Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 16
e ivefur og tölvur MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 DV Tölvan þýðir spænskuna Það er fjarlægt i huga flestra að nota tölvuna sína sem nokkurs konar túlk í erlendum tungu- málum. Flestir láta sér nægja að skrifa bréfin sín á ritvinnsluforrit og nota orðabækur við að berja saman bréf á fram- andi tungumálum. Þetta gerir Ingólfur Margeirsson rithöfund- ur ekki, hann lætur tölvuna sína þýða fyrir sig bréf sem hann skrifar á spænsku. „Ég lærði spænsku í tvö ár í Námsflokk- um Reykja- víkur fyrir um áratug. Siðan þá hef ég alltaf lesið spænsku mér tU gamans og til þess að halda mér við í tungu- málinu. Maður verður að geta pant- að sér mat á veit- ingahúsi þegar mað- ur er staddur í spænskumælandi landi,“ segir Ingólfur. Fyrir tveimur árum var hann staddur úti í New York þar sem hann rakst á forrit fyrir Macintosh sem heitir Spanish Assistant frá Mic- rotac. Það forrit þýðir texta á ensku yfir á spænsku eða öfugt. Einnig er forritið kennslubók í spænsku þar sem meöal annars er hægt að velta fyrir sér hvemig sagnir í því tungumáli líta út í hinum ýmsu háttum og föllum. Slík forrit hafa verið gerð fyrir öll helstu heimsmálin Gott skemmtiatriði „í stuttu máli má segja að forrit- ið virki þannig að fyrst spyr tölv- an notandann um kyn enda skiptir það máli eins og í íslensku þó að geri það ekki í ensku. Síðan er skjánum skipt í tvennt og þá er hægt að slá inn bréf á ensku sem á að vera á spænsku eða öfugt. Svo er tölvan beðin um aö þýða yfir,“ segir Ingólf- ur. Forritið býður upp á tvo mismunandi þýðing- armöguleika. í fyrsta lagi er um að ræða snöggsoðna þýðingu sem er ekki alltaf kórrétt. í öðru lagi er um að ræða itarlegri þýðingu þar sem tölvan stoppar við öll orð sem hafa fleiri en eina merking- im og spyr notandann við hvað sé átt. „Hún staðnæmist kannski við enska orðið „Plant“ sem ýmist getur þýtt verksmiðja eða planta," segir Ingólfur. Hann segir að forritið gagnist sér vel þegar hann sé að lesa dagblöð frá Spáni á Intemetinu. Einfalt mál er að taka texta sem lesandinn er óklár á og klippa hann úr Intemetinu og líma yfir í for- ritið og láta tölvuna þýða. Ingólfúr seg- ir að svona for- rit fyrir ís- lenskan mark- að myndi senni- lega ganga af „orðabókaiðn- aðinum" dauðum. „Yngra fólkið myndi sennilega stökkva á þetta enda er þetta stórsniðugt. Það er gaman að fá vini og kunningja í heimsókn sem trúa ekki að þetta sé hægt, það er gott skemmti- atriði,“ segir Ingólfúr að lokum.-JHÞ ■ Í I Sólbrenndu knattspymU- kappamir á Ítalíu hafa heillað landann með mikilli fimi og spennandi leikjum, pasta og pitsur er vinsælasti maturinn og ítölsk menning er bæði klassísk og fersk. Vefllakkarar geta notið Ítalíu á fjölda heimasíðna. Fótboltaleikir Á slóðinni http://www.atm.ch.cam.ac.uk/sport s/games.html er hægt að hlaða inn leik sem gengur út á að stjóma ítölsku félagsliði í gegnum refilstigu ítalska boltans. Hægt er að velja úr Þessa skemmtilegu mynd má sjá á Electric Italy sfðunni sem sérhæfir sig f ftalskri menningu sem er bæði nútímaleg og klassfsk. slóðin er http://www.nettuno.it/electric-italy/ Boltaspádómar Þeir sem hafa gaman af því að spá fyrir hvemig leikimir í ítalska boltanum fara gætu gert margt vitlausara en skoða http://members.aol.com/raystefani /italy.html Á þessari síðu er það Ray Steffani, sem er prófessor i rafmagnsverkfræði við Ríkisháskólann i Kalifomíu, sem spáir fyrir um hvemig leikir í ítölsku knattspyrnu fara. Hann hefur nokkra reynslu í þessum málum enda hefur hann haft áhuga á íþróttaspádómum síðan í lok sjöunda áratugarins. Áhugi hans á slíku mun hafa vaknað eftir að hann skrifaði doktorsritgerð sina í tölfræði. 