Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 íþróttir unglinga DV Knattspyrnunýjung á Akranesi: Alþjóölegt unglingamót, lceland Football Festival, á Skaganum 1997 - viötal við Hörð Hilmarsson, frumkvöðul að þessu alþjóðlega knattspyrnumóti DV, Akranesi: Það verður aldeilis nóg um að vera á Akranesi á næsta ári, nánar tiltekið dagana 4.-8. ágúst, en þá fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót, Iceland Football Festival, sem ætlað er unglingum á aldrinum 12-18 ára. Búist er við að um 60 lið taki þátt í mótinu og þar af 10-12 erlend lið. Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Til að fræðast nánar um mótið sneri DV sér til Harðar Hilmarsson- ar, hins gamalkunna knattspyrnu- kappa úr Val og þjálfara til margra ára, en hann hefur annast undir- búning mótsins. Hvaöan er hugmyndin? „Árið 1986 var haldið hér alþjóðlegt knattspymumót, Iceland Cup, sem Valsmaöurinn og lögfræð- ingurinn Jónas Guðmundsson stóð að. Það mótshald gekk nokkuð vel nema hvað vallaraðstæður voru slæmar. Það var leikið á grasvelli Vals á Hlíðarenda en einnig á mal- arvelli félags- ins og einhverj- ir leikir fóru einnig fram á gervigrasinu í Laugardal. Það hefur alltaf ver- ið mín skoðun að svona mót verði að fara fram á gras- völlum. Maður er búinn að vera með þetta í maganum ansi lengi þvi ég hef bæði verið á fullu í ferðaþjónustu og knattspymu und- anfarin ár og svona mótshald sam- einar þessi tvö áhugasvið mín. Síð- asta áratuginn hef ég sent fjölda ís- lenskra unglinga á alþjóðleg knatt- spymumót erlendis og jafnlengi hef- ur mig langað til að koma á fót góðu móti hér á landi. Nú er kominn grundvöllur fyrir því. Hvers vegna Akranes? Öll aðstaða á Akranesi er til mik- illar fyrirmyndar svo þar á að vera hægt að halda gott alþjóðlegt mót. Kostirnir við að halda mótið á Skaganum eru því mun fleiri en gallarnir. Aðstaða til knattspymu- iðkunar er óvíða betri og þar gefst möguleiki á að hafa allt á einum stað sem auðveldar mjög alla mótsstjóm. Ef mótið yrði haldið í Reykjavík yrði það dreifðara, bæði hvað varðar gistingu og leikvelli. Það þyrfti þá að koma til samstarfs við nokkur félög í stað eins á Skaganum. Svo hjálpar nátúrlega til hin mikla knattspymuhefð sem er á Akranesi og reynsla forystumanna Knattspymufélags ÍA að halda utan um svona unglingamót. Félagið hefur staðið fyrir nokkmm knattspyrnumótum fyrir yngri flokka á síðastliðnum árum og hefur góðan mannskap til að sjá um keppni af þessu tagi. Síðast en ekki síst eru bæjaryfirvöld á staðnum mjög jákvæð gagnvart knattspyrnu og íþróttum almennt og mun ICELAND FOOTBALL FESTIVAL 4th • 8th August 1997 Forsíðan á bæklingnum um alþjóölega mótiö á Skaganum á næsta ári sem er veriö aö dreifa víöa um Evrópu og aö einhverju leyti í Bandaríkjunum. Frábær árangur u-16 ára handboltalandsliðs drengja í Amager-Cup: Breiður og góður hópur - segir Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari Drengjalandslið íslands, u-16 ára í handknattleik, fór í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur 24. ágúst til 3. september. Valdir voru 23 leikmenn til fararinnar og teflt fram tveimur liðum gegn drengj- um fæddum 1978. Æfingar hófust í maí er valinn var stór hópur leikmanna á for- valsæflngar og að þeim loknum var valinn endanlegur hópur, skipaður 23 drengjum. Úrslit leikja Á meðan á ferðinni stóð var æft að morgni dags en að kveldi voru leiknir leikir gegn erlendum liðum. Úrslit vináttuleikja urðu sem hér segir. ísland (1): Ísland-Stadion...............20-21 Ísland-Danmörk...............34-21 Ísland-Holland................15-9 ísland (2): Ísland-Danmörk...............26-30 Ísland-Holland................16-9 Ísland-Virum.................20-18 Amager-Cup Mótið fór fram í Kaupmanna- höfn og hófst 30. ágúst og lauk 1. september. Úrslit leikja urðu þessi: ísland (1): Ísland-Rödovre...............20-9 Ísland-Bording...............16-15 tsland-Team Copenhagen .... 