Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Page 9
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 9 x>v Stuttar fréttir Utlönd Eiginmaður Stefaníu prinsessu fær reisupassann: Með allt niður um sig í sundlauginni - myndir af Karólínu prinsessu valda áhyggjum af heilsu hennar Stefanía prinsessa og Daniel Ducruet, fyrrum lífvöröur hennar og bráðum fyrrum eiginmaöur líka. Hann þótti of djarftækur viö belgíska fatafellu. Sprengjurnar klárar Bandarískar orrustuvélar eru til- búnar aö ráðast aftur á skotmörk í írak og taliö er næsta víst að það verði gert fyrr en seinna. Skotið á Kana íraskar hersveitir skutu flugskeyti á bandariskar flugvélar yfir norður- hluta íraks en hæfðu ekki. Kemp gagnrýnir Jack Kemp, varaforsetaefni repúblikana, veitt- ist harkalega að stefnu Bills Clint- ons forseta í mál- efnum íraks og kallaði hana „óljósa og óvissa" og sagði að Clinton ætti að skýra hana betur áður en gripið yrði til frekari aðgerða. Tillögusmíöi Bandaríkjamenn og ísraelar hafa samið tillögur sem eiga að koma frið- arviðræðum ísraela og Sýrlendinga aftur í gang. Chirac í Varsjá Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem er í opinberri heimsókn í Pól- landi, segist vilja að Pólland gangi sem fyrst í ESB og styður aðild þess að NATO. Á móti refsiaðgerðum Þýsk stjórnvöld hafa skipað sér í flokk annarra Evrópuríkja sem eru andvíg viðskiptaþvingumnn Banda- ríkjanna gegn Kúbu. Vinnið saman Alexander Lebed, öryggismála- sfjóri Rússlands, hvatti andstæðar fylkingar í Tsjetsjeníu til að vinna saman að uppbyggingu hins striðs- hrjáða lands. Geimverur iæknuðu Bæjarstjómarkona í smábæ í Flór- ída segir að geimverur hafi læknað hana af krabbameini. Reuter Stefanía, prinsessa í Mónakó, hef- ur ákveðið að skilja við eiginmann sinn og fyrrum lífvörð, Daniel Ducruet, eftir að hann var gripinn glóðvolgur við að gamna sér með annarri konu og myndir af leiknum birtust í tímaritum á Ítalíu. Það var frönsk sjónvarpsstöð sem skýrði frá skilnaðaráformum prinsessunnar. ítölsku tímaritin Eva Tremila og Gente birtu í siðasta mánuði marg- ar síður af myndum þar sem áður- nefnd kona færði lífvörðinn fyrrver- andi úr fötunum, kyssti hann og kjassaði og fyrr en varði voru þau orðin aUsnakin á sundlaugarbarmi í Frakklandi, steinsnar frá fursta- dæminu. Tímaritin sögðu stúlkuna vera 26 ára gamla belgiska fatafellu. Stefanía, sem er 31 árs, hafði sam- band við lögfræðing sinn, Thierry Lacoste, í gær og tilkynnti honum að hún ætlaði að fara fram á skiln- að. Talsmaður furstafjölskyldunnar í Mónakó sagði að þar á bæ hefði fréttin ekki verið borin til baka en hann vildi ekkert tjá sig um hana. Reynir fursti, faðir Stefaníu, var á sínum tíma lítið hrifinn af eigin- mannsvali dóttur sinnar. Stefanía átti tvö börn með Ducruet áður en þau gengu í hjónaband í júlí í fyrra. Annað ítalskt tímarit, Oggi, hefur einnig gert Karolínu prinsessu, eldri systur Stefaníu, óleik með því að birta myndir af henni þar sem ekki ber á öðru en að hún sé grind- horuð og búin að missa hárið. Af þeim sökum hafa menn áhyggjur af heilsufari hennar. í tímaritinu sagði að myndimar hefðu verið teknar fyrir stuttu í suð- urhluta Frakklands. Á nokkrum þeirra er Karolína í bláum Maó- jakka að tala við bömin sín úti í garði. Á forsíðu Oggi er óskýr mynd af hárlausri konu. „Þetta er Kar- olína af Mónakó. Sjáið hvemig ógæfa hennar hefur leikið hana,“ sagði tímaritið. Timaritið útilokaði að Karolína hefði látið klippa hárið á sér svona snöggt þar sem myndirnar sýndu greinilega upplitun á hársverðin- um. Karolína hefur lítið sést á opin- berum vettvangi frá þvi