72 liðum og í leiknum upplifa menn allt dramað sem fylgir boltanum þama suður frá. Þar á meðal em eiturlyfjahneyksli, mannabreytingar og meiðsli. Annnar slíkur leikur er á slóðinni http://www.stm.it/iffl/Home.htm Fálögin Það er greinilegt að knattspyrnan er trúarbrögð hjá aðdáendum ítalska boltans. Heimasíðumar sem þeir hafa gert og eru helgaöar félögunum bera þess svo sannarlega vitni. Dennis nokkur Xuereb hefur gert skemmtilega heimasíðu um Juventus á slóðinni http://www.geocities.com/Colosseu m/1666/ Þar má fylgjast með Suðræn sveifla Allt um í t a I í u - knattspyrna, menning og uppskriftir Evrópukeppninni og stöðu liðanna í ítölsku deildinni. Hin óopinbera heimasíða AS Roma er á slóðinni http://server.pelagus.it/calcio/rom a/ Hið sigursæla lið AC Milan er með sína opinberu heimasíðu á slóðinni http://www.acmilan.it/ Tamas nokkur Karpati í Búdapest í Ungverjalandi hefur gert óopinbera heimasíðu Sampdoria. Á þessari glæsilegu síðu má lesa allt um leikmenn liðsins á sérstökum gagnagrunni. Blaðamaður DV taldi um 80 nöfn sem þar eru nefnd og má lesa staðlaðar upplýsingar og skoða myndir af flestum leikmönnum. ítalska knattspymusambandið er með heimasíðu sína á slóðinni http://www.bull.it/coni/federa/e- figc.html en lista yfir nokkur ítölsk félagslið má finna á slóðinni http://www.cheme.comell.edu/~jwi llits/ital.html#ItalClubs Ítalía Þeir sem heillast af ítalska boltanum heillast oft af Ítalíu. Elns og gefur að skilja er mikið til af efni um landið á Internetinu og er fyrst aö benda á tengingu á gagnagrunninn City Net. Slóðin á Ítalíu þar er http://www.city.net/countries/iialy / Önnur góð tenging er á heimasíðuna Electric Italy en þar er fjallað um menningu og listir í landinu, hvort sem það er í nútíð eða framtíö. Slóðin er http://www.nettuno.it/electric- italy/ Uppskriftir Svo í lokin smá lystauki í lífiö. Kona sem kallar sig Mom Bemardo er með margar gómsætar ítalskar uppskriftir http://www.fredsmusic.com/recipe s.html Þar kennir hún að búa til alls konar pitsur, kjúklingarétti, Finnur falsaða seðla á sekúndubroti Falsaðir peningaseðlar em eilífúr höfuðverkur banka og verslana. En nú hafa tæknimenn hjá Matsumura í Japan hannað vél sem nemur fals- aða dollaraseðla. Hefur hún náð miklum vinsældum í suðaustur- hluta Asíu en dollarinn er notaður um allan heim. Vélin, sem kostar um 120 þúsund krónur, les 48 ólíkar gerðir af dollaraseðlum og er ekki nema 0,7 sekúndur að fmna út hvort seöillinn í henni er falsaður eða ekta. Kannar vélin atriði eins og gerð pappirs, bleks og vatnsmerki. Er vélin fengur fyrir banka og verslanir og von er á vélum sem les- ið geta fleiri gerðir seðla en dollara. Verð á minnis- stækkunum fer hríðlækkandi Verð á minnisstækkunum hefur hríðfallið síðastliðið ár, að minnsta kosti í Danmörku, og kostar nú ekki nema tæplega helming þess verðs sem þurfti að greiða fyrir ári. Því er nú afar hag- stætt að gera tölvuna öflugri með minnisstækkun. Sem dæmi um verðlækkunina má nefna að 4 MB minnisstækkun, sem kost- aði um 10 þúsund krónur í Dan- mörku fyrir ári, kostar nú um 3000 krónur. En minni er ekki bara minni. Þar getur gæðamunur ráðið miklu rnn endanlega útkomu f tölvunni. Þannig munu stýri- kerfi eins og Windows 95, OS/2 og grafiskur hugbúnaður fyrir Macintosh krefjast vandaðra minniskubba og þarf þá stund- um að greiða meira fyrir minn- isstækkunina en lágmarksverð segir til um. Sama má segja um 166 megariða og öflugri Penti- um tölvur. Ný kynslóð einka- tölva: Aflmiklar tölvur með þrívíddar- grafík Þróunin í tölvuheiminum er afar hröð, svo hröð að nýja tölv- an heima á skrifborðinu á á hættu að verða úrelt á afar skömmum tíma. Og enn heldur þróunin áfram. Ný kynslóð tölva er að koma á markaðinn, þrívíddartölvur. Eru flestir tölvuframleiðendur nær tilbún- ir að setja slíkar tölvrnr á mark- að en framleiðandinn Olivetti hefur stigið fyrsta skrefið meö öflugri ' þrívíddartölvu sem fengið hefúr prýöisumsagnir. Hinar nýju tölvur eru ekki einungis aflmeiri en þær sem fyrir eru heldur verða þær út- búnar þrí- víddargraf- ík, it MPEG-videoi, sem er m.a. fyrir spilun kvik- mynda, þrívíddarhljóði og öfl- ugum mótöldum með Internet- tengingu. Nýja tölvukynslóðin frá Olivetti hefur fengið við- nafnið Xana og fæst í stærðun- um Pentium 120 megariö til Pentium 200 megarið. wmmiimmmmmKMMmamMam mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.