Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Side 36
44
MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Er Einar Karl á sálnaveiöum?
Erindreki á
sálnaveiðum
„Skilin á milli A-flokkanna eru
dýpri en svo, bæöi málefnalega og
tilfmningalega, að varla má búast
við miklum árangri af starfi erind-
rekans Einars Karls, nema ef vera
skyldi á sviði sálnaveiða."
Guðný Guðbjörnsdóttir alþingis-
maöur, i Degi-Tímanum.
Strútar á íslandi
„Búfræðingar telja Island af ein-
hverjum ástæðum kjörlendi fyrir
strúta, kannski vegna þess að hér
er nóg af sandi.“
Guðmundur Andri Thorsson, í DV.
Sýndartillögurnar
„Þorsteinn Pálsson, hefur hvað
eftir annað flutt sýndartillögur um
sameiningu sýslumannsembætta
og fækkun þeirra.“
Jón Baldvin Hannibalsson alþingis-
maður, í Alþýðublaðinu.
Ummæli
Tónlist og klósett
„Það að semja tónlist er eins og
að fara á klósettið, þetta er eitt-
hvað sem maður verður að gera.“
Friðþjófur Sigurðsson tónlistar-
maður, í DV.
Vill sitja einn að
kökunni
„Gunnar, sem er fyrirferðarmik-
iil verktaki, unir því illa að sitja
við sama borð og aðrir verktakar
sem sækjast eftir verkum hjá
Reykjavíkurborg."
Alfreð Þorsteinsson, um Gunnar
Birgisson, formann bæjarráðs
Kópavogs, í Degi-Tímanum.
Nálastungu-
lækningar
Kínverjar voru farmr að stunda
nálastungulækningar um 2000
árum fyrir timatal okkar. í kin-
verskri heimspeki er rætt um jafn-
vægi milli orkusviðanna tveggja
„yin“ og „yang“, en samkvæmt
þeirri kenningu streymir lífsorkan
eftir 14 línum eða baugum á hör-
undi manna. Hver sjúkdómur er
skýrður á þann veg að orku-
straumur hafi rofnað og er lækn-
ing fengin með því að virkja fleiri
eða færri punkta á straumrásun-
um. Slíkt er oftast gert með nálum
en einnig með nuddi og varma. Á
síðari árum er farið að nota raf-
straum og jafnvel leysigeisla.
Blessuð veröldin
Raflost til lækninga
Fyrstu mennimir sem gerðu til-
raunir með raflost vom ítalimir H.
Cerlæetti og L. Bini sem áriö 1936
hófu tilraunir á dýrum og tveimur
ámm síðar hófu þeir tilraunir á
fólki. Sendu þeir rafstraum í gegn-
um heilann og hugðust kalla fram
flogaköst sem nota mætti til lækn-
inga á geðklofa. Dregið hefur úr
rannsóknum á þessum sviðum í
seinni tíð.
Stungusprautan
Á 15. öld varpaði ítalinn Gattin-
ara fram hugmyndum um stungu-
sprautuna. Það voru hins vegar
Englendingamir C. Wren og R.
Boyle sem gerðu hagnýtar tiiraun-
ir á þessu sviði árið 1657. Læknir-
inn Anel í her Lúðvíks XIV. notaði
stimpilsprautu. Árið 1869 kom
fyrsta glersprautan fram á sjónar-
sviðið.
Allhvasst
Um 700 km suðvestur af landinu
er 982 mb lægð sem hreyfist hægt
austnorðaustur. Skammt suðvestur
af Jan Mayen er 999 mb lægð á
Veðrið í dag
hreyfingu norðaustur. 1022 mb hæð
er yfir sunnanverðri Skandinavíu. í
dag verður allhvöss eða hvöss norð-
austanátt norðvestan til, norðaust-
an stinningskaldi suðvestanlands
en austankaldi í öðmm landshlut-
um. Um landið norðan- og austan-
vert verður rigning en skúrir suð-
vestan til. Hiti verður á bilinu 4 til
13 stig, kaldast á Vestfjörðum en
hlýjast á Suðvesturlandi.
