Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
11
Fréttir
Menntun í tölvunarfræðum skilar góðum launum:
' Eftirspurn eftir háskólamennt-
uöum hugbúnaðarmönnum
)
)
)
)
)
aancja
búsetukostnaðar, fjarlægðar frá
vinnustað og fleM atriða.
Torfi sagði að íslensk fyrirtæki í
hugbúnaðariðnaði yrðu að gæta þess
að vera samkeppnisfær við erlend
fyrirtæki þegar til lengri tíma væri
litið þcU- sem þessi iðnaður yrði sí-
fellt minna og minna háður búsetu
þeirra sem ynnu viðkomandi verk-
efni. Torfi tekur þó skýrt fram að það
þýði alls ekki aö allir hér á landi séu
á háum launum eða hægt sé að ganga
að slíku sem vísu. Það skapaði óþarfa
titring á þessum markaði að slá upp
háum launatölum sem ættu eingöngu
við þá bestu á hverju sviði. Torfi
sagðist gjarnan vilja heyra í mönn-
um á þessu sviði sem vildu skipta um
starf enda væri unnið fyrir þá í
fyllsta trúnaði.
Magnús Óskarsson, framkvæmda-
stjóri hjá OZ, sagði að ungra, góðra
íslenskra tölvumanna biði almennt
glæst framtíð enda væri nám á
gnmnstigi hér sambærilegt við það
besta sem boðið væri upp á erlendis.
Hann sagðist ekki telja að við værum
að missa fólk úr landi, a.m.k. væri
OZ frekar að ná í fólk út en öfugt.
Magnús sagði að gæðum háskóla-
námsins hér væri samt sem áður
stefht í voða með lélegum aðbúnaöi
og lágum launum háskólakennara.
Hann sagðist sjá ýmis hættumerki á
lofti, mjög væri keyrt áfram á stunda-
kennurum og vafi væri á hvort hæft
fólk héldi áfram að fást til kennslu en
kæmi til þess myndi myndin dekkj-
ast verulega. -ggá
Kjartan Steinarsson, Anton Hjörleifsson, Páimi Hannesson og Lúövík
Björnsson, í Lionsklúbbnum Garöi, viö annan af nýju líkbílunum sem klúbb-
urinn var aö festa kaup á. DV-mynd ÆMK
Lionsklúbburinn Garður:
Kaupir tvo sér-
smíðaða líkbíla
DV, Suðurnesjum:
„Svona bílar eru ekki til hér og
okkur langaði til að vera með sér-
smíðaða líkbíla sem gefa meiri
virðuleika. Þetta eru ótrúlega góðir
bílar miðað við hvað þeir eru gaml-
ir,“ sagði Pálmi Hannesson, gjald-
keri útfararþjónustu Lionsklúbbs-
ins Garðs, en klúbbfélagar fluttu ný-
lega inn til landsins tvo sérsmíðaða
líkbíla frá Bandárikjunum.
Bílamir sem Lionsklúbburinn
Garður flutti inn eru af gerðinni
Cadillac, annar er svartur, árgerð
1973, og hinn blár, árgerð 1974. Báð-
ir bílarnir eru eknir á milli 90 og
100 þúsund km. Að sögn Pálma kost-
uðu nýir bílar af þessari tegund
15-20 milljónir fyrir tveimur árum.
Pálmi sagði að ekki væri búið að
taka endaplega saman hvað bílarnir
kostuðu en það yrði nálægt tveimur
milljónum fyrir báða bílana. Klúbb-
urinn átti tvo bíla fyrir en þeir
verða settir á sölu til aö fjármagna
kaup nýju bílanna að hluta til.
