Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 37
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
45
Pétur Östlund leikur með tríói
sfnu á Píanóbarnum f kvöld.
Fimm
djasstón-
leikar
Það verður mikið um að vera
á RúRek djasshátíðinni í kvöld
og verður djassað á fimm stöð-
um þannig að allir djassunnend-
ur ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi. Á Sóloni íslandusi er
forvitnilegur dúett sem kemur
hingað frá Kanada, söngkonan
Tena Palmer og gítarleikarinn
Justin Haynes. Hefja þau leik kl.
20.30. Á Píanóbarmun leikur
Tríó Péturs Östlund. Pétur er
einn þekktasti íslenski djass-
leikarinn. Hann hefur komið
viða við á farsælum spilaferli en
lengst af hefur hann búiö í Sví-
þjóð þar sem hann hefúr oft og
tíðum leikið með heimsfrægum
djassleikurum auk þess sem
hann kennir. Pétur og félagar
hefja leik sinn kl. 21.30.
í Djúpinu, sem er í kjallara
veitingastaðarins Homið, leikur
kl. 22.00 tríó Hilmars, Péturs og
Matthíasar. Tríóið hefur spuna
og nýjá tónlist á sinni efnisskrá.
Annaö tríó, Tríó Kristjáns Eld-
jáms, leikur á Jómfrúnni kl.
17.00 og loks er aö geta þess að á
Kringlukránni leikur Hljóm-
sveit Dan Cassidys kl. 22.
St. Matteus-
kórínn á
Akureyri
Hinn þekkti sænsKi kór St.
Matteus heldur tónleika í Akur-
eyrarkirkju í kvöld kl. 20.30. Á
efnisskránni er að mestu sænsk
kórtónlist. Þá mun kórinn flytja
Sinfonia di Chicsa eftir John
Helmich Roman við 37. Davíös-
sálm og mótettu nr. 4 eftir Bach.
Háskólafyrirlestur
Prófessor Klaus Roth mun í
dag flytja fyrirlestur kl. 17.15 í
stofú 101 í Odda. Fyrirlesturinn
nefnir hann History Lessons in
the Streets. On Fairground Sing-
ing in Bulgaria. Roth hefur
skrifað mikiö um ballöður af
þýskum og enskum málsvæðum
en síðari ár hefúr hann einkum
stimdaö rannsóknir á alþýðu-
menningu í Búlgaríu.
Samkomur
Bubbi í Sandgerði
Bubbi Morthens er á tónlist-
arreisu um landið og í kvöld
verður hann í Sandgerði og
mun skemmta í íþróttahúsinu.
Tónleikamir hefjast kl. 21.00.
Félag eldri borgara í
Reykjavík
í dag verður spilað brids í
Risinu kl. 13.00.
Gaukur á Stöng:
Sniglabandið
Þeir sem lögðu leið sína á Gauk
á Stöng í gærkvöldi gátu séð og
heyrt í Sniglabandinu leika listir
sínar í orðum og tónum. Þeir sem
misstu af hljómsveitinni í gær-
kvöldi geta huggað sig við það að
hún verður á sama stað í kvöld.
Sniglabandið er nú á ellefta
starfsári, en ekki er um samfellt
starf að ræða, nokkur stutt hlé
hafa myndast, en sveitin hefur
samt haldið sínu striki og þykir
með skemmtilegri hljómsveitum á
sviði auk þess aö hafa verið með
útvarpsþætti um tíma sem nutu
vinsælda.
Skemmtanir
Sniglabandið varð upphaflega til
innan Bifhjólasamtaka lýðveldis-
ins (Sniglanna) og lék í fyrstu ein-
ungis á samkomum samtakanna.
En brátt fór Sniglabandið að leika
á almennum markaöi og sendi
Gengið um
slóðir Óla skans
í nágrenni Reykjavíkur er Álfta-
nesið með skemmtilegri stööum til
að njóta útiveru og ganga á, enda
leita margir þangaö allan ársins
hring. Á kortinu má sjá eina göngu-
leiö sem er í hring. Þá er farið frá
Bessastöðum og gengiö fyrir neðan
Umhverfi
garö og út á Bessastaðanes eftir
ökuslóð. Vestast á Bessastaðanesi er
komið aö rústum Skansins sem þar
var gerður á 17. öld til vamar sjó-
ræningjum. Þar er hægt að rifja upp
danskvæðið um Óla skans sem bjó í
Skansinum i lok síðustu aldar.
Haldið er áfram með Seilunni,
víkinni við Skansinn, og fylgt
ströndinni vestan við Breiðabóls-
Sniglabandlð skemmtir á Gauknum í kvöld.
fyrstu hljómplötuna frá sér áriö
1986. Síðan hafa komiö út nokkrar
plötur. Á undanfornum árum hef-
ur sveitin ferðast mikið um landiö
og leikið á sveitaböllum.