Sólarlag í Reykjavlk: 19.24
Sólarupprás á morgun: 7.17
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.21
Árdegisflóð á morgun: 3.50
í dag
Veðrið kl. 12 á hádegi í gœr:
Akureyri rigning 9
Akurnes rigning 8
Bergstaöir rigning 8
Bolungarvík rigning 7
Egilsstaöir skýjaö 12
Keflavíkurflugv. hálfskýjaó 11
Kirkjubkl. rigning 8
Raufarhöfn alskýjaö 8
Reykjavík úrkoma í grennd 11
Stórhöfði rigning 9
Helsinki skýjaö 12
Kaupmannah. skýjaö 12
Ósló skýjað 12
Stokkhólmur skýjaö 15
Þórshöfn skýjaö 14
Amsterdam súld 10
Barcelona skýjaö 20
Chicago léttskýjaó 12
Frankfurt alskýjaö 12
Glasgow skýjaö 13
Hamborg léttskýjað 14
London úrkoma í grennd 14
Los Angeles mistur 18
Madrid hálfskýjaö 20
Malaga léttskýjaö 22
Mallorca skýjaö 23
París skýjaö 12
Róm skýjaó 23
Valencia léttskýjaö 24
New York léttskýjaö 19
Nuuk heiöskirt 2
Vin súld á sið.kls. 13
Washington skýjaö 18
Winnipeg þokumóða 11
Guðmundur Ingibersson:
Þroskandi að takast á við eitthvað nýtt
DV, Suðurnesjum:
„Það er mikið unnið þessa dag-
ana og verður alveg fram að móti.
Við ætlum meðal annars að gefa út
áhugaverðan og veglegan bækling
um mótið. Við erum mjög spenntir
og vonumst til að mótið takist mjög
vel og ætlum að leggja okkur alla
fram til að svo verði," sagði Guð-
mundur Ingibersson, gjaldkeri
íþróttafélagsins Ness sem er íþrótta-
félag hreyfihamlaðra og þroska-
heftra á Suöumesjum.
Þrátt fyrir ungan aldur ætlar fé-
lagið að ráðast í stærsta verkefni
sitt til þessa. Það er íslandsmótið í
boccia sem fram fer í íþróttahúsinu
Maður dagsins
við Sunnubraut í Keflavík 17.-19.
október. Nes hefur aldrei haldið ís-
landsmót fyrr í sögu félagsins. „Við
höfum aldrei fyrr haldið svona stór-
mót. Undirbúningur hefur staðið í
allt sumar og fór á fullt í ágúst.
Þetta er búið að vera strembið en ég
er mjög bjartsýnn á að þetta muni
ganga allt upp og þegar upp verður
staðið verður mótið mjög eftir-
minnilegt í alla staði."
Guðmundur segir að búast megi
Guðmundur Ingibersson.
við miklum fjölda fólks á mótið.
„Það verða um 200 keppendur og
tæplega 100 aöstoðarmenn auk
fjölda gesta. Þá er von okkar að Suð-
urnesjamenn fiölmenni á mótið sem
mun veita okkur mikinn styrk þeg-
ar upp er staðið. Þá mun Lions-
klúbburinn Keilir í Keflavík verða
með dómgæslu. Á laugardagskvöld-
ið verður glæsilegt lokahóf með
verðlaunaafhendingu, mat og
dansi."
Framkvæmd mótsins og vinnan
hingað til hefur verið í höndum for-
manns félagsins, Gísla Hlyns Jó-
hannssonar, og Guðmundar sem
hafa staðið sig frábærlega vel í öll-
um undirbúningi. Nes á 5 ára af-
mæli í nóvember og segir Guð-
mundur að það sé meðal annars
þess vegna að þeir haldi mótið og
þeim sé fullkomlega treyst til þess.
Skráðir félagar í Nesi eru tæplega
90 og er Guðmundur einn af stofn-
endum félagsins. „Það er geysilega
gaman að standa i þessu. Þá er þetta
mjög þroskandi að takast á við eitt-
hvað nýtt.“
Guðmundur, sem er hreyfihaml-
aður, hefur meðal annars æft boccia
en mun ekki taka þátt i mótinu þar
sem hann hefur ekki tíma til þess.
