Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 13
ÐXi'" MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 enmng > < Von fólksins Václav Havel, forseti Tékklands, þekkir svo sannarlega frá fyrstu hendi þær aðstæður sem hann lýsir í Largo desolato. Nafnið mætti þýða sem „hægfara tortíming" (eins og sagt er í leik- skrá) og augljós tenging þess við músík er ofin inn í uppsetninguna á Litla sviði Borgarleikhúss- ins. Framvindan, oft hæg og seigfljótandi, minnir á tónverk. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri er ekki feim- in við að spila á þagnimar þar sem hríslandi kvíði þrumir eins og dimmur trumbusláttm- und- ir niðri og mótar allt hugarfar persónanna. Dag- amir eru endalaus bið eftir einhverju skelfilegu en engu að síður gára fjörlegir stakkato-kaflar yflrborðið öðru hveiju og uppákomumar eru gjama þeim mun broslegri, sem ástandið er dekkra. Þó að Havel sé þama að fjalla um grafalvarlega hluti, notar hann einmitt kímnina til að skerpa línurnar og sýna hvernig kerfið vinnur smám saman á fórnarlambinu, sem í þessu tilfelli er heimspekingurinn Dr. Leópold Netlan. Hann er átrúnaðargoð almennings, en pirrar valdhafana. Þegar ritgerð eftir hann reynist þeim ekki þókn- anleg sýður upp úr. En í stað þess að fara strax á stúfana og loka hann inni eins og plagsiður er í landinu, er honum haldið í óvissu. Biðin eftir útsendumm “þeirra” reynist hon- um um megn og smám saman reisir hann sína eigin múra. Dr. Leópold kann ekkert sérstaklega vel við sig í hlutverki mannkynsfrelsarans og hefði alveg viljað vera laus við andófsstimpilinn. Höfundur- inn dregur alls ekki upp hefðbundna mynd af hetju - öðru nær - og biður ekki um neina sam- úð honum til handa. Það er frekar að hann sé gerður broslegur hvenær sem færi gefst. En kannski em það einmitt þessi “léttúðugu” efnis- tök, sem styrkja hljómbotninn í leikritinu og færa það nær beiskum veruleikanum. Þorsteinn Gunnarsson er hreint afbragð í hlut- verki Leópolds og nær mjög vel utan um mann- lýsinguna þar sem hann leikur á tragíkómíska strengi. Einstöku sinnum bregður fyrir of ýktum töktum hjá honum, en sjálf persónusmíðin er feikna vel unnin og verður sá möndull sem allt snýst um í verkinu. Leiklisi Auður Eydal Fyrir utan Þorstein vekur María Ellingsen sér- staka athygli fyrir ljómandi leik, en hún á með honum eitt fyndnasta atriði verksins. Lúllarnir úr pappírsverksmiðjunni Theódór Júlíusson og Ari Matthíasson em óborganlegir í töktum og svo kemur líka fram annar dúett, Ámi Pétur Guð- jónsson og Bjöm Ingi Hilmarsson, en þeir leika útsendara kerflsins. Jón Hjartarson, Valgerður Dan og Ellert Ingimundarson vinna ágætlega úr hlutverkum sínum og Ragnheiður Elfa Amar- dóttir túlkar Lúsí mjög vel. Uppsetning Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra á verkinu rimar mjög vel við anda verksins. Það er sérstaklega eftirtektarvert hvemig þögnin tal- ar í verkinu og persónumar tjá sig oft ekkert síð- ur án orða. Og vel á minnst: Þýðing textans er áberandi þjál og oft mjög skemmtilega að orði komist. Leikmynd, lýsing og búningar styðja inntakið og allt er nákvæmlega hugsað og útfært. Þorsteinn Gunnarsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir Þetta er metnaðarfull og vel unnin dramatísk sýning. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Litla sviði Borgar- leikhúss: Largo desolato eftir Václav Havel Þýtt úr tékknesku af Baldri Sigurðssyni, Olgu Maríu Franzdóttur með aðstoð Brynju Bene- diktsdóttur Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir Töfrum slegin stund Ekki held ég að nokkur við- staddra á tónleikum Judith Gans í Digraneskirkju laugar- daginn 14. þessa mánaðar mimi gleyma þeim. Ekki það að hún syngi betur en aðrar söngkonur. Ekki það að Jónas Ingimundarson léki ennþá betur en hann er vanur. Nei, þrátt fyrir gífurleg fagnað- arlæti, einkum eftir íslensku lögin, voru það ekki listrænar hæðir sem komu á óvart - held- ur tilfinningin af því að upplifa atburð sem var svo einstæður fyrir söngkonuna að hún átti verulega erfitt með að hætta að syngja og yfirgefa áheyrendur sína. Og margir þeirra áttu verulega bágt með að sleppa henni. Judith kynntist íslendingum og íslenskum sönglögum með hjálp alnetsins og heillaðist svo að þegar hún hringdi í fyrsta skipti til Jónasar Ingimundar- sonar frá Ameríku þá bunaði hún út úr sér óðamála: Ég elska allt