Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 15 Umhverfismál eru smám saman að öðl- ast meira vægi í um- ræðum og athöfnum manna, og er það út af fyrir sig fagnaðar- efni, þótt ekki sé alit jafn ánægjulegt, sem um er fjallað. Að undanfórnu hefur hvert málið rekið annað, þar sem sterkar skoðanir vegast á, og því mið- ur bíður náttúran oft lægri hlut fyrir gróðasj ónarmiðum og eigingimi mann- anna. Oröspor í húfi Sum þessara mála em beinlínis háska- leg fyrir þá ímynd, sem flestir vilja að gefin sé af landi okkar og þjóð. Þar eru skammtíma sjónar- miðin í öndvegi, en of lítiö hugað að hagsmunum heildarinnar. Hvaða vitnisburð halda menn t.d., að þjóðin fái hjá þeim hópum ferðamanna, sem tvo daga í sumar komu að lokaðri Almannagjá vegna þess að þar var verið að kvikmynda auglýsingu? Er 350 þúsund kall í kortagerð og einhver hundruð þúsunda til íslenskra kvikmyndagerðarmanna af þessu tilefni meira virði en það orðspor, sem af þjóðinni fer? Ef virðingin er ekki meiri gagnvart helgasta reit landsins, hvað þá með alla aðra merkisstaði? Þýsk ferðakona sagði nýlega frá þvi, að kunningi hefði ráðlagt henni að drífa sig sem fyrst til ís- lands, því hugsanlega væri hver síðastur að njóta íslenskrar nátt- úru lítt spilltrar. Um svipað leyti var sagt frá gjallnáminu í Seyðis- hólum, þar sem umhverfisráð- herra hefur lagt blessun sina yfir vinnslu allt að 10 milljóna rúmmetra af gjalli til útflutnings á næstu 10-12 árum. Og við hljótum að spyrja: Hvemig fellur það inn í visthæfa ímynd landsins að leyft sé að moka eldgíg á vörubílspalla og flytja út til lagningar þýskra hraðbrauta? Hvað em menn eigin- lega tilbúnir að ganga langt? Skyldi ekki mega gera sér pening Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans úr Eldborg á Mýram? Deilumar um skipulag hálendisins, byggingar á Hveravöllum og hvemig standa eigi að uppgræðslu Hólasands minna einnig óþyrmi- lega á, hversu Hla á vegi stödd við eram í umhverfismálum. Umræðurnar eru hins vegar af hinu góða og leiða von- andi til aukins skilnings og nauð- synlegra reglna um þessi eftii. Fossarnir hólpnir Sem betur fer ber- ast einnig ánægju- legar fréttir af þessum málaflokki. Nýlega staðfesti um- hverfisráðhema friðlýsingu Detti- foss, Selfoss og Hafragilsfoss og næsta nágrennis þeirra austan Jökulsár á Fjöllum. Þetta svæði liggur að þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfram, og þar með er Dettifoss að fúllu innan marka friðlýstra svæða. Breytingar á rennsli eru háðar leyfi Náttúravemdarráðs að fenginni umsögn umsjónamefndar náttúruvættisins og harla ólíklegt, að þeir aðilar ljái nokkurn tíma máls á fáránlegum hugmyndum virkjanamanna um flutning Jök- „Hvernig fellur það inn í vist- hæfa ímynd landsins að ieyft sé að moka eldgíg á vörubílspalla og flytja út til lagningar þýskra hraðbrauta? Hvað eru menn eig- inlega tilbúnir að ganga langt?u ulsár austur á land. Fossamir þrír ættu því að vera hólpnir. Kvennalistinn hefur ítrekað hreyft þessu máli á þingi og hefur því sérstaka ástæðu til að fagna þessum tíðindum. Á síðasta þingi flutti undirrituð tillögu þessa efnis ásamt þingmönnum úr 3 öðrum þingflokkum, og var tillögunni mun betur tekið nú en áður, sem væntanlega er til marks um auk- inn skilning á nauðsyn þess að vemda ýmis svæði í sérstæðri náttúru landsins. Við lögðum raunar til, að Jökulsá á Fjöllum yrði friðlýst frá upptökmn til ósa ------l og hið sama um Hvítá/Ölfusá, sem geymir hinn eina sanna Gullfoss. Við getum þó ekki annað en verið fullkomlega sátt við þessa