Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Page 24
LAUGARDAGUR 11. JANCJAR 1997 J3"V I>V LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 24 ^eigaryiðtaiið helgarviðtalið 33 „Mér líður eins og ég hafi gefiö dóttur mína því ég sé hana svo sjald- an. Þessar tlu mínútur sem ég og Guðborg Gná tengdumst aftur um jólin voru eins og heil eilifð,“ segir Birgitta Jónsdóttir fjöllistamaður. Birgitta ákvað fyrir tæpum tveimur árum að gefa eftir forræði dóttur sinnar, Guðborgar Gnáar, til föður hennar sem er búsettur I Tromsö í Noregi fremur en leggja út í stríð og forræðisdeilu eins og hann fór fram á. Hann felldi hug til annarrar konu og hann og Birgitta skildu að skipt- um. Birgitta setti ástina til dóttur- innar ofar öllu og telur að barnið hefði orðið verst úti ef til harðvítugr- ar forræðisdeilu hefði komið. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem Birgitta hefur þurft að taka í lífinu en hún stóðst þessa miklu raun og hittir nú dóttur sína einu sinni á ári um mán- aðarbil en saknar hennar sárt þess á milli. Birgitta er nú einstæð móðir með drenginn sinn Neptúnus frá fyrra hjónabandi sem hún átti með Charles Agli Hirt eiginmanni sínum. Margslungin listakona Birgitta er dóttir vísnasöngkon- unnar Bergþóru Árnadóttur og Jóns Ólafssonar heitins, eiginmanns hennar. Birgitta ólst upp í Hvera- gerði og Þorlákshöfn áður en hún flutti til Reykjavíkur. Hún hefur les- ið upp ljóð á kaffihúsum frá því hún var fjórtán ára gömul og gaf út ljóða- bókina Frostdinglar 1989 og tók þátt í að búa til fyrsta íslenska spunaspil- ið. Hún hefur haldið margar mynd- listarsýningar víðs vegar um heim og skipulagt ýmsar uppákomur og sýningar. Birgitta er stofnandi Telepoetic samtakanna á íslandi. Hún stóð fyrir fyrstu beinu myndútsendingunni, Dráp unni, á Internetinu á síðustu Listahátíð í Reykjavík þar sem nokkur skáld settu verk- in sin í margmiðlunarum- gjörð. Birgitta vakti heilmikla athygli víða um heim fyrir þetta uppátæki sitt og það hef- ur dregið talsverðan dilk á eftir sér. Hún hefur hlotið fjölda viður- kenninga heima og heiman fyrir vinnu sína á Intemetinu. „Ég er könguló og hef loks fundið rétta hillu við mína listsköpun með því að flétta verkin mín saman í eina samofna heild sem úr verður vefur. Ég verð með uppákomu í mars þar sem við ætlum að tengjast fólki i Chicago. Þau geta séð okkur og við þau á stórum skjá og hugsanlega gerum viö einhver verk saman,“ segir Birgitta. Heimurinn hrynur Birgitta og barnsfaðir hennar vora búsett í Noregi þegar þau slitu sam- vistum. Hún upplifði á flugvellinum í Tromsö að hún átti hvergi heima, átti enga peninga og flugmiða aðra leið. „Heimurinn hrundi hjá mér í þriðja sinn. Ég bað um aðstoð ein- hvers staðar frá til þess að geta séð hlutina í réttu ljósi og ég fékk ein- hvers konar vitrun. Ég ákvað þá að dæma ekki heldur opna hjarta mitt gagnvart því sem gerist,“ segir Birg- itta. „í Tromsö gekk ég i gegnum þá erfiðu ákvörðun að sleppa hendinni af dóttur minni. Ég íhugaði hvernig lífið yrði fyrir börnin mín hjá mér. Ég yrði að hafa þau bæði í heilsdags- vistun og fara í fulla vinnu til þess að sjá fyrir okkur. Ég