Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Síða 15
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996
15
Laxness, Hamsun og
Guðmundur Andri
Fyrsta opinbera
heimsókn nýs for-
seta er nú farsæl-
lega af staðin. Við
sem aðeins fylgj-
umst með uppá-
komum af þessu
tagi með öðru aug-
anu höfum gert
okkur grein fyrir
að þær lúta fóstum
formum. Jafnvel
svo mjög að smá-
vægileg frávik frá
hefðbundnum við-
komustöðum eru
stimpluð sem stíl-
brot!
Oftast virðist
dagskráin snúast
um tvennt: Menn-
ingu og markaðs-
mál. Þegar við íslendingar eigum í
hlut eru þetta eðlilegar áherslur.
Framtið okkar hvílir öðru fremur
á þessu tvennu: Menningu og
mörkuðmn.
Allt annar varningur
Það er undir menningunni kom-
ið - bæði þeirri menningu sem við
sköpum sjálf og sem við tileinkum
okkur í samskiptum við aðra -
hvemig okkur lánast að viðhalda
verðugu mannlífi í landinu.
Á mörkuðum okkar erlendis
veltur hins vegar hvort okkur
tekst að reka þjóðarbúið með við-
unandi hætti. Þeir markaðir sem
við til skamms tíma höfum talið
fengsælasta eru markaðir með fisk
og ferðamenn. Á fiskmörkuðunum
höfum við þó líklega þeg-
ar komist æði nærri
raunhæfum vaxtarmörk-
um.
Flestir reikna hins vegar
með að ósnortin víðátta,
hreint loft og heitt vatn
muni enn um hríð reyn-
ast okkur drjúg tekju-
lind á ferðamannamörk-
uðunum. Þó er hætt við
að einnig þar verðum
við fljót að kynnast
mörkum hins mögulega
ef við erum ekki reiðu-
búin að breyta öllum
perlunum i náttúru ís-
lands í þægilega áning-
arstaði fyrir lúx-
ustúrista.
Við verðum því að vera
undir það búin í náinni
framtíð að leita tekna á nýjum
markaðstorgum þar sem allt ann-
ar vamingur er falboðinn. Eins og
forsetinn benti á í Danmerkur-
heimsókninni um daginn er fram-
tíð okkar í markaðsmálum vísast
að mestu undir þvi komin að okk-
ur takist að flytja út hugmyndir,
hugvit og hugverk af því tagi sem
framtíðin er í
þörf fyrir.
Menntun og
aftur mennt-
un
Þær hugmyndir
sem eiga eftir að
færa okkur
björg i bú verða
ugglaust ekki
allar svo hátíð-
legar. Ef árang-
urinn á ekki að velta á tilviljun
einni verður útflutningur hug-
mynda og hugvits þó að hvíla á
markvissu þróunarstarfi, rann-
sóknum og nýsköpun þekkingar á
fjölmörgum sviðum. Þar með
erum við aftur komin að þunga-
miðju menningarmálanna eða
hver er undirstaða þekkingar og
þekkingarleitar ef ekki menntun
og aftur menntun?
Kjallarinn
Halti Hugason
prófessor í guðfræöi
við H.l.
„Ef árangurínn á ekki að velta á
tilviljun einni verður útflutningur
hugmynda oghugvits þó að hvíla
á markvissu þróunarstarfi, rann-
sóknum og nýsköpun þekkingar
á fjölmörgum sviðum.“
Menning og markaðir
Framtíð okkar í markaðsmálum að mestu undir því komin að flytja út hug-
myndir, hugvit og hugverk sem framtíðin hefur þörf fyrir, segir greinarhöf-
undur m.a.
Fyrirfram verður litlum getum
að því leitt hvaða þættir bók- og
verksvits muni reynast haldbestir
við þróun framtíðarmarkaða fyrir
hugmyndir, hugvit og hugverk.
Þar koma allar fræðigreinar því
viö sögu. Við getum þó ekki horft
fram hjá því að hér mun mikið
velta á stærðfræði og raungrein-
um.
Þegar sú staðreynd er höfð í
huga fá nýbirtar upplýsingar um
frammistöðu okkar við að byggja
upp þekkingu á þeim sviðum með-
al uppvaxandi kynslóðar ískyggi-
lega merkingu. Hljóti hún slakt
vegamesti í þessu efni verður hún
ekki samkeppnisfær á sölutorgum
hugvits í framtíðinni. Þá er hætt
við að hvort tveggja fari fyrir lítið,
menning okkar og markaðir.
