Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 48
KÍN
H
ÞrefaMw
1. uímdngur
Vertu viðbúín(n) vinningi
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tðkum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblaö
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
Læknadeild:
Níu nemar í
viðbót kom-
' ist áfram
„ Tillaga fulltrúa stúdenta í há-
skólaráði er sú að þessir níu nem-
endur fari áfram og næstu níu líka.
Þá er tryggt að þetta skaði ekki þá
sem hefðu komist áfram ef mistökin
hefðu ekki átt sér stað,“ segir Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson, fonnaður
stúdentaráðs Háskóla íslands,
vegna þeirra mistaka sem urðu við
tímavörslu í efnafræðiprófl á fyrsta
ári í læknadeild í desember.
20 nemendur fengu lengri tíma en
aðrir til að ljúka prófinu og af þeim
voru níu með 30 efstu á prófinu og
komust áfram í læknisfræðinni. Ef
tillaga fulltrúa stúdentaráðs nær
fram að ganga komast 39 nemendur
áfram í læknisfræði.
Læknadeild Háskóla íslands mun
taka ákvörðun í næstu viku og gefa
námsmönnunum níu, sem um ræð-
ir, kost á að tjá sig um þá ákvörðun.
Málið verður síðan tekið fyrir á há-
skólaráðsfundi eftir tvær vikur.
„Rektor hefur verið falið að halda
þessum níu nemendunum níu upp-
lýstum um gang mála á meðan og
gefa þeim kost á því að sækja fyrir-
lestra þó að þeir séu ekki formlega
þomnir inn í áframhaldandi nám í
deildinni," segir Vilhjálmur. -RR
Stóriðjumengun:
Kjalnesingar
áhyggjufullir
Hreppsnefnd Kjalarneshrepps
tekur undir áhyggjur íbúa við Hval-
fjörð vegna hugsanlegrar mengrmar
og hvetur til varkárni. Svæðið sé
mikilvægt vegna matvælafram-
leiðslu, útiveru og landbúnaðar.
í ályktun hreppsnefndarinnar
segir að nefndin sé áhyggjufull
vegna frétta af mengun frá Jám-
blendiverksmiðjunni og beinir því
til iðnaðar- og umhverfisráðherra
að þeir beiti sér fyrir úrbótum í
mengunarvömum og eftirliti með
stóriðju. -SÁ
Bláfjöll:
Nægur snjór
„Það er nægur snjór i Kóngsgili
og önnur stólalyftan í gangi. Skíða-
færið er gott en harðfenni svo
brettamenn eru e.t.v. ekki ánægð-
ir,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, um-
sjónarmaður með skíðasvæðinu í
Bláfjöllum, sem hefur verið opið
alla daga frá 3. janúar. Hann býst
við fjölmenni um helgina ef veðrið
verður gott. -ingo
Fáheyrð dómsathöfn í „stóra hassmálinu“ fyrir héraðsdómi:
Fíkniefnalög-
reglan krefst að
lögmaður víki
- telur að hann hafi ekki rækt starf sitt sómasamlega
Sá fáheyrði atburður gerðist í
gær að fíkniefnadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík krafðist þess í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur að verjandi
grunaðs manns í fikniefnamáli
viki úr starfi sínu. Um er að ræða
lögmann eins hinna grunuðu í
stóra fíkniefnamálinu þar sem
m.a. var lagt hald á 20 kíló af hassi
og verulegt magn amfetamíns og
alsælu. Ástæðan fyrir kröfu lög-
reglunnar er sú að hún telur að
lögmaðurinn „ræki ekki starf sitt
sómasamlega".
Krafan var lögð fram um leið og
farið var fram á framlengingu
gæsluvaröhalds yfir skjólstæðingi
lögmannsins, einum af fjórum ís-
lendingum í málinu, en tveir Hol-
lendingar sitja einnig inni.
