Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 40
Vumingstölur laugardaginn 21.09/96
2 8 9
2128 (32
Heildarvinningsupphæð
10.303
Vinningar Fjöldi vinninga VinningsupphxÖ
1.5qf5 æsSL0 6.724.179
2.4qfSÍ P:4 132.670
3. 4qfS 117 7.820
4.3qf5 JL810 560
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagbiað
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Haraldur Böðvarsson:
Drauganet
í skrúfu
togarans
- varðskip sótti skipið
Varðskip var sent til aðstoðar tog-
aranum Haraldi Böðvarssyni á
Halamiðum í gærmorgun. Togarinn
hafði fengið rækjutroll, svokallað
drauganet, í skrúfuna og gat ekki
hreyft hana. Reynt var að skera úr
á staðnum en vegna þess hversu
fast trollið var og mikill veltingur
var ákveöið að varðskipið myndi
draga togarann inn í ísafjarðardjúp.
Þar gekk mönnum betur að athafna
sig og var trollið skorið úr skrúf-
unni. -sv
Veðurá
Faxaflóasvæði
næstu vikux
- samkv. tölum frá Veöurstofu íslands -
HÍtastíg- á 12 tíma bili
14 c°
Úrkoma - á 12 tíma bili
18 mm
16
14
12
mán. þri. miö. fim. fös.
MÁ EKKI BÚA TIL GOTT
HANDRIT ÚR ÞESSU?
Leikskólinn Hólakot við Suðurhóla brann til kaldra kola:
Aðeins útvegg-
irnir standa eftir
- 23 börn heima mánudag og þriðjudag, segir forstöðukona
„Það er vitaskuld stjórnar Dag-
vistar barna að finna lausn á þess-
um húsnæðisvanda sem upp er
kominn en við höfum sett okkur í
samband við foreldra þeirra 23
bama sem eru hjá okkur og farið
fram á að þeir hafi bömin heima
mánudag og þriðjudag. Við mun-
um i samráði við Dagvist bama
leita lausna eins fljótt og auðið er.
Það er Ijóst að þetta er mikið rask
og í alla staði mjög erfitt,“ segir
Elínborg Þorláksdóttir, forstöðu-
kona á Hólakoti, leikskóladeild út
frá Suðurborg við Suðurhóla, en
húsið gereyðilagðist í eldi aðfara-
nótt sunnudags.
„Það lagði mikinn reyk upp frá
öllu þakinu þegar við komum á
vettvang og það tók okkur
nokkum tíma að finna eldinn því
hann var á millilofti. Eftir að við
höfðum rofið þakið náðum við
fljótt tökum á ástandinu og slökkt-
um eldinn fljótt, sagði Ragnar Sól-
onsson, varðstjóri slökkviliðsins í
Reykjavík, í samtali við DV í gær.
Slökkviliðið í Reykjavík var
kallað að leikskólanum um sex-
leytið í gærmorgun og má segja að
þar hafi allt brunnið sem brannið
gat. Aðeins steyptir útveggimir
standa uppi. Húsið er talið gjör-
ónýtt.
Sést mun hafa til manna í hús-
inu skömmu áður en reyksins
varð vart og vinnur Rannsóknar-
lögregla ríkisins að rannsókn
málsins.
„Það hefur ekkert komið fram í
okkar rannsókn sem gefur okkur
tilefni til þess að fullyrða að
kveikt hafi veriö í húsinu. Ég er
ekki að segja að það kunni ekki að
hafa verið gert en vonandi mun
rannsókn okkar leiða það í ljós.
