Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 27 Bjartsýni á framtíð greinarinnar Vestfirskir áhugamenn um sögulegar minjar: Fréttir Aöalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda: Hópur manna frá Bíldudal og Patreksfirði hefur frá því í fyrra- sumar unnið að því að opna rúm- lega áttatíu ára gamla surtar- brandsnámu í íjallinu Dufans- dalsnúpi við Fossfjörð í Arnarfirði. Hrunið var fyrir innganginn I námuna og var vatnsborð auk þess hátt í henni þegar hafist var handa við lagfæringuna á síðasta ári. „Þetta gerum við til að viðhalda sögulegum verðmætum og gera þau sýnileg," segir Úlfar Thorodd- sen frá Patreksfirði, einn þeirra sem hafa unnið að því að opna og hreinsa námuna. Það var á árunum 1914-18 sem þarna var brotið til kola, þegar heimsmarkaðsverð á kolum allt að tífaldaðist meðan aðrar vörur hækkuðu tvö- og þrefalt. Heimildir segja námuna vera um 100 metra langa, lofthæð er 2,2 til 2,3 metrar en lækkar niður í um tvo metra þegar innar dregur. Breiddin er á bilinu 1,4 til 1,5 metrar. Hnmið var fyrir opið á námunni og á síðasta sumri hófst vinna við að opna hana upp á nýtt þegar hóp- ur Bílddælinga byrjaði á að grafa frá námuopinu. Hópurinn kom að því verki í tvö kvöld en lét staðar numið þegar hægt var að klifra niður í námuna um opið. Tveir úr Úlfar viö námuopið meö kolamola í höndunum. Á árunum 1914 til 1918 urðu til fjórar til fimm surtarbrandsnám- ur á Vestfjöröum þegar heimsmarkaösverö á kolum allt aö tífaldaðist. Vinnslunni var svo hætt áriö 1918 þar sem hún var ekki talin borga sig. þeim hópi, þeir Páll Magnússon og Runólfur Ingólfsson, fóru svo nokkrar ferðir að námunni í sum- ar ásamt Úlfari og náðu þeir að hreinsa betur frá opinu og gera hana aðgengilegri. Talsverð vinna hefur farið í að veita vatni út úr námunni, en því verki er þó ekki enn að fullu lokið þar sem vatn er í rúmlega „stígvélahæð" innan við miðja námu. Þeir félagar hafa sam- tals eytt um 80 til 90 klukkustund- um til þessa verks í sumar, en Þor- valdur, sonur Úlfars, var þeim til hjálpar í einn dag. Náman er í um 170 metra hæð ofan við sjó og veg í Dufans- dalsnúpnum og er talsvert torfær leið og brött upp að henni og yfír skriður að fara. Þaö var einmitt grjótskriðið í fjallinu sem hafði lokað námunni. Úlfar segir að þeir félagar hafi talsverðan áhuga á að laga aðkomuna að námunni fyrir ferðafólk. „Við erum að þessu til að við- halda sögulegum minjum og núna erum við að herða okkur upp í að fara og ræsa námuna betur fram til að ná út vatninu sem er innst í henni. Þetta er merkilegur hluti af sögunni hérna og gaman að geta gert þetta aðgengilegt," segir hann. -jþ Hjónin Elínborg Pálsdóttir og Benedikt Þorsteinsson fengu verðlaun fyrir vel hirtan og fallegan garð á Höfn í Hornafiröi. Garðar verðlaun- aðir á Höfn DV, Höfn: Við erum með um 130 tegundir blóma og trjáa í garðinum," sagði El- ínborg Pálsdóttir á Höfn en hún og maður hennar, Benedikt Þorsteins- son, fengu ásamt tveimur aðilum öðr- um viðurkenningu Hornafjarðai'bæj- ar fyrir snyrtimennsku og fallega garða. Hinir tveir voru hjónin Björn Eymundsson og Hildur Gústafsdóttir í Fagranesi og Skinney hf. Elínborg og Benedikt hafa ekki bara hlúð að gróðri í garði sínum, þar er einnig griðastaður smáfuglanna. Frá árinu 1964 höfum við talið og skráð tegundir fugla sem hafa haft lengri eöa skemmri dvöl hér, sagði Elínborg. „Af þessum 45 tegundum eru 28 þeirra flækingsfuglar sem eru sjald- séðir hér. Merkilegasti fuglinn af Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda var haldinn á Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi. Á fund- inum kom fram nokkur bjartsýni á framtíð greinarinnar, en loðdýra- markaðir hafa tekið ágætlega við sér síðustu misserin og skinnaverð farið hækkandi. Danir, sem þykja þekkja vel til í loðdýraræktinni, bú- ast við því að verðið muni haldast uppi næstu 4-5 árin. Sigurður Han- sen, bóndi á Kringlumýri, var end- urkjörinn formaður Sambandsins. Hann segir loðdýrabændur ekki búna að yfirstíga alla erfiðleika þó að þeir hafi komist fyrir vind í bili. Ýmsir hlutir séu orðnir aðkallandi, t.d. viðhaldsþátturinn á búunum. Og