Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Frjálst, óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildin 550 5999 GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og piötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rússnesk rúlletta Gangandi vegfarendur eru ekki þrýstihópur enda yfir- leitt böm, unglingar eða gamalmenni. Aðrir fara á milli staða á bílum. Þetta má glöggt sjá í Reykjavík og nær- sveitum þar sem bíilinn hefur algeran forgang á þá sem gangandi eru. Svo hefur raimar lengi verið. Byggð á höf- uðborgarsvæðinu er dreifð þannig að vegalengdir eru talsverðar. Gangandi vegfarendur eru víða í hættu og beinlínis erfitt að komast yfir helstu umferðaræðar. Hið sama á við um þá sem nota reiðhjól til þess að komast á milli staða. Hjólreiðastíga er tæpast að finna og því verða hjólreiðamenn annaðhvort að nota akbrautir bíla eða hjóla á gangstéttum. Þeir eru í stöðugri hættu á götunum og gangstéttir því illskárri kostur. Hjólreiðar á gangstéttum auka þó hættu á slysum á gangandi vegfar- endum. Bót er að umferðarljósum fyrir þá sem gangandi eru en oft þarf gangandi umferð að bíða lengi eftir ljósi. Dæmi um slíkt er t.d. þar sem farið er yfir Miklubraut við Tónabæ. Undirgöng eru á nokkrum stöðum en sum þeirra eru fráhrindandi og fólk hræðist þau vegna hugs- anlegrar árásarhættu. Það er því mikilvægt að undir- göng séu vel hönnuð og björt. Dæmi um undirgöng sem lítið eru notuð eru göngin undir Miklubraut við Löngu- hlíð. Afar vel heppnuð framkvæmd fyrir gangandi og hjól- andi vegfarendur er göngubrúin yfir Kringlumýrar- braut. Sú brú er sannkölluð samgöngubót enda mikið notuð. Hún opnar leið yfir farartálma sem segja má að ella væri ófær gangandi fólki og hjólreiðamönnum. Miðað við góða reynslu af göngubrúnni yfir Kringlu- mýrarbraut eru það mikil vonbrigði að frestað hefur verið framkvæmdum við göngubrú yfir Miklubraut við Rauðagerði. Þessi staður í borginni er afar hættulegur gangandi fólki. Á Miklubraut hafa orðið fleiri umferðar- slys á gangandi vegfarendum en á nokkurri annarri götu á íslandi. í yfirliti borgarverkfræðings kemur fram að ofan- greindur staður, Miklabraut við Rauöagerði, komi inn á svokallaða svartblettalista ár eftir ár. Þá er átt við staði þar sem slys verða oftast. Bent er á að eina lausnin sé að koma fótgangandi annaðhvort undir brautina eða yfir. Ekki batnar ástandið á þessum stað við það að Mikla- braut hefur verið breikkuð í sex akreinar allt frá mótum Kringlumýrarbrautar að Höfðabakka. Umferð gangandi fólks, sem er mikil á þessu svæði vegna biðstöðva stræt- isvagna, er því hálfgerð rússnesk rúlletta. Ákveðið hafði verið að gera göngubrú yfir Miklubraut þama en þeirri framkvæmd hefur verið frestað fram á næsta ár. Tilboð í verkið þóttu of há og eru því í endur- skoðun. Vera kann að kostnaður við brúargerðina hafi verið vanmetinn. Menn ættu þó að geta áætlað slíkan kostnað með nokkurri vissu miðað við göngubrúargerð- ina yfir Kringlumýrarbrautina. Það er ekki verjandi að fresta þessari framkvæmd um eitt ár, svo aðkallandi sem hún er. Þar reynir á Vega- gerðina og borgaryfirvöld. Þama er áætlað að 150 manns þurfi að ganga yfir daglega. Það er mikil umferð á sér- lega hættulegum stað. Þetta dæmi er nefnt af því það blasir við augum. Víða annars staðar em mjög hættulegir staðir fyrir gangandi vegfarendur í þéttbýlinu. Gerðar hafa verið tillögur til úrbóta á þessum áhættustöðum. Þau verkefni ættu að hafa forgang. Svo er þó ekki því bíllinn er ofar í huga ráðamanna en gangandi vegfarendur. Jónas Haraldsson „íslendingar hafa veriö mörgum öörum þjóöum fljótari aö læra á Internetiö. Þeir eiga nú heimsmet í notenda- fjölda." Upplýsingamál og byggðastefna Nýleg ræða Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta íslands, um breyttar leiðir í byggðamálum hef- ur vakið verö- skuldaða athygli. í henni benti hann á að í heimi sem ein- kennist af öflugum samskiptanetum skiptir landfræði- leg lega minna máli en áður. Þetta er staðreynd sem unnt ætti að vera að nýta til að draga úr spennu milli byggðarlaga og efla hlut landsbyggðar á nýjan hátt. Auðvelt er að sjá í hendi sér að þróa má atvinnulíf á landsbyggðinni í auknum mæli á þeim grunni sem hér getur. Enn fremur að draga má þannig úr eða eyða þeim átökum sem óhjá- kvæmUega fylgja hefðbundnum aðferðum sem byggja á flutningi heilla stoftiana. Undrun vekur hve lítið virðist hafa verið unnið í slík- um lausnum en kapp lagt á nálgan- ir sem fyrir fram er borðleggjandi að vekja muni hat- rammar deUur. Aðferðimar eru augljósar þeim sem tU þekkja. Þær eru grundvaUaðar á því að efla þá starfsemi sem byggist á vinnslu upplýsinga, jafnt innan starfandi fyrirtækja sem og í nýjum fyrir- tækjum sem byggja á upplýsinga- tækni