Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 Afmæli Ásmundur Guðmundsson Ásmundur Guðmundsson málara- meistari, Kársnesbraut 119, Kópa- vogi, er sjötíu og fimm ára i dag. Starfsferill Ásmundur er fæddur í Voga- tungu, Leirársveit, og ólst upp í Lambhúsum, Akranesi. Hann nam við Iðnskólann á Akranesi og lærði málaraiðn hjá Lárusi Árnasyni. Ás- mundur starfaði með Halli Bjama- syni á Akranesi og í Borgarfirði. Ás- mundur lék i Lúðrasveit Akraness og E.F. kvintett í 20 ár um Borgar- fjörð. Ásmundur stundaði knattspyrnu og var einn af þeim fyrstu sem voru sendir í höfuðborgina til að æfa með landsliðinu. Hann flutti til Reykja- víkur 1967 og vann hjá Ólafi Jónssyni og Hauki Hallgrímssyni. la Ásmundur kvæntist 9.4. 1949 Sólrúnu Yngva- dóttur, f. 18.5. 1929, leikkonu og húsmóður. Hún er dóttir Yngva Loftssonar, bygginga- Ásmundur meistara í Keflavík og Guðmundsson, Kópavogi, og Ágústu Jós- epsdóttur. Börn Ásmundar og Sólrúnar: Kristbjörg Ásmundsdótt- ir, f. 2.9. 1949, aðstoðar- maður sjúkraþjálfara, gift Ólafi Ingólfssyni og eru þeirra börn Ásbjörn, Ingólfur, Rúnar og Guð- rún Helga. Elín Ebba Ásmundsdótt- ir, f. 11.12. 1955, iðjuþjálfi, gift Jóni Kjell Seljeseth og eru þeirra böm Kjell Þór- ir, Jón Ingi og Helgi Snorri. Ásmundur Einar Ás- mundsson, f. 30.10. 1963, málarameistari, í sambúð með Sigrúnu Óskarsdótt- Albræður Ásmundar: Valtýr, nú látinn; Magnús og Sverrir, nú lát- inn. Hálfsystir Ásmundar er Lára, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Ásmundar: Guðmund- ur Guðmundsson skipstjóri og Guð- laug Grímsdóttir. Þau voru búsett á Ránargötu 18 í Reykjavík. Fósturmóðir Ásmundar var Kristbjörg Þórðardóttir, en hún ól hann upp. Börn Kristbjargar: Sveinn, Þorkell, Þorlákur, Þórður, Sigurbjörn, Kristján, Guðríður, Ás- björg, Magnús og Guðrún. Ásmundur verður að heiman á af- mælisdaginn. Kolbeinn Finnsson Kolbeinn Finnsson framkvæmda- stjóri, Urriðakvísl 22, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kolbeinn er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk landsprófi árið 1961, nam síöan rafvirkjun og lauk henni frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1967. Kolbeinn starf- aði við rafvirkjunina til ársins 1970. Þann 1.10. 1970 stofnaði Kolbeinn verslunina Blómaval ásamt bróður sínum, Bjarna, og þann 1.11. 1983 stofnuðu þeir bræður heildverslun- ina Brum þar sem Kolbeinn gegnir nú framkvæmdastjórastöðu. Kolbeinn hefur starfað í nefndum á vegum Félags blómaverslana og Kaupmannasamtakanna. Hann er núverandi formaður knattspymu- deildar Fylkis. Fjölskylda Kolbeinn kvæntist 25.12. 1968 Bryndísi Jóhannesdóttur, f. 16.10. 1945, hárgreiðsludömu. Hún er dótt- ir Jóhannesar Ásbjörnssonar, bónda á Stöð í Stöðvarfírði, og Guð- nýjar Jónu Þorbjömsdóttur. Börn Kolbeins og Bryndísar: Ey- þór, f. 26.2. 1967, viðskiptafræðing- ur. Sambýliskona hans er Elín Mar- ía Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau soninn Ásgeir, f. 29.4. 1993. Ásdís, f. 18.7. 1968, d. 16.3. 1990. . Finnur, f. 21.3. 1972, lögfræði- nemi. Sambýliskona hans er Telma Birgisdóttir félagsfræðingur og eiga þau dótturina Ásdísi Ósk, f. 9.8. 1994. Jóhannes Ásbjörn, f. 8.11. 1978, nemi. Unnusta hans er Rebekka Jó- hannsdóttir. Málfríður Guðný, f. 29.2. 1992. Þau eru öll búsett í Reykjavík. Kolbeinn er einn fjög- urra bræðra. Hinir era: Kristján Finnsson, f. 2.6. 1943, smiður, búsettur í Reykjavík; Jón Finnsson, f. 12.9.1946, mjólkurfræð- ingur, búsettur í Borgar- nesi, og Bjarni Finnsson, f. 15.8. 1948, garðyrkju- fræðingur og kaupmaður, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kolbeins voru Finnur Jónsson, f. 5.8. 1915, d. 22.10. 1969, vélgæslumaður og Málfriður Kristj- ánsdóttir, f. 20.11. 1912, d. 15.9. 