síðari eigin- maður hennar, Stefano Casiraghi, fórst í sjóslysi árið 1990. Þau eignuð- ust þrjú böm. Reuter Seldi sig í textavarpinu Upp hefur komist um norska barnapíu sem passaði börn á dag- inn og seldi sig á kvöldin með því að auglýsa í norska textavarpinu. Hafa fjármálasíður textavarpsins verið notaðar til að bjóða vændis- þjónustu en konur auglýsa þá eft- ir lánum sem þær greiða með öðru en peningum. Upp komst um þessa notkun á textavarpinu þegar móðirin á heimilinu fékk grunsamlega margar símhringingar frá karl- mönnum sem voru í sérkennileg- um erindagjörðum. Kom í ljós að vændismiðlun um fjármálasíður textavarpsins var vel þekkt leið fyrh- karlmenn að ná sér í konur. Dole klórar í bakkann Bob Dole hvatti flokksfé- laga sína á Bandaríkja- þingi saman til fundar í gær til að stappa í þá stálinu og missa ekki trúna á að hann gæti borið sigur úr býtum í for- setakosningunum sem verða eftir átta vikur. Dole virðist eiga í erf- iðleikum með að ná athygli kjós- enda og er 15-20 prósentustigum á eftir Bill Clinton forseta í skoð- anakönnunum. Tvær sjónvarpsauglýsingar frá Dole voru birtar í sjónvarpi vestra. í annarri er fjallað um lífs- feril hans en í hinni efnahagstil- lögumar. Sumir repúblikanar virðast þegar hafa afskrifað Dole sem for- seta og hugsa meira um hvort demókrötum tekst að vinna aftur meirihluta í báðum deildum þingsins eftir tvö ár í minnihluta. Reuter Ungfrú Selines Mendez frá Dóminíska lýðveldinu bar sigur úr býfum í keppni 17 fyrirsætna sem nefnist Top Model of the World eða Toppfyrirsæta heims- ins og haldin var i Koblenz í Þýskalandi í gær. Selines hampaði ekki einung- is titlinum heldur biðu hennar vænir fyrirsætusamningar. Símamynd Reuter Albert Belgíukonungur kveikir umræður: Krefst endurbóta á réttarkerfinu Albert, konungur Belgíu, hefur komið af stað áköfum skoðanaskipt- um í heimalandi sínu eftir að hann gaf út yfirlýsingu þess eftiis að fram- kvæma þyrfti gagngerar endurbætur á belgísku réttarkerfi. Kemur yfirlýs- ing hans í kjölfar afhjúpana á tveim- ur hneykslismálum, skipulögðu morði á stjórnmálamanni og um- fangsmikilli starfsemi bamaklám- hrings. Með yfirlýsingu sinni kom konung- urinn, sem er umhugað um að efla traust þegnanna á lögum og reglu, af stað umræðu um hvort hann hefði rétt til afskipta af þessu tagi. Meðan sumir segja orð hans endurspegla við- horf innan ríkisstjómarinnar telja aðrir að hann hafi farið yfir strikið. En ófáum finnst orð hans í tíma töluð þar sem ekki aðeins hafi tvö hryllileg hneykslismál verið afhjúpuð heldur þar sem daglega berist fréttir af klúðri lögreglunnar, spillingu og yfirhylmingu. Blöskrar almenningi í Belgiu að heyra hvemig rannsóknar- aðiiar hafa hundsað ábendingar i fyrrnefhdum málum og ekki sinnt því að koma mikilvægum upplýsingum til réttra aðila. Samkvæmt belgískri stjórnarskrá verður konungurinn að tryggja sér stuðning ríkisstjómarinnar áðiu- en hann gefur út yfirlýsingar til almenn- ings. Albert hefur beðið dómsmála- ráðherra landsins að tryggja að bamaklámsmálið verði að fullu upp- lýst. Reuter Sængurverasett 140 x 200-3 litir AUKiN ÖKURÉTTINDI Vilt þú öölast réttindi til aksturs; Næsta námskeiö veröur sett í Reykjavík 14. september, ef næg þátttaka fæst. Ökuskóli S.G. byður einnig upp á námskeið annars staöar á landinu. Hafið samband og látiö skrá ykkur í símum: 581-1919 / 89-24124 og 421-6255. Við bendum mönnum á að kvnna sér muninn á áfanqakerfi annars veqar oq beirri námstilhöqun sem við bióðum upp á hinsveaar. Allt námiö á 25 dögum leigubifreiða hópbifreiða vörubifreiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.