Svo fór að héraðsdómur hafnaði
kröfu lögreglunnar um að lögmað-
urinn viki. Dómurinn féllst hins
vegar á kröfu hennar um fram-
lengingu gæsluvarðhalds og úr-
skurðaði manninn í hald til 7.
febrúar.
Fíkniefnadeildin undi ekki nið-
urstöðu dómsins varðandi lög-
manninn og kærði hana til Hæsta-
réttar. Lögmaðurinn, fyrir hönd
skjólstæðings síns, kærði sömu-
leiðis gæsluvarðhaldsúrskurð
dómsins til Hæstaréttar. Búast má
við að Hæstiréttur taki afstöðu til
beggja kæranna eftir helgi. -Ótt
Lestrar-
hestar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti verðlaun í Mími, stóru norrænu lestrarkeppninni. Verðlaunafhend-
ingin fór fram við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu á föstudag. Hér sést forsetinn afhenda verðlaun í yngsta ald-
urshópnum en verðlaun voru veitt fyrir lestur og bestu veggspjöldin sem nemendur í grunnskólum unnu í tengslum
Við Mími. DV-mynd BG
Færeyskur togari:
íslendingur
lést og tveir
Færeyingar-
slösuðust
Þrjátíu og eins árs Islendingur,
búsettur í Færeyjum, lést eftir
vinnuslys sem varð um borð í fær-
eyska togaranum Fonix um klukk-
an níu í fyrrakvöld. íslendingurinn
og tveir Færeyingar urðu fyrir vír
þar sem þei voru að vinna á dekki
togarans. Vírinn slitnaði þegar
verið var að hífa gamlan vír úr
sjónum. Mennirnir voru strax flutt-
ir á sjúkrahús á Suðurey.
Um miðnætti í fyrrakvöld var ís-
lendingurinn síðan fluttur með
þyrlu á Landssjúkrahúsið í
Þórshöfn þar sem hann lést í gær-
morgun. Hann hlaut mikla áverka á
líkama en samkvæmt upplýsingum
fréttamanns færeyska útvarpsins,
sem DV ræddi við í gærkvöld,
sluppu Færeyingarnir mun betur og
voru þeir útskrifaðir af sjúkrahúsi í
gær. íslendingurinn lætur eftir sig
færeyska konu og tvö börn í
Færeyjum. Hann átti að auki eitt
bam á íslandi. -sv
Reykhólar:
Þangsláttur
um miðjan
vetur
„Við erum núna að þurrka þang
sem var slegið um síðustu helgi.
Menn fullyrða að það sé einsdæmi
að þang sé slegið hér í janúar.
Vanalega byrjar þangsláttur ekki
fyrr en í apríl og stendur fram 1
október eða nóvember en það fer
eftir tíðarfari. En í janúar hefur
þang aldrei fyrr verið slegið," sagði
Guðjón Guðmundsson, starfsmaður
í þörungaverksmiðjunni á Reykhól-
um, í samtali við DV.
Það er auðvitað þetta góða tíðar-
far sem gerir það mögulegt að slá
þangið á þessum árstíma. Guðjón
sagði að í fyrravetur hefði þang-
sláttur byrjað í mars vegna þess
milda vetrar sem þá var. Það var
líka einsdæmi og nú væri bara febr-
úarmánuður eini mánuðurinn sem
þang hefur ekki verið slegið í.
Guðjón Guðmundsson sagði að
yfir vetrarmánuðina, þegar ekki er
hægt að slá þang, væri verið að
þurrka þara og það væri gert um
þessar mundir. Þangið sem slegið
var um síðustu helgi var ekki
meira en einn farmur.
ER KANNSKI HÆGT A£>
FÁ FÍKNÓ TIL AÐ SKRIFA
UPP Á VÍXIL?
Veðrið um helgina:
Breyti-
leg átt
Um helgina má búast við
breytilegri átt eða kalda. Það
verða smáél norðaustanlands en
víða annars staðar verður frost.
Hitastigið verður á bilinu -8-1
stig.
Veðrið í dag er á bls. 49.
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt-2pa
íslenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær línur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443