reyndi að vega og meta hvað kæmi dóttur minni best. Þau vora tvö en ég var ein fyr- irvinna. Ég þurfti aö igrunda þessa hluti mjög gaumgæfilega. Ég gat heldur ekki hugsað mér margra ára stríð i kerfinu þar sem við myndum reyna að draga fram það ljótasta hvort í öðru. Ég get ekki séð að það sé neinum til góðs. Ég bað ekki um að farið yrði út í hart um forræðið og mig dreymdi um sameiginlegt for- ræði yfir báðum bömunum en hans ákvörðun varð ekki hagg- að,“ segir Birgitta. Birgitta segir að að henn- ar mati geri fólk ranga hluti vegna ótta fremur en af hatri eða illu innræti. Birgitta var spurð hvern- ig henni fyndist að dóttir hennar ætti aðra móður. „Mér finnst það allt í lagi. Það sem skiptir mestu máli er að dótt- ur minni líður vel þar sem hún er. Hún er í góðu jafn- vægi. Ég þekki konuna sem annast hana og ber mik- ið traust til henn- ar. Eins og Khalil Gibral skrifaði í Spá- manninum: „Við eigum ekki börnin okkar heldur höfum fengið þau að láni,“ segir Birgitta. Birgitta segir að hún og Guðborg Gná nái mjög vel saman og hún er þess fullviss að þær verði meira saman síð- ar þegar faðir hennar flytur heim frá Noregi. Birgitta skrifar Guð- borgu Gná bréf og ljóð sem hún getur lesið þegar hún verður eldri. Skírð án vitundar minnar „Ég hef upplifað sömu hluti og for- ræðislausir feður. Ég fæ mjög lítið að skipta mér af því sem gerist í lífi Guðborgar Gnáar. Hún var til dæmis skírð án minnar vit- undar og ég frétti það frá ööram. Ég hefði viljað fá að fylgjast með henni þeg- ar hún fór í fyrsta skipti á dag- Þaö „Þaö er alltaf mjög erfitt aö kveöjast vegna þess að ég er meövituö um lengd tím- ans en ég óska þess aö ég upplifði tímann elns og hún,“ segir Birgitta. DV-myndir GVA mjög erfitt fyrir Neptún- us aö skilja hvers vegna Guöborg Gná býr ekki hjá þeim mæðginum. Ekkert stríð „Ég hélt dagbók um allt sem gerð- ist í Noregi og þegar hún les þaö get- ur hún skilið að það var ekki efst á óskalistanum hjá mér að gefa forræð- ið eftir heldur það besta sem ég gat gert fyrir hana. Ég hefði hugsanlega getað farið í stríð í eigingirni og mögulega unnið það. Ég hef markað mér þá stefnu í líftnu að ekkert fær mig til þess að fara í stríð og rífast við annað fólk,“ segir Birgitta. Birgitta byrjaði að byggja upp líf sitt hér á landi eftir að Guöborg Gná var farin til foður síns. Hún segir að um leiö og maöur setji sjálfan sig í stjómunarsæti gerist kraftaverkin. Þessi afdrifaríka ákvörðun þroskaði hana einnig mjög mikið. Hún hefur lært að breyta sáram tilfinningum sínum í eitthvað skapandi. „Það er ekkert sem er jafn eyði- leggjandi fyrir nokkra manneskju eins og biturð og hefndarhugur,“ seg- ir Birgitta. heimili. Þetta er mjög ósanngjamt en svona era regl- umar og hafa alltaf verið gagnvart forræðislausum feðrum. Mér finnst það mjög alvarlegur galli á réttind- um foreldra og bama þeirra að ann- að foreldrið hefur allt að segja en hitt ekki atkvæðisrétt," segir Birgitta. Hún segist gjama vilja fá að fylgj- ast með öllu sem gerist í lífi Guð- borgar þar sem svo miklu máli skipti að fylgjast með þroska bamanna þeg- ar hann er hvað hraðastur. „Ég hef í staðinn reynt að líta