Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 10
10
MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Spurningin
Lesendur
Ertu sátt við aö senda
barnið þitt í Nesjaskóla?
(Spurt í Nesjaskóla)
Þorbjörg Helgadóttir: Ég held
bara að mér lítist vel á þetta.
Guðlaug Árnadóttir: Þetta verður
mjög gott og skemmtilegt.
Guðný Svavarsdóttir: Alveg prýði-
lega, mjög vel.
Hansína Valþórsdóttir: Já ég er
voðalega vel sátt við Nesjaskóla.
íslendingar ribbaldar
- breyting til bölvunar
Jóhann Þórðarson lögrf. skrifar:
í DV 16. sept. sl. er frétt sem fjall-
ar um breytingu á tækjabúnaði sem
notaður er við slátrun á sauðfé í
sláturhúsi KVH á Hvammstanga nú
í haust. Fram kemur í fréttinni að
hjá sláturhúsinu sé nú breskur ráð-
gjafi sem leggur til að í stað flán-
ingsbekkja, talíu og blóðbands komi
búnaður fyrir hangandi fláningu og
blæöingu og nýr gæruafdragari.
Ljóst er að með þessari breytingu
á slátrunaraðferð fæst miklu verra
kjöt sökum þess að ef sláturgripur-
inn er hengdur upp áður en búið er
að blæða úr skrokknum verður
kjötið blóðmengað og svipar þá til
fisks sem ekki er blóðgaður á rétt-
um tíma. Það hefur alltaf verið talið
nauðsynlegt að láta sláturgripinn
liggja á blóðbandi eða bekk í vissan
tíma áður en hann er hengdur upp
til þess að blóðið fari úr kjötinu -
þ.e. frá því að gripurinn er aflífgað-
ur og blóðgaður. Það er grundvall-
aratriði að allt blóð fari úr skrokkn-
um.
Það þarf engan speking til að sjá
það og skilja að um leið og skrokk-
urinn er hengdur upp þá þrengir
það svo mjög að blóðæðunum vegna
tognunar á vöðvunum að blóðstrey-
mið úr skrokknum lokast að mestu.
Þetta var ljóst öllum bændum sem
slátruðu heima hér áður fyrr svo og
starfsmönnum í sláturhúsum. Það
var eitt af grundvallaratriðum til að
fá gott kjöt að láta blæða vel úr kjöt-
inu.
Með því að hleypa blóðbandinu
og hengja skrokkinn strax upp eftir
Vonandi hefur breski ráðgjafinn ekki vinninginn í slátrun sauðfjár hér á
landi, segir Jóhann m.a.
blóðgun fáum við miklu verra kjöt,
sem nálgast að vera eins og af sjálf-
dauðum grip, með vondu bragði og
litlu geymsluþoli. Hér er ég að tala
um hvernig við íslendingar viljum
fá kjötið. Ég trúi því varla að til séu
þeir erlendu aðilar sem vilja heldur
blóðblandað kjöt, sem þá um leið er
dökkt heldur en ljóst og blóölaust
kjöt eins og reynt hefur verið að
hafa það hér á landi. Hætta er á að
ef þetta blóðblandaða kjöt fer á
markað erlendis, með því auka-
bragði og útliti sem því fylgir, verði
það alveg til að loka fyrir markað-
inn.
Vonandi verður okkur hér á
landi ekki boðið upp á kjöt sem hef-
ur hlotið sláturmeðferð þá sem hinn
breski ráðgjafi er að koma hér á, og
ég tel að vanir starfsmenn í slátur-
húsum hljóti að vera á móti þessari
nýju slátrunaraðferð sem hefur
áhrif á bragðgæði kjötsins.
Blóðmengað kjöt
á höfunum?
Pálmi skrifar:
Ég fæ ekki betur séð og heyrt en
við íslendingar séum orðnir þekkt-
astir fyrir ribbaldahátt á höfunum
þar sem einhver branda veiðist. Nú
hafa Kanadamenn íhugað að setja
hafnbann á íslensk fiskiskip haldi
þau uppteknum hætti að stunda
rækjuveiðar á Flæmingjagrunni í
blóra við samþykktir fiskveiði-
nefndar sem hefur eftirlit með veið-
um á Atlantshafinu norðanverðu.
Og þetta er ekki eina dæmið.
Það er ekki nóg að geta veifað
túlkun EES á broti Norðmanna á út-
gerðarfyrirtækinu Snæfellingi um
að meina togara þeirra að leggjast
að bryggju í Noregi þegar skipið bil-
aði. Það bætir ekki okkar stöðu. Við
erum þekktir fyrir okkar þrumu-
skot á fiskimiðum vítt og breitt hér
á norðurslóðum og svífumst einskis
þegar sá gállinn er á okkur.
Eina ráðið til að ná okkar fyrra
orðspori - að vera heiðarleg og leið-
andi fiskveiðiþjóð - er að taka tillit
til veiðitakmarkana alls staðar þar
sem þeirra er getið. Ekki síst alþjóða-
samþykkta. Annars kann svo að fara
að við verðum útilokaðir á fengsæl-
um fiskimiðum þar sem við þurfum
sannarlega að eiga aðgang eins og á
miðunum út af Nýfundnalandi.
Þeir endast vel þeir amerísku
- í besta flokki notaðra bíla
Guðmundur Óskarsson skrifar:
Það getur tekið tíma að standa í
kaupum á notuðum bíl, en ég hef
haft þann sið gegnum árin að festa
mér frekar notaðan vel með farinn
bíl en leggja háar fjárfúlgur í nýjan
þar sem nýr bíll fellur hratt í verði
fyrstu árin og þurfi maður svo að
selja að skömmum tíma liðnum er
venjulega um talsvert tap að ræða.
