Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Spurningin Hve lengi hefur þú unnið þar sem þú vinnur nú? Ingólfur Þrastarson, vinnur f bakaríi: Sjö mánuði. Hafþór Ragnarsson nemi, nú heimavinnandi: Ég hef verið heimavinnandi í tvær vikur. Karen Erlingsdóttir, vinnur á sambýli: Bara í sumar. Sigurður John, vinnur f Sautján: Tæplega ár. Ólafur Þór Jóelsson verslunar- stjóri: Að verða ár. Sigríður Birnudóttir, hjúkrunar- ritari á Landspítalanum: Mánuð. Lesendur Börn á vergangi í Reykjavík Mörg íslensk heimili eru hætt að sinna góðum og giidum siöum eins og al- mennum matarvenjum, segir bréfritari m.a. Sigríður Halldórsd. skrifar: Við íslendingar þurfum ekki að tala um götubömin í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Það em því miður is- lensk börn á vergangi, og það í höf- uðborginni okkar, Reykjavík. Þetta eru börn metnaðarfuilra ungra for- eldra sem eru að vinna sig upp í svokölluð „carrier“-störf og eyða öllu sínu fé tU að afla meira fjár - em á námskeiðum, í skóla eða ann- ars staðar að vinna sig upp í þjóðfé- laginu og „geyma“ böm sín heima á meðan eftir að þau ná vissum aldri. Þau eiga að geta „bjargað sér“ sjálf. Þetta eru böm á aldrinum 7, 8 ára og til fermingaraldurs. Þeim er gert að sjá um sig og vera heima, taka til mat fyrir sig og jafnvel yngri systk- ini sin og skUa sér heim fyrir viss- an tíma. En það fer oft á aðra leið. Þau era úti með öðrum krökkum og kynnast þá sér miklu eldri börnum, sum era farin að reykja, og ná í áfengi. Yngri börnin hrífast af þess- um fullorðinslátum stærri krakk- anna og þiggja umhyggju þeirra fremur en foreldranna flarverandi. Undir kvöld koma svo foreldram- ir heim, eða hið einstæða foreldri, og þá fer aUt í bál og brand vegna taugaspennu hinna fullorðnu yfir því að heyra að ekki var aUt með felldu hjá bömunum yfir daginn. Upphefjast þá ásakanir sitt á hvað og úti er um heimUisfriðinn. Þetta er upphafið að erfiðleikunum sem íslensk heimili i þéttbýlinu búa við. Allt endar þetta svo aðeins á einn veg: Bömin fjarlægjast foreldrana smám saman og fara sína leið - í skólanum og utan hans. Þetta er að verða eitt aUsherjar strið í mörgum tUvikum við uppeldi barna hér á landi. Þjóðfélagið er þrangið spennu sem stafar frá þeim fuUorðnu sem ekki vilja slaka á eða hætta að eltast við framann sem auðvitað er aUtaf jafn langt handan við homið, hversu hratt sem hlaup- ið er eða hve mörg námskeið sem sótt eru. Mörg íslensk heimUi eru hætt að sinna gömlum gUdum og siðum. Sum hafa jafnvel gefið upp á bátinn hluti eins og almennar matarvenjur og kaupa tUbúinn mat í hvert mál eða fá sendU heim með pitsur til að sefa bömin tímabundið. AUt til þess að breiða yfir og dempa spennuna. Hér hefur verið skyggnst rétt undir yfirborðið, en ástandið fer sí- feUt versnandi á mörgum íslenskum heimilum og börn á vergangi er að verða vandamál sem blasir við aug- um þeirra sem glöggt fylgjast með samfelagsþróuninni. - Vont mál að leysa því lengra sem líður, og óleys- anlegt ef ekki verður stöðvað með alvarlegu sameiginlegu átaki. Nog af ungum læknum í landinu Jóhann Sigurðsson hringdi: Menn þykjast hafa áhyggjur af læknadeilunni sem setið er yfir dag og nótt hjá sáttasemjara ríkisins. KaUaðir eru til málsmetandi menn í þjóðfélaginu tfl að tjá sig um deU- una. Einn af forkólfum ASÍ talar um eitthvert öryggisnet í heilbrigðis- kerfinu sem kunni að bresta. Ég veit ekki betur en nóg sé af ungum læknum í landinu sem fúslega myndu taka að sér störf heUsu- gæslulækna, bæði í Reykjavík og úti á landi. VerkfaUsfúsir læknar mega vera í verkfaUi. Takmarkanir á inngöngu læknanema í Háskóla fslands á und- anförnum árum hafa varið störf heUsugæslulækna sem annarra lækna. Nú á að notfæra sér ásókn- ina í læknismenntun og rýmka að- gengi að HÍ. Heilsugæslulæknar hafa um eða yfir 350 þúsund kr. á mánuði. Ríkið getur ekki boðið þeim neinar launahækkanir um- fram það sem almenningur fékk. Að öðram kosti verður uppþot á vinnu- markaðinum. Skagamenn bikarmeistarar Sigrún Ríkharðsd. skrifar: Ástæða þess að ég sest niður og skrifa era háværar raddir þess efn- is að við, Skagamenn, höfum unnið leikinn á gjöf. Þeir sem fylgjast vel með fótbolta vita vel að ekki er gott að vera dómari í leik sem þessum. - Dómarinn getur ekki fengið endur- tekningu á atviki í leiknum þótt hann feginn vildi. Oft finnast okkur dómar ósann- gjarnir, en við því er ekkert að gera. Dómarinn ræður. Haraldur Ingólfs- son er ekki þekktur að því að láta sig detta eða vera með ósanngjarn- an leik. Hvers vegna átti hann að byrja á því í þessum leik? Við unnum leikinn 2-1, en ekki 1-0. Við unnum ekki leikinn á þessu víti. Fólki virðist verða tíðrætt um víti okkar Skagamanna. En hvað um víti Eyjamanna? Ekki treysti ég mér til að dæma um réttmæti þess- [L!