þannig á málin að ég ætla að vera henni skjól. Ég vona að hún leiti í framtíðinni öryggis hjá mér og að hún finni að hún geti treyst mér. Ég finn tengslin á milli okkar, þegar við hittumst tengjumst við mjög sterk- um böndum. Það er alltaf mjög erfitt að kveðjast vegna þess að ég er með- vituð um lengd tímans en ég óska þess að ég upplifði tímann eins og hún,“ segir Birgitta. Ekki heigull Birgitta reynir að leggja áherslu á jákvæðu hliðamar og hún vill vera dóttur sinni allt sem hún getur. Hún segir að ef Guðborg ákveður ein- hvern tíma að tengjast ekki móður sinni verði það að vera hennar eigið val. „Margir myndu segja mér að ég væri heigull að taka svona á málun- um. Að mínu mati skiptir mestu að einhvers staðar í mér blundar sú vissa að ég er að gera rétt. Ég set engin skilyrði á ástina mína og er ekki eigingjöm við þá sem ég elska. Það er ekki endilega spurning um lengd tímans sem við eyðum með börnunum okkar heldur hvemig viö verjum honum saman,“ segir Birg- itta. Saknar systur sinnar Birgittu þykir mjög mikilvægt að Neptúnus og Guðborg Gná fái að kynnast. Viðskilnaður þeirra kemur einna harðast niður á honum þar sem hann saknar systur sinnar og hefur ekki sama skilning á því og hún hvers vegna Guðborg Gná er ekki hjá þeim. „Það mikilvægasta sem við getum gefið bömunum okkar er jafnvægi. Við erum þær fyrirmyndir sem þau læra af og ef við getum ekki haft heilbrigða afstöðu gefúm við þeim brenglaða mynd af lífinu.“ Birgitta segist nokkuð ánægð með stöðuna núna og hún ætlar að halda áfram að rækta sambandið við föður- fólk stúlkunnar og vill ekki að nein kergja sé á milli þeirra aðila (sem tengjast málinu. Hvers vegna skyldi ég ekki treysta pabba henn- ar sem ég valdi að eiga stelpuna með og mann- eskju sem mér líkar mjög vel við til þess að hugsa vel um dóttur mína? Hver segir að ég sé besta manneskjan fýr- ir hana á þessari stundu? Eng- inn nema ég sjálf væntanlega. Ég hef gengið í gegnum miklar tilfinn- ingar í hvert skipti sem ég sé af henni en það er grátið mikið. Tilfinn- ingarnar hafa allan rétt á sér en ég er viss um að hún verður meira hjá mér eftir nokkur ár. Ég reyni alltaf að gera eitthvað skapandi úr söknuðinum eins og að skrifa handa henni sögur og ljóð. Við Nept- únus höfum búið til eitt- hvað jákvætt úr tilfinning- um okkar í staðinn fyrir að leggjast nið- ur í þunglyndi en ég kæri mig ekki um neitt þunglyndis- hjal. Þegar maður fer að taka afgerandi afstöðu til þess að maður ber „Allt sem ég geng í gegnum hefur þann tilgang að þroska mig og gera mig aö betri manneskju. Ég skrifa betri Ijóö eft- ir því sem ég lendi í fleiri áföllum," segir Birgitta. sjálfur ábyrgð á öllu sem gerist í lifi manns verður lífið allt annað. Það er allt sprottið upp úr manns eigin hug- arheimi og maður er það sem maður hugsar. Þá hættir maður að dæma fólk og ég legg mikið upp úr því að gera það ekki. Það er ekki auðvelt að fara úr dómarasætinu. Fólk stendur sjálft skil á þvi hvemig það hagar sér síðar meir,“ segir Birgitta. Tvö mannshvörf Hún er ekki allsendis óvön að tak- ast á við erfiðleika í lífinu. Fyrir tíu áram hvarf faðir hennar, Jón Ólafs- son, sporlaust við