Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skuldir og eyðsla Það virðist hafa komið ýmsum á óvart að landsmenn skuli á nýjan leik famir „að eyða um efhi fram“ eins og það heitir, væntanlega í trausti þess að bættur þjóðar- hagur skili auknum tekjum á komandi misserum. Þjóðhagsstofnun birti á dögunum tölur sem virðast staðfesta þá skoðun að sem heild séu landsmenn famir að gera út á efnahagsbatann sem hefur þó hingað til fýrst og fremst skilað sér til opinberra aðila og fýrir- tækja. Annars vegar sýna tölur um kreditkortaviðskipti að þar hefur orðið verulegu aukning. Á fýrsta ársQórðungi jókst veltan um 11,8 prósent frá sama tíma í fyrra en á öðrum ársfjórðungi er aukningin meiri, eða 15,4 prósent. Samtals hefur veltan því aukist um flórðung á fyrri hluta ársins. Að nokkru leyti virðist um að ræða beint framhald þróunar sem hófst í fýrra því á milli áranna 1994 og 1995 jókst kreditkortanotkun mjög verulega. Hins vegar bendir Þjóðhagsstofnun á að útlán banka- kerfisins til heímilanna hafi vaxið umtalsvert og því meira sem liðið hefur á árið. í júlílok vom þessi útlán 11,5 prósentum meiri en á sama tíma í fýrra. Stofnunin telur sig finna vissa samsvörun á milli skuldaaukningar heimilanna nú og aukins innflutnings og einkaneyslu. Skuldir heimilanna hafa aukist verulega á undanföm- um erfiðleikaárum þegar margir hafa átt í vandræðum með að standa í skilum vegna lágra launa, minni at- vinnu og mikillar skattheimtu hins opiribera. Auðvitað er það áhyggjuefrii ef heimilin í landinu nota góðærið til þess að safria enn meiri skuldum í stað þess að grynnka á þeim og treysta ijárhagsgrundvöllinn. Það á hins vegar við í þessu sem öðm að eftir höfðinu dansa limimir. Opinberir aðilar hafa á undanfömum árum gengið á undan í eyðslu og skuldasöfnun og sýnt þar hörmulegt fordæmi. Með því að nota efriahags- batann í aukna eyðslu, í stað þess að greiða niður skuld- imar, em landsmenn því einungis að gera slíkt hið sama og kjömir forystumenn þjóðarinnar. Ungir sjálfstæðismenn hafa bent á það síðustu daga að fjármálaráðherra hefði átt að nota þann þriggja millj- arða tekjuauka sem efriahagsbatinn skilar ríkissjóði væntanlega á þessu ári til að greiða niður eitthvað af miklum skuldum ríkisins - en þær hafa tífaldast á síð- ustu tólf árum og kosta þjóðarbúið um 30-40 milljónir króna í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Þetta gerir ríkis- stjómin ekki heldur eyðir þessum peningum strax. Sveitarfélögin hafa einnig safiiað miklum skuldum hin síðari ár vegna langvarandi rekstrarhalla. Sam- kvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands nam hallinn á rekstri 13 stærstu sveitarfélaganna um 32 prósentum af skatttekjum þeirra árið 1994, en það er sámbærilegt við að ríkissjóður væri rekinn með 40 milljarða halla. Á síðasta ári nam halli þessara þrettán sveitarfélaga um 8 prósentum af tekjum sem er talið sambærilegt við þann halla sem verið hefur á ríkissjóði nokkur undanfarin ár. Slíkur rekstur hefur að sjálfsögðu kallað á sífellt meiri skuldir. Seðlabankinn áætlar að í árslok verði hreinar skuldir sveitarfélaga um 25 milljarðar króna sem sam- svarar 5,1 prósenti af landsframleiðslu. Til samanburðar er áætlað að skuldir ríkisins verði um 145 miUjarðar í lok þessa árs, eða um 30 prósent af landsframleiðslu. Þær tölur sem hér hafa verið nefndar bera með sér að almenningur er aðeins að feta dyggilega í fótspor for- ystumanna þjóðarinnar sem eyða auknum tekjum í stað þess að grynnka á óhóflegum skuldunum. Elías Snæland Jónsson .Sífellt opnast nýir möguieikar viö fjarskiptarekstur og notkun manna á fjarskiptakerfinu eykst. Símakostnaður jafnaður stækkuð sem njóta sömu gjaldskrár. í þeirri aðgerð einni og sér hefur vitaskuld falist umtalsverð lækk- un og jöfnun símgjalda. Þá hefur mimurinn á milli staðarsímtala og langlínusamtala minnk- að mjög og er í dag ein- ungis brot af því sem hann var fyrir fáeinum árum. Jafnframt þessu hafa taxtar á símtölum til út- landa lækkað. Bætt fjar- skipti hafa einnig gert það að verkum að nú er það ekki tiltökumál að slá á þráðinn til vina og ættingja erlendis. Þetta er mikil breyting frá því „Eftirgrennslan mín með fyrir- spurn á Alþingi leiddi hins vegar í Ijós að fæst ráðuneytin og stofn- anirnar höfðu hlitt samþykkt Ab þingis og vekur það óneitanlega furðu mína, svo ekki sé meira sagt.u Kjallarinn Einar K. Guö- finnsson alþingismaöur Sjálf- stæðisflokksins á Vest- fjöröum Sú ánægjulega þróun hefur orðið að símakostnaður hérlendis hefur lækkað árlega á