Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
óháð
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
r
Otraust miðlungsveldi
Ósigur Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í nýjustu
slagsmálunum viö Saddam Hussein íraksforseta er meiri
en taliö var í fyrstu. Hussein hefur tekizt að þurrka út
njósna- og undirróðursstarfsemi bandarísku leyniþjónust-
unnar í bænum Arbil á vemdarsvæði Kúrda.
Bandaríska leyniþjónustan hafði eytt meira en millj-
arði króna í þjálfún hundrað manna liðs og fullkominn
tækni- og tölvubúnað. Hussein hefur náð búnaðinum á
sitt vald og látið taka alla málaliða Bandaríkjanna af lífi.
Bandaríkin eru aftur á upphafsreit í íraksmálinu.
Sézt hefur, að her íraka er orðinn öflugur á nýjan leik
og er aftur orðinn hættulegur umhverfi sínu. Hussein er
aftur orðinn ráðandi afl á vemdarsvæðum Kúrda. Raun-
ar hafði bandaríska hermálaráðuneytið ýkt tjón íraks-
hers í Persaflóastríðinu fyrir fimm árum.
Mestur ósigur Bandaríkjanna felst í að hafa skilið
menn sína eftir til að deyja drottni sínum. Með því send-
ir Clinton Bandaríkjaforseti þau skilaboð til stuðnings-
manna á hættulegum svæðum, að þeir hafi ekkert bak-
land hjá sér. Griðasvæði þeirra séu einskis virði.
Bandaríkin gengu að vísu lengra en bandamenn þeirra
og skutu nokkrum sprengjum út í loftið til málamynda.
Margir bandamenn voru ósáttir við aðgerðina og töldu
betra að hafa ekki afskipti af málinu. Fremst var þar í
flokki franska stjómin, sem vill viðskipti við írak.
Munurinn á Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra,
einkum Bretlandi og Frakklandi, er þó sá, að síðamefhdu
ríkin eru fyrir löngu hætt að vera heimsveldi. Þau gera
ekki kröfu til þess. Þau hafa hins vegar reynt að vera evr-
ópsk veldi, með hrapallegri niðurstöðu í Bosníu.
Umheimurinn er hættur að taka sérstakt mark á Bret-
landi og Frakklandi sem evrópskum veldum. Þau em
bara orðin lönd eins og önnur lönd. En Bandaríkin urðu
eina vestræna heimsveldið eftir síðari heimsstyrjöldina
og eftir fall Sovétríkjanna urðu þau eina heimsveldið.
Að undanfömu hafa Bandaríkin verið að afsala sér
þessum völdum. Það gerist af sjálfu sér, þegar ríki láta
innanríkismál hafa forgang yfir utanríkismál. Banda-
ríkjamenn hafa gerzt innhverfir sem þjóð á undanföm-
um árum og vilja minna en áður af umheiminum vita.
Hver, sem viU, stendur uppi í hárinu á Bandaríkjunum.
Ríki neita að lúta frumkvæði þeirra og beita gagnaðgerð-
um, er Bandaríkin hyggjast refsa útlendum fyrirtækjum
fyrir að lúta ekki pólitískum vilja Bandaríkjanna í við-
skiptum. Þetta magnar bandarísku innhverfuna.
Bandarískir kjósendur em raunar áhugalitlir um ut-
anríkismál og vilja ekki, að forsetar sínir séu of upptekn-
ir af þeim. Þeir em ánæðgir með Clinton, sem hefur alls
enga stefnu í utanríkismálum aðra en þá að láta þau
ekki trufLa gang stjórnmálanna innanlands.
Clinton er hins vegar með gott lið markaðs- og ímynd-
unarfræðinga. Með hjálp þess hefur honum tekizt að
telja kjósendum trú um, að hann sé fastur fyrir í utan-
ríkismálum og hafi tök á þeim málaflokki. Kjósendur
em til dæmis ánægðir með sýndarsprengingamar á
Persaflóa.