niður- stöðu, sem er mikil- vægt skref á braut friðlýsingar og varð- veislu náttúraverð- mæta. Fossamir þrír í Jök- ulsá á Fjöllum hafa verið friðaðir, vonandi um aldur og ævi. Og þótt við ýmsu megi búast af fram- kvæmdamönnum, þá verðum við að trúa þvi að þeir láti Gullfoss í friði. Kristín Halldórsdóttir Við Dettifoss. - Svæðið liggur að þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og þar með er fossinn að fullu innan frið- lýstra svæða, segir m.a. í grein Kristínar. Friðun fossa í höfn Að starfa heima Læknar kvarta yfir stefnuleysi varðandi heilbrigðismál og jafnvel fleiri stéttir hafa einnig lýst opin- berlega eftir stefnu stjórnvalda gagnvart þeim en sú stefna sem rekið hefur á reiðanum alla tið er stefna stjómvalda gagnvart uppalendum þjóðarinnar. Þeir að- ilar sem fylla þá stétt era foreldr- ar sem starfa alfarið á heimilum sínum við uppeldi bama og al- mennan rekstur heimilis. Því miður er betur að koma í ljós afrakstur áhuga og -stefnu- leysis stjórnvalda, þverpólitisk, gagnvart þessum málaflokki en sí- fellt eru að heyrast háværari radd- ir um agaleysi, virðingarleysi og jafnvel hrottaskap yngri kynslóða hér á landi. Uggvænleg þróun Ef staldrað er aðeins við og skoðað það ástand og sú staða sem þróast hefur gegnum tíðina gagn- vart fólki sem hefur og ætlar að leggja þetta þjóðfélagsvæna starf fyrir sig er uggvænlegt þar á að líta. Best er að skoða í því sam- bandi lítið uppsett dæmi um ungt fólk sem eignast sitt fyrsta bam. Annað foreldrið ákveður að gerast heimavinnandi og sinna bami og búi. Fyrsta hindranin kemur strax í ljós. Maki hins heimavinnandi fær ekki notið skattkorts hins nema að 80%. Glataðir fjármunir til heimilisins vegna þessa nema um kr. 140.500 á ári eða kr. 11.700 á mánuði. Rúmu ári síðar eignast fjöl- skylda þessi ann- að barn en þá kemur önnur hindrun í ljós. Heimavinnandi foreldrið hefur ekki starfað á vinnumarkaðin- um eða „unnið úti“ sl. 12 mán- uði og nýtur því ekki greiðslna í fæðingarorlofi til jafns við aðra „vinnandi" aðila. Tekjutap heimilisins vegna þessa er um kr. 205.000 m.v. sex mánaða greiðslur en heimastarfandi for- eldri fær ekki greidda fæðingar- dagpeninga eins og almennir laun- þegar heldur aðeins fæðingar- styrkinn sem er föst upphæð. Auk áðumefndra hindrana ávinnur heimavinnandi foreldri sér ekki starfs- eða lífeyrisréttinda og nýtur því að sjálf- sögðu lakari kjara seinna þegar á vinnu- markaðinn er komið, jafhvel til sambæri- legra starfa og heim- ilisstörf eru. Auk þess má neftia að al- mennt, a.m.k. hjá rík- inu, er ekki gert ráð fyrir að heimavinn- andi maki geti veikst og því ekki sinnt bömum eða heimili. Afleiðing í kjallaragrein Guðmundar M. Sig- mimdssonar alþingis- manns, „Agaleysi“, 12. ágúst sl., lýsti hann eftir hugmynd- um til úrbóta sökum agaleysis í skólum og því sem hann kallar sinnuleysi foreldra gagnvart upp- eldishlutverki sínu. Meginvanda- málið er að þeim foreldrum sem vilja og hafa virkilega áhuga á að leggja þann skerf til þjóðfélagsins að ala bömin sín upp er það ekki gert kleift sökum fjárhagslegra hafta og óaðlaðandi viðhorfa og fé- lagslegs hlutskiptis þegar svo vík- ur við. Úrbætur Mikill sómi væri nú að því, al- þingismönnum og öðrum valdaað- ilum til handa, ef störf heimavinn- andi foreldra væru gerð aðlaðandi bæði fjárhagslega og félags- lega. Rétt væri að umbuna þeim foreldr- um sem þurfa og eða hafa löngun til að leggja á sig það erfiði að vera heimavinn- andi en refsa þeim ekki með fjárhags- höftum. Mætti t.d. bjóða því fólki upp á