Sogið hjá Þrasta- lundi en hann framdi sjálfsmorð og lík hans hefur aldrei fundist. Fyrir flórum árum hvarf síðan eiginmaður hennar til þriggja ára, Charles Egill Hirt, einnig sporlaust á Snæfellsnesi eins og lesendur muna úr fréttum frá árinu 1993. Víðtæk leit stóð yfir á sínum tíma að Charles sem Birgitta kallar Kalla en ökuskírteini hans fannst í Ólafsvík. Charles Egill hvarf á sama hátt og faðir Birgittu og hef- ur lík hans ekki heldur fundist. Jón Ólafsson hvarf á aðfangadag árið 1987 og hafði Birgitta séð það fyrir nokkram dögum áður. Hún skrifaði ljóð um hvað myndi gerast og var sú fyrsta sem bar það upp um nóttina að hann hefði fyrirfarið sér. „Ég fann í hjartanu þegar hann dó. Pabbi gat ekki tengst neinum því hann var mjög lokaður. Það var áreiðanlega ástæðan fyrir því að Charles Egill Hirt, fyrrverandi eigin- maður Birgittu, hvarf á Snæfellsnesi. hann greip til þessa örþrifaráðs. Þeg- ar maður skynjar í fólki að það getur ekki tjáð sig um hlutina getur það verið merki um gríðarlegt þung- lyndi,“ segir Birgitta og bætir við að margir íslendingar séu mjög lokaðir. Birgitta gagnrýnir mjög afstöðu kirkjunnar gagnvart sjálfsmorðum sem henni finnst beinlínis ljót. „Boðskapur kirkjunnar er nokk- urn veginn sá að manneskja sem ffemur sjálfsmorð sé dæmd til að eigra um friðlaus og eigi betur heima í helvíti heldur en á himnum. Mér Jón Ólafsson, faöir Birgittu, gekk í Sogiö og framdi sjálfsmorð. finnst það órökrétt en þetta fær nán- ustu ættingja og vini til þess að líða afar illa,“ segir Birgitta. Að sögn Birgittu er svo erfitt þeg- ar fólk hverfur að það er ekki jarðað sem er atriði sem syrgjandi þarf að ganga í gegnum til að skilja við hinn látna. Sektarkennd Guöborg Gná og Neptúnus ásamt móöur sinni sautjánda júní í sumar. „Þeir sem missa einhvem náinn vegna sjálfsmorðs upplifa gríðarlega sektarkennd og spyrja sig gjaman af hveiju. í staðinn fyrir að upplifa sjálfsmorðið sem það versta sem fyr- ir mig gæti komið reyndi ég að upp- lifa atburðinn sem það besta sem fyr- ir mig hafði komið,“ segir Birgitta. Hún segir að þegar faðir hennar dó hafi heimurinn í kringum hana hranið þar sem hann hafi verið klett- urinn í lífi hennar. Birgitta eyddi heilu ári í að kafa djúpt inn i sjálfa sig. Hún skrifaði og upplifði tilfinn- Birgitta Jónsdóttir fjöllistamaður afsalaði sár forræði dóttur sinnar og eiginmaður hennar og faðir hurfu sporlaust: skapandi úr söknuðinum Eg reyni að gera eitthvað ingar sínar og fann í fyrsta sinn trú og ást gagnvart lífinu. Þegar Birgitta hafði verið gift eig- inmanni sínum, Charles Agli Hirt, í þrjú og hálft ár lét hann sig hverfa og talið er að hann hafi gengiö á Snæ- fellsjökul og fyrirkomið sér þar. Birgitta og Kalli komust að þeirri niðurstöðu að best væri að þau skildu að borði og sæng nokkrum mánuðum áður. „Þó við hefðum ver- ið ástfangin gerðum við okkur grein fyrir að við voram að vaxa hvort frá öðru. Við skildum en bjuggum samt í sömu íbúð og unnum að því að byggja upp vinskap okkar. Hann er besti vinur sem ég hef nokkurn tím- ann átt. Svo fór aö hann sagði mér ekki alveg satt, það er að hann var ennþá ástfanginn af mér. Þegar við höfðum verið skilin að borði og sæng í hálft ár varð ég ástfangin af öðram manni. Kalli tók það greinilega mjög nærri sér og ákvað að láta sig hverfa. Hann skildi eftir sig bréf þar sem ljóst var að hann væri farinn í lang- an leiðangur og kæmi aldrei aftur. Það var ofsalega sárt þar sem þetta ýfði upp allar tilfinningar mínar frá því pabbi hvarf. Ég veit ekki af hverju hann kaus að gera þetta á sama hátt og pabbi.