Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 41 Myndasögur Veiðivon Sveiney Sveinsdótlir er ein margra veiöimanna sem gert hafa goöa ferö í Hópiö í sumar. Hér sést Sveiney með hluta af aflanum en hún fékk 10 fallegar bleikjur á skömmum tíma. Bleikjurnar voru 1-2 pund, skemmti- legur fiskur og úrvals matfiskur. DV-mynd FG Ellefu punda sjóbirtingur úr Volalæk - einhver reytingsveiði í Stóru-Laxá Nær undantekn- ingarlaust er um góða sjóbirtingsveiði að ræða þaðan sem fréttir hafa borist. Er það mál manna að sjóbirtingurinn sé óvenju vel á sig kom- inn að þessu sinni, feitur og pattaraleg- ur. „Veiðin hefur gengið mjög vel í Volalæknum en þar er veitt til 20. októ- ber. Menn hafa verið að fá þetta 7-10 sjó- birtinga yfir daginn frá einu og upp í þrjú pund,“ sagði Ágúst Morthens í Veiði- sporti á Selfossi í samtali við DV. Stærsti birtingur- inn úr Volalæk er 11 pund og hann veiddi Júníus Erlendsson Laxveiðin hefur gengið ágætlega í Volalæk í sumar en samtals hafa veiöst 50 laxar. Hann var 12,5 pund sá stærsti og veiðimaður var Stein- grímur Ólason. Fisk- urinn tók maðk. Veiðimaður einn glímdi lengi við stór- an fisk á dögunum í Volalæk. Sá hann fiskinn koma upp úr vatninu aftur og aft- ur. Skuggsýnt var orðið og á gimisend- ann setti veiðimaður- inn toby-spón. Eftir nokkra stund fór veiðimaðurinn að fikra sig nær bráð- inni og komst þá að því að um grastorfu var að ræða. Góð veiöi á Eyrarbakkaengj- um Menn hafa orðið sæmilega varir í Ölf- usá í sumar en veiðin hefur þó oft verið betri. Samtals hafa veiðst 200 laxar í ánni en síðasti veiðidagur er 25. september. Góð veiði hefur Veiðivon Gunnar Bender verið á Eyrarbakka- engjum undanfama daga og sjóbirtingur verið við í þó- nokkrum mæli. DV veit um konu sem fór til veiða á engjunum á dögimum og eftir skamma stund hafði hún veitt sautján fall- ega birtinga Stærsti fiskurinn var sjö pund. Björgunarsveitin á Eyrarbakka sér um að selja leyfi á þetta skemmtilega veiði- svæði og enn er því hægt að renna fyrir birting í neðanverðri Ölfusá og styrkja um leið gott málefni. Veiöin í Stóru- Laxá enn leynd- armál Enn er engar frétt- ir að hafa af veiði í Stóm-Laxá í Hrepp- um. DV veit þó um veiðimenn sem vom við veiðar í ánni und- ir lok síöustu viku og fengu þeir sex laxa. Þeir vom af stærð- inni 5-14 pund. Veiðimennimir sem hér um ræðir og voru viö veiðar á svæði eitt og tvö, fengu fiskana á stór- ar túbuflugur og spón. Mest var veiðin í Kálfhagahyl og Stekkjarnefi. Ekki er enn vitað hve veiðin er orðin mikil í Stóru-Laxá. Engar upplýsingar er að hafa hjá SVFR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.