Allur tími hans fer í framkvæmd
mótsins. Hann starfar hjá Sparisjóði
Keflavíkur í innlánsdeild og hefur
gert það i 11 ár. „Ég er mjög ánægð-
ur að vinna hjá Sparisjóðnum. Það
er gott og skemmtilegt fólk sem
vinnur þar.“
Áhugamál Guðmundar fyrir utan
boccia og Nes eru íþróttir og lyfting-
ar en hann hefur keppt í þeirri
íþrótt á móti fatlaðra. „Ég var áður
fyrr að lyfta en hef ekki gefið mér
tima til þess undanfarið en hef alltaf
verið á leiðinni. Það er mikill tími
sem fer í Nes og hefur alltaf verið að
aukast undanfarin ár og er þaö
mjög skemmtilegt." -ÆMK
Myndgátan
Viljalaust verkfæri
...—■
/6/9
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði
DV
Ein mynda Kristjáns Jóns
Guönasonar viö þekkta íslenska
þjóösögu.
Málverk,
teikningar
og klippi-
myndir
í dag opnar Kristján Jón
Guðnason sýningu á málverk-
um, teikningum og klippimynd-
um í Eden í Hveragerði. Kristján
hefur áður sýnt á samsýningum
og einnig haldið nokkrar einka-
sýningar. Myndir hans eru gerð-
ar við íslenskar þjóösögur og þá
sérstaklega íslensk ævintýri sem
Kristjáni finnst vera óplægður
akur hvað varðar myndskreyt-
ingar.
Sýningar
Sænsk grafík
í anddyri Norræna hússins
stendur nú yfir sýning á grafik-
listaverkum eftir Ullu Fries.
Fries notar koparstungutækni
við að vinna myndir sínar. Kop-
arstungan veitir henni færi á að
túlka náttúruna í einfaldleika
sínum og hreinleika og sækir
hún myndefnið til hins smæsta í
náttúrunni. Fyrirmyndimar eru
margs konar skordýr, bjöllur,
flugur. lirfur og smáplöntur.
Sýningunni lýkur 29. september.
Bridge
Þetta spil er forvitnilegt fyrir margar
sakir. Samningurinn er 3 hjörtu í suð-
ur og vestur spilar út tígulþristi í upp-
hafi. Hvernig gengur spUiö með dæmi-
gerðri vörn og sókn? Suður gjafari og
enginn á hættu:
♦ ÁKD542
V 62
♦ K54
♦ 73
4> 108
» D75
♦ Á1092
* 10842
♦ 6
* KG109843
* G8
* K96
Suður Vestur Norður Austur
3 pass pass pass
Ef spilið kæmi fyrir í tvímenn-
ingskeppni myndi það eflaust ganga
þannig á mörgum borðum; lítið spil
úr blindum og austur á fyrsta slag-
inn á ás. Austur spilar litlu laufi
(eða laufáttunni), sagnhafi setur
kónginn og vestur ásinn. Hann tek-
ur nú slag á laufgosa og vestur
skiptir síðan yfir í spaða í þeirri
von að austur eigi einspil eða eyðu
í þeim lit (ef hann á einspil, er hægt
að sækja spaðastungu, inni á tromp-
ás). Sagnhafi tekur tvo hæstu í
spaða, hendir laufi heima og svínar
síðan hjartaáttu. Tígulkóngur er
innkoma til að endurtaka svíning-
una og sagnhafi fær 9 slagi. Vörnin
getur gert betur. Þá gengur spilið
þannig: austur fær á tígulás, spilar
laufi, kóngur hjá sagnhafa, ás frá
vestri og síðan laufgosi. Síðan
hnekkir vestur spilinu með því að
spila laufdrottningu og styttir blind-
an í trompinu. Þannig tryggir hann
austri slag á trompdrottningu. En
sagnhafi gat líka gert ráð fyrir lauf-
ásnum í vestur og sett laufníuna í
stað kóngsins. Þá getur vestur tekið
slag á gosa og ás en getur ekki stytt
blindan með þriðja laufinu. Hins
vegar, ef austur spilar lauftíu í öðr-
um slag, á sagnhafi aldrei mögu-
leika á að vinna spilið.
ísak Öm Sigurðsson
* G973
Á
-f D763
* ÁDG5