Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Blaðsíða 16
16 25 I FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 Iþróttir Iþróttir Bovin til Breiðabliks Úrvalsdeildarlið Breiðabiiks bættist í gær liösauki en í vetur mun bandaríski körfuboltamað- urinn Andre Bovin leika með liðinu. Bovin er leikstjómandi og lék með Clemson háskóla í ACC deildinni á síðasta tímabili. Guðni allur að koma til Guðni Bergsson er allur að koma til eftir meiðsli sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Guðni lék síðustu 20 minúturnar I viðureigninni gegn Grimsby í fyrrakvöld. Láms Orri Sigurðs- son lék allan leikinn með Stoke gegn Barnsley en Þorvaldur Ör- lygsson lék ekki með Oldham í Birmingham. Liverpool á eftir Kinkladze Breskir fjölmiðlar sögöu frá því í gær að Liverpool væri á höttunum á eftir Kinkladze hjá Manchester City. Liverpool á að vera reiðbúið að greiða 500 millj- ónir fyrir kappann. Ferguson sýnir Bilic áhuga Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, hefur mikinn áhuga á króatiska varn- armanninum Slaven Bilic hjá West Ham. í gær bauö West Ham að greiða Bilic eina milljón krón- ur á viku í laun. Tottenham hef- ur einnig lýst yfir áhuga á þess- um sterka varnarmanni. Unglingarnir á langtímasamning Áður en Manchester United lagði upp í leikinn gegn Juvent- us í meistaradeild Evrópu, sem fram fór í Torinoi gærkvöldi, skrifuðu unglingarnir undir langtímasamning við félagið, eða til ársins 2001. Þeir eru Gary NeviUe, PhU NeviUe, Nicky Butt, David Beckham og Paul Scholes. Ekkert gengur hjá QPR Tveir leikir voru í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Norwich og QPR skildu jöfn, 1-1, og Swindon tapaði á heimaveUi fyrir Portsmouth, 0-1 -JKS/DVÓ Evrópukeppni meistaraliöa í knattspyrnu: Auðveldur sigur hjá meisturum Juventus - óvænt tap AC Milan á heimavelli gegn Porto Evrópumeistarar Juventus hófu titilvörn sína í Evr- ópukeppni meistaraliða með 1-0 sigri á ensku meistur- unum í Manchester United á Ítalíu í gær. Leikmenn Juventus höfðu tögl og hagldir í leiknum nær aUan tim- ann og sigur þeirra var fyUUega sanngjam. Sigurmark- ið skoraði Króatinn Alen Boksic í fyrri hálfleik. Hann fékk laglega stungusendingu inn fyrir tlata vöm United og skoraði af öryggi fram hjá Peter Sc- meichel. Leikur ensku meistaranna oUi miklum vonbrigðum og voru leikmenn rauðu djöUanna langt frá sínu besta. Vamar- menn Juventus átti ekki í miklum vand- ræðum með að tæta sóknarmenn United í sig og áttu Manchester-menn varla eitt einasta skot að marki Evrópumeistar- anna. Lið Manchester United státar ekki af glæsUegum ár- angri gegn ítölsk- um liðum í Evr- ópukeppniá Del Piero og samherjar hans í Juventus léku Ryan Giggs og félaga hans í Manchester „Leikmenn Porto áttu þennan sigur skUinn og þeir nýttu mistök minna manna vel. Þeir léku góðan varnar- leik og skyndisóknir þeirra voru vel skipulagðar," sagði Oscar Tabarez, þjálfari Milan, eftir leikinn. Ajax, sem tapaði fyrir Juventus í úrslitum á síðustu leiktíð, vann góðan útisigur á Auxerre, 0-1. Finninn Jari Litmanen skoraði eina mark leiksins strax á 3. mínútu með glæsUegu skoti. Ajax fékk svo þrjú guUin marktæki- færi tU að guUtryggja sigur- inn en öU fóru þau for- görðum KR-ingar lögðu lokahönd á undirbúning sinn fyrir Evrópuleikinn gegn AIK í kvöld á KR-vellinum í gær þar sem þeir tóku létta æfingu undir röggsamri stjórn þjálfarans Lúkasar Kostic. Á stærri myndinni taka þeir Guömundur Hreiðarsson, Sigurður Örn Jónsson, Porsteinn Jónsson og Hilmar Björnsson léttan sprett. Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld hefst klukkan 19. DV-mynd Brynjar Gauti KR-ingar mæta AIK í Evrópukeppninni í kvöld: „Leikum alltaf til sigurs" - segir Lúkas Kostic, þjálfari KR-liðsins, og á enn fremur von á spennandi leik «>■?■.!»—■». I kvöld verður háður á Laugardals- vellinum leikur sem knattspyrnuá- hugamenn eru búnir að biða eftir. Það er viðureign KR og sænska liðs- ins AIK frá Stokkhólmi í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Um er að ræða fyrri leik liðanna en sá síðari verður hálfum mánuði síðar í Stokk- hólmi. Það er KR-ingum í mun að komast vel frá heimaleiknum í kvöld, sigur myndi gefa liðinu gott veganesti fyrir síðari leikinn. KR-ingar hafa sýnt í sumar að á góðum degi eru þeir ekki árennilegir og má ætla að leikur- inn verði jafn og spennandi. KR-liðið er verðugur andstæðingur Sænska liðið AIK sýndi framan af yfirstandandi tímabil eina bestu knattspyrnuna í Svíþjóð og komst lið- ið um tíma í þriðja sætið. Á síðustu vikum hefur hallað undan fæti og sem stendur er liðið í sjöunda sæti. Forráðmenn hafa verið kokhraustir í viðtölum við sænska fjöðmiðla á síð- ustu dögum og telja að KR-liðið eigi ekki að verða AIK mikil fyrirstaða. Yfirlýsingar af þessu tagi hljóta að stappa stálinu í leikmenn KR-liðsins og munu þeir eflaust ekki gefa sinn hlut eftir í leiknum mikilvæga í kvöld. Á fréttamannafundi í gær í tengsl- um við leikinn var hins vegar að heyra á þjálfara AIK að hann teldi KR-liðið verðugan mótherja og sínir menn þyrftu örugglega að hafa fyrir hlutunum. „Ég tel mig hafa góðar upplýsingar í höndunum um KR-liðið. Ég sá liðið á dögunum leika gegn Fylki og kom leikur þess þá mér á óvart. Styrkleiki KR-inga var meiri en ég gerði mér vonir um fyrir fram. Liðið er léttleik- andi og þar innan um eru mjög góðir leikmenn. Liðið fór illa með tæki- færi í umræddum leik en ég sá engu að síður að þar fór nokkuð sterkt lið. Við getum ekkert bókað fyrir fram gegn þeim. Mínir menn hafa ekki verið að leika vel í síð- ustu leikjum en við vitum mikil- vægi lei.vsins og liðið mitt mun leggja sig fram að ná sem bestum úrslitum. Það er auðvitað hagur KR-inga að leika á heimavelli og við þurfum að vera á varðbergi og verjast vel. íslenskir knattspyrnu- menn kunna ýmislegt fyrir sér og þeir hafa margir hverjir verið að gera góða hluti með sænskum lið- um. Ég á von á skemmtilegum leik í kvöld,“ sagði Erik Hemrén, þjálfari AIK. AIK er eitt stærsta knattspyrnufé- lag Sviþjóðar og er liðið að mestu leyti skipað atvinnumönnum. AIK hefur níu sinnum orðið sænskur meistari. „Á góðum degi eigum við möguleika" „Ég er búinn að fara yfir leik sænska liðsins með mínum leikmönn- um. Ég sá enn fremur liðið leika gegn Örgryte á dögunum og þar kom í ljós að við eigum möguleika. Að vísu var kannski erfitt að dæma liðið af þess- um leik því Örgryte varðist mest all- an leikinn. Engu að síður eigum við möguleika á góðum degi. Við KR-ing- ar förum út í alla leiki með því hug- arfari að sigra. Leikurinn í kvöld gegn AIK er engin undantekning í þeim efnum. Mannskapurinn þarf að berjast í 90 mínútur og vera allan tím- ann vel vakandi. Þetta er mjög mikil- vægur leikur í okkar augum og nauð- synlegt að ná fram hagstæðum úrslit- um fyrir síðari leikinn í Stokkhólmi. Það er góður andi í liðinu og allir eru Fylkisúlpurnar frá eru komnar í öllum stærðum. Tll sölu í Fylkishöllinni, Árbæ. Léttar og hlýjar skólaúlpur fyrir krakka á öllum aldri. & GSk W KEFLAVIK - FYLKIR BERRI-MITRE LIÐIN í 1. DEILD Ókeypis sætaferðir verða frá Blásteini kl. 12.45 næstkomandi sunnudag á leikinn í Keflavík á vegum stuðningsmannafélags Fylkis. Halldór Hafsteinsson frá júdódeild Ármanns og Yoshihiko lura innsigla samning um þjálfun júdómanna Ármanns næsta ár. DV-mynd