Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 15
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 15 Enginn er fullkominn - það verður að viðurkennast. Ég á þó bágt með að sjá teljandi galla í mínu fari nema þá þess háttar smotterí að varla tekur því að minnast á það. Vera kann að aðr- ir séu ekki sama sinnis þótt mér þyki það ótrúlegt. Svo dæmi sé tekið þá man ég betur eftir brúð- kaupsdegi okkar hjóna en eigin- konan og hef bæði komið sjálfum mér og henni á óvart með því. Ég man jafnvel þann dag sem við hittumst fyrst og hef ekki síður komið henni á óvart með að geta þess í áranna rás. Afskorin blóm eða í potti Það má hins vegar hugsanlega flokka það undir galla að gera ekkert meira í málinu. Þannig fréttist af mönnum sem klikka ekki á blómagjöfum og öðrum elskulegheitum þegar ofangreind tilefhi gefast, hvort sem það er brúðkaupsafmæli, afmæli kon- unnar eða annað tilhlýðilegt til- efni. Þama er veikur blettur á mér. Það er ekki af ófuktarsemi eða illum þankagangi heldur því einu að blómin era ekki nógu of- arlega í huga mér. Þetta er slæmt því ég hef tekið eftir því að blóma- gjafir gleðja konur mjög. Vera kann að þessi smálegi per- sónugalli stafi af mikilvægi nota- gildisins í huga mér. Afskorin blóm eru dauðadæmd. Þau lifa af vatnssogi í nokkur dægur en fólna svo og deyja. Þá sjaldan að ég man eftir blómunum þykir mér eðlilegra að gefa blóm í potti. En það er svo skrýtið með konur. Þær vilja heldur afskorin blóm en pottaplöntur ef tilefniö er hátíð- legt eða rómantískt. Þannig uppskera menn með af- skomum blómum. Rauður rósa- vöndur er mun líklegri að bræða hjarta konunnar en jólarós, kakt- us eða begónía í potti. í þessum efnum tala ég af reynslu. Þegar ég gaf konunni hortensíu í potti þriðja afmælisdaginn í röð fór hún og skilaði plöntunni. Þótt tregur sé í blómamálum skildist mér aö nóg væri komið af svo góðu. Konan lét því blómin tala á sinn hátt. Sárstakur dagur En hvað sem líður blómagjöf- um er afar mikilvægt að mima eft- ir hátíðarstundum og halda upp á þær með viðeigandi hætti. Það er gleðigjafi og styrkir sambandið. Þannig bætti ég prikastöðu mína í hjónabandinu á dögunum þegar ég mundi eftir sérstökum degi í lífi okkar. Ég stakk upp á því að við gerðum eitthvað til hátíða- brigða. Það þurfti ekki að ganga á eftir mínum betri helmingi sem er til í flest. Þennan dag okkar bar upp á sunnudag svo hún stakk þegar upp á að við skryppum í helgar- ferð til útlanda. Ég benti henni á að ég gæti ekki tekið frí og við kæmumst ekki til og frá landinu, með viðeigandi lúxus í tilefni dagsins, á laugardegi og sunnu- degi. Mín lét það ekki á sig fá og stakk þá upp á ferð í höfðustað Norðurlands yfir helgina. Ég tók mér umhugsunarfrest í málinu og hefði látiö þetta eftir henni ef hún hefði sótt það fast. Ég sagði henni þó að ég nennti ekki að keyra til Akureyrar og aftur til baka um hávetur fyrir kvöldverð og eina hótelnótt. Konan þekkir sinn mann og lét það gott heita. Farsæl niðurstaða og sameiginleg náðist í málinu. Við ákváðum að sleppa öllum ferðalögum enda tíminn naumur. Þess í stað völdum við okkur fin- an kvöldverð á besta stað í bæn- um. Ég tók að mér að panta borð- ið og staðsetningu þess í salnum. Veitingastaðurinn er óumdeildur, hefúr haldið stöðu sinni í borgar- lífinu í áratugi. Rauðvín með klaka Það var raunar ekki að ástæðu- lausu að við völdum staðinn. Þangað bauð ég konuefninu á sín- um tíma og okkur líkaði það vel. Á þeim tíma vorum við lítt vön svo finum veitingahúsum og konu minni er enn minnisstæður svip- urinn á þjóninum þegar hún bað um klaka í rauðvínið. Vínsérfræð- ingi hússins þótti það ganga guð- lasti næst. Hún sagði honum hreinskilnislega að sér líkaði þetta ekki svona hlandvolgt. Eftir á að hyggja hefðum við sennilega frekar átt að fá okkur kók með steikinni en þorðum ekki að nefha það svo við yrðum okkur ekki til skammar innan um aðra skartklædda gesti veitingastaðar- ins. Þetta var þó eftir atvikum vel sloppið því henni hefði alveg eins geta dottið í hug að biðja um app- elsín út i hið dýra rauðvín, svona rétt til þess að bæta bragðið. Ég býð ekki í þjónsnefnuna ef hún hefði látið það eftir sér. Ég skil það ekki enn hvemig ég átti fyrir þessu ágæta boði í þá gömlu góðu daga, annaöhvort á síðasta ári í menntaskóla eða á fyrsta ári í háskóla. Vera kann að fyrsti hluti námsláns hafi komið þar viö sögu eða að góðir menn