Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 32
jí í Vinningstölur miðvikudaginn 11.9.’96 17 128X37 44X45X46 6 13)36 Vlnningar Fjöldl vlnnlnga Vlnnlngsupphxð 1* íafí 3 14.620.000 l.Saft' 1.495.845 3. 5 af 6 6 36.010 4.taft —1 VI ro 1.990 5. 3 af i ■6^9 220 46.056, 'pafph 965 2.196.965 Vinningstölur 11.9/96 KIN > ca czs FRÉTTASKOTIÐ CC _ j LU SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ ŒD Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö .SE _ í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. OO * I— LO 550 5555 Frjálst.óháð dagblað FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 Arnarvatnsheiði: Gangna- maður týnd- ur í 15 tíma - fannst heill á húfi Mikil leit var gerð að gangna- manni sem týndist á Amarvatns- heiði um miðjan dag í gær. Maður- inn varð viðskila við félaga sína hjá Álftakróksskála og hófu þeir fljót- lega leit að honum. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveita og lögreglu og var gerð leit að honum í gær- kvöldi. Mikil þoka var á svæðinu og var leit þvi hætt seint í gærkvöldi. í morgunsárið voru leitarflokkar kallaðir aftur út og einnig þyrla landhelgisgæslunnar en um klukk- an hálfsjö I morgun fannst maður- "•'"’tinn heill á húfi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var maðurinn í ágætu ásigkomulagi þegar hann fannst eftir 15 klukku- tíma enda vel búinn vistum eins og gangnamenn eru venjulega. -RR Meirihlutinn í Borgarbyggð sprunginn DV, Vesturlandi: Meirihlutinn í Borgarbyggð sprakk í gær þegar Jenni R. Ólason, fulltrúi Alþýðubandalagsins, sleit samstarfinu við fjóra framsóknar- menn. Jenni segir að framsóknar- mennirnir hafi ætlað að valta yfir hann með tillöguflutningi um kjara- niðurskurð á starfsfólki bæjarins, m.a. með 20 prósenta lækkun launa hjá starfsfólki leikskóla. Jenni sagði ástæðuna einnig vera trúnaðarbrest milli sín og Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra sem leiði til þess að þeir muni ekki eiga samleið í neins kon- ar meirihlutasamstarfi í framtíð- inni. -DVÓ Súðavíkurrannsókn: Eðlileg krafa - segir Guðjón Petersen „Telji fólkið að allir þættir þessa máls hafi ekki verið skoðaðir nógu vel ofan í kjölinn finnst mér ósköp eðlilegt að það fari þessa leið og vilji fá sannleikann upp á borðið,“ segir Guðjón Petersen, fyrrverandi for- stjóri Almannavarna ríkisins. DV leitaði álits hans á þeirri beiðni sjömenninganna frá Súðavík til ríkissaksóknara að fram fari op- inber rannsókn á aðdraganda og af- leiðingum snjóflóðanna í Súðavík -rrsog hvort koma hefði mátt í veg fyr- ir manntjón hefði öðruvísi verið staðið að málum. -SÁ L O K I Alvarleg líkamsárás í miðborg Reykjavíkur: Sá mér til hryllings að blóðið fossaði - segir Kristján Björn Omarsson sem fékk djúpan 9 sentímetra skurö á kjálka „Þetta var skelflleg lífsreynsla og ég er heppinn að vera á lífi. Ef skurðurinn hefði komið tveimur sentímetrum neðar hefði slagæð farið í sundur og þá væri ég dauð- ur,“ sagði Kristján Bjöm Ómars- son en hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Kristján Björn var ásamt vini sínum við Ingólfstorg þegar hópur ungmenna réðst á þá. Hann var skorinn djúpum 9 sentímetra löng- um skurði á kjálka og telja læknar að árásarvopnið hafi verið hnífur þar sem skuröurinn er djúpur og Kristján Björn Ómarsson varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykja- víkur