§ÍIÍ®Æ\ þjónusta allan sólarhringinn - eda hringíð í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 „Skagamenn hafa verið í fremstu röö íslenskrar knattspyrnu um áraraöir og við erum stolt af strákunum okkar," segir m.a. í bréfi Sigrúnar. ara víta. Það að mark Ólafs Þórðar- sonar hefði komið vegna sjokks í Eyjamönnum stingur svolítið þar sem Óli skýtur af löngu færi. - Ver- ið nú sanngjörn í garð okkar manna. Talað hefur verið um að dómarar séu hliðhollari þessum reynslulitlu liðum, en ef grannt er skoðað er það alrangt. Skrif DV vegna þessa leiks eru næstum því óþolandi. Þeir blaðamenn sem ekki treysta sér til þess að skrifa um svona leiki eða aðra leiki af sanngirni og hlutleysi ættu bara að fá einhvem annan til þess. Skagamenn hafa verið í fremstu röð íslenskrar knattspyrnu um áraraðir og við erum stolt af strák- unum okkar. Þeir unnu þennan leik einfaldlega vegna þess að þeir vora betri. Að lokum þakka ég Vest- mannaeyingum fyrir mjög skemmti- legan leik. - Þeir eiga heiður skilinn og stóðu sig með stakri prýði, jafnt innan vallar sem utan. I>V Olíuleit verði framkvæmd Gunnsteinn hringdi: Ég tel að íslenskum stjórn- völdum sé ekki stætt á öðra en láta hefja olíuleit í fullri alvöra við ísland hið bráðasta. Ég byggi þetta m.a. á fyrirspurn Guð- mundar Hallvarðssonar á Al- þingi um málið án þess að fá greinargóð svör og svo þrýstingi ýmissa þeirra sem telja að full- kanna verði sannleiksgildi fyrri rannsókna erlendra aðila á set- lögum út af landinu. Við megum ekki láta öll mál renna úr greip- um okkar og standa svo langleit- ir eftir eða eins og þvörar og hafa engin svör á hraðbergi. Við höfum nú tapað Leifi Eiríkssyni að fullu til Noregs og gerum ekk- ert í þvi máli og kannski verður það svipað með olíuna - að Norð- menn fái hana bara á silfurfati líka. Tannréttingar oft til óprýði Svana skrifar: Ég er ekki sammála þeim sem láta undan krökkum sínum að fá tennumar réttar þótt smávægi- leg misröðun eða skekkja sé til staðar. Auðvitað eru tannrétt- ingar nauösynlegar hjá mörgum. En náttúrlegar tennur era falleg- ar svo lengi sem þær eru ekki mjög áberandi óprýði. Því vilja tannréttingar oft verða til óprýði. Og ekki er ég viss um að það sé manneskjunni eðlilegt að ganga með mikið réttar tennur. Trúi því reyndar að mikilvirk tannrétting geti verið upphafið að einum eða öðram sjúkdómi. - Svona rétt til umhugsunar. Verðbólgan á fleygiferð Ólafur Halldórsson hringdi: Ég er ekki í neinum vafa um að verðbólgan er komin á fleygi- ferð, og það svo um munar. í dag er frjáls álagning á hverjum hlut og einnig á þjónustu, t.d. á verk- stæðum eða annars staðar. Og maður finnur nánast hvar sem maður kemur og greiðir fyrir þjónustu að verð hefur hækkað - ekki mikið - en stighækkandi alls staðar. Þess vegna hlýt ég að ætla að verðbólgan sé komin á fullt, en henni haldið niðri opin- berlega með einhvers konar handafli. Skattakrumlan og spariféð H.S.J. hríngdi: Ef fiármálaráðherra keyrir það í gegn að sparifiáreigendur verði látnir greiða skatt af spari- fé sínu á að skylda hann og aðra hálaunamenn til að leggja fyrir 1-20% af launum sínum, svo að hægt sé að tvískatta þá eins og gera á við sparendur. Fjármála- ráðherra hlýtur að vera því sam- þykkur, honum er svo annt um að ná inn sem mestu fé. Nú virð- ist fólk unnvörpum ná 100 ára aldri og meira. Væri þá ekki nær aö hvetja það til að fara að spara um miðjan aldur? Það er athygl- isvert að aldrei hefur verið meiri ásókn í sólarlandaferðir en nú. Fólk vill og verður að eyða krón- unum strax svo að skattakruml- an taki þær ekki. Gróft barna- klám í lagi Unnur skrifar: Mér ofbjóða vinnubrögð þeirra á Alþingi. Þeir láta frá sér fara nýja refsilöggjöf þar sem skýrt er tekið fram að „varsla grófs barnakláms sé refsiverð". - Gott og vel; þá vita menn að hér má nota og sýna barnaklám - bara það sé nú ekki „gróft". - Þeir kalla ekki allt ömmu sína, þingmennimir okkar! Enda lík- lega langt síðan þeir áttu hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.