Clinton sendi herlið til Bosníu til að blekkja kjósend-
ur og dregur það senn til baka til að blekkja kjósendur.
Hann lét sprengja til málamynda á Persaflóa til að
blekkja kjósendur. Gerðir hans í utanríkismálum lúta
hagsmunum hans í innanríkismálum á hverjum tíma.
Clinton hefúr rýrt möguleika Bandaríkjanna til áhrifa
á erlendum vettvangi hraðar en nokkur annar forseti.
Hann hefur gert Bandaríkin að ótraustu miðlungsveldi.
Jónas Kristjánsson
Sigur andans yfir holdinu? - „Þess vegna kunna að vera síðustu forvöð að koma í veg fyrir skipulagsslys," seg-
ir m.a. í grein Gunnars um byggingar nærri væntanlegu háskólahúsi.
Á Listaháskólinn
engan vin?
komulagi um aö lækka
blokkirnar um nokkrar
hæöir. Þess vegna
kunna að vera síðustu
forvöö að koma í veg
fyrir skipulagsslys.
Illt gert verra
Þegar byggt var yfir
Háskóla íslands á milli
Melanna og Vatnsmýr-
arinnar í Reykjavík veit
talað um að það hús
mundi nægja stofnun-
inni í tvær aldir, ef ekki
lengur. En fyrir dæma-
lausa heppni var mikið
land óbyggt á þrjár hlið-
ar frá Háskólalóðinni
eins og hún var þá svo
„Þegar byggt var yfír Háskóla ís-
lands á milli Melanna og Vatns-
mýrarinnar í Reykjavík var talað
um að það hús myndi nægja
stofnuninni í tvær aldir, ef ekki
lengur.“
tím-
Kjallarinn
Gunnar Karlsson
sagnfræðingur
Einhvem
ann í sumar tókum
við í Laugames-
hverfinu í Reykja-
vík eftir miklu
moldarverki sem
var hafið á blettin-
um milli Sæbraut-
ar og Laugames-
vegar, í útsuður frá
húsbákninu mikla
sem einu sinni átti
að verða kjötiðnað-
arstöð Sláturfélags
Suðurlands en var
síðar keypt undir
væntanlegan lista-
háskóla - og getur
varla glæsilegra
dæmi um sigur
andans yflr hold-
inu. Brátt fréttist
að þama í holun-
um, sem verið var
að grafa, ætti að
reisa þrjú himin-
gnæfandi fjölbýlis-
hús.
Nú fóru að heyr-
ast efasemdir og
mótmæli og ég
man vissulega eftir
rödd sem sagði að
óráðlegt væri að
byggja svo nærri
væntanlegu háskólahúsi. En ég
man ekki eftir aö sagt hafi verið
frá neinum formlegum mótmælum
vegna hagsmuna listaháskólans.
Og það var örugglega ekki vegna
hans sem framkvæmdum var hætt
í bili heldur hins að sagt var óger-
legt að skerma efri hæðir húsanna
af frá umferðargnýnum á Sæ-
brautinni.
Þess vegna verður sjálfsagt byrj-
að að byggja aftur þegar bygging-
arfyrirtækið og skipulagsyfirvöld
borgarinnar hafa komist að sam-
að hún hefur nú margfaldast að
stærð og á enn nokkurt byggingar-
land eftir. Kennaraskólinn fékk
líka talsverðan blett til að vaxa út
á þótt hann væri ekki orðinn há-
skóli þegar hann fluttist austur
fyrir Stakkahlíð. Háskólanum á
Akureyri hefur verið valinn fram-
tíðarstaður þar sem sagt er að
hann geti vaxið og dafnað.
Listaháskólabyggingin í Laugar-
nesi er aö mörgu leyti á ágætrnn
stað en rými til útþenslu var frá
upphafi í minnsta lagi. Á aðra hlið
er Sæbrautin eins og beljandi stór-
fljót og stutt í friðaða fjöru, þótt
brotist væri yfir hana eða undir. Á
hina hliðina er há og reisuleg
byggð fjölbýlishúsa austan við
Laugamesveg. Sunnan Laugalækj-
ar er stórhýsið þcir sem Samband-
ið dó og íslandsbanki hefur nú lagt
undir sig.