um síðustu helgi. Hann var skorinn djúpum 9 sentímetra skuröi á kjálka af árásarmönnum sem enn eru ófundnir. DV-mynd GVA beinn. Árásarmennimir hafa enn ekki náðst. „Við vinirnir voram að spjalla saman við Ingólfstorg og báðir blá- edrú. Vinur minn var að tala í GSM- síma þegar einhver ungur maður kom aðvífandi og ætlaði að hrifsa af honum símann. Við þekktum náungann ekki neitt og báðum hann um að koma sér í burtu en hann hélt áfram að vera með stæla. Vinur minn og þessi náungi byrjuðu að rífast heiftar- lega og síðan lenti þeim saman. Þá komu fleiri ungmenni að og allt i einu réðust einhverjir á mig og hrintu mér í götuna. Ég missti gleraugun mín og þegar ég reyndi að komast á fætur sá ég mér til hryllings að blóðið fossaði úr and- litinu á mér. Ég hljóp í burtu og náði mér í servíettur til að setja yfir blóðugt sárið. Þegar ég sneri við fann ég vin minn en hann haföi verið sleg- inn með flösku eða glasi í höfuðið sem var blóðugt. Við komumst á lögreglustöðina og þaðan vorum við keyrðir á slysadeild,“ segir Kristján Björn. Ekki lengur öruggur „Maður hefur fariö víða erlend- is en aldrei lent í eða orðið vitni að svona nokkra. Mér finnst hræðilegt til þess að vita að mað- ur er ekki lengur öruggur um líf sitt í þessu litla samfélagi. Ég er mjög sleginn yfir þessum atburði og mér finnst óhugnanlegt að ung- menni gangi um og skeri fólk með hnífum að tilefnislausu. Við þekktum ekki einu sinni árásar- mennina en málið er í rannsókn hjá lögreglu og við ætlum að kæra þetta. Ég vil óska eftir því að vitni að þessari árás gefi sig fram við lögreglu og aðstoði við að ná árás- armönnunum," segir Kristján Bjöm. -RR Læknadeilan: Læknar þurfa að sækja um störf sln Læknar hafa ekki mætt til starfa eftir að kjarasamningar tókust í gær og hittast i dag til að ræða um réttarstöðu sína gagnvart störfum sínum sem þeir sögðu upp og gengu úr fyrir sex vikum. Þar sem þeir sögðu upp störfum sínum verða þeir að sækja um á ný og hljóta endur- ráðningu. Engin hókun um endur- ráðningu er í sjálfum kjarasamn- ingnum, enda mun það óheimilt samkvæmt nýjum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sögn Katrinar Fjeldsted, for- manns Félags heilsugæslulækna. „Það er óvissa í mönnum. Læknar eru búnir að vera frá störfum í sex vikur og vilja að- eins vita um hvað málið snýst,“ segir Katrin Fjeldsted, formaður Félags heilsugæslulækna. Katrín segir í samtali við DV að samkvæmt nýjum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur virð- ist ekki vera heimilt að fólk sem sagt hefur upp störfum í kjara- deilu eins og læknadeilunni geti gengið beint inn í sín gömlu störf eftir að kjarasamningar hafa tekist. Katrín segir að um 30 heilsu- gæslulæknar, sem sögðu upp störf- um í nýafstaðinni deilu, séu að störfum á Norðurlöndunum. Hún býst við að flestir þeirra hyggist koma til baka, þar sem þeir starfi aðeins í afleysingum erlendis. -SÁ Nýi kjarasamningurinn handsalaöur síödegis í Karphúsinu í gær. DV-munH Qtroinn Veörið á morgun: Þokusúld vestan- lands Á morgun er búist við suð- vestan- og vestangolu eða kalda. Þokusúld verður allvíða við suðvestur- og vesturströnd- ina en annars þurrt og hlýtt í veðri. Veðrið í dag er á bls. 36 kululegur JPóulsen SuAuriandsbniut 10. S. 686483. Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.