Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 12
12 MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 t m mennmg Atlaga að hugtakinu hús Guöjón Ketilsson: Porp, 1994-96, hluti. Verkið er í heild 43 einingar, 38x24x5 sm aö stærö. Guðjón Ketilsson sýnir um þessar mundir verk sín í Norræna húsinu. Þetta eru hlutir unnir úr tré sem setja áhorfandann í umtals- verðan túlkunarvanda. Verkin bera með sér afar vandað handverk og mikla natni en merking þeirra er ráðgáta. Tökum sem dæmi fremri salinn: Þar sjáum við eitt verk sem samanstendur af 43 þrívíð- um einingum (38x24x5 sm) sem allar hafa sama grunnformið: einföldustu gerð af húsi þar sem við sjáum þijá fleti, gaflinn, hliðina og þekjuna. Við sjáum húsin því frá hlið eins og lágmynd með svolitlu risi sem gefur þeim nokkur þrívíddareikenni án þess að vera í fullri þrívídd sem hús. Þótt „húsið“ sé grunn- form eininganna virðist verkið ekki fjalia um hús nema óbeint þvi sérhver eining er eins og atlaga við hið „rétta“ eða hefðbundna form hússins: Fletirnir eru skekktir frá sinni „réttu" mynd, gaflinn stendur út, þekjan skekkist inn, hliðin skekkist miðað við þekj- una, gaflinn stendur fram miðað við hliðina, þekjan gengur fram miðað við gaflinn, o.s.frv. Hvemig ber okkur að túlka þetta verk sem höfundurinn kallar Þorp? Við nálgumst vandann eins og hvern annan leik og gefum okkur þá frumforsendu að sér- hver þáttur í verkinu hafi hlutverki að gegna og að hlutverk verksins í heild sé að miðla merkingu. Við byrjum á að greina verkþætt- ina. í fyrsta lagi grunnformið sem allar eining- arnar byggja á. í raun eru þetta einfold geometrísk form með þrjá fleti og hefði mann- kynið til dæmis alltaf búið í kúluhúsi þá myndum við ekki tengja þetta form við hug- takið „hús“ heldur líta á það eins og það er, sem „óhlutlægt" form. Það er ákveðin menn- ingarleg hefð sem liggur að baki því að við skulum ósjáifrátt hugsa um hús þegar við sjá- um þetta form. Að hægt sé að búa inni í þessu formi og að þetta form sé nánast fyrsti gluggi okkar að umheiminum. Form til að fæðast í, lifa i og deyja í. Þetta er enn ein sönnunin á því að við sjáum fyrst og fremst það sem við hugsum, það sem við höfum séð og væntum okkur að sjá en ekki bara þá ljósfræðilegu (objektífú) upplýsingu sem berst okkur á net- himnu augans. Sjónskynið er hlutdrægt ekki síður en tungumálið sem við notum. En svo kemur hið óvænta: þetta eru ekki „rétt“ hús heldur afmyndun á húsum. Af- myndun sem þrívíddaráhrifin hjálpa til með að veita. Þrívíddin í verkinu hefur þannig líka hlutverk og merkingu. í heild sinni er verkið margföld atlaga að þeirri merkingarlegu teng- ingu sem sérhverju bami er eðlileg þegar það sér þessi form. Hvers vegna er höfundurinn að afmynda „húsin“ með þessum hætti? Það er bersýni- lega ekki af klaufaskap, því það er jafn aug- ljóst að vel hefur verið vandað til smíðinnar eins og að „húsin“ eru „skökk“. Þannig hefúr handverkið líka sínu markvissa hlutverki að gegna: það segir okkur að skekkjumar stafa hvorki af handvömm né glámskyggni smiðs- ins heldur liggi þvert á móti á bak við það þaulhugsuð vinna. Em skekkjurnar þá gerðar af fagurfræðilegum ástæðum? Til þess að búa til fallegri hús eða form? Það verður ekki séð að þessi leikur hafi nokkuð með fagurfræði að gera í þessum skilningi. Ekkert húsanna er fegurra en annað og i rauninni væm þau öll ljót ef við hugsuðum jafnframt