Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 23
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 31 DV Fréttir Leitar- og bjorg- unarhundar eru nauðsynlegir DV. Seyðisfirði Björgunarsveit SVFI á Seyðis- firði hélt kynningarfund nýlega á starfi leitarhunda, þjálfun þeirra og uppeldi og notkun í leitarstörf- um eftir snjóflóð og hliðstæðar náttúruhamfarir. Fundinn sátu 30-40 manns, þar á meðal menn sem voru á þjálfun- amámskeiði á Eiðum um meðferð og kennslu leitarhunda. Hér á Austurlandi em leitar- hundar í Neskaupstað, Seyðisfirði og Egilsstöðum. Deildin i Nes- kaupstað hefur lengst haldið leit- ar- og björgunarhunda og kom m.a. hundur þaðan til hjálpar á Flateyri í fyrrahaust. Uppeldi og þjálfun leitarhunda er mikið vandaverk og útheimtir mikla þolinmæöi auk þess sem það er kostnaðarsamt og tíma- frekt. Það er höfuðnauðsyn að hundurinn og þjálfarinn gjörþekki hvor annan, því fullkomið traust verður að ríkja milli þeirra, svo að geta og góðir eiginleikar hundsins njóti sin síðar þegar á reynir. Deildimar þrjár hér eystra hafa fengið skoskan þjálfara til að leið- beina sér, en þar i landi er löng og góð reynsla af starfi björgunar- hunda. Á þessu sviði, sem og öll- um öðmm, er náin og góð sam- vinna milli deildanna og styðja þær hver aðra í þessum miklu ábyrgðar- og alvörustörfum. J.J. Flugleiðir og VISA-ísland hafa ákveðiö að gefa út sameiginlegt greiðslukort sem gefur viðskiptamönnum fyrirtækj- anna kost á að ávinna sér punkta í Vildarkerfi Flugleiða þegar kortin eru notuö til greiðslu við tiltekin fyrirtæki hér- lendis. Er hér um að ræða sammerkt tvenndarkort og er fyrirhugað aö kortin komi á markað í byrjun nóvember nk. Hér má sjá Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og Einar S. Einarsson, forstjóra VISA, handsala samninginn eftir undirritun. DV-mynd S Sveitarfélög á Norðurlandi vestra: Mikil umræða og at- vinnumál í brenni- depli á ársþingi DV, Fljótum Mikil umræða var um horfur og markmið í atvinnumálum á árs- þingi samtaka sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra (SSNV) sem haldið var að Löngumýri í Skagfirði á dög- unum. Sigurður Tómas Björgvinsson, starfsmaður kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna, greindi á þing- inu frá vinnu samstarfshóps sem lætur sig uppbyggingu og þróun at- vinnu í kjördæminu varða. Nýverið fékkst staðfest að Evrópusambandið mundi styrkja verkefni sem hópur- inn er að láta vinna. Verkefhið bein- ist m.a. að athugun á þeirri þekk- ingu sem er í fyrirtækjum á svæð- inu og kannaðir eru möguleikar á samstarfi þeirra á ýmsum sviðum, ekki síst varðandi markaðssetn- ingu. Á þinginu gerði Jón Magnússon, starfsmaður Byggðastofnunar á Sauðárkróki, grein fyrir þeim at- vinnuþáttum sem Byggðastofnun hefur aðstoðað við undanfarið í Norðurlandi vestra. Þar er ferðaþjónustan fyrirferð- armest enda hefur hún vaxið mest atvinnugreina í kjördæminu á síð- ustu árum að mati Jóns. Hann sagð- ist telja það á vissan hátt gæfu þessa svæðis hvað sveitarstjórnarmenn hefðu verið opnir fyrir þeim mögu- leikum sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða í atvinnulegu tilliti. Jón sagðist telja að nú væru orðnir svo miklir afþreyingarmöguleikar fyrir ferðamenn í kjördæminu að ferðamenn gætu dvalist þar margar vikur án þess að verða uppiskroppa með viðfangsefni. -ÖÞ TILBOÐSDAGAR Meiri háttar tilboðsdagar þessa viku, frá mánudegi til laugardags, vegna breytinga á uninni. < VERÐDÆMI: Vetrarpeysur frá 2.990 kr. Buxur frá 2.990 kr. SISSA-TÍSKUHÚS Hverfisgötu 52 - Sími 562 5110 Ath. Sendum í póstkröfu Erum fluttir í Skeifuna 17C (við hliðina á Hagkaup) Gott úrval notaðra bíla í/eríð velkomin UTBOÐ F.h. Húsnæöisnefndar Reykjavíkur er óskaö eftir tilboöum í: 1. Gler 2. Blikksmíöi í 102 ibúöir viö Álfaborgir/Dísaborgir i Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatr. fyrir hvort verk. Opnun tilboöa: miðvikud. 2. okt. nk, kl. 11.00, á sama staö. hnr 126/6 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. sjálfseignarstofnunar innar Skógarbæjar, óskar eftir tilboöum í múrverk innanhúss fyrir hjúkrunarheimilið Skógar- bæ aö Árskógum 2 í Reykjavík. Helstu verkþættir eru gólflögn, hlaönir innveggir og múrhúöun hlaðinna veggja. Útboösgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: fimmtud. 10. okt. nk, kl. 11.00, á sama staö. bgd 127/6 Innkaupastofnun Reykjavikur, f.h. sjálfseignarstofnunar- innar Skógarbæjar, óskar eftir tilboöum í pípulagnfr fyrir hjúkrunarheimiliö Skógarbæ aö Árskógum 2 í Reykjavík. Verkið tekur til fullnaöarfrágangs vatns- og hitakerfa, frárennslislagna og hreinlætistækja. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá þriöjud. 24. sept. nk. gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: fimmtud. 17. okt. nk, kl. 11.00, á sama staö. bgd 129/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboöum í leikskólann Arborg í Reykjavík. Verkið felst í breytingum og endurbótum á eldra húsnæöi, fullnaöarfrágangi á 175 m! viðbyggingu ásamt frágangi lóðar vegna viöbyggingarinnar. Framkvæmdum á að liúka 15. áaúst 1997. Útboösgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: þriöjud. 15. okt. nk, kl. 14.00, á sama staö. bgd 130/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.