undangengnum árum. Þetta skiptir miklu máli fyrir al- menning í landinu, enda er simi sem önnur fjarskipti óaðskiljanlegur hluti hins daglega lífs í nútímaþjóðfé- lagi. Nú er svo komiö að síma- kostnaður hér á landi er sá lægsti í löndum OECD. Þetta er mikill árangur, ekki síst þegar þess er gætt að almennt er vöruverð hér á landi hærra en í nágrannalöndum okkar. Stór skref í átt til lækkunar og jöfnunar Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á þvi að mjög mikið hefur áimnist við að lækka kostnað við langlínusam- töl hér á landi. Stöðugt hafa verið stigin skref í þá átt að minnka muninn á milli langlínusamtala og staðarsamtala með margvíslegum hætti. í því sambandi má rifja upp að ekki var hér áður og fyrr hægt að hringja á milli þéttbýlisstaða nema greiða mun hærra verð en var á innanbæjarsamtölum. Smám saman hafa þau svæði verið sem áður var þegar það heyrði til stórtíðinda ef menn lögðu í slíkt stórvirki sem símhringing til út- landa var. Þetta hefur tekist meðal annars vegna þess að tæknin hefur verið okkur hagstæð. Sifellt opnast nýir möguleikar við fjarskiptarekstur og notkun manna á fjarskiptakerf- inu eykst. Þannig vaxa tekjumar þó svo að taxtamir lækki. Græn símanúmer Þrátt fyrir þetta hefúr vantaö á að fullur jöfnuður fengist i síma- málunum. Enn þá er þó nokkru dýrara að hringja á milli fjarlægra landshluta en á staðartaxta. Und- irritaður fékk samþykkta þingsá- lyktunartillögu á Alþingi um að ríkisstofhanir og fyrirtæki ríkis- ins skyldu koma sér upp grænum símanúmerum en þau gera fólki kleift að hringja i viðkomandi númer á staðartaxta. Slík þjónusta er afar mikilvæg eins og Sesselja Traustadóttir benti á í lesenda- bréfi DV miðvikudaginn 21. ágúst síöastliðinn. Eftirgrennslan mín með fyrirspurn á Alþingi leiddi hins vegar í ljós aö fæst ráðuneyt- in og stofiianimar höfðu hlítt sam- þykkt Alþingis og vekur það óneit- anlega undrun, svo ekki sé nú meira sagt. Fullur jöfnuöur aö nást í tengslum við lagasetningu um formbreytingu Pósts og síma var hins vegar leitt í lög að símakostn- aöur hér á landi yrði alls staðar sá sami, án tillits til þess hvort um sé að ræða langlínu- eða staðartaxta. Þar með var miklu baráttumáli komið í höfn sem margir hafa unnið að og lengi. Ástæða er til þess að vekja at- hygli á því að með þessari laga- setningu er enn innsigluð forysta okkar í því að lækka símakostnað og gera hann jafnari. Mér er ekki kunnugt um að þessi þróun hafi verið jafn ör hjá öðmm þjóðum. Þetta er því gríðarlega þýðingar- mikill áfangi í því að bæta kjör manna og gera þau óháðari því hvar menn búa á landinu. Einar K. Guðfmnsson Skoðanir annarra Islendingar í barnavændi? „Síðustu ár hafa fjölmiðlar í vaxandi mæli fjallað um svokallaðar kynlífsferðir Vesturlandabúa til Asíu.. Þeir íslendingar sem fara utan og notfæra sér böm kynferðislega hafa til þessa verið látnir óáreitt- ir og ekkert gert til að koma lögum yfir þá. Þessu verður að breyta. Það á að koma lögum yfir bama- níðinga, hvar sem þeir athafna sig... íslendingar vora óþyrmilega minntir á það í vikunni aö svívirði- leg misnotkun bama getur viögengist hér á landi eins og ánnars staðar.“ Úr forystugrein Alþýöubl. 29. ágúst. Óþolandi hallarekstur „Að sjálfsögðu má deila um aðferðir við að koma á hallalausum fjárlögum og við fyrstu sýn hlýtur að vekja vonbrigði aö ekki skuli vera tekið fastar á stöðu landbúnaðarins. Það verður ljósara með hverj- um deginum að nauðsynlegt er að brjóta upp það samspil ríkisforsjár og miðstýringar sem þar ræður ríkjum... Þá er nauðsynlegt að allir átti sig á því að bætt staða ríkissjóðs er blekkjandi þegar lagt er mat á stöðu hins opinbera í efnahagslifinu. Undanfarið hafa birst upplýsingar um siæma stöðu sveitarfélaga en með miklum tilflutningi á verkeftnun til þeirra er verið að flytja til þyngdarpunkt hins opinbera rekst- urs. Hallarekstur þar er þvi jafh óþolandi og halli ríkissjóðs. Vandinn er enn til staðar.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 28. ágúst. Stimpilleiðin „Það er fagnaðarefni að nú skuli loks hilla undir breytingar hjá rikisbönkunum og vonandi mun það lagafrumvarp, sem stjórnarflokkarnir sameinast um, verða samþykkt á Alþingi i vetur. Auðvitað er formbreytingin sjálf aðalatriðið en ekki hvaða leið verður fyrir valinu. Það virðist þó liggja beinast við að fara stimpilleiðina svonefhdu enda er hún bæði einfold og fljótleg í framkvæmd." KjM í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 29. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.