Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 2
2 fréttir ★' TÍr • LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 UV Yfirmaöur fíkniefnalögreglunnar gaf fíkniefnamanni meömæli fyrir byssuleyfi: Lögreglu- og ráðuneytis- stjóri vissu um meðmælin - Björn gekk á fund beggja og taldi miðað viö viðbrögð að skýringarnar væru fullnægjandi „Það má deila um hvort rétt- mætt sé að lögreglumaður skrifi upp á og gefi dæmdum manni með- mæli. Hins vegar var ég enginn úr- skurðaraðili í þessu máli,“ sagði Bjöm Halldórsson, yfirmaður fikniefnadeildar, í samtali við DV, aðspurður um hvort rétt væri að í starfi sínu hefði hann með uppá- skrift sumarið 1994 mælt með byssuleyfi til handa dæmdum sakamanni í fíkniefhaheiminum. Bjöm sagði að hann gæti ekki gef- ið upp hvað hefði legið að baki ákvöröun hans um aö skrifa upp á fyrir manninn. Uppáskrift Bjöms komst „í hámæli innan lögreglunn- £ir“ haustið 1994. Þá var Bjöm ný- hættur i fíkniefhadeildinni og hafði hafið nám í lagadeild Háskóla ís- lands. í nóvember sama ár ákvað Bjöm hins vegar að ganga á fund Böðvars Bragasonar lögreglustjóra og Þorsteins Geirssonar, ráðuneyt- isstjóra í dómsmálaráðuneytinu, og greina þeim frá umræddri uppá- skrift og þeim ástæðum sem höfðu legið að baki því aö hann ákvað að setja nafn sitt á byssuumsókn saka- mannsins. Eftir framangreinda fundi með lögreglustjóranum og ráðuneytis- stjóranum, sem vom sinn í hvora lagi, taldi Bjöm að skýringar hans hefðu verið fuilnægjandi. Á árinu 1995 hætti Bjöm námi við HÍ. Hann hóf síðan störf hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Áður en árið var úti hafði hann síðan að nýju tekið við starfi sínu sem yfir- maður fíkniefnadeildar sem hann gegnir enn. „Ég vil hvorki játa þessu né neita,“ sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, í samtali við DV í gær um það hvort Bjöm Halldórsson hefði greint honum frá uppáskrift sinni á leyfisumsóknina og þær ástæður sem lágu að baki uppá- skriftinni. „Það sem liggur hins vegar fyrir er að við höfum staðfest að beiðni hafi komið frá þessum manni, Franklín Steiner, þar sem hann ósk- aði eftir byssuleyfi, og að Bjöm Halldórsson var meðmælandi. Við höfum líka staðfest að við höfhuð- um umsókninni," sagði Þorsteinn. Þegar spurningin um fundinn með Bimi var ítrekuð sagði Þor- steinn: „Ég minnist þess ekki sérstaklega en vil ekkert fullyrða um það. Þess vegna vil ég hvorki játa því né neita.“ Ekki náðist í Böðvar Bragason lögreglustjóra í gær. -Ótt Hinar heföbundnu janúarútsölur eru nú i algleymingi og víöa hægt aö gera góö kaup. Búast mó viö örtröö um helg- ina þegar vinnandi fólk eygir glætu til aö fata sig upp fyrir áriö sem nú fer í hönd. Svo góöar eru útsölurnar orönar aö kaupmenn fhuga jafnvel aö markaössetja þær á erlendri grund. DV-mynd Hilmar Þór Verkfallshótanir verkalýösleiötoganna: Leiki menn sér að eldi getur oröið eldsvoði - segir framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins Stöð 3 fær liðsauka: Magnús ráð- inn sjón- varpsstjóri - fjórir nýir ráðnir Magnús E. Kristinsson var í fyrrakvöld ráðinn framkvæmda- stjóri íslenskrar margmiðlunar hf. og sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Þá vom fjórir nýir starfsmenn ráðnir til Stöðvar 3 í gær. Magnús hefur verið einn af þremur framkvæmdastjóram ís- lenska útvarpsfélagsins hf. og mun hann þegar hefja störf hjá nýja fyrirtækinu. Nýju starfs- mennirnir sem um ræðir era þeir Jón Axel Ólafsson, sem verið hef- ur dagskrárstjóri Bylgjunnar, Thor Ólafsson, sem verið hefur auglýsingastjóri íslenska útvarps- félagsins, Hannes Jóhannsson, sem verið hefur tæknistjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, og Magn- ús V. Sigurösson sem veriö hefur framleiðslustjóri hjá Jslenska út- varpsfélaginu. Fjórmenningarnir munu starfa með framkvæmdastjóra í sérverk- efnum við uppbyggingu Stöðvar 3. -RR Kópavogur: Fimm teknir með eiturlyf Tveir ungir menn vora stöðvað- ir á bíl i Kópavogi í nótt grunaðir um fíkniefiianeyslu. Við leit í bíln- um fundust fikniefiii, m.a. hass. Þrír vora síðan teknir á gangi í morgun og á þeim fundust leifar af amfetamíni, sprauta og illa fengin ávísanablöð. PUtunum tveimur var sleppt eftir yfir- heyrslur en hinir þrír vora enn í haldi í gærkvöldi. Ekki var talið ólíklegt að þeir hefðu eitthvaö sem þeir þyrftu ef tU vUl að létta af samviskunni. Mennimir, sem era 16 til 30 ára, voru teknir á gangi þar sem þeir voru aö koma af stað sem þekktur er fyrir fíkni- efnaneyslu. Þeir hafa ítrekað kom- ið við sögu lögreglu. -sv/-RR „Mér sýnist