Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1996, Side 21
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 33 Myndasögur Fréttir Frásögn Koraks: „Þegar menn Ronchi ætluöu aö sprengja iestina var hurðum vagnanna skyndilega hrundið upp! e Hvað ertu að gera, mamma? Ég er að yrkja g ástarljóð. 1 Ertu að grínaet? Þú hefur þá funílið þér mann á endanum? / Nei, ekki enn þá. En éa, hugsa jákvætt. Jóhannes Báröarson, til vinstri, og Þorvaröur Þórðarson meö tvo laxa sem þeir fengu í Elliöaánum í gær. Fyrir framan þá eru synir Jóhannesar, Jón Ómar og Gunnar Þór. Þeir Jóhannes og Þorvaröur fengu sinn fiskinn hvor en þetta var fyrsta veiðiferð Jóhannesar í árnar. DV-mynd MS Elliðaárnar í sumar: Ekkert hefur borið á kýlaveiki - mun betri veiði en í fyrra „Það hefur ekkert borið á kýla- veiki hér í sumar, ekkert örlað á slíku. Þetta gerist þrátt fyrir að vatnsmagn og veðurfar hafi verið með mjög svipuðu móti og í fyrra,“ sögðu veiðiverðimir Magn- ús Sigurðsson og Skúli Kristins- son við EUiðaárnar í gær. I fyrra gerði kýlaveikin mönn- um gramt í geði og í sumar hafa veiðimenn, sem rennt hafa fyrir lax í ánum, ekki farið varhluta af fyrirbyggjandi aðgerðum til að spoma við útbreiöslu veikinnar. Til allrar lukku hefur þessi vágest- ur ekki látið á sér bera. „Það hefði ekki farið fram hjá nokkmm manni ef þetta hefði verið á ferð- inni hér í sumar. Úr þessu eru mjög litlar líkur á að kýlaveikin geri vart við sig,“ sögðu þeir veiði- verðir enn fremur. Mun betri veiði en í fyrra - svipaðar göngur? Veiði í Elfiðaánum í sumar hef- ur verið mun betri en í fyrra það sem af er veiðitíma. Á hádegi í gær vom komnir 1.062 laxar á land en 929 á sama tíma í fyrra. Á morgunvaktinni veiddust 8 laxar og sögðu veiðimenn talsvert vera af laxi á efri ánni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til veiða í Elliðaánum. Það var skemmtilegt að sjá þetta og það skemmir aldrei fyrir að fá lax. Við voram mest á efri hluta ár- innar og sáum eitthvað af fiski. Hann virtist þó ekki láta mikið á sér bera,“ sagði Jóhannes Bárðar- son í samtali við DV í gær en hann var á stöng í Elliðaánum með Þorvarði Þórðarsyni. Þeir fé- lagar fengu tvo laxa. Auk laxanna átta sem veiddust á morgunvaktinni i gær kom einn tveggja punda regnbogasilungur á land en slíkir fiskar eru frekar sjaldséðir gestir í Elliðaánum. Erfitt er að gera sér grein fyrir göngum í Elliðaámar í sumar. Teljarar við ána hafa verið meira og minna bilaðir í allt sumar og þvi verður að taka niðurstöður þeirra með miklum fyrirvara. Lík- legt er að svipað magn af laxi hafi gengið í ámar og í fyrra. Bagalegt er ef ekki er hægt að sjá til þess að teljararnir séu í lagi og slíkt til skammar þeim sem hlut eiga að máli. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.