sérhæft nám eða námskeið sem félli að þeirra starfstíma og -þátt- um, t.d. með fjar- námi. Námskeið, sem sérstaklega myndu höfða til heimastarf- andi foreldra en nýt- ast einnig útivinnandi foreldrum. Mætti þar nefna m.a. skipulagn- ingu vinnu- og frítíma, hagræð- ingu, fjölbreytni og hollustu í mat- argerð, heimilisbókhald og mögu- leika þar að lútandi, bamasálfræði og fl. Fjölgun aðila í stéttinni með starfsvænum aðgerðum stjóm- valda hlýtur að vera þjóðfélags- lega hagkvæm þar sem slíkt myndi fjölga störfum í þjóöfélag- inu, unga kynslóðin fengi það að- hald sem hún virkilega þarf og uppeldishlutverkinu væri létt af kennurum og stundum lögreglu. Helgi Þ. Kristjánsson „Meginvandamálið er að þeim for- eldrum sem vilja oghafa virkilega áhuga á að leggja þann skerf til þjóðfélagsins að ala börnin sín upp er það ekki gert kleift sökum fjárhagslegra hafta..." Kjallarinn Helgi Þ. Kristjánsson lögreglumaður Með og á móti Bessastaðabækur Alþýðu- blaðsins TÍl skemmt- unar Auðvitað á að skrifa og birta Bessa- staðabækur. Við höfum fengið einkar mikil viðbrögð við þessum dálki sem eitt og sér réttlætir birtinguna og arsson' néttastjóri sýnir fram á "W6ubtoM“- þörfina. Það er kannski rétt að taka fram að þetta eftii er hugsað til skemmtunar fremur en áð hér sé um hrottafengna árás á herra Ólaf Ragnar að ræða. Ef ég man rétt þá eru helstu rökin fyrir því að Bessastaðabækurnar eigi heima í skúffunni þau að menn EIGA að bera virðingu fyrir for- setaembættinu. Óviöurkvæmi- legt er vinsælt orð í þessu sam- hengi. Burtséð frá Ólafi Ragnari þá er þetta heimskulegt og hlægi- legt viðhorf. í versta falli hættu- legt. Ég er ekki frá því að einmitt þetta viðhorf sé forsenda fyrir mestu harmleikjum mannkyns- sögunnar. En því miður era alltaf til forpokaðir og hofmóðug- ir einstaklingar sem eru í essinu sínu þegar þeir fá tækifæri til að móðgast fyrir annarra manna hönd. Þá fyllast þeir „réttlátri" reiði, undrast illskuna í fari ná- ungans um leið og þeir gæla við góðmennskuna í eigin brjósti. Sem betur fer tilheyrir forseti vor ekki þessum hópi en við höf- um hlerað að á Sólvallagötunni sé beðið eftir Alþýðublaðinu með eftirvæntingu, einkum á fimmtu- dögum. Þarna er hugsanlega flöt- ur fyrir Ólaf Harðarson og aðra stjómmálaskýrendur. Þeir geta velt því fyrir sér hvað sé sameig- inlegt með M. Thatcher og Ólafi Ragnari. Kristján Gunnars- son, bæjarfulltrúi Alþfl. í Reykjanes- bæ. Osmekk- legar Mér finnast Bessastaða- bækur Al- þýðuflokksins ósmekklegar. Þetta er ný að- ferð og aöferð- arfræði í blaða- mennsku. Hingað til höf- um við getað umgéhgist for- setaembættið af virðuleik og fólk hefur ekki haft það i flimtingum. Embættið hefur verið samstöðu- tákn þjóðarinnar og ég var að vona að svo yrði áfram. Kosning- abaráttunni er greinilega ekki lokið hjá Alþýðublaðinu. Þeir hafa tekið upp nýjar aðferðir við að fjalla um forsetann og hugs- anagang hans. Þetta á að vera fyndið en mér og því fólki sem ég hef talað við finnst þetta ekki fyndið. Því finnst þetta vera ós- mekkleg aðferð og lítið gert úr embættinu. Alþýðublaðið hefur allt öðra hlutverki að gegna sem pólitískt málgagn jafnaðar- manna. Þar era mörg verk óunn- in og af miklu af taka, t.d. við að gagnrýna ríkisstjórnina og fleiri og fjalla um mál á faglegum grunni en ekki að vera í ein- hverjum imynduðum veruleika- heimi blaðamanns sem heldur að hann sé fyndinn. Hámark ræfil- dómsins er svo að skrifa ekki undir nafni. Hafi hann skömm fyrir. -gdt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.