Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 ’iðsljós 17 - segir söng- og leikkonan Cher sem er í sérstöku uppáhaldi lýtalækna Leikaramir í Hollywood þurfa svo sannarlega að standa sig í stykkinu og vera með útlitið í lagi. í því skyni eru notuð ýmis meðul. Tískuhönnuðir og snyrtifræðingar hafa nóg að gera og ekki síst lýta- læknarnir. Þeir eru oft á tíðum þeir einu sem vita leyndarmálin á bak við stökkbreytingar sem orðið hafa á sumum leikurum. Konurnar í Hollywood hafa stað- ið betur tímans önn enda hugsa þær yfirleitt mun betur um útlitið en karlarnir. Meðfylgjandi myndir af Cher, Demi Moore, Candice Bergen og Dolly Parton eru gott dæmi um hvernig stjörnunar geta breyst. Demi Moore árið 1982 og síöan ríflega 10 árum síðar, komin vel á fertugsaldurinn. in. Að sögn sérfræð- inga hefur hún einnig farið í andlitslyftingu, sett sílikon í kinnarnar og endurbætt naflann! A.m.k. hafa orðið stór- tækar breytingar á henni síðan hún debút- eraði í Sonny & Cher þáttunum 1971. Þá var hún þvengmjó, flat- brjósta og með „Dracula-tennur “. Demi stinn í Striptease Candice Bergen. Myndin til vinstri er tekin 1991 þegar slæðurnar huldu háls- inn en til hægri er komið allt annað og betra útiit 1996. Söng- og leikkonan Cher, annars vegar áriö 1983 (t.h.) og síðan 1995, mörgum, mörgum að- geröum siðar! Söngkonan og leik- konan Cher hefur sennilega verið hvað duglegust að heimsækja lýtalæknana enda hefur verið haft eftir henni að ef hún er ekki ánægð með einhvem hluta af sér þá láti hún breyta honum. Hrukkurnar gefi ekki atvinnu. Ekki hefur verið upp- lýst hvað Cher hefur farið í margar lýtaað- gerðir. Hún hefur við- urkennt að hafa lagað nefið á sér, lyft rassin- um og stækkað brjóst- Demi Moore beraði sig í Striptease á síðasta ári og fengu áhorfendur að sjá stinnan og vel þjálf- aðan líkama. Sérfræð- ingar telja að hún hljóti að hafa gert eitthvað meira en að fara í megr- un og líkamsrækt. Lík- legt sé að hún hafi farið í brjóstaaðgerð. Hefur það ekki fengist stað- fest. Candice Bergen, sem þekktust er fyrir að leika Murphy Brown í samnefndum sjón- varpsþáttum, er komin Til vinstri er Dolly Parton í sínu glæsilegasta pússi á síðasta ári en myndin til hægrii sýnir hana fyrir 20 árum. Ekki hefur barmurinn minnkað! á sextugscddur en heldur sér í frá- bæru formi. Títtnefndir sérfræð- ingar í Hollywood eru ánægðir með breytingarnar á henni og telja að á síðustu funm árum hafi hún farið í velheppnaða lýtaaðgerð á hálsi með leysigeislaaðferð. A.m.k. sé hún hætt að nota hálsklúta og slæður samanber meðfylgjandi mynd. Hin barmmikla söngkona, Dolly Parton, hefur sjaldan verið í betra ásigkomulagi. Enda hefur hún við- urkennt að hafa farið i 1,3 milljóna króna lýtaaðgerð til að íjarlægja hrukkur og gamla húð. „Ég er með fleiri holur en sveitavegur," segir Dolly í dag eftir viðgerðirnar. 'Hut. byrjar antinu Kanturinn á pizzunum er fylltur með osti og kryddaður með hvítlauk sem gerir hann einstaklega Ijúffengan og bragðgóðan. Komdu á Pizza Hut og faðu þér gómsæta pizzu með ostafýllingu í kantinum. Eftir það borðar þú pizzur á atlt annan hátt en áður. Pizza Hut býður ostafýlltar pizzur í fýrsta sinn á íslandi. Pizza Hut Hótel Esju Sími 533 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.