum kemur með beinum hætti, er sannarlega dap- urlegur. Að ósk Landsvirkjunar og MIL ógilti hann í júni sl. úrskurð eigin stofhunar, þ.e. Skipulags rík- isins, um kröfur til umhverfis- mála Columbia-verksmiðjunnar og raforkuvirkja er henni tengjast. Um leið hafnaði hann athuga- semdum íbúa á svæðinu á þeirri forsendu að búið hafi verið að samþykkja svæðisskipulag sem geri ráð fyrir iðnaðaruppbyggingu við Grundartanga. Spumingum um hvemig stór- iöjuframkvæmdimar komi heim og saman við skuldbindingar ís- lands um að auka ekki losun kotvísýrings í andrúmsloftið vísar umhverfisráðherrann frá án frek- ari rökstuönings, - þær eigi ein- faldlega ekki við þegar orkufrekur iðnaður á í hlut. Hollustuvemd ríkisins, sem er sú stofnun umhverfisráðuneytis- ins sem fylgjast á með mengun frá iðnaðarstarfsemi, er markvisst haldið í fjársvelti, þannig að hún hefur litla burði til að rækja hlut- verk sitt. Og hvað varðar ráðherrana um ímynd íslands sem ferðamanna- lands þegar stóriðja og háspennu- virki eru það helsta sem við aug- um blasir við komuna til lands- ins? Hjörleifur Guttormsson Kjallarinn Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaöur „Spurningum um hvernig stóriðju- framkvæmdirnar komi heim og saman við skuldbindingar íslands um að auka ekki losun koltvísýr- ings í andrúmsloftið vísar um- hverfísráðherrann frá án frekari rökstuðnings..." Skoðaiiir annarra Miðmenning nauösynleg „Það er spuming hvort Rás 2 eigi að vera rekin af ríkinu eða einkaaðilum. Miðmenningarstöð er nauð- synleg. Ég hef ekki séð að einkastöðvamar hafi sýnt neina tOburði til að senda út miðmenningarefni. Þess vegna situr RÚV uppi með Rás 2. Umræðan um Ríkisútvarpið er góð. Hún þarf aö vera faglegri. Mig hefur undrað hversu litið Ríkisútvarpsmenn hafa lagt til málanna, ekkert nýtt né ferskt hefur komið frá þeim. Svör þeirra við gagnrýni hafa verið stofn- analeg." Atli Heimir Sveinsson í Alþbl. 27. ágúst. Hollusta við hagsmunaaðila „Að undanfomu hafa stjómvöld staðið fyrir her- ferð, þar sem fólk er hvatt til að auka grænmeti- sneyzlu sína. Ríkisstjómin getur ekki horft framhjá því að hið háa verðlag á grænmeti, sem meðal ann- ars er tilkomið vegna tollvemdar, hlýtur að draga úr neyzlu þessarar hollustuvöm. . . . Stjórnvöld geta þurft að velja milli hollustu matarins, sem þjóðin lætur ofan í sig, og hollustu við hagsmunaaðila í landbúnaði.“ Úr forystugreinum Mbl. 27. ágúst. Raunhæf markmið í ríkisfjár- málum „Þótt æskilegt hefði verið aö reka ríkissjóð með af- gangi í uppsveiflu, verður að hafa í huga að verið er að ná niður halla upp á fjóra milljarða. Ef lengra hefði verið gengið, hefði það þýtt að ganga hefði þurft að velferðarkerfinu og notendum þess á sama tíma og rofar til efnahagslega. Slikt er hvorki raun- hæft né æskilegt markmið. Meginmálið er að setja raunhæf markmið í rikisfjármálum og reyna síðan að standa við þau. Markmiðið um hallalaus fiárlög 1997 á að sameina þetta tvennt." Úr forystugrein Tímans 27. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.