Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 4
4
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Óánægja blómakaupmanna vegna afsklpta Útfararstofu Kirkjugaröanna af útfararskreytingum:
Klíkustarfsemi þar sem út-
hlutun er til örfárra verslana
- segir Helga Thorberg, stjórnarmaður í Félagi blómaverslana
Mikil óánægja er meðal margra
blómakaupmanna og verslana
vegna afskipta Útfararstofu Kirkju-
garðanna af útfararskreytingum og
úthlutun þeirra til vissra blóma-
búða.
„Blómaverslanir sitja ekki við
sama borð varðandi þessi kaup og
afskipti útfararstofunnar af blóma-
skreytingum við útfarir. Það er
klíkustarfsemi í þessu því útfarar-
stofan úthlutar verkefnum til ör-
fáirra blómaverslana," segir Helga
Thorberg, stjómarmaður í Félagi
blómaverslana, við DV vegna máls-
ins.
„Það eru óneitanlega leiðindi
meðal Félags blómaverslana því
þær verslanir sem njóta þeirra for-
réttinda að fá verkefni hjá útfarar-
stofunni eru líka meðlimir í félag-
inu. Það eru líka gifurlegir hags-
munir í veði því það eru mikil við-
skipti í kringum útfararskreyting-
ar.
Spurningin er líka hvort útfarar-
stofan eigi að sjá um þetta en þeir
vilja þjónusta fólk varðandi útfarir
og þegar syrgjendur koma og panta
útfór bjóðast þeir til að sjá um það,
blómaskreytingar, tónlist og annað.
Venjulega þiggur fólk það þó þetta
sé dýrara heldur en að eiga bein
viðskipti við blómaverslanir. Útfar-
arstofan hefur talað um að láta út-
búa möppu og velja inn í hana fleiri
blómaverslanir og bjóða fólki þar að
velja en mér skilst að sú mappa sé
nú ekki enn komin í gagnið," segir
Helga.
Ákveönar búöir vinsælli
„Ég held að það sé nú ofsögum
sagt að það sé klíkustarfsemi í gangi
eða verið að raða á einhverja
ákveðna blómasala. Staðreyndin er
sú að ákveðnar búðir eru vinsælli
en aðrar eins og í allri þjónustu og
verslun. í sumum verslunum eru
gæðin einfaldlega meiri en í öðrum
og við þurfum að hafa ákveðin gæði
í okkar þjónustu," segir Þórsteinn
Ragnarsson, forstöðumaður Kirkju-
garða Reykjavíkur.
„Fólki er frjálst að leita eftir þjón-
ustu okkar eða gera bein viðskipti
við blómaverslanimar. Fólk velur
mjög oft blómin sjálft og kemur þá
með sínar skreytingar í útfarir.
Það er búið að ræða mikið við Fé-
lag blómaverslana. Niðurstaðan er
sú að við erum að gefa út þjónustu-
möppu og birta þá aðila sem að út-
fórum koma eins og blómaverslanir,
tónlistarmenn o.fl. Ég er að senda
bréf til allra sem eru í Félagi blóma-
verslana þar sem ég býð þeim að
senda okkur allar upplýsingar um
sig. Þessar upplýsingar verða settar
í viökomandi möppu og fara í hend-
urnar á þeim sem velja útfarar-
skreytingar. Ég geri ráð fyrir að
þessar möppur verði komnar út I
október,“ segir Þórsteinn. -RR
Göran Persson, forsætisráöherra Svíþjóöar, hefur ósamt eiginkonu sinni og fylgdarliöi veriö i opinberri heimsókn
hér á landi aö undanförnu og átt viöræöur viö íslenska ráöamenn. í gær lá leiö forsætisráðherrans austur á land og
fór hann i ævintýraferö á Vatnajökli, snæddi þar hádegisverö og fór i siglingu innan um ísjakana ó Jökulsárióni. f
dag hittir Persson Davíö Oddsson forsætisráöherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Ólaf Ragnar
Grímsson, forseta íslands, og heldur ræöu um inngöngu Svía í ESB í Norræna húsinu. DV-mynd Pjetur
Formaður Rafiðnaðarsambandsins:
Viljum halda
stígandi lukku
í kjaramálum
- 15-18 prósenta kaupmáttaraukningu
„Menn vilja stígandi lukku í
þessum kjaramálum og þeir vilja
halda í stígandi kaupmáttar-
aukningu. Menn vildu helst sjá
samning til þriggja eða fjögurra
ára þar sem menn næðu félögum
okkar á Norðurlöndum. Til þess
þurfum við 15-18 prósenta kaup-
máttaraukningu fyrir utan ýms-
ar sérkröfur," segir Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambands íslands.
Raflðnaðarsambandið stóð fyr-
ir kjaramálaráðstefhu í Hvera-
gerði um helgina og voru þar
teknar saman kröfugerðir sem
fjallað veröur um á félagsfundum
á næstunni. Rafiðnaðarsamband-
ið er með að minnsta kosti 23 við-
semjendur og eru kröfugerðimar
ólíkar eftir því við hvem er
samið.
