Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
Sitt sýnist hverjum um endurnýj-
aöa samvinnu Jóns Baldvins og
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Heródes og
Pflatus
orðnir vinir
„Þau tíðindi hafa gerst að
Heródes og Pílatus eru orðnir
vinir. Þau Jón Baldvin og Jó-
hanna hafa náð saman...“
Steingrímur J. Sigfússon al-
þingismaður, í Dagur-Tíminn.
Kommakollarnir
Einhvern veginn virka við-
brögð Steingríms Sigfússonar og
fleiri þannig að þetta hafi þmft
til að þeirra kommakoOar kæmu
í ljós.“
Gísli S. Einarsson alþingismað-
ur, í DV.
Ummæli
Sláturtíð í Hafnarfirði
„Upp til sveita eru blessuð
lömbin leidd til slátrunar en hér
í Hafnarfirði eru það einstaka
kratar."
Erlingur Kristensson, Alþýðu-
flokksfélagi Hafnarfjarðar, i Al-
þýðublaðinu.
Leiðinlegir
framsóknarmenn
„Þú hittir sjaldan skemmtileg-
an framsóknarmann úti i lands-
byggðinni."
Steingrímur St.Th. Sigurðsson,
í Morgunblaðinu.
fslenskur fótbolti
„Ég verð að játa að maður var
haldinn ákveðnum fordómum
um að íslensk lið beittu löngum
sendingum og hlaupum."
Erik Hamrén, þjálfari AIK, í
Morgunblaðinu.
Vopnaiðnaður
er elsti
iðnaðurinn
Vopnaiðnaður er elsti þekkti
iðnaðurinn og í þeim iðnaði er
elst tinnufleygim til framleiðslu
eggvopna og verkfæra. Talið er
að tinnufleygun hafi hafist fyrir
um 2 milljónum ára í Eþíópíu.
Elstu merki þess að verslað hafi
verið með sjaldgæfa steina og raf
er að finna í Evrópu frá því um
28.000 f. Kr. Landbúnaður er oft
sagður vera elsta atvinnugreinin
en í rauninni er ekkert sem
sannar að hann hafi verið stund-
aður fyrir 11.000 f.Kr.
Blessuð veröldin
Námugröftur
Stutt er síðan uppgröftur í La
Tolita í Ekvador leiddi í ljós að
farið var aö vinna hvítagull í
stórum stíl á 2. öld f.Kr. Elstu
Usbendingar um sinknám hafa
fundist í Zawar í Rajastan. Eru
þær taldar að minnsta kosti 2000
ára gamlar samkvæmt aldurs-
greiningu á timbri úr námunum.
Elsta fyrirtækið
Elsta fyrirtæki í heiminum er
breskt og heitir Faversham Oyst-
er Fishing Co. í Faversham-
ostruveiðilögunum frá 1930 er
minnst á það og sagt vera frá
örófi alda, en það merkir að fyr-
irtækið sé eldra en frá árinu
1189.
Sums staðar allhvasst
í dag verður hæg vestan- og suð-
vestanátt í fyrstu en vaxandi suð-
vestanátt þegar líður á daginn,
stinningskaldi eða allhvasst sums
Veðrið í dag
staðar norðvestan- og vestanlands í
kvöld og nótt en hægari í öðrum
landshlutum. Suðvestan-, vestan- og
norðanlands má búast við súld eða
rigningu. Austan til á landinu verð-
ur úrkomulítið og sums staðar al-
veg úrkomulaust. Hiti 8 til 17 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
sunnan og suðvestan gola eða kaldi
og þokusúld í dag en úrkomulítið í
kvöld. Aftur sunnan og suðvestan
gola eða súld í nótt og á morgun.