Brynjar Gauti Tekur við af Vachun Júdódeild Ármanns hefur gert eins árs samning við Japanann Yoshihiko Iura og mun hann sjá um alla þjálfun hjá deildinni. Iura tekur við af Michael Vachun, sem kvatt hefur landið eftir margra ára dvöl á íslandi. lura er mörgum júdómönnum að góðu kunnur en hann þjálfaði Ármenninga í fjögur ár í kringum 1980. Hann er giftur íslenskri konu og talar ágæta íslensku Iura er menntaður í íþróttafræðum opg hefur starfað við júdó- og íþróttaþjálf- un um allan heim. „Júdó er mikið meira en keppnisíþrótt með öllu sem henni fylgir. Þetta er einnig „íþrótt fyrir alla“ sem verður til að auka sjálfstraust, vellíðan og gefur einnig innsýn í annan menningarheim. Hóparnir hjá mér verða sniðnir eftir þörf- um fólks, þaö er hvort ætlunin er að keppa eða stunda íþróttina á öðrum forsend- um,“ sagði Iura í samtali við DV. Iura er mjög hrifinn af framförunum sem orðiðö hafa í júdó hér á landi síðan hann þjálfaði síðast. „Ég hlakka til að hitta nýja iðkendur íþróttarinnar og gamla kunningja frá fyrri dvöl minni hér,“ sagði lura. tilbúnir að leggja sig 100% fram. Fyr- ir mitt leyti er ég bjartsýnn og liðið er komið á beinu brautina eftir tapið gegn Breiðabliki á dögunum," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga. Lúkas var inntur eftir því hvort hann myndi nota Guðmund Bene- diktsson í kvöld. „Guðmundur er mikilvægur leikmaður en hvort hann verður í byrjunarliðinu verður bara að koma í ljós,“ sagði Lúkas. Sam- kvæmt heimildum DV verður byrjun- arliðið það sama og gegn Grindavik uir^síðustu helgi. Liöiö dvaldi í nótt á Hótel Örk KR-ingar dvöldu á Hótel Örk í nótt til undirbúnings fyrir leikinn mik- ilvæga í kvöld. Dómari leiksins kemur frá Noregi en eftirlitsmaður UEFA er frá Norður-írlandi Forsala aðgöngumiða hefur gengið vel en miðaverð er 1200 krónur fyr- ir fullorðna, 300 krónur fyrir börn en 10 ára og yngri fá frían aðgang. Góður stuðningur áhorfenda við KR-liðið er nauðsynlegur. Knatt- spyrnuáhugamenn ættu að flykkjast á völlinn og styðja vel við bakið á vesturbæjarliðinu. 25. Evrópuleikur KR-inga KR-ingar leika í kvöld sinn 25. Evr- ópuleik frá upphafi en fyrsti Evr- ópuleikur þeirra var gegn Liverpool fyrir 32 árum síðan. KR lagði Mozyr frá Hvíta Rússlandi í forkeppninni, jafnt var í leiknum ytra, 2-2, en KR vann síðari leikinn í Reykjavík, 1-0, með marki Einars Þórs Daníelsson- ar á lokamínútu leiksins. -JKS Lið Porto gerði góða ferð til Ítalíu þar sem liðið skellti margföldum Evrópumeisturum, AC Milan, í bráðfjörugum leik, 2-3. Varamaðurinn hetjan Varamaðurinn Jardel frá Brasilíu var hetja portú- galska liðsins en hann skoraði tvö síðustu mörk- in og tryggði sínum mönnum sigurinn. Leikmenn Porto báru enga virðingu fyrir leik- mönnum AC Milan og þeir voru greinilega mættir á San Siró leik- vanginn til að sigra. Líberíumaðurinn snjalli, Georghe Weah, skoraði síðara mark AC Milan en meiddist á hendi um leið og þurfti að fara af leikvelli. Fjörugt í uppgjöri Norðurlanda- risanna Það var mikið tjör í upp- gjöri Norðurlanda- risanna, Gautaborg og Rosenborg, þar sem gestirnir í Rosen- borg fóru með sigur af hólmi. Það var Harald Brattbakk sem tryggði norsku meisturunum sig- urinn þegar hann skoraði sigur- markið á 64. minútu en rétt áður hafði hann lagt upp jöfnunar- markið. „Ég er mjög vonsvikinn og mínir menn voru langt frá sínu besta,“ sagði Mats Jingblad, þjálfari Gauta- borgcU-. „Ég er alveg í skýjunum. Við komum hingað til að spila sóknarleik og ég er stoltur af frammistöðu liðsins. Okkur tókst loks að brjóta ísinn og vinna útileik í Evrópukeppni,“ sagði Arna Eggen, þjálfari Rosenborg. Milljónalið Rangers gerði enn