„Menn era á því að það muni
hrikta hraustlega í mörgum stoð-
um í vetur," segir Guðmundur og
bætir viö að það sé viðtekin
venja að allt sé í háalofti í samn-
ingaviðræðum við þau fyrirtæki,
sem Vinnuveitendasambandið
skipti sér mest af, en vel gangi að
semja við önnur fyrirtæki.
-GHS
Dagfari
Vegir Guðs eru órannsakanlegir
Fyrir nokkru flutti Stöð tvö þá
frétt að Biskupsstofa hefði ráöið til
sín markaðsráögjafa til að bæta
ímynd sína og styrkja stöðu sína á
markaðstorgi framboðs og eftir-
spumar. Kirkjunni hefur nefnilega
fundist eftirspumin fara minnk-
andi í trúmálunum og það er ekki
lengur á færi vígðra manna að efla
trúna. Þess vegna skyldu rekstrar-
hagræðingar settir í málið. Fyrir-
tækið Hagvangur var nefnt til sög-
unnar, enda hefur það náð góðum
árangri í ráðgjafarstarfsemi um
markaðssetningu hvers konar. Til-
tekinn maður innan þess fyrirtæk-
is var meira að segja sagður hafa
tekið að sér starfið.
Þetta sýndist ágæt hugmynd hjá
Biskupsstofu og prestur nokkur á
Suðurlandi tók upp þráöinn og réð
sömuleiðis til sín markaðsráðgjafa
til að hressa upp á safnaöarstarfið.
Nokkrum dögum eftir þennan
fréttaflutning Stöðvar tvö birtist
blaðagrein og yfirlýsing frá bisk-
upsritara sem neitaði því að Bisk-
upsstofa hefði framkvæmt þessa
snjöllu hugdettu og vísaði þvi á
bug að nokkur markaðsráðgjafi
hefði verið ráðinn en hann stað-
festi hins vegar að tilraunastarf-
semi með markaðsráðgjöf fyrir
kirkjuna yrði framkvæmd fyrir
austan fjall. Biskup þyrfti aftur á
móti ekki á því að halda, sagði
biskupsritari, enda starfaði hann
ekki fyrir austan fjall.
Nú, nú, hugsaði maður með sjálf-
um sér. Einhver misskilningur hjá
Stöð tvö og guðrækinn maður sem
Dagfari var satt að segja hálfleiður
yfir því að kirkjan vildi ekki bæta
ímynd sína á markaðnum.
En svo kom að því núna um
helgina að Stöð tvö birti aftur frétt
af þessu máli og skýrði frá því að
forstjóri Hagvangs hefði óskað eft-
ir fundi með biskupnum yfir ís-
landi til að ræða málið og eyða
misskilningi.
Samkvæmt þessari síðustu frétt
hafa þeir Hagvangsmenn greini-
lega staðiö i þeim misskilningi að
aðstoðar þeirra hefði verið óskað
enda væru þeir varla að ganga á
fund biskupsins nema vegna þess
að þeir stæðu í þeirri trú að þeir
hefðu verið ráðnir til að hjálpa
honum og skilja þess vegna ekki
yfirlýsingar sem ganga þvert á þá
ráðningu.
En ef þeir hafa verið ráðnir án
þess að hafa verið ráðnir til að
bæta ímynd kirkjunnar á mark-
aðnum vilja þeir auðvitað vita til
hvers þeir voru ráðnir svo þeir geti
hafið störf án þess að rugla því
saman sem þeir eiga að gera og því
sem þeir eiga ekki að gera.
Hagvangsmenn era sérfræðingar
í markaðsráðgjöf og þeir vilja að
sjálfsögðu vita hvort Biskupsstofan
hefur ráðið þá til einhvers annars
heldur en markaðsráðgjafar, nema
þeir hafi þá algjörlega misskilið
ráðninguna og séu alls ekki ráðnir.
Þetta hafi bara verið plat hjá
Biskupsstofu til að láta aðra halda
að Biskupsstofa vilji komast inn á
markaðinn án þess að meina nokk-
uð með því að vilja komast inn á
markaðinn. Vegir Guðs era órann-
sakanlegir, segir í Biblíunni, og
auðvitað má til sanns vegar færa
að markaðsráðgjafar eru sjaldnast
á Guðs vegum heldur á öðrum ver-
aldlegri vegaspottum. Þeir þurfa að
minnsta kosti að fá vegvísi þegar
þeir era komnir á svo hálar braut-
ir sem vegi Guðs og kirkju og trú-
ar sem hingað til hafa ekki lotið
markaðslögmálum sem kennd eru í
viðskiptafræðum. Kannski þeir
Hagvangsmenn séu að ganga á
fund biskups til að fá leiðsögn inn
í þetta nýja vegakerfi.
Hver er þá að ráðleggja hveij-
um? Er biskup að ráðleggja Hag-
vangi?
Hagvangur verður að átta sig á
því að ráðgjöf er ekki sama og
ráðning og ráðning'er ekki sama
og ráðgjöf, sérstaklega á hinum
órannsakanlegu vegum Guðs og
biskups. Dagfari