„Við keyptum gamla bilinn 1988
en hann var þá 20 ára gamall. Við
keyptum síðan gamlan lögreglubíl
frá Selfossi fyrir tveimur árum og
breyttum honum. Þessir bílar verða
seldir. Við vinnum þetta í sjálfboða-
vinnu. Allir peningamir sem koma
inn fyrir þessa þjónustu sem við
veitum fara aftur til líknarmála, að
frádregnum kostnaði við ■ rekstur-
inn. Við höfum aldrei tekið laun fyr-
ir okkar vinnu og munum aldrei
gera það. Ef aðstæður eru erfiðar
hjá fólki sem leitar eftir þjónustu
okkar veitum við verulegan afslátt.
Við höfiun gefið fólki, sem á um sárt
að binda, líkkistur og jafnvel pen-
inga,“ sagði Pálmi Hannesson í
samtali við DV. -ÆMK
Þegar að því kemur að velja sér
menntun renna margir hýru auga til
tölvunarfræða ýmiss konar enda
virðist aukin eftirspum eftir fólki
með slíka mennfim. Innan háskólans
merkja menn töluverða aukningu ný-
nema í tölvunarfræði til BS-prófs auk
þess sem Tölvuháskóli Verslunar-
skóla íslands býður upp á tveggja ára
háskólanám í kerfisfræði og Iðnskól-
inn í Reykjavík er nýfarinn að bjóða
upp á æðra tölvunám.
Milljón króna menn?
í nýútkomnu hefti tímaritsins
Tölvuheimur er að finna grein sem
kallast „Milljón króna menn“ þar
sem rætt er við ýmsa aðila sem tengj-
ast þessum geira atvinnulífsins. í
greininni segir að mikil eftirspum sé
eftir tölvumenntuðu fólki og séu há
laun í boði fyrir góða menn en þó séu
launin mup hærri erlendis og með
framhaldsnámi geti menn margfald-
að laun sín.
DV fór á stúfana og ræddi við
ýmsa aðila um hvemig staðan væri á
tölvumarkaðnum í dag og hvort ekki
væri séð fyrir endann á þenslu innan
þessa geira. Almennt vora menn á
því að ekki væri farið aö sjá fyrir
endann á þenslunni, sífellt væri ver-
ið að bæta við fólki og launakjör
væra almennt góð. En látið var fylgja
að mikið væri í gangi af tröllasögum
um launaupphæðir sem ekki ættu
við rök að styðjast enda væra það að-
eins fáir sem næðu toppnum á hverju
sviði.
Lögmál framboös og eftir-
spurnar
Torfi Markússon, ráðningarstjóri
hjá Ráðgarði, sagði að hér á landi
væri t.d. mikil eftirspum eftir há-
Tölvumenntun virðist vera góöur kostur fyrir þá sem eru á leið í nám enda
er mikil eftirspurn eftir hæfu fólki meö menntun í tölvunarfræöum.
skólamenntuðum hugbúnaðarmönn-
um og forriturum sem aftur hefði
skapað vissa launaþenslu. Hér væri
einfaldlega um lögmál framboðs og
eftirspumar að ræða og í dag væri
eftirspumin mun meiri en framboð-
ið. Torfi sagði að íslendingar hefðu
almennt staðið sig mjög vel erlendis
en það þyrfti alls ekki að vera algilt
að laun erlendis væra betri þó þau
væra það að öllu jöfnu. Hér á landi
væra greidd góð laun fyrir háskóla-
menntaða menn, auk þess sem öll yf-
irvinna væri oftast borguð. Sömu-
leiðis þyrfti að taka tillit til skatta,
sími 5§1 6501
!>
ÞESSIKMKMVM) HLAUT ÞlgfflWMMYTlLNiFNING A K
SEM BESTA KVIKMYNDIN, SELA WARD SEM BESTA LEIK
K0NAN 0G PETER WERNER SEM BESTILEIKSTJÓRINN
SVARTI
SVANURINN
10ÁRA
Nýtt - Nýtt
Kjulingabitar
Nuggets
5 stk. 250 kr.
8 stk. 375 kr.
2flt
SVARTl SVANURINN