eina ferðina í brækurnar í Evrópukeppni þegar liðið sótti Grasshoppers heim. Svissneski landsliðsmaðurinn Kubilaz Turkyilmaz gerði varnarmönnum Rangers lífið leitt og skoraði tvö mörk -GH Teitur atti goðan leik - þegar Larissa sigraði Iraklis í bikarnum Teitur Örlygsson og samherjar hans í gríska körfuknattleiksliðinu Larissa hófu tímabiliö með glæsi- brag í gærkvöldi. Þá var leikin 1. umferð í bikarkeppninni og sigraði Larissa þá Iraklis á heimavelli, 81-73. Fyrir fram ríkti ekki mikil bjart- sýni í herbúðum Larissa en liðiö lék mjög vel og er komið áfram í bik- arnum en Iraklis er úr leik. Teitur lék í 33 mínútur, skoraði 10 stig og stal boltanum nokkrum sinnum. „Við lékum framar vonum en með mikilli baráttu tókst okkur að vinna sætan sigur frammi fyrir þrjú þúsund áhorfendum. Það var geysilega góð stemning á leiknum og áhorfendur voru vel með á nót- unum. Sterkur varnarleikur lagði grunninn að þessum sigri. Það bjóst enginn við því að við kæmumst áfram í bikarnum. Ég var ánægður með minn hlut í leiknu," sagði Teit- ur Örlygsson í samtali við DV í gær- kvöldi. Keith Hill var stigahæstur hjá Larissa með 20 stig. Ray Jackson frá Micighan-háskólanum er einnig genginn í raðir liösins en var ekki orðinn löglegur í gærkvöldi. 1. deildin hefst á laugardag og leikur Larissa á heimavelli gegn Sporting frá Aþenu. -JKS jjíMEISTARADÉILDIH A-riðill: Auxerre-Ajax ..........O-l Litmanen (4.) Grasshoppers- Rangers .... 3-0 Yakin (18.), Turkyihnaz (28. 79.) B-riðill: Dortmund-Widzew Lods ... 2-1 Herrlich (45. 68.) - Citko (84.) Atl. Madrid-Steaua Búkarest 4-0 Esnaider (32. 45.), Simone (64. 85.) C-riðiU: Rapid Vín-Fenerbache....1-1 Stumpf (69.) - Bolic (30.) Juventus-Manchester United 1-0 Boksic (34.) D-riðill: AC Milan-Porto . .,....2-3 Simone (14.), Weah (68.) - Artur (53.), Jardel (75. 83.) Gautaborg-Rosenborg....2-3 Eriingmark (38.) (49.) - Jakobsen (32.), Iversen (52.), Brattabakk (64.) Fýrsta tap Milan á heimavelli í 17 ár Tap AC Milan á heimavelli gegn Porto var það fyrsta í Evr- ópukeppni frá því árið 1979 en þá var það einnig Porto sem lagði italíumeistarana að velli. Sá fyrsti síöan 1985 Juventus lék í gær fyrsta Evr- ópuleik sinn gegn ensku liði frá því árið 1985. Þaö var leikurinn gegn Liverpool á Haysel-leik- vanginum í Belgíu þar sem 39 stuðningsmenn Juventus létu líf- ið. Weah á sjúkrahús George Weah, knattspyrnu- maður ársins, var fluttur á sjúkrahús en hann meiddist á fingri um leið og hann skoraði annað mark AC Milan. Hringur sem hann bar á fingri hægri handar særði hann þegar portú- galski varnarmaðurinn steig á hönd hans. Ellert var eftirlitsmaður Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og nefndarmaður í UEFA, var eftir- litsmaður á leik Rapid Vín og tyrkneska liðsins Fenerbache í Austurríki í gær. Gylfi dæmir í kvöld Gylfi Þór Orrason dómari verður í sviðsljósinu í kvöld en þá dæmir hann leik Liverpool og MyPa í Evrópukeppni bikarhafa. Aðstoðardómarar verða Gísli Björgvinsson og Egill Már Mark- ússon, mikill stuðningsmaður Liverpool-liðsins. Leikurinn verður sýndur í beinni útsend- ingu á Eurosport og hefst klukk- an 20. •i UEM-BIKMIHN +2 Spartak Moskva-Silkeborg .... 3-2 Rapid Búkarest-Karlsruhe .... 1-0 Hutnik Krakow-Monaco .......0-1 Panathinaikos-Legia Varsjá ... 4-2 á Lengjunni! Kaisersfautem - Rauða Sfjaman Sturm Graz - Sparta Prag KR-AIK 18:40 " !§:55 Dusseidorf - Hansa Rostock Werder Bremen - Bochum Huddersfield - Oídham KA - Valur CL- 1,55 1,50 .1,80 3,00 2,95 2.80 3,70 3,50 / 3.00 1,35 3,35 4,75 1,70 2,85 3,25 , 1,50 3,00 4,00 f 1,30 3,50 5,15 1 J*so 5,75 2AS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.