Hjalti Hugason
Þann 29. nóvember skrifar Guð-
mundur Andri Thorsson Kjallara-
grein með býsna mikillátan titil
miðað við smæð hennar: „Skyldur
rithöfunda". Og reyndar er hún
bókmenntaleg stefnuyfirlýsing.
Höfundur byrjar á að vitna í Hall-
dór Laxness: „Um hin bestu skáld
má segja að þau séu aldarandinn
sjálfur, sál tímans íklædd máli“.
Gott. Síðan segir: „Hann (Halldór)
var vissulega „sál tímans íklædd
máli“ en honum skjátlaðist um
lausn þjóðfélagsvandamála. Rétt
eins og Þórbergi, rétt eins og
Gunnari Gunnarssyni.“ Ekki boð-
ar þetta gott - ef hér em lagðar að
jöfnu þjóðfélagshugmyndir Hall-
dórs og Þórbergs og hins vegar
Gunnars.
Samanburðurinn heldur áfram.
Næst greinir höfundur frá því
hvernig þjóðfélagshugmyndir
Hamsuns - sem vorú „hárréttar"
til sveita! - urðu efni í fasisma
„komnar í annan merkingar-
heim“. Á sama hátt, segir hann,
var söngur Ljósvíkingsins um
máístjömuna góður á sínum stað
en „þegar fullir íslenskir róttæk-
lingar æpa þennan söng með hnef-
ann á lofti verður maður hins veg-
ar örlítið smeykur".
Viöhorf er viöhorf
Hvað eiga nú þessi samanburð-
arfræði að þýða? Það er ekki alveg
ljóst. Þetta mætti skilja sem svo að
skáldskapurinn verði varasamur
ef hægt er að nota hann pólitískt -
jafnt hvort held-
ur er til hægri
eða vinstri. List-
in fyrir listina og
allt það. En þá
segir Guðmund-
ur Andri nokkuð
sem fer í bág við
slíka hugsun:
„Kannski að
skáldi verði að
skjátlast um
lausnir þjóðfé-
lagsvanda til þess að úr verði sá
fagri merkingarheimur sem við
gerum kröfu um að gott skáldverk
sé“. M.ö.o. það er kannski kostur
fyrir skáld að vera pólitískur
mgludallur.
Viðhorf er viðhorf og ekki tjáir
að reyna að hrekja bókmenntavið-
horf með rökum. En ekki deili ég
því með honum. Ég tel í fyrsta lagi
ekki að Halldóri hafi
„skjátlast um lausnir
þjóðfélagsvanda-
mála“, a.m.k. ekki
meir en gerðist og
gekk í framsækinni
þjóðfélagsumræðu.
Jafnvel þegar hann
notfærir sér stétt-
greiningu Leníns í
Sjálfstæðu fólki með
skiptingu bænda í
stór-, miðlungs- og
smábændur þá er það
skarpleg greining og
mjög nytsamleg burð-
arstoð í þá þjóðfélags-
legu víðsjá sem verk-
ið er.
Fyrir lesandi al-
þyöu
Þjóðfélagshugmyndir Halldórs
voru ein meginforsendan fyrir
sprengikrafti bóka hans. Þær em
ekki neinn glassúr sem skræla má
af, þær tilheyra kjamanum, þær
gegnsýrðu blekið og allt sem úr
pénnanum kom. Þær gefa kraft-
inn, dirfskuna og svifið í þá þjóð-
félagsumræðu sem bækurnar
geyma. Stökkið. frá Vefaranum
yfir í Sölku var gifturíkt og
frelsandi stökk. Með þvi eignaðist
íslensk alþýða skáldið og tók við
því. Það tók afstöðu með henni i
stéttabaráttunni. Salka, Bjartur,
Ólafur, Jón og Ugla styrktu sjálfs-
virðingu hennar og
þjóðfélagsvitund.
Þórður gamli halti
líka.
Guðmundur Andri
skrifar: „En sú var
aldrei hugsjón Hall-
dórs Laxness að
hugsa fyrir aðra.“
Hæpin fullyrðing.
Halldór átti sinn skerf
af forsjárhyggjunni.
Kannski var það galli,
kannski ekki. En
hann var mikilvirkur
ritgerðasmiður, mjög
í anda upplýsinga-
stefnu þar sem saman
fór andagift, þekking
og skorinorðir dómar
um menn og málefni.