Það tekur yfirleitt nokkurn tíma
að fá niðurstöðu og þangað til hún
liggur fyrir fullyrði ég ekki neitt,“
segði Guðmundur Gígja hjá RLR I
samtali við DV í gærkvöld. -sv
Eldur var í millilofti á Hólakoti og gekk mönnum erfiölega aö finna hann. Rjúfa þurfti þak til þess arna en eftir þaö
gekk fljótt og vel aö slökkva. Húsiö er ónýtt og hafa foreldrar þeirra 23 barna sem þar hafa dvalið veriö beðnir um
aö hafa börnin heima í dag og á morgun á meöan leitað er lausna í húsnæöismálunum. DV-mynd S
Miklu stolið:
Þurfum jafn-
vel að fresta
frumsýningu
Djöflaeyj-
uíinar
- segir Friðrik Þór
„Við áætlum að tækin sem stolið
var séu virði einnar til tveggja
milljóna króna en aðaltjónið er í því
efni sem geymt er inni á tölvunum,
samningum, hcmdritum, ljósmynd-
um og öðru slíku. Við höfum ekki
alveg gert okkur grein fyrir afleið-
ingunum en svo gæti farið að við
yrðum að fresta frumsýningunni á
Djöflaeyjunni sem fyrirhuguð var 3.
október," segir Friðrik Þór Friðriks-
son kvikmyndagerðarmaður en
brotist var inn á skrifstofu íslensku
kvikmyndasamsteypunnar aðfara-
nótt sunnudags.
Friðrik segir að tvær öflugur
Power Macintoshtölvur og ferða-
tölva hafi verið teknar, tökuvél og
myndbandstæki, auk ávísanaheftis
og stimpla.
„Við höfum engar vísbendingar
um hver eða hverjir fóm hérna inn
en þetta er mjög bagalegt fyrir okk-
ur. Við verðum líklega alla vikuna
að reyna að vinna upp það sem var
inni á tölvunum og tengist frumsýn-
ingunni. Við emm fáliöuð og sjáum
það síðar í vikunni hvort við náum
að halda áætlun í sambandi við
frumsýninguna." -sv
Akureyri:
Ekiðá
Ijósastaur
Um miðjan dag í gær var bíl ekið
á ljósastaur á Hörgárbraut, skammt
norðan við Glerárbrú. Ökumaður
og tveir farþegar voru fluttir á
slysadeild en samkvæmt upplýsing-
um sem DV fékk á slysadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
munu meiðsl þeirra hafa verið
minni háttar. Ekki var vitað um til-
drög slyssins í gær. -sv
komst upp fyrir tilviljun
Þjófnaður í
„Það er tilviljuninni einni fyrir
að þakka að þetta komst upp strax á
fóstudagskvöldið því þá gátum við
látið sitja fyrir bílnum og hirt öku-
manninn. Annars hefði þetta ekki
uppgötvast fyrr en á morgun (í dag)
og þá veit enginn hvernig hefði
gengið að finna þýfíð,“ segir Guð-
Bolungarvík
mundur Fylkisson hjá lögreglunni á
ísafirði en lögreglan í Bolungarvík,
ísafirði og Hólmavík vann saman að
handtöku manns sem fór inn í Vél-
smiðju Bolungarvíkur á fóstudags-
kvöld, stal þaðan verkfæram fyrir
um hálfa milljón og tók síðan sendi-
bíl fyrirtækisins traustataki til þess
að koma sér undan.
Lögreglan á Hólmavík kom auga á
bílinn á Steingrímsfjarðarheiði og sá
hvar maður stökk út úr honum og
hljóp út í myrkrið. Hann var síðan
handtekinn í næsta bíl sem kom á eft-
ir og reyndar einnig sá sem honum ók.
Ljóst þykir eftir yfirheyrslur að
maðurinn hefur verið einn að verki.
Hvorki bílstjórinn, sem tók hann
upp í, eða maður sem handtekinn
var í Bolungarvík strax á föstudags-
kvöld vegna grans um aðild tengjast
málinu ekki á neinn hátt. Þjófurinn
er heimamaður í Bolungarvík og
biður hann nú dóms. -sv
Veðrið á morgun:
Rigning
og skúrir
víðast
hvar
Á morgun verður austankaldi
en norðaustan stinningskaldi
eða allhvasst á Vestfjörðum.
Rigning eða skúrir verða víðast
hvar á landinu og hiti á bilinu 7
til 14 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
ÞR08TUR
SeENDIBil—A.STÖO
533-IOOQ
i É
Kvöld- og
helgarþjónusta
NSK
kúlulegur
I sew
Suðurlandsbraut 10 - Slmi 568 6499