hafi styrkt hinn unga stúdent. En hvað gerir maður ekki þegar mik- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri ið liggur við? Það er auðvitað möguleiki að ég hafi borgað helm- inginn og konuefnið sinn hluta en þó finnst mér það frekar ótrúlegt. Jafnréttisumræðan var ekki kom- in á svo alvarlegt stig fyrir aldar- fjórðungi. Fumlaus ákvörðun Það var vel tekið á móti okkur hjónum á veitingastaðnum glæsi- lega. Þrátt fyrir hóflegt lífemi verður því ekki neitað að við erum orðin heldur veraldarvanari en þegar betri helmingurinn gekk fram af þjóninum. Við tókum því boði móttökustjórans ljúfmann- lega um drykk á barnum fyrir matinn. Konan bað um kokkteil með sérkennilegu nafni. Ég full- yrði að það nafn þekkti hún ekki um árið þegar hún bað um klak- ann. Ég bað um annan drykk sem var svo listilega samansettur að hann skipti litum eftir lögum í glasinu. Þama sátum við I djúpum hæg- indum og létum fara vel um okk- ur. í kringum okkur var fólk sem ræddi saman, ýmist á ensku eða skandinavísku. Þjónninn hugsaði vel um okkur og færði okkur mat- seðla meðan við drakkum for- drykkinn. Seðlamir voru bundnir í þykka nautshúð og allir hinir veglegustu. Það var sama hvort litið var á forrétti, aðalrétti eða eftirrétti, allt var hið girnilegasta. Mælt var með ákveðnum eðalvín- um til þess að fullkomna máltíð- ina. Konan renndi i gegnum mat- og vínseðilinn. Það var fumlaust og hún var fljót að ákveða sig. í for- rétt pantaði hún andakonfit og hreindýrahnappa í aðalrétt. í sak- leysi mínu tók ég þessu vel og sagði henni sem var að ég áttaði mig á útliti anda en ekki vissi ég hvað andakonfit væri. Þjónninn kom þegar í stað til hjálpar og greindi frá matreiðslu andarinnar og útliti forréttarins. Lét ég mér það vel líka. Það var hins vegar ekki fyrr en mér varð litið á verð- ið á aðalrétti frúarinnar að mér brá. Þetta var ekki aðeins dýrasti rétturinn á matseðlinum heldur sá langdýrasti. Engir aumingjar á ferð Tilefni heimsóknar okkar á veitingastaðinn fina var merki- legt og því hafði ég vit á því að segja ekki orð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort konan væri með pöntun sinni á tilgreindum hreindýrahnöppum hugsanlega að kaupa dýrið allt. Verðlagið benti til þess. Þar sem ég sat með litforóttan fordrykkinn sá ég fyrir mér að við fengjum tarfinn allan og jafnvel hom skepnunnar af- hent við brottför. Konan greindi þjóninum frá pöntun sinni. Hann lifnaði allur við. Þauna voru engir aumingjar á ferð. Ég var því kominn í erfiða stöðu. Það gat varla gengið að ég færi að panta sem einhver vesal- ingur í kjölfar þessarar stórhuga konu. Ég leit því með hraði yfir matseðilinn. Fyrst konan pantaði sér hreindýr var það tæpast frum- legt að ég gerði það sama. Ég gat hins vegar ekki slegið hana út. Hún hafði þegar náð sér í topp matseðilsins. í hita augnabliksins lét ég því vaða á það næstdýrasta, nauta- lundir, andalifrarkæfu og nafh- greinda sveppi. Mér datt í hug að þar væra á boðstólum sérstakir franskir sveppir sem ég heyrði af í fréttum fyrir jólin. Þar sagði að sveppakílóið kostaði 258 þúsund krónur og ekki mætti afgreiða minni skammt en 10 grömm sem þá kostuðu 2580 krónur. Ég er hins vegar svo illa að mér í svepp- um að eins má vera að þarna hafi verið bornir fram sveppir allt annarrar gerðar. Salur fyrir tvo Ekki dró úr áliti þjónsins á okkur hjónunum er ég fullkomn- aði með þessum hætti pöntun konunnar. Hann vissi ekki að ég stóð í þeim sporam, eftir djarfan leik konunnar, að ég taldi ekki muna um kepp i sláturtíðinni. Þjónninn var því stimamjúkur þegar hann leiddi okkur að borði á besta stað í salnum. Það vildi svo vel til að enginn var i salnum þegar við komum inn. Ég lét að því liggja við konuna að ég hefði pantað salinn fyrir okkur ein. Ég hef séð svoleiðis í amerískum bíó- myndum. Konan tók ekki mark á þessu monti enda eins gott þvi fljótlega settist fólk við önnur borð i salnum. Hreindýrið brást ekki og sem betur fer var það á diski en ekki í heilu. Það hreinlega bráðnaði í munni og sama má segja um lund- irnar og lifrarkæfuna. Veitinga- húsið stóð því undir nafhi og ég lét á engu bera þegar ég bað um reikninginn. Kvöldinu var vel varið og tilefnið gott. Eini munurinn nú og forðum er sá aö ég get ekki treyst á námslán lengur eða styrktaraðila til þess að bjarga kortinu. En það er seinni tíma vandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.