“ segir Birgitta. Birgitta segist hafa kvatt fóður sinn og eiginmann í jarðarfor náins vinar og þá hafi henni loksins fund- ist að þeir væru látnir og kæmu ekki aftur. Forðast gróusögur „Tilfinningarnar koma frá manni sjálfum og þegar einhver deyr syrgir maður ekki vegna þess að manneskj- an er dáin heldur vegna þess að mað- ur saknar hennar. Birgitta ákvað að láta sig hverfa úr Reykjavík til þess að forðast gróusögur en fólk getur orðið mjög rætið þegar svona gerist, segir hún. „Ég treysti mér ekki til þess að vera ein í bænum og borga húsaleigu og setja Neptúnus í heils dags dag- vistun. Ég bjó með þeim manni sem ég felldi hug til á Skriðuklaustri um tíma en hann var sonur ráðsmanns- ins þar. Þar var mér og Neptúnusi tekið opnum örmum og foreldrar hans hafa reynst syni mínum sem afi og amma. Birgitta lenti f erfiðleikum og var eins og draugur í kerfinu eftir að Kalli dó en þegar manneskja hverfur getur það tekiö upp undir heilt ár að hún verði úrskurðuð látin og olli það talsverðum erfiðleikum fyrir Birg- ittu. „Ég held að ég hafi verið í ein- hvers konar taugaáfalli þegar ég kom að Skriðuklaustri en ég læt yfirleitt ekkert buga mig. Ég reyndi að vinna úr mínum málum sjálf en það tók að sjálfsögðu lengri tíma heldur en ef ég hefði leitað eftir aðstoð. Ég ákvað því að eignast barn með sambýlismanni mínum til þess að aldursmunur væri ekki mjög mikill á milli bamanna. Aðstæðumar til þess að verða ófrísk voru að sjálfsögðu ekki þær bestu vegna tiífinningalífs míns eftir dauða Kalla,“ segir Birgitta. Engin álög Hörmungamar tóku ekki enda en stuttu eftir að Birgitta varð þunguð dó afi hennar sem bjó í Danmörku. Hann dó mjög fallegum dauðdaga, var að syngja við opnun á málverka- sýningu þegar hann hneig niður. Nokkrum dögum eftir það lenti móð- ir hennar í miklu bílslysi þar sem kjálki hennar fór í þrennt og kinnin rifnaði frá munnviki og aftur ásamt þvi að hryggjarliður splundraðist. Bergþóra er óvinnufær eftir slysið og getur ekki sungið lengur. Birgitta lenti einnig í bílveltu í sömu viku en meiddist ekki mikið. „Það era engin sérstök álög á mér og minni fjölskyldu, við ætlum okk- ur bara að læra svona mikið í þessu lífi. Hver einasti hlutur sem ég geng í gegnum gefur mér innsýn í annað fólk. Ég hef mikinn áhuga á öðra fólki og mér finnst mannveran stór- kostlegt fyrirbæri. Það er allt of oft einblínt á það sem illa fer hjá fólki í staðinn fyrir það góða. Allt sem ég geng í gegnum hefur þann tilgang að þroska mig og gera mig að betri manneskju. Ég skrifa betri ljóð eftir því sem ég lendi í fleiri áfollum. Fyrst og fremst hef ég þá skoðun að lífið sé skemmtilegt og uppfullt af tækifæram,“ segir Birgitta. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.