Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 26
34 imm LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 B lV Ég ætla aldrei aftur í megrun: f Arni hefur losnað við 28 kg á hálfu ári - markmiðið er 99 kg kjörþyngd fyrir 1. júní Hinn 10. ágúst sl. steig Ámi Sig- urðsson, 29 ára gamll Reykvikingur, á vigtina sem oftar. Hann var 156,6 kg. Þar með var hann kominn aftur upp í þá þyngd sem hann var í þeg- ar hann hóf megrun árið 1988. Sú megrun stóð langt fram á næsta ár og þegar henni lauk hafði Ámi lést um 60 kg og stóð þá i 100 kg. Óneit- anlega stórglæsilegur árangur hjá honum. Hinn 10. ágúst sl. varð Ámi hins vegar að horfast í augu við það að allur fyrri árangur var tapaður. „Ég fann svo greinlega að þessi þyngd og meðfylgjandi líkamlegt ástand var farið að há mér verulega. Gilti það bæði í einkalífi og í starfi," sagði Árni Sigurðsson þegar við ræddum við hann. Ég var alltaf of feitur, alveg frá því að ég var ungur strákur. Þess vegna veit ég að svona ofurþungi veldur því að maður missir sjálfstraustið. Ég veit líka að annað fólk fær gjaman ranga mynd af feitu fólki. Ómeðvitað álítur fólk hinn feita bæði latan og væmkær- an. Sumir sjá þar líka einhvern taumlausan munaðarsegg. Meira og minna er þetta auðvitað ómeðvitað sem fólk metur hina feitu á þennan hátt. Ég veit hins vegar að þetta mat er alls ekki rétt svona yfirleitt og sjálfur tel ég mig ekki í hópi hinna lötu og værukæru mun- aðarseggja og vil ekki líta þannig út í augum annars fólks. Staða mín i ágúst sl. var orðin þannig, hvort sem mér líkaöi betur eða verr, að komið var að tímamót- um. Ætlaði ég, 29 ára gamall maður- inn, að sætta mig við það til fram- búðar að eiga í erfiðleikum með að ganga upp stiga? Ætlaði ég að sætta mig við þær horfur að geta innan fárra ára ekki reimað skóna mina hjálparlaust. Ætlaði ég að sætta mig við það líf að fara úr rúminu á morgnana og aka síðan í vinnuna Til sðlu Chevrolet Blazer LT árg. ’95 Búnaður m.a.: 6 cyl 4,3 Vortec vél, 4 þrepa sjálfskipting, leðurklædd innrétting, ABS, loft- púði, CD, álfelgur, ek. aðeins 17 þús. km. Verð kr. 3.250,- Ath. skipti og/eða lán. Nánari uppl. í síma 896-6612 eða 555-3773 „Ég átti von á því í byrjun að Árni mundi tæplega endast lengur en í tvær til þrjár vikur en það er því miður oftast raunin þegar menn ætla að taka sér hressilegt tak eins og Árni byrjaði á í ágúst sl.,“ sagði Björn Leifsson, forstjóri World Class. Myndin er af því þegar Björn vigtaði Árna Sigurðsson fyrr í þessari viku. í Ijós kom að 28 kg takmarkið hafði náðst og ekki tapast aftur í jólasælunni. Vigtin sýndi 127,6 kg. Stefna Árna er sú að hinn 1. júní nk. verði hann kominn niöur í 99 kg. DV-mynd Hilmar Þór Aukin ökuréttindi Leigubifreið Vörubifreið Hópbifreið Ökuskóli S.G. Suðurlandsbraut 16, óskar nemendum sínum gleðilegs árs og gæfu í umferðinni á nýbyrjuðu ári. Fyrstu námskeiðin á nýju ári verða haldinn í Revkiavík og Keflavík Náskeiðin hefjast mánudaginn 20. janúar kl: 18:00 ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í símum 581-1919 og 892-4124 LEIGDBIRREID - VORUBIFREID - HÚPBIFREID þar sem ég sæti allan daginn. Og að því loknu færi ég heim þar sem ég dytti sitjandi eða liggjandi i sófann við sjónvarpið, þar sem ég væri þar til ég brölti inn í rúm? Niðurstaðan var sú, að svar mitt var nei. Ég vildi ekki sjá fram á svona líf gæti ég fundið leið til aö koma í veg fyrir það með einhveij- Umsjón Ólafur Geirsson um hætti,“ sagði Ámi Sigurðsson. Hann sagðist hafa fundið að hon- um var ofboðið og raunar líka hans nánustu. „Ég fann að tími var kom- inn til aðgerða. Megrun hafði ég reynt eins ég sagði áður. Sú aðferð dugði mér greinilega ekki. Hvað var þá eiginlega til ráða? Ámi Sigurðsson sneri meðvitað við blaðinu. Hann ákvað að taka upp nýjan lífsstíl. Það byggðist m.a. á því að hann ákvað að fara ekki í megrun, sem er vissulega djörf ákvörðun hjá manni, sem er tæp 160 kg um það bil 60 kg fyrir ofan kjör- þyngd. Það var siðan 10. ágúst sl. sem Ámi Sigurðsson steig á vigtina í Líkamsræktinni World Class og fékk formlega staðfestingu þess hjá Bimi Leifssyni framkvæmdastjóra að þyngdin væri 156,6 kg. í dag hinn 10. janúar hefur Ámi lést niður í 127 kg. _ „Ég setti mér meðvitað markmið, sem fólst í því að missa 28 kg fyrir árslok og það tókst mér að standa við. Nú stefni ég að því að vera orð- inn 99 kg hinn 1. júni nk.,“ sagði Ámi. „Þetta hefur verið mikið starf og oft erfitt, sérstaklega í byrjun en sá árangur, sem ég hef þegar náð, styrkir mig mikið.“ Trimmsíða DV ætlar að fylgjast vel með Áma Sigurðssyni á næstu vikum og mánuðum. Mun honum takast að ná markinu? Verður hann kominn niður í 99 kg hinn 1. júní nk.? Við fylgjumst spennt með gangi mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.