út frá notagildi þeirra sem íverastaða. Hvað liggur þá að baki þessum leik? Er höf- undurinn að hæðast að okkur? Em þetta hús eða ekki hús? Annað hvort hefur höfundur verksins aldrei búið í húsi og lítur á verkin sem óhlutlæg geómetrisk form sem hann leik- Myndlist Ólafur Gíslason ur sér síðan með í fullkomnu tillitsleysi við þessa framlægu reynslu okkar að fæðast og lifa og deyja í húsi. Eða þá, sem er öllu lík- legra, að hann er meðvitað að fá okkur til að endurskoða og hugsa um þau merkingartengsl sem okkur er tamt að setja á milli myndar og veruleika. Myndverkið Þorp er eins og þyrp- ing af sjónrænum áreitum sem eiga að fá okk- ur til að hugsa. Ekki bara um hlutina sem slíka heldur líka um það hvernig við horfum á þá með augunum og huganum og tilfínning- unni. Er þetta þá listaverk? Ef við erum þeirr- ar skoðunar að listin sé eitthvað sem menn eiga að njóta, rétt eins og þegar við sleikjum rjómaís, þá er þetta ekki listaverk. Ef listin er fólgin i því að fá okkur til að hugsa um tengsl- in á milli þess sem við sjáum og þess sem við hugsum og þess sem við fínnum og þess sem er þá er verkið listaverk sem gengur upp í öll- um þáttum sínum. Dæmi hver fyrir sig. Þjóðlegur fróðleikur VestFirska forlagið gefur út bókina Mannlíf og saga í Þingeyrarhreppi, safn af mannlýsingum, þjóðsögum og sögulegum frásögum í þjóðlegum stíl. Lengsti þátturinn er af Eiríki Þorsteinssyni, kaupfélagssijóra Dýrfiröinga, þingmanni og oddvita með meira. Margar myndir eru í ritinu sem verður hið fyrsta í ritröð ef vel gengur. y Norræn músík: Urvalstónleikar Matthías í TMM Meginefni þriðja heftis Timarits Máls og menning- ar í ár er viðtal við Matthí- as Johannessen ritstjóra um skáldskap hans, Silja Aðalsteinsdóttir tók við- talið. Auk Matthíasar eiga ljóð í heftinu Baldur A. Kristinsson, Jónas Þor- bjarnarson og Súsanna Svavarsdóttir, en Helgi Ing- ólfsson og Eysteínn Björns- son eiga smásögur, Halldór Guðmundsson gerir for- vitnilegan samanburð á Gróðri jarðar eftir Hamsun og Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og Guð- bergur Bergsson athugar Hugmyndir um fegurðina, auk mikils annars efnis. Rit- stjóri TMM er Friðrik Rafhsson. Tvær Úrvalsbækur Nú er loksins hægt að lesa Ásókn eftir James Herbert í íslenskri þýðingu. Hún kom út 1988 og hefur verið prentuð oft á frammálinu og kvikmynduð með úr- valsleikurum. Þetta er rómantísk draugasaga um dul- arsálfræðing sem er fenginn til að rannsaka einkennileg fyrirbæri á herragaröi í enskri sveit og hrífst af heima- sætunni. Þýðingin er eftir Sólveigu Jónsdóttur og Vil- borgu Harðardóttur og það er það Útgáfufélagið Úrval sem gefur út. Þaðan er líka væntanleg bókin Einföld áætlun eftir Scott Smith, spennandi fjölskyldudrama sem meðal annars veltir upp spurningunni um það hve langt maðurinn er tilbúinn að ganga til að halda í drauminn sinn. Ljúfu ómar Onnur ljóðabók Mundu Pálínu Enoksdóttur heitir Ljúfu ómar og er prentuð á Selfossi. Ljóðin fjalla um lífs- reynslu höfundar sem oft hefur verið sár. Eitt ljóðið heitir Ó Guð: Kalt er mér um hjartarætur. Kveina sárt um daprar nætur. Kvölin nístir mig í bein. Nöpur finnst mér dvöl í heim. - Guð mig færi í annan geim. - Ljúfu ómar fást á meðferðarheimilinu Sogni og kosta kr. 1000. á gjafverði „Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir í 100 ár, þó að við höfum ekki verið með nema í fimmtíu,“ segir Óskar Ingólfsson klarinettuleikari, einn af skipuleggjendum Norrænna músíkdaga sem heijast á miðvikudaginn. „Við kom- um inn með Jóni Leifs 1948 og hátíðin var haldin hér í fyrsta sinn 1966.