Hiti 10 til 14 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 20.04
Sólarupprás á morgun: 06.45
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.19
Árdegisflóð á morgun: 06.38f
Veórið kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjað 11
Akurnes alskýjað 8
Bergstaöir skýjað 11
Bolungarvík úrkoma í grennd 15
Egilsstaðir súld 10
Keflavíkurflugv. alskýjað 11
Kirkjubkl. léttskýjað 9
Raufarhöfn súld 10
Reykjavík alskýjað 11
Stórhöfði súld 10
Helsinki alskýjað 8
Kaupmannah. rigning 12
Ósló rigning 6
Stokkhólmur skýjaó 9
Þórshöfn léttskýjað 6
Amsterdam súld 13
Barcelona skýjaó 17
Chicago heiöskírt 14
Frankfurt rigning 10
Glasgow léttskýjað 4
Hamborg rigning og súld 11
London rigning og súld 14
Los Angeles heióskírt 18
Madrid skýjað 14
Malaga skýjað 16
Mallorca þrumuv. á sið.kls. 21
París skýjaó 9
Róm rigning 18
Valencia skúr 15
New York alskýjað 21
Nuuk súld 3
Vín skýjað 11
Washington þokumóöa 21
Winnipeg skýjað 12
Sigmar Þröstur Óskarsson:
Lékum fjórtán leiki á tveimur vikum
Um síðustu helgi lauk í Reykja-
vík fyrsta handknattleiksmótinu á
keppnistímabilinu, opna Reykjavík-
urmótinu. Þótti mótið takast vel en
það stóð aðeins í nokkra daga og
voru margir leikir á dag. Sigurveg-
arar urðu Vestmannaeyingar og
kom sigur þeirra nokkuð á óvart en
i fyrra baröist ÍBV fyrir veru sinni
í 1. deildinni og slapp með skrekk-
inn. Það er greinilegt að iBV kemur
vel undirbúið til leiks undir stjóm
Þorbergs Aðalsteinssonar, fyrrum
landsliðsþjálfara, og var sigurinn
verðskuldaður. Markmaðurinn
kunni, Sigmar Þröstur Óskarsson,
er fyrirliði ÍBV og var hann í stuttu
spjalli spurður hvemig þeir hefðu
farið að því að vinna.
Maður dagsins
„Það má segja að eftir þjóðhátíð
höfum við verið að æfa reglulega en
það sem sjálfsagt gerir gæfumuninn
er að við erum nýkomnir úr keppn-
isferðalagi í Svíþjóð þar sem við
tókum þátt í opna Stokkhólmsmót-
inu og lékum átta leiki í því móti og
komumst í átta liða úrslit. Mótið í
Svíþjóð var með líku sniði og opna
Reykjavíkumótið, við spiluðum tvo
leiki á dag og vorum þvi komnir í
Sigmar Þröstur Óskarsson.
þjálfun fyrir svona mót. í Svíþjóð
lékum við gegn sterkum liðum,
þremur úr sænsku 1. deildinni og
finnsku meisturunum." Sigmar
Þröstur sagði að veturinn legðist vel
í sig: „Við vorum ánægðir í fyrra að
halda sætinu í 1. deild og nú er
stefht á úrslitakeppnina og ég held
að það eigi að geta gengið eftir. Við
erum með nokkum veginn sama lið
og í fyrra. Bilo kemur aftur inn í lið-
ið en hann var frá að mestu vegna
meiðsla í fyrra. Deildin er að jafnast
þar sem margir sterkir menn úr
þeim liðum sem efst voru í fyrra
eru famir að leika í útlöndum svo
við emm bjartsýnir á okkar gengi í
vetur.“
Sigmar Þröstur sagði að fyrir-
komulagið i opna Reykjavíkurmót-
inu væri mjög gott: „Leikmenn fá
góða spilareynslu og það reynir á
úthald og þol. Með þátttöku okkar í
þessum tveimur mótum náðum við
að leika ijórtán leiki á tveimur vik-
um og þessi leikreynsla kemur okk-
ur örugglega til góða þegar 1. deOd-
in hefst.“
Sigmar Þröstur er Vestmannaey-
ingur og byrjaði feril sinn þar en
lék um tima með KA og Stjömunni
en er nú kominn heim. Hann sagði
að lítill tími gæfist fyrir önnur
áhugamál en hann er lærður neta-
gerðarmaður og hefur starfað við
það á veturna: „Síðustu tíu ár hef ég
verið til sjós á sumrin svo það hef-
ur verið lítill tími til að sinna
áhugamálum en ég hef mjög gaman
af að spila golf, enda má segja að ég
hafi alist upp með golfínu hér í Eyj-
um og reyni alltaf að spila þegar fer
að hausta og ég er hættur á sjón-
um.“
Eiginkona Sigmars Þrastar er
Vilborg Friðriksdóttir og eiga þau
einn son, Friðrik Þór, sem er sjö
ára. -HK
Myndgátan
Reisa eyrun
Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði
KR mætir hinu sterka liði AIK frá
Svíþjóð á Laugardalsvellinum í
kvöld.