1993. Þau voru búsett í Reykjavík. Ætt Föðurforeldrar Kolbeins vora Jón Austmann frá Gerði í Suðursveit, sjó- maður í Reykjavík, og Guðríður Ingimundar- dóttir frá Andakíl í Borg- arfirði. Móðurforeldrar Kolbeins voru Kristján Franklín Oddsson, bóndi og húsa- smiður, og Rannveig Oddsdóttir, Steinum, Borgarfirði, húsmóðir. Kolbeinn og Bryndis, eig- inkona hans, taka á móti gestum á heimili sínu að Urriðakvísl 22, Reykjavík, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Kolbeinn Finnsson. Afmæli a\\t mil/í him, "ns, Smáauglýsingar Kristbjörg í vinnslu sinni þar sem allt að níu mans starfa viö framleiðslu á tilbúnum réttum. Eins og sjá má er þröngt um starfsfólkið en á næstunni flytur fyrirtækið í nýtt 240 fermetra húsnæði. DV-mynd ÞÖK - segir Kristbjörg Kristinsdóttir DV, Reyðarfirði: „Þetta byrjaði smátt með því að við framleiddum kæfu, pitsu og salöt. Fólki virtist lika vel það sem við vorum að gera og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Kristbjörg Kristinsdóttir sem rekur KK mat- væli á Reyðarfírði ásamt manni sín- um. Kristbjörg fékk hugmyndina að því að framleiða tilbúna rétti fyrir Austflrðinga þegar hún vann í kjöt- borði kaupfélagsins á staðnum fyrir um áratug. Hún lét hugmyndina ekki nægja og hófst handa. „Við voram í upphafi tvær en nú starfa hér allt að 9 manns, þar af 7 fastráðnir. Viö erum búin að sprengja utan af okkur þetta hús- næði og eram að byggja 240 fer- metra hús. Við seljum um allt Aust- urland en einnig til Vestfjarða, Ak- ureyrar og Reykjavíkur," segir Kristbjörg. -rt KK matvæli á Reyðarfirði: í samkeppni við Akureyri og Reykjavík DV 111 hamingju með afmælið 12. september 90 ára___________________ Jónína Brynjólfsdóttir, Ásvallagötu 40, Reykjavík. Elín Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Sigríður Halldórsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára __________________ Gissur Elíasson, Laufásvegi 18, Reykjavík. 75 ára__________________ Bergþóra Stefánsdóttir, Lagarási 3, Egilsstöðum. Gísli R. Jensson, Gnoðarvogi 22, Reykjavík. Dóra Hjörleifsdóttir, Unnarholtskoti 1, Hrunamannahreppi. 70 ára_______________________ Óli Ragnar Jóhannsson, Klettstíu, Borgarbyggð. Hólmfríður G. Haraldsdóttir, Skeljastöðum 11, Gnúpveijahreppi. Óskar Þ. Þorgeirsson, Goðheimum 11, Reykjavik. Susanna Margrét Gimnarsdóttir, Álfheimum 68, Reykjavík. Ragnar Jón Ágústsson, Eiðismýri 30, Seltjamarnesi. Bolli A. Ólafsson, Kirkjuteigi 17, Reykjavik. Sveinbjörg Pétursdóttir, Hrafhagilsstræti 9, Akureyri. 60 ára____________________ HaUdóra Þorláksdóttir, Brúnastekk 5, Reykjavík. Ásta HaUý Nordgulen, Hlíðarvegi 25, Kópavogi. Þóra Magnea HaUdórsdóttir, Hjaröarholti 10, Akranesi. 50 ára Sólveig Guðrún Ólafsdóttir, Vesturbergi 115, Reykjavík. Sólveig Guðrún Ólafsdóttir leikskólakennari og eiginmað- ur hennar, Haraldur Tyrfings- son flugvirki, taka á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 14.9., eftir kl. 20, í sal Flugvirkjafélags íslands í Borgartúni 22. Anna Sigríður Pálsdóttir, Mýrarbraut 10, Vík í Mýrdal. Guðjón Ingi Eggertsson, Sörlaskjóli 58, Reykjavík. Jón Finnsson, Kjartansgötu 6, Borgarbyggð. Hólmfríður Birna Hildisdóttir, Selsvöllum 17, Grindavík. Krístbjörg Jónsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. Kristinn M. Kristinsson, Logalandi 24, Reykjavik. Guðrún Bjömsdóttir, Kleifarási 3, Reykjavík. 40 ára________________________ Inga Sólveig Friðjónsdóttir, Meistaravöllum 25, Reykjavík. Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari tekur á móti gestum á Bíóbamum fostu- daginn 13.9., kl. 20-23. Rannveig Kristmundsdóttir, Bæjarsíðu 15, Akureyri. Guðrún Björg Eggertsdóttir, Reykjafold 4, Reykjavík. Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, Barmahlíð 52, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.