“ Viðamikil hátíð Þessi tónlistarhátíð er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum og nú eru tíu ár síðan hún var haldin hér síðast. „Hún er geysilega viðamikil í þetta sinn,“ segir Óskar, „alls 16 tón- leikar, þar af tvennir stórir sinfónískir tónleikar. Báðum stjórnar Anne Man- son, mjög fær stjórnandi nýrrar tónlist- ar. Á þeim fyrri í Háskólabíói á mið- vikudaginn, kl. 20, verður flutt verkið Árhringur eftir Hauk Tómasson sem fékk nýlega þessa fínu krítík í Dan- mörku fyrir óperuna sem var sett upp í skipakví þar í landi. Annað stórt hljóm- sveitarverk þetta kvöld er Regnboginn eftir Bent Lorentzen þar sem Martin Schuster leikur einleik á trompet. Seinni sinfóníutónleikarnir eru í Langholtskirkju á laugardaginn, kl. 14. Þar kemur fram sænska vísnasöngkon- an Lena Willemark í verkinu Sólarljóð eftir Karin Rehnqvist. Hún spinnur tón- verkið kringum íslenska miðaldakvæð- ið Sólarljóð en notar líka aðra texta, blandar saman lesnum texta og söng og hljómsveitin hvíslar undir. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt sænsku textana fyrir okkur og tveir lesarar flytja textann með Lenu Willemark. Þetta er spenn- andi blanda af tungumálum, lestri, söng og hljóðfæraleik. Ef ég stikla á stóru um annað á hátíð- inni vil ég byrja á að vekja athygli á Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Rannveig Fríða Bragadóttir kemur frá Vínarborg. þrennum stuttum tónleikum sem verða í Norræna húsinu á fimmtudag, laugar- dag og þriðjudaginn 1. október, klukk- an hálfeitt. Þeir standa í hálftíma og eru hugsaðir sem fyrsta kynning á nýrri tónlist fyrir fólk sem ekki er vant að hlusta á hana. Og reyndar eru fáir vanir að hlusta á hana því hún heyrist svo sjaldan. Enginn getur sagt að þetta sé léleg tónlist ef hann hefur ekki heyrt hana. Ég vil líka benda á elektró-akústísku tón- leikana í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á föstudaginn kemur, bæði kl. 17 og 23. Þar mun Halldór Ásgeirs- son myndlistarmaður semja myndverk við músíkina meðan fólkið hlustar! Svo eru tvennir sinfóníettutónleikar með kammersveitum í íslensku óper- unni. Á föstudaginn leikur Caput-hóp- urinn verk eftir höfunda frá öllum hin- um Norðurlöndunum undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Einleikar- inn er líka íslenskur, Kolbeinn Bjarna- son. Þar verður meðal annars leikið verk eftir Bent Sörensen sem fékk tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Á sunnudagskvöldið leikur Kammer- sveit Reykjavíkur, elsta og virtasta kammersveit landsins, undir stjórn ítalans Silvi’; Massarelli sem ekki hef- ur komið h ngað áður. Rannveig Fríða Bragadóttir kemur frá Vín og syngur á þeim tónleikum. Ég hef rétt tæpt á því helsta en á al- veg eftir að nefna kostakjörin sem við bjóðum: Það kostar 1000 krónur inn á hverja tónleika nema hádegistónleik- ana sem kosta 800 kr. En svo bjóðum við allan pakkann, alla 16 tónleikana, á heildarmiða sem kostar aðeins 3000 kr. Þá verður miðaverðið aðeins 187 krón- ur, ef menn sækja þá alla! Innifalið er líka 50 síðna prógramm. Heildarmiðann verður hægt að kaupa á skrifstofu Sin- fóníuhljómsveitarinnar og í miðasöl- um.1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.