að menn séu þama að spana hver annan upp. Það er gömul saga og ný að ef menn leika sér að eldinum getur orðið elds- voði,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, þegar hann var inntur álits á ummælum ýmissa verkalýðsleiðtoga þess efnis að verkfoll blöstu við á næstu vikum. Bábilja aö hér séu laun lægst Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestíjarða, og fleiri verkalýðsleiðtogar hafa sagt að það sé móðgun við verkalýðshreyfing- una að tala um 2 til 3 prósenta launahækkun. Þórarinn var inntur álits á þessu: „Afganguriim af heiminum er þá ekki mjög móðgunargjam. Meðal- launabreytingar í öllum ríkjum OECD á síðasta ári vora 3 prósent. íbúar þessara landa era nálægt ein- um miiljarði." - Era menn ekki þar með hærri laun en hér tíðkast, alla vega hér í Mið- og Norður-Evrópu, þannig að 3 prósent skipti meira máli þar en hér? „Það er hreinasta bábilja að ís- lendingar séu lægst launaðir allra þjóða, hreinlega ómerkileg tugga. Ég skal viðurkenna að við erum lægri en þeir sem hæstir era en við erum langtum hærri en þeir sem lægstir era af þessum þjóðum. Og við erum i samkeppni við þessar þjóðir allar og getum því ekki látið eins og við séum einir í heiminum og látiö að lund okkar. Ég vil benda á í þessu sambandi að viö erum með hærri fjölskyldutekjur en bæði Bretar og Frakkar en við erum lægri en Danir í beinu kaupi. Loddaraháttur Hitt er rétt að við skilum fleiri vinnustundum á fjölskyldu hér á landi en í nágrannalöndunum. Við eigum hins vegar að geta aukið af- köst okkar og við eigum líka að geta sótt fram til meiri tækni. Slíkt mun skila bættum kjörum. Það er hreinn loddaraháttur að halda þvi fram að við gerð einstakra kjarasamninga geti orðið einhver grundvallarbreyt- ing á kjörum fólks. Þetta eiga allir að vita því það er búið að reyna svo oft að gera þannig kjarasamninga,“ sagði Þórarinn V. Veröbólgan á fulla ferö Hann fullyrðir að 10 prósenta hækkun á kauptaxta myndi þýða 12 til 15 prósenta kauphækkun því alltaf verði gerðir einhverjir sér- kjarasamningar með. „Það færi sjálfsagt ekki allt úr skorðum við það. En ef við semdum um 10 prósenta hækkun kauptaxta myndi 3 til 4 prósenta gengisfelling yerða um leið. Það era nefnilega ekki stjómvöld heldur markaður- inn sem nú ákveður gengið. Verð- bólgan yrði 8 til 9 prósent fyrsta árið og síðan stigvaxandi. Þetta vita þeir sem era með hæstu kaupkröf- umar því þeir era allir með kaup- máttartryggingu í sínum kröfum. Með fyrmefndri kauphækkun er bara verið að biðja um gamla ferlið í þessum málum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -S.dór stuttar fréttir Fimm rannsóknar- prófessorar Fimm mönnum verður boðin ráðning í tímabundnar stöður rannsóknarprófessora við Há- skóla íslands til fimm ára. Þeir eru Þór Whitehead, Þorvaldur Gylfason, Eiríkur Steingríms- son, Hjörleifur Einarsson og Þórður Runólfsson. Columbia-álveriö Umhverfisnefnd Alþingis ætlar að fjalla um staðsetningu Columbia-álversins á Grundar- tanga. Formaður hennar segir að nefndin eigi sjálf frumkvæði að þessu þótt málið sé ekki í hennar höndum. RÚV segir frá þessu. Hafísvetur yfirvofandi Mikill ís er á Grænlands- sundi og talin er ástæða til að óttast að hann veröi með mesta móti við íslandsstrendur í vet- ur. Siglingaleið út af Kögri er nú varasöm vegna rekíss og stakra jaka. Mikið gjaldeyrisút- streymi Mikill gjaldeyrir streymir nú úr Seðlabankanum og kennir einn bankastjóranna óvissuá- standi á vinnumarkaði um. Gjaldeyrisstaða bankans um áramót var betri en um árabil- RÚV segir frá. Flmm stjórar fara Fimm stjómendur, þar á meöal markaðsstjóri, auglýs- ingastjóri, dagskrárstjóri og framleiðslustjóri, hjá íslenska útvarpsfélaginu hafa hætt störf- um og ráðiö sig hjá Stöð þrjú. Hollensk atvinnusköpun Hollenskt orkufyrirtæki hef- ur áhuga á að taka þátt í at- vinnustarfsemi og nýsköpun á Austurlandi, m.a. með því að koma á fót frístundagörðum og nýherjabúðum. Einnig skoðar fyrirtækið útflutning á raf; orku um sæstreng. RÚV sagði frá. Járnblendið stækkað Þriðja ofninum verður bætt við þá sem fyrir era í járn- blendiverksmiðjunni. Um er að ræða þriggja milljaröa fjárfest- ingu. Stjóm Jámblendifélags- ins ákvað þetta í gær. Ósammála stofnanir Náttúruvemd ríkisins krefst vothreinsibúnaðar í álver á Grundartanga auk þurrhreinsi- búnaðar. Hollustuvemd ríkis- ins telur það óþarfa. -SÁ Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mfnútan J6 S Nel 2 j rodd FOLKSINS 904 1600 Er rétt að staðsetja álver í Hvalfirðinum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.