á sumum svæðum séu fóðurmál- in ekki í nógu góðu lagi, þó þá sögu sé ekki að segja hér í héraði. Sl. fóstudag var haldinn svokall- aður búdagur í loðdýraræktinni. Það var Reynir Barðdal, loðdýra- bóndi á Sauðárkróki, sem tók við þingfulltrúum á fundi SÍL ásamt fjölmörgum loðdýrabændum úr Skagafirði og um land allt. Reynir er sá maður sem hefur hvað mesta reynslu af loðdýrarækt í landinu, var brautryðjandi í greininni á sín- um tíma. í vetur bauð Byggðastofnun upp á styrk til þeirra loðdýrabænda sem vildu stækka við sig eða hefja bú- skap í loðdýraræktinni. Tíu skag- fírskir bændur tóku þessu boði sem náði til kaupa á dýrum. Þeir eru því orðnir yfir 20 bændumir í Skaga- firði sem stunda loðadýrarækt og nokkrir þeirra voru mættir hjá Reyni sl. föstudag ásamt bændum hvaðanæva af landinu. Meðal þeirra sem blaðamaður DV ræddi við var Haraldur Stefánsson í Brautarholti en Haraldur byrjaði einmitt í loðdýraræktinni á þeim tíma sem verðið var lægst. Þá var rætt við Harald í Feyki og sagðist hann þá ætla að láta minkinn end- urgreiða sér það sem hann hefði lát- ið í greinina. Á síðasta ári fór mink- urinn loksins að leggja inn hjá Hadda í Brautarholti. Þá fékk hann um sjö milljónir fyrir skinnin, sem gerir um þrjár og hálfa milljón í tekjur, en reiknað er með að um helmingur skinnaverðs fari í til- kostnað, þar með talið lán, afborg- anir og vexti. „Nú vantar mig bara stærra hús til að geta bætt við fleiri dýrum,“ segir Haraldur í Brautar- holti. -ÞÁ þessum finnst mér vera kjarrbítur, lít- ill spörfugl, mjög sérkennilegur. Þeg- ar hann kom var hann þreyttur og dasaður en hresstist fljótt,“ sagði Elín- borg. Elínborg og Benedikt hafa í mörg ár gefið fuglunum í garðinum mat og vatn alla daga, bæði sumar og vetur, og einnig fá þeir vatn í dall til að baða sig. Á veturna fá þeir volgt baðvatn og segir Elínborg að fuglamir, einkum starrar og þrestir, baði sig mikið. „Við höfðum sefhænu hér heilan vetur og henni fannst mjög gott að standa í volgu vatninu og hún kom daglega til að fá sér mat. Við gefum fuglunum brauð, korn, feitmeti og kjötsag sem við fáum í kjötvinnslunni," sagði Elínborg og var auðheyrt á henni að þessir vængj- uðu vinir þeirra fengu góða aðhlynn- ingu í garðinum á Ránarslóð 6. -JI Strætisvagnar stansa ekki lengur fyrir utan Sjúkrahús Reykjavíkur: Mjög slæmt fyrir þá sem eiga erfitt með gang „Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir okkur eldra fólkið sem þurf- um oft að leita til spítalans og svo öryrkja og aðra sjúklinga sem eiga erfitt með gang. Þetta er töluverð leið sem þarf að ganga fyrir þá sem eiga erfitt með það,“ sagði fullorðin kona við DV en hún er ósátt við nýtt leiðakerfi SVR. Margir hafa gagnrýnt leiðakerfið að því leyti að strætisvagnar stansa ekki lengur fyrir framan Sjúkrahús Reykjavíkur eins og þeir geröu. Nú stansa strætisvagn- ar á Bústaðaveginum um 160 metra frá spítalanum. „Þetta er eitt af því sem við þurftum að vega og meta þegar nýja leiðakerfið var gert. Vagnar númer 3 og 7 stansa nú á Bústað- arvegi um 160 metra frá spítalan- um og leið 5 fer niður að Sem-hús- unum þama rétt hjá. Það er verið að gera upplýstan göngustig þarna frá biðstöðvunum niður að spítala og þetta á nú ekki að vera svo mik- ið labb. Þegar hverfi eru skipulögð er gert ráð fyrir að sumir þurfi að ganga allt að 400 metra að bið- stöðvum og þá er átt við þétta byggð," sagði Þórhallur Guðlaugs- son, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs SVR, við DV um málið. „Það er óafsakanlegt eins og var í gamla kerfmu að það vora fjórar leiðir dregnar niður að sjúkrahús- inu. Fyrir fólk sem var ekki að fara á spítalann var þetta gersam- lega óþolandi og þetta var tölu- verður krókur fyrir vagna sem eru að berjast við að keyra leiðiraar á sem skemmstum tíma. Það er að- eins lítill hluti farþega í vögnun- um sem fer á spítalann en ég skil hins vegar að það sé erfitt fyrir eldra fólk og sjúklinga að ganga. En þetta er mál sem verða alltaf mismunandi skoðanir á eftir hags- munum hvers og eins,“ sagði Þór- hallur. -RR Opna gamla kola- námu í Arnarfiröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.