öðru fremur. Enn eitt sem máli skiptir er að auðvelda al- menningi aðgang að hinum nýju boðskiptaleiðum og tryggja að sá aðgangur nýtist til að auka þá þekkingu og færni sem nýta má í atvinnulífinu. í þessu efhi hefur verið unnið þrekvirki af nokkrum brautryðjend- um með uppbyggingu íslenska menntanetsins. Fjarvinnustofur Fjarvinnustofúr eru ein lausnin í þessu sam- bandi. Þær eru lítil fyr- irtæki sem byggjast einkum á upplýsinga- vinnslu og fjarskiptum. Vinnan sem fer fram hjá þeim getur verið allt frá einfoldum gagnainnslætti og upp í verkefnavinnslu sem krefst verulegrar fag- þekkingar. Lykilþætt- irnir eru öflugt samskiptakerfi, góð þekking og geta til aö afla verkefna eða að skapa þau. Séu allir þessir þættir til staðar skiptir nánast engu hvar það vinnuaflið er staðsett á hnettinum eða fyrir hvaða aðila er unnið. Sá sem vinnur verkið getur verið á íslandi og þeir sem unnið er fyrir geta verið í Ástralíu. Aðalatriðið til að fá starfsemina til að blómstra er að hafa næg verkefni og viðskiptavini. Þegar hafin var uppbygging á fjarvinnustofum hér á landi fyrir allmörgum árum kom berlega í ljós að góöir samskiptamöguleik- ar, öflug tækni og næg þekking dugðu ekki til. Engin starfsemi blómstraði án verkefna. Fjölbreyttari nálganir Miðað við þann áhuga sem upp er kominn á að efla hlut lands- byggðarinnar virðist eðlilegt að taka á ný upp þráðinn við að at- huga möguleika fjarvinnslu. Beita verður miklu fjölbreyttari nálgun- um en áður hefur verið gert. Það eitt að veðja á örfáar fjarvinnu- stofur er of einhæft. í þessu sam- bandi má nefna að uppbygging gagnasafna með hagnýtingu á vinnuafli atvinnulauss fólks er orðin að viðamiklu verkefni í Nor- egi. Þar vinna um nú yfir 200 manns að því að þróa „Menningar- vef Noregs" (Norges kulturveb). Ráðgert er að um 1200 atvinnu- lausir verði komnir í störf við þetta verkefni um aldamótin. Þess má geta að á vegum atvinnumála- nefndar Kópavogs er unnið að verkefni af svipuðum toga. Aukinn byr fyrir upplýsingamál Sá mikli byr sem upplýsingamál eru að fá um þessar mundir er verulegt ánægjuefni. Um alllangan tíma hefur verið unnið að steftiu- mótim í upplýsingamálum á veg- un ríkisstjórnarinnar. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra hefur beitt sér af krafti á þessu sviöi og íslendingar hafa verið mörgum öðrum þjóðum fljótari að læra á Internetið. Þeir eiga nú heimsmet í notendafjölda. Um 18 af hverjum 1000 íbúum landsins eru nú skráðir notendur. Almenn- ur og kröftugur skilningur á þess- um málaflokki hefði að vísu mátt koma svo sem tveimur áratugum fyrr eða um það leyti sem mikil- vægi hans var orðið fullkomlega augljóst. Samt ber að fagna að nú rofar til. Jón Erlendsson Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræöingur „Fjarvinnustofur eru eln lausnin I þessu sambandi. Þær eru lítil fyr- irtæki sem byggjast einkum á upplýsingavinnslu og fjarskiptum. Vinnan sem fer fram hjá þeim getur verið allt frá einföldum gagnainnslætti og upp í verkefna• vinnslu sem krefst verulegrar fagþekkingar.u Skoðanir annarra Skammsýni úthafsútgerða „Fullyrðingar Félags úthafsútgerða um stórkost- legt tekjutap þjóðarbúsins og atvinnumissi sjó- manna, verði rækjuveiðarnar takmarkaðar, bera vott um skammsýni. Það þjónar íslenzkum hags- munum mun betur að taka þátt í skynsamlegri veiði- stjómun með nágrannarikjunum og byggja rækju- stofninn þannig upp til langs tíma, en að einblína á skammtímagróða... íslenskir útgerðarmenn geta ekki styrkt stöðu sína með rányrkju á úthafinu.“ Úr forystugrein Mbl. 20. sept. Kvennalistinn í lykilhlutverki „Kvennalistinn kom inn í íslensk stjómmál til að bæta stöðu kvenna, til að skapa stjómmálaafl sem starfar á forsendum kvenna, til að breyta islenskri pólitík... Konur era að sækja í sig veðrið víða í þjóð- félaginu og það er lágmarkskrafa að stjórnmálin séu í takt við og styðji þá þróun. Kvennalistinn gegnir nú lykilhlutverki við stjómun Reykjavikurborgar, og hver veit nema það verði hlutvek hans að ýta undir nauðsynlegar breytingar á íslensku stjóm- málakerfi.“ Guðný Guðbjömsdóttir í Degi-Tímanum 20. sept. Meðaltalstaprekstur fiskvinnslunnar „Kvartað er yfir alltof háu hráefnisverði, sem má til sanns vegar færa, en jafnframt tekið fram að þetta leiddi einfaldlega til þess að fiskvinnslan væri ekki í stakk búin til að greiða sínu fólki hærri laun. Með- altalstapsrekstur greinarinnar gerði það að verk- um... Launin era ekki óeðlilega stór hluti rekstrar- kostnaðar og fiskvinnslufólk hérlendis er ekki ofsælt af kjömm sínum. Atvinnulífið og þar með fisk- vinnslan verða að leita annarra lausna en þeirra að halda niðri lágum launum. Svo einfalt er það.“ Guðmimdur Árni Stefánsson í Alþbl. 20. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.