Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Page 16
16
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
„Það sem við erum að kenna hérna
er hvernig upplýsingum er komið á
framfæri þannig að þær séu ekki
bara í fallegum búningi heldur hafi
líka áhrif,“ segi Guðmundur Oddur
Magnússon, kennari í grafískri
hönnun í Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Hann kennir nemend-
um sínum meðal annars hvemig
upplýsingar og boðskapur er settur
fram á Internetinu og öðrum miðl-
um. Enn fremur vinna nemendur
hans mikið á tölvur enda er grafísk
hönnun öll komin þangað inn. Guð-
mundur segir að tölvan marki
þriðju stóru byltinguna í prentlist-
inni en hinar voru lausaletursprent
Gutenbergs og vélvæðing prentunar
í iðnbyltingunni. „Svo kemur að því
að tölvan verður nothæf fyrir prent-
og skjámiðla í lok níunda áratugar-
ins og þá fer öll uppsetning fram á
skjánum, annað umhverfi er ekki til
í dag. Þetta gildir um bækur, blöð,
vörumerki og hvaðeina sem felur í
sér skilaboö," segir Guðmundur .
Góð uppsetning
mikilvæg
Að hans sögn er greinilegt að eft-
ir því sem vefsíðum fjölgar er það æ
mikilvægara að geta skapað sér sér-
stöðu með góðri hönnun. „Lítið af
þessu er raunverulega sett upp ef
svo má segja, megninu er bara
klastrað upp. Það eru nefnilega svo
margir sem hafa tæknina og þekk-
ingu til að búa til vefsíður en það
eru færri sem kunna að setja þær
vel upp. Þetta eru menn famir að
Grafísk hönnun:
Netið er að fyllast af rusli
- segir Guðmundur Oddur Magnússon
puömundur OrJóur Magnusson,
ttftildarsljori ) graJiskn hönnun i
MyncJlista- og handiöaskóla ls-
lanrJs er hér lengst til heegri og
meft honum a mynóínni eru fcraqa
Halldórsson kennari oq nemepriur
þeirra vió nýja margrriiðluiiarlblvu
sem nokkrar slorar aijglý«át»jj.-i-
stotur gáfu deildinni nýlega.
reka sig á,“ segir hann.
Guðmundur leggur áherslu á að
sömu reglur gildi um uppsetningu
vefsíðna og til dæmis dagblaðna.
„Þegar Netið varð að veruleika fóm
allir af stað og hrúguðu upp heima-
síðum. Það verður hins vegar að
hafa í huga að á vefsíðu verður að
tengja saman myndir, merki og
texta á sama hátt og gert er í prent-
miðlum enda lesum við enn á sama
hátt þó miðillinn hafi breyst. Þetta
er meðal annars það sem er verið að
kenna hér,“ segir Guðmundur.
Hann segir taka mun lengri tíma að
læra slíka uppsetningu en að læra
forritun.
Meiri ásókn
líkleg
Hann býst við því að ásóknin í
nám í vefsíðúhönnun muni aukast
verulega eftir því sem notkunin á
Netinu verður meiri. „Þetta gerist
þegar menn átta sig þetur á því að
framsetning á þekkingu er ekki
bundin við texta. Nú er ég að kenna
fólki sem er nokkuð langt komið í
grafískri hönnun. í framtíðinni má
hins vegar búast við því að við þjóð-
um upp á nám fyrir þyrjendur í
uppsetningu á vefsíðum, enda er
mikil þekking og reynsla í notkun
myndmáls fyrir hendi hér í Mynd-
lista- og handíðaskólanum," segir
Guðmundur að lokum.
-JHÞ
Keppni hunda f gegnum Netift er lyftistöng fyrir hundaáhugamenn á fslandi,
segir Agnes Ýr Þorláksdóttir, formaftur íþróttadeildar Hundaræktarfélags ís-
lands.
Rose TatOO * Syndicate Wors * Kilrathi
Soujo • f/laking ID4 • r/ladden 97
tlltimate Soccer f/lan 2 • NHL 97
Fly Fishing • Soviet Strikc • Crash
Bandicoot • Wipeout 2097 • Formula 1
LflUGAVEGUR 96
Siini 525 5066
Hundakeppni á Netinu
Einangrunin
rofi n
- segir Agnes Ýr Þorláksdóttir, tölvukennari og
hundaáhugamaður
Fæstir tengja hundakeppni og
Internetið saman en hversu ótrúlegt
sem það virðist þá hafa nokkrar
hundakeppnir með aðstoð Intemets-
ins verið haldnar og gengið vel.
Kennt með
tölvupósti
„Þetta byrjaði allt á því að ég
komst í samband við bandarískan
hundaþjálfara í gegnum póstlista á
Internetinu. Ég spurði þar hvort
þjálfari gæti komið hingað til að
kenna okkur hundarækt og hún
svaraði um hæl og kom hingað í
sumar. Þegar hún var farin heim
hélt hún áfram að kenna okkur í
gegnum tölvupóstinn og við höfum
keppt við skólann hennar í gegnum
Netið,“ segir Agnes Ýr Þorláksdótt-
ir en hún er formaður íþröttadeild-
ar Hundaræktarfélags íslands og
kennari í Tölvuskóla Reykjavíkur.
Lyftistöng
íslenskir hundar hafa þegar
keppt við erlenda með aðstoð Inter-
netsins og staðið sig vel. Keppt er í
hverju landi á stöðluðum brautum.
Stigin sem hundamir fá eru síðan
send með Netinu og reiknuð saman.
Nýlokið er landskeppni milli Banda-
ríkjanna, íslands og Suður-Afríku.
ísland og Bandaríkin kepptu um
næstsíðustu helgi en Suður-Afríka í
gær. Að sögn Agnesar er slík keppni
lyftistöng fyrir hundaáhugamenn.
„Þetta rýfur einangrun okkar og
sama má segja um Breta. Ef íslensk-
ur hundur fer utan til keppni þarf
hann að dveljast í sóttkví hér á
landi í sex vikur en á Bretlandi í
sex mánuði. Hingað til höfum við
keppt í nemendakeppni en í lok
mánaðarins stendur til aö keppa í
alvöru landskeppni með aðstoö
Netsins. Þá verða okkur sendir ná-
kvæmir uppdrættir af brautum í
gegnum Netið,“ segir Agnes. Það
stendur til að setja upp vefsíðu um
hundakeppnir og býst Agnes við að
þeirri vinnu ljúki fljótlega. „Þar
verða myndir af hundunum og texti
um þá. Þá geta menn skoðað mynd-
ir af hundunum sem er verið að
keppa á móti.“
-JHÞ
Heitustu
tölvuleikirnir
PP loilrir
rU-IBIKII
1. (1) Championship Manager II
2. (3) Flight Simulator 6.0
3. (-) Syndicate Wars
4. (9) Daggerfall
5. (-) Pirates Gold
6. (7) Quake
7. (2) Z
8. (-) Flight.Simulator
9. (-) Settlers II
10. (-) Time Commando
1. Marathon Infinity
2. Warcraft II
3. Lucas Arts Archives
4. Top Ten Mac Pack II
5. Descent II
Playstation
1. Wipeout 2097
2. Tekken 2
3. Formula 1
4. Starfighter 3000
5. Mickeyls Wild Adventure
Game Boy
1. Toy Story
2. Donkey Kong Country II
3. Prehistoric Man
4. Super Mario Land II
5. Wave Race
1. Toy Story (Megadrive)
2. Virtual Fighter (Saturn)
3. Sega Rally (Saturn)
4. Pocahontas (Megadrive)
5. Story of Thor II (Saturn)