KR-AIK
KR er eina íslenska knatt-
spyrnuliðið sem ekki er búið að
slá út úr Evrópukeppnunum, en
það tekur þátt í Evrópukeppni
bikarhafa. KR er búið að slá út
tvö lið og nú er komið að hinu
sterka sænska liöi AIK og er
fyrri leikur liðanna á Laug-
ardalsvelli í kvöld kl. 19.
íþróttir
KR-ingar eru í harðri baráttu
við Skagamenn um íslandsmeist-
aratitilinn og eru með sterkt lið
sem ætti að veita sænska liðinu
verðuga keppni og á heimavelli
ætti KR að hafa góða möguleika.
AIK byrjaði frekar illa í sænsku
deildarkeppninni en hefur verið
á mikilli uppleið að undanfómu
og er skemmst að minnast þess
að liðið vann Svíþjóðarmeistar-
ana IFK Gautaborg 6-0, þá vann
það einnig hið sterka lið Malmö
FF, 3-0. Af þessum tölum sést að
það era engir viðvaningar sem
koma til með að leika á Laugar-
dalsvellinum í kvöld og þarf KR
örugglega að sýna sínar bestu
hliðar ef sigur á að nást. Síðari
leikurinn fer svo fram í Stokk-
hólmi 26. september.
Bridge
Það þarf enga tölvugjöf til að fá
uppgefin æsileg spil. Dálkahöfundur
er á þeirri skoðun að handgefin spil
séu ekkert síður með villtar skipt-
ingar á höndunum heldur en þau
tölvugefnu. Hér er eitt handgefið
sem kom fyrir í spilamennsku í
heimahúsi í siðustu viku. Sagnir
gengu þannig, norður gjafari og eng-
inn á hættu:
4 9643
* Á1076
* D83
* 95
4 KD
«4 KG93
* KG1065
* DG
4 G2
«4 54
* Á
* ÁK1086432
Norður Austur Suður Vestur
1 Grand dobl 3 Grönd dobl
pass pass redobl p/h
N-s notuðu sjaldgæfa sagnvenju:
Opnun á einu grandi var hindrun
með lauflit eða a.m.k. 4-4 í hálitum
og 5-10 punkta. Suður sá þá i hendi
sér að 3 grönd gætu vel staðið ef
laufliturinn myndi brotna og var
alls óhræddur við að redobla þann
djarfa samning. I ljós kom að fjögur
grönd eru óhnekkjandi, eins og spil-
ið liggur, á aðeins 18 punkta og þar
skipti spaðanían miklu máli fyrir
sóknina. Ef norður hefði átt spaða-
áttuna í stað níunnar, hefði vörnin
getað tekið 5 slagi, það er að segja ef
hún hefði borið gæfu til þess að
byrja á þeim lit. Þrjú grönd er hins
vegar mjög góður samningur þvi
spaðinn gat vel legið 4-3 hjá andstöð-
unni að því gefnu að laufliturinn
liggi ekki verr en 2-1.
ísak Öm Sigurðsson
4 A10875
»4 D82
•f 9742
4 7