Og enn frekar hér er
pólitíkin i kjarna skrifanna. Þau
em til uppbyggingar og skemmt-
unar fyrir lesandi alþýðu.
Gæfumunurinn á Hamsun og
Halldóri Laxness liggur ekki í að
annar sé meiri listamaður en hinn
heldur í andstæðum hugmyndum
þeirra um „lausn þjóðfélagsvanda-
mála“. Hamsun endaði sem hættu-
legur óvinur alþýðunnar en Hall-
dór er og verður hennar sannur
hollvin. Og ég er og verð einn
þeirra leiðinlegu lesenda sem vilja
skorinorð skáld sem taka afstöðu í
þjóðfélagsmálum.
Þórarinn Hjartarson
„Þjóðfélagshugmyndir Halldórs
voru ein meginforsenda fyrir
sprengikrafti bóka hans. Þær eru
ekki neinn glassúr sem skræla má
af, þær tilheyra kjarnanum..."
Kjallarinn
Þórarinn
Hjartarson
járnsmiður
Með og
á móti
Á að birta niðurstöður
samræmdra prófa?
Björn Bjarnason
menntamálarað-
Það á ekki að
leyna niður-
stöðum
„Varðandi þá ákvörðun að
birta niðurstöður samræmdra
prófa er til þess að líta að það
hafa nú verið sett lög um al-
menna upplýsingaskyldu stjórn-
valda. Það
verður ekki
með nokkru
móti litið
þannig á að
það eigi að
gilda sérreglur
um skóla að
þessu leyti. Því
er það óhjá-
kvæmilegt af
hálfu mennta-
málaráðuneyt- 2?
isins að setja reglur um hvemig
staðið skuli aö birtingu upplýs-
inga um samræmd próf. Þá lít ég
þannig á að það sé réttur for-
eldra að geta nálgast þessar upp-
lýsingar til að gæta hagsmuna
barna sinna. Það hafa verið mót-
bárur gegn þessu, t.d. að þetta
mundi leiða til byggðaröskunar
eða draga úr áliti á skólum
þannig að starf í þeim muni spill-
ast. Ég tel að þessi gagnrýni eigi
ekki við rök að styðjast. Það er
nauðsynlegt i okkar þjóðfélagi að
upplýsingar liggi fyrir til að
menn viti stöðu sína gagnvart
opinberum stofnunum og þessi
þróun á að sjálfsögðu einnig að
eiga sér stað hvað skólastarfið
varðar. Það á ekki að leyna upp-
lýsingum sem þessum."
Niðurstöður
gefa ekki rétta
mynd af skóla
„Niðurstöður úr samræmdum
prófum gefa ekki rétta mynd af
því hvemig skóli er. Ég óttast
mjög og sérstaklega miðað við
umfjöllunina sem raungreina-
könnunin fékk
að ef á að fara
að birta niður-
stöður úr sam-
ræmdum próf-
um þá er verið
að búa til sam-
keppni á milli
skólanna. í
þeirri sam-
keppni er að-
eins verið að
dæma lítið brot
af skólastarfínu, þar sem sam-
ræmd próf eru í mjög takmörkuð-
um greinum, og það sýnir alls
ekki rétta mynd af skólanum. Að
mínu mati getur þetta verið mjög
skaðlegt. Hvað segir það fyrir
heiian skóla hvemig börnin koma
út t.d. í stærðfræðiprófi? Ég
myndi gjarnan vilja að þaö yrðu
fleiri mælikvarðar í gangi ef á að
birta niðurstöður opinberlega því
þá yrðu niðurstöðurnar vissulega
fiölþættari og gæfu réttari mynd
af starfinu í hverjum skóla fyrir
sig. Síðan er verið að dæma skól-
ana og í umræðunni er talað um
góða skóla og vonda skóla. Ég er
mjög smeyk um framhaldið og
held að ef þetta heldur áfram
verði ekki langt að bíða eftir fyr-
irsögn í fiölmiðlum um að ein-
hver skóli sé versti skóli á land-
inu bara af því að nemendur í 9
eða 12 ára bekk komu illa út i
stærðfræði. Það má ekki gleyma
að skólamir hér eru á margan
hátt mjög ólíkir og kennslan á
vissan hátt öðruvísi. Mennta-
málaráðherra byggir þessa reglu-
gerð á grein í grunnskólalögun-
um en ég sé ekki hvemig hann
getur bara gert það. Þeir sem
tóku þátt í að samþykkja þessi
gmnnskólalög segjast ekki kann-
ast við þessa umræðu." -RR