Ég hef líka hallast fremur að þeim
amerísku en öðrum tegundum bif-
reiða, bæði með endingu í huga og
öryggi sem er mun meira í þeim.
Sérstaklega eldri gerðunum.
Ég var að endumýja hjá mér ný-
lega og fór á allar bílasölur í Reykja-
vík til að leita að góðum vel með
QJIÍSIKQBM þjónusta
allan sólarhringinn
Lága bilanatíöni, útbúnaö og öryggiö metur bréfritari mest í amerísku bílun-
um.
förnum amerískum bíl. Ekki er
mikið úrval af notuðum amerískum
bílum, enda eftirsóttir af kunnáttu-
mönnum um bíla og því ekki mikið
um skipti.
Ég fann þó einn ágætan bíl af
Chrysler-gerð sem hafði aðeins ver-
ið í eigu tveggja aðila, vel með far-
inn vagn. Ég tek bílasölur með not-
aða bíla fram yfir umboðin sem líka
selja notaða bíla. Ekki síst vegna
þess að fljótlegt er oft að ná í sjálfa
eigendur notuðu bílanna á hinum
viðteknu bílasölum en hjá umboð-
unum, sem eiga gjarnan bílana, er
ekki eins aðgengilegt að ræða sögu
bílsins.
Ég hef orðið talsverða reynslu í
þessum viðskiptum gegnum tiðina,
og fuOyrði að amerískir bílar eru í
besta flokki notaðra bíla yfirleitt.
Og það þótt þeir séu komnir vel við
aldur. Lága bilanatíðni, útbúnað og
öryggi met ég þó mest og aflt er það
að finna í amerískum bfium, sem
hafa enst lengst allra bíla á Islandi.
DV
Borgarar að>
stoði lögreglu
Þórunn hringdi:
Eigum við að sniðganga
vandamál borgarinnar hvað
varðar helgardrykkjuskap, ólæti
og ofbeldisverk? Nei, þetta er
vandamál sem aOir verða að
takast á við og leysa. Ég legg til
að borgaralegri skyldu verði
komið á þannig aö nokkrir menn
og konur, segjum 10 til 15 manns,
verði til aðstoðar viö löggæslu
um helgar í miðborginni. Tfi
vara: Að ráða hóp fólks tfi að-
stoðar til að halda uppi lögum og
reglu um helgar, og Reykjavíkur-
borg greiði þann kostnað sem
þessu fylgir. Fyrri tifiagan er þó
mun heppfiegri og eðlilegri í sið-
væddu þjóðfélagi.
Bamaklámið á Alþingi:
Nefndin skilaði
ekki áliti
Jón Stefánsson skrifar:
Fólk er orðlaust yfir þeim fá-
dæma lufsuhætti löggjafans að
ljúka ekki við að afgreiða frum-
varp dómsmálaráðherra um
barnaklám. Þaö er eins og þing-
menn forðist að taka afstöðu til
málsins. Það var lagt fyrir á Al-
þingi sl. vetur og kom lítfilega til
umræðu og að því loknu sent til
aUsherjarnefndar, þar sem málið
lognaðist út af, því aUsherjar-
nefnd skilaði aldrei áliti eins og
henni bar skylda til. Margir
spyrja sjálfa sig hvort hér sé um
viðkvæmt mál að ræða fyrir ein-
hverja á Alþingi. Orðaiagið
„gróft“ barnaklám bendir tfi þess
að einhverjir vilji ekki þunga
refsingu fyrir að hafa slíkt efni í
vörslu sinni.
Nýtt nafn í stað
íslands
Jóhann skrifar:
Ég hef verið að lesa þanka um
að breyta nafninu ísland í eitt-
hvað hlýlegra og faUegra. Ég er
sammála og er viss um að fátt
yrði meira til framdráttar ferða-
málum hér á landi en ef landið
fengi nýtt og aðlaðandi nafn. Það
eru nefnilega ekki margir í heim-
inum sem þekkja ísland og þeir
fáu sem vita hvar það er telja það
ekki vænlegt til heimsóknar.
Þetta skilja e.t.v. ekki ferðamála-
frömuðir hér og vilja fremur
berjast við vindinn en játa að
baráttan um ferðamenn er aUtof,
aUtof kostnaðarsöm, einungis
vegna hins fáránlega nafns á
landinu.
Kringlubúðir á
laugardögum
Birna Bjömsd. hringdi:
Ég heimsótti Kringluna ásamt
fjölskyldunni laugard. 14. sept. sl.
Fólki af landsbyggðinni finnst
eins og það sé í útlöndum að
spranga þarna og kíkja í verslan-
ir og kaupa að sjáifsögðu. En
þama er stór gaUi á. Þennan
laugardag var sumum búðunum
lokað kl. 16, öðrum kl. 17 og svo
Hagkaupi kl. 18 (bravó fyrir Hag-
kaupi). Og aðalkaffistaðnum var
lokað kl. 17. Engan veginn nógu
gott.
Allt gott hjá
Gallup litla
Kristján Jónsson skrifar:
Hann GaUup litli á íslandi er
hress þessa dagana. Hann puðrar
frá sér hverri gleðikönnuninni
eftir aðra; um velgengni forseta
okkar o.fl. o.fl. Nú síðast sagði
GaUup litli að fólk hér á landi
væri nú mun bjartsýnna en i
fyrra á batnandi horfur í efna-
hagsmálum á næstu 12 mánuð-
unum. Ekki síst á batnandi hag
heimilanna. Líklega hefur GaUup
litli ekki verið mikið á landinu í
sumar, en komið heim endur-
nærður úr sól og sumri Spánar
eða Sarasota og dembt sér í að
hringja í kunningjana sem með
honum voru í ferðinni.