19-18 Undanúrslit: Ísland-Hamborg...............18-16 Úrslitaleikur: Ísland-Bording(12-18), (229-29), 30-29 island (2): Ísland-Amager SK.............21-15 Ísland-Hamborg...............19-51 Undanúrslit: Ísland-Bording...............18-19 Leikur um 3. sæti: Ísland-Hamborg..............24-12 Sigur Islands ísland (1) lenti í 1. sæti eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn Bording en afleit byrjun liðsins færði andstæðingunum sex marka forskot. í síðari hálfleik tókst að jafna á fyrstu 20 mínútunum en síðan var jafnt á öllum tölum. Sigurmark okkar var skorað á síðustu sekúndu framlengingar. Valdimar Þórisson var valinn leikmaður úrslitaleiksins. ísland (2) tryggði sér örugglega 3. sætið með mjög góðum leik gegn Hamborg en ísland (2) missti af úrslitaleik gegn íslandi (1) þegar Bording tryggði sér sigur, 19-18, með marki úr vítakasti eftir að leik var lokið. Góður hópur í samtali við DV sagðist Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari vera ánægður með ferðina: „í heild stóðu strákarnir sig vel bæði utan sem innan vallar og eigum við mjög breiðan og góðan hóp leikmanna sem gæti myndað sterkt unglingalandslið á komandi árum ef vel yrði að málum staðið, æflngatímabil skipulögð í tíma og góð verkefni fundin handa þeim. Markahæstur í liði (1): Bjami Fritsson, 26 mörk, í liði (2): Hannes Jónsson, 47 mörk,“ sagði Heimir. væntanlega styðja mótshaldið með ráðum og dáð. Góö kynning erlendis Frá því í júlí hefur mótið verið kynnt erlendis til bráðabirgða með dreifibréfi. Ég fór með 500 eintök til Svíþjóðar á Gothia-Cup sem er eitt stærsta og þekktasta unglingamót í heimi. Þar sáu mótshaldarar um að dreifa kynningarbréfinu til þátt- tökuliða. Einnig fór bréfið með einu íslensku unglingaliði á stórt mót í Portsmouth í Englandi þar sem öll 120 liðin fengu eintak. Einn af fremstu unglingaþjálfur- um landsins kom upplýsingum um Iceland Football Festival í gegnum Intemetið til kollega sinna í Banda- ríkjunum og þaðan komu strax viðbrögð frá fjórum amerískum liðum sem vilja koma. Þá höfum við verið í sambandi við knatt- spyrnufélög víða um heim og ferðaþjónustuaðila sem sérhæfa sig Umsjón Halldór Halldórsson í íþróttaferðum. Þessir aðilar bíða bara eftir bæklingi um mótið en hann er á leiðinni til þeirra og verður einnig dreift með beinni markaðssetningu (direct mail), m.a. eftir póstlista Gothia-Cup. Reiknum meö 60 liðum ,Við stefnum að þátttöku 8-10 liða í hverjum aldursflokki og þeir verða 6 þannig að fjöldi liða gæti verið um 60. Þar af vonumst við eftir 10-12 liðum erlendis frá. Það eru vissulega takmörk fyrir þvi hvað bæjarfélag á stærð við Akra- nes getur tekið við mörgum i gist- ingu, svo ekki er ólíklegt að á ein- hveijum tímapunkti þurfí að leita til Borgamess með gistingu og jafn- vel leiki. Við erum engan veginn að tjalda til einnar nætur þvi þótt við reiknum með 10-12 erlendum liðum fyrsta árið vonumst við til að tvöfalda þá tölu annað árið og aftur það þriðja. Draumurinn er 80 liða alþjóðlegt mót þar sem helmingur liðanna kæmi erlendis frá. Skráning hafin .Skráning í mótið er þegar hafin og er best að snúa sér til mín í síma 897-8202 og 567-7769 eða bréfleiðis til Iceland Football Festival, pósthólf 9206,129 Reykjavík. Þegar nær dreg- ur mun knattspyrnufélag ÍA einnig taka við þátttökutilkynningum, a.m.k. frá íslenskum liðum. Mikil vinna ,Eg hef unnið í þessu af og til þetta ár. Ég átti fyrsta fund minn með stjórn Knattspyrnufélags ÍA í janúar sl. Auk þess sem ég kynnti Búist er við mjög góðri þátttöku íslenskra liða í mótinu. þá hugmyndina fyrir Gisla Gísla- syni, bæjarstjóra og Þórdísi Arth- úrsdóttur ferðamálafulltrúa. KSf hefur verið tilkynnt um mótið og þar á bæ hafa menn verið mjög já- kvæðir í þessu máli. Mótið er því haldið með vitund og velvilja KSf sem styður þetta mótshafd.” sagði Hörður Hilmarsson að lokum. -DVÓ Tvö frábær silfurlið Fjölnir varð í 2. sæti í íslandsmótinu í fótbolta 5. flokks 1996. DV-myndir Hson Keflavík hlaut silfurverðlaun á íslandsmótinu í knattspyrnu 4. flokks 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.