Þeir sem skipa Sniglabandið
eru: Björgvin Ploder, Einar Rún-
arsson, Jakob S. Magnússon,
Pálmi Sigurhjartarson og Þorgils
Björgvinsson.
staði og Akrakot. Má telja öruggt að
margt skemmtilegt ber fyrir augu á
þessari leiö.
DV
Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir
Einar Þ. Guðjohnsen.
Sonur Ágústu
og Hjartar
Vegna mistaka birtist
röng mynd af bami dags-
ins á föstudag en nú kem-
ur rétt mynd af litla
drengnum sem fæddist á
fæðingardeild Landspítal-
Barn dagsins
ans 11. september kl.
11.30. Hann var við fæð-
ingu 4650 grömm að
þyngd og 53 sentímetra
langur. Foreldrar hans
eru Ágústa Ríkharðsdótt-
ir og Hjörtur Jónasson og
er hann fyrsta bam
þeirra.
John Savage leikur ensku-
kennarann um borð f Albatross.
Svaðilförin
Stjömubíó frumsýndi fyrir
helgi nýjustu kvikmynd Ridleys
Scotts, Svaðilförina (White Squ-
all) sem byggö er á sönnum at-
burðum. Haustið 1960 hófu þrett-
án ungir menn ævintýraferð um
borð í seglskipinu Albatross,
sem var kennsluskip á vegum
bandaríska flotans. Þetta var
ársferð og reyndi á allar hliðar
drengjanna, sem þurftu að sýna
áræði viö ýmsar aðstæður. Mjög
strangur agi var um borð og
þótti mörgum nóg um.
Kvikmyndir
Það var því mikil eftirvænt-
ing og gleði síðustu dagana áður
en skútan kom í heimahöfn. En í
einu vetfangi varð ferðin að
martröö, mikið óveður skall á og
skipið sökk á nokkrum mínút-
um. Atvikið hafði sínar afleið-
ingar. Skipstjórinn, Christopher
Sheldon, var sóttur til saka
vegna þess að þeirri spumingu
var ósvarað hvort hann hefði
vegna ónógrar kunnáttu orðið til
þess að skipverjar létust, þar á
meðal eiginkona hans, eða hvort
hann hefði með miklum aga og
góðri kennslu átt þátt í að bjarga
þeim sem eftir lifðu.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Keðjuverkun
Laugarásbió: Hættuför
Saga-bíó: Stormur
Bíóhöllin: Eraser
Bíóborgin: Fyrirbærið Regn-
boginn: Independence Day
Stjörnubíó: Svaðilförin
Krossgátan
r~ 5. T~ ¥ r lo ?
é rr
10 wmtii
iii rnuam .... mmm
rr w~
lh 1
21 w
Lárétt: 1 fall, 6 grastoppur, 8 at-
orka, 9 tjón, 10 óvarkár, 12 jarð-
sprunga, 14 grama, 16 magurt, 18
keyrði, 19 kynstur, 21 forfaðir, 22
nám, 23 ílát.
Lóðrétt: 1 maga, 2 ókyrrð, 3 lána, 4
mælska, 5 órhreinkar, 6 þvottur, 7
vein, 11 vegna, 13 aular, 15 hand-
sama, 16 úthald, 17 hald, 20 eignast.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 óvild, 6 sí, 7 míla, 8 áts, 10
afl, 11 grín, 12 gota, 14 æfa, 15 fast-
ur, 18 nautin, 20 arður, 21 dá.
Lóðrétt: 1 ómagana, 2 víf, 3 illt, 4
lagast, 5 dár, 6 stíf, 9 snar, 13 ofar, 14
ætir, 16 auð, 17 und, 19 vá.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 205
20.09.1996 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 66,840 67,180 66,380
Pund 103,800 104,330 103,350
Kan. dollar 48,760 49,070 48,600
Dönsk kr. 11,4670 11,5280 11,6090
Norsk kr 10,3100 10,3660 10,3430
Sænsk kr. 10,1060 10,1620 10,0220
Fi. mark 14,7320 14,8190 14,7810
Fra. franki 13,0070 13,0810 13,0980
Belg. franki 2,1420 2,1548 2,1795
Sviss. franki 53,7700 54,0600 55,4900
Holl. gyllini 39,3500 39,5800 40,0300
Þýskt mark 44,1200 44,3500 44,8700
ít. líra 0,04379 0,04407 0,04384
Aust. sch. 6,2680 6,3070 6,3790
Port. escudo 0,4328 0,4354 0,4377
Spá. peseti 0,5241 0,5273 0,5308
Jap. yen 0,60820 0,61180 0,61270
Irskt pund 107,190 107,850 107,600
SDR 96,36000 96,94000 96,83000
ECU 83,7000 84,2000 84,4200
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270