Svo hlýtur að vera erfitt að
koma fyrir byggingum í grennd
við húsið af þvi að það snýr
skakkt við öllum götum í kring.
Samt á nú að gera illt margfalt
verra með því að setja óviðkom-
andi byggingar niður svo fast upp
að væntanlegu listaháskólahúsi að
ekki einu einasta húsi verður
stungið niður þar á milli.
Hlutur menntamálaráöu-
neytis
Hvers vegna grípur mennta-
málaráðuneytið ekki í taumana og
biður um að fá að taka frá allt
svæðið sem afmarkast af Sæbraut,
Laugarnesvegi og Laugalæk? Lík-
lega vegna þess að það hefur nú
um hríð sýnt mestan áhuga á að
afsala sér forystu í menntamálum,
sérstaklega um aUt sem horfir til
vaxtar og framfara.
Þannig voru í fyrra sett „Lög
um listmenntun á háskólastigi" (í
heilum þremur greinum) þar sem
menntamálaráðherra var heimilað
„að gera samning við lögaðila, fé-
lög eða stofnanir um að annast
menntun á háskólastigi í listum
sem fari fram á vegum sjálfstæðr-
ar stofnunar ..."
Ef þessi sjálfstæða stofnun hef-
ur orðið til ennþá þá er ekki
minni leynd um hana en and-
spymuhreyfingu í versta kúgunar-
ríki. Þess vegna er eins og listahá-
skólinn okkar væntaniegi eigi sér
engan málsvara.
Gunnar Karlsson
Skoðanír annarra
Tómahljóð í pólitík
„Þvi miður er þess ekki að vænta að í hönd fari
frjó umræða um grundvallarmál eða að stjómmála-
menn eigi i stóram stíl frumkvæði sem einhveiju
skiptir. íslensk stjómmál verða í æ ríkari mæli
hagsmunatogstreita smákónga, sem streða við að
tryggja sig í sessi og vekja á sér athygli. Ein veiga-
mesta orsök þessa er sú að alþingi er nú nær ein-
vörðungu skipað atvinnustjómmálamönnum sem
óttast ekkert meira en að missa vinnuna. Þeir þora
sjaldan að taka áhættu en fylgja flokkslinu í
blindni." Úr forystugrein Alþbl. 11. sept.
Launamunur kynjanna
„Samkvæmt kenningum nýklassískra hagfræð-
inga á launamismunun ekki að eiga sér staö í
fijálsri samkeppni. Ef konur era jafn afkastamiklar
og karlar, en era samt ódýrari vinnukraftur, þá ætti
eftirspum eftir vinnu kvenna að aukast og laun
þeirra að hækka til jafns á við laun karla. Þeir at-
vinnurekendur sem vilja einhverra hluta vegna
greiða körlum hærri laun myndu því uppskera
minni hagnaö. Þannig ætti skynsamleg hegðun fyr-
irtækja í frjálsri samkeppni að útrýma launamuni
kynjanna."
Vigdís Jónsdóttir í 32. tbl. Vísbendingar.
Matarholur hjá eftirlaunafólki
„Það er með ólíkindum hvað stjómvöld era fund-
vís á matarholurnar hjá eftirlaunafólki til skattlagn-
ingar. Frá og með 1. ágúst sl. var svokölluð uppbót á
sjúkrakostnað tekin af hjá þeim sem skriðu yfir
75.000 kr. tekjumarkið. Þessa dagana er blessuð rík-
isstjómin að fialla um væntanleg fiárlög ríkisins fyr-
ir 1997. í þeirri áætlun virðast aldraðir ekki hafa
gleymst, því hafi ég skilið það rétt, þá era aldraðir
eini hópurinn sem á að tekjutengja fiármagnstekjur
hjá og á að ná þar í 100 miUjónir."
Guðmundur Jóhannsson í Mbl. 11. sept.