íslenskt og þig líka! Hann ákvað auðvitað að konan væri galin, en skipti um skoðun þeg- ar hann hafði heyrt hana syngja af bandi. Og það var greinilegt að hann naut þess að deila með henni þessari helgi- stund í Digraneskirkju. Við fáum eflaust tækifæri til að hlusta aftur á Judith Gans, en enginn konsert í framtíðinni verður í likingu við þennan. Nanna systir komin suður Nanna systir eftir Ein- ar Kárason og Kjartan Ragnarsson var sýnd við góðar undirtektir á Akureyri á síðasta leik- ári og nú er hún komin suður og upp á Stóra svið Þjóðleikhússins með allt sitt fólk. Leikurinn er í léttum dúr eins og margir muna. Það er verið að setja upp Fjalla-Eyvind í litlum bæ úti á landi og leikstjórinn (sem er allt að því heimsfrægur þama í plássinu) hefur ákveðið að létta atburða- rásina svolítið með því að breyta þessu „þunga stykki" í músikal. Æfingamar fara fram í 'skemmu einni mikilli sem útgerðarfélagið á og gengm- þar á ýmsu. Breyskur prestur og stórútgerðarkonan hans koma þar mikið við sögu ásamt fiölþreifnum skólastjóra, undirokuð- um eiginkonum, sjó- manni sem hefur það gott í landi á meðan fé- lagamir þræla í Smug- unni, sölukonu að sunn- an og ekki má gleyma sjálfri Nönnu systur sem setur allt á annan end- ann þegar hún birtist. Allt er þetta í léttum dúr og ætti að vera víð- áttufyndið. Persónurnar eru ekki flóknar og höfundarnir leggja allt upp úr því að skapa hlægilegar að- stæður. En verkið þarfn- ast hæfilegs alvöruleysis og leikendur þurfa að vera meðvitaðir um grínið, sem er uppistaða verksins, þó að þar búi ýmis- legt annað undir. Eins og á Akureyri leikstýrir Andrés Sigurvinsson sýningunni hér. Hann hefúr greinilega lagt sig eftir því að vera ekki með algjöra kópiu af fyrri sýningunni en það er stór spuming hvort stíllinn þar hafi ekki hentað verkinu betur. Leikmyndin er mikil og raunsæ en allt of miklu er hrúgað á sviðið og búningar em dálítið upp og ofan. Það er ekkert út á frammistöðu einstakra leikenda að setja, nema hvað mér fannst hin stórgóða leikkona Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir fá kolvitlausa línu frá leikstjóranum. Öm Ámason leikur hlutverk skólastjórans frábærlega vel og Sig- urður Sigurjónsson er ekki síðri sem fallinn prestur. Vigdís Gunn- arsdóttir smellur inn í hlutverk hinnar bam- ungu eiginkonu skóla- stjórans og það sópar að Guðrúnu S. Gísladóttur sem leikur forstjóra út- gerðarinnar. Tinna Gunnlaugsdóttir var glæsileg í hlutverki Álf- dísar en mætti leggja meiri áherslu á skop- legu hliðina á persón- unni. Harpa Arnardóttir leikur aftur hlutverkið, sem hún gerði svo mikla lukku í á Akur- eyri, Danúdu, pólsku eiginkonuna hans Odds sjómanns. Oddur þessi var ekki ýkja trúverð- ugur í túlkun Hjálmars Hjálmarssonar en Pálmi Gestsson var prýðilegur i flírulegu hlutverki Eiríks leik- stjóra. Og Róbert Am- finnsson var auðvitað eð- alfinn sem fámælti bíl- stjórinn. En í heildina tekið var eitthvert allsherjar hik yfir liðinu og herslumuninn vantaði á frumsýningu til þess að allt kæmist á skrið. Þjóðleikhúsið - Stóra svið: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnars- son Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Leikmynd: Vignir Jóhannsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Allar vildu meyjarnar eiga hann. Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Leiklist AuðurEydal Ef þig langar í gott rúm skaltu koma og próía GlfiÉ! # Vandað og margbreytilegt fjaðrakerfi sem tryggir réttan stuðning, þægindi og endingu. # Margar gerðir eru til þannig að allir geta fundið dýnu við sitt hæfi, þungir eða léttir -það skiptir engu máli. # Margar stærðir eru í boði, allt frá 80 sm. # Góð yfirdýna fylgir öllum Ide Box fjaðradýnunum. # Ide Box fjaðradýnurnar eru á tréramma og geta staðið einar sér eða passa ofan í flest öll rúm. # Hjón geta valið sitthvora dýnugerðina ef vill og eru þá dýnurnar einfaldlega festar saman. # Ide Box fjaðradýnurnar hafa leyst málin fyrir þær þúsundir íslendinga sem kusu betri svefn. # Ide Box fjaðradýnurnar eru alltaf til á lager # Ide Box fjaðradýnurnar eru ekki dýrar. Komdu og prófaðu Ide Box fjaöradýnurnar. Sérþjálfað starfsfólk okkar tekúr vel á móti þér. -* s x \ ' \ Munið bara \ Ide Box fjaðra- \ dýnurnar fást / \ aðeins hjá * ' s okkur. „ * HÚSGAGNAHÖLLIN Ðildshófði 20-112 Rvík - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.