Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
Neytendur
Verðkönnun á þorramat og innihald þorrabakkanna:
Þorrabakkarnir bæði
margir og misjafnir
- oft mikill verðmunur á þorramat í lausu
Þorrinn byrjar í dag en væntan-
lega hafa margir beöið dagsins meö
óþreyju. Þorramatur hefur verið í
boði í mörgum verslunum alla vik-
una þó sumar þeirra bíði til dagsins
i dag með að bjóða sérstök kjör á
bökkum eða súrmat i lausu.
Við höfðum samband við nokkra
stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu
og tvö veitingahús til að forvitnast
um verð, þyngd og innihald á
þorrabökkunum. Þeir eru eins mis-
jafiiir og þeir eru margir og því
ómögulegt aö bera eingöngu verðið
saman. Það er hins vegar hægt með
súrmat í lausu sem fæst í kjötborð-
um stórmarkaðanna og niðurstað-
an úr slíkri verðkönnun birtist í
grafi hér á síðunni. Eini aðilinn
sem átti til einhvem hval var Pott-
urinn og pannan en birgðirnar eru
litlar og einungis um að ræða
hrefnurengi.
Innihald bakkanna:
Hagkaup:
500 g bakki frá Kjamafæði á 677
kr.: hangikjöt, reyktir bringukollar,
saltkjöt, magádl, hrossabjúga,
hákarl, harðfiskur, svínasulta, súr
sviðasulta, súrir bringukollar, súrir
lundabaggar, súrir hrútspungar,
rúgbrauð, flatbrauð, kartöflusalat
og smjör.
1.000-1.200 g bakki frá KEA á
1.059 kr.: sama innihald en helmingi
meira.
10-11:
500 g bakki frá KEA á 498 kr.:
sviðasulta (súr og ný), súrir lunda-
baggar, súrir bringukollar, hangi-
kjöt, saltkjöt, soðið lambakjöt, mag-
áll, hákarl, harðfiskur, flatbrauð,
rúgbrauð og smjör.
1 kg bakki frá KEA á 902 kr.:
sama innihald, bara helmingi
meira.
Fjölmargir landsmenn hafa beöiö dagsins I dag meö óþreyju, þ.e. upphafi þorrans. Þá telst viö hæfi aö úöa í sig gam-
aldags mat, jafnt súrum sem ósúrum. DV-mynd BG
Fjarðarkaup:
600 g bakki frá Kjamafæði á 598
kr.: kartöflusalat, hákarl, harðfisk-
ur, hangikjöt, reyktar bringur, salt-
kjöt, magáll, reykt hrossabjúgu,
sviðasulta (súr og ósúr), svínasulta
Verðmunur
- súrmatur í
Lundabaggar
á þorramat
lausu kr/kg -
Hrútspungar
Lægst
Hæst
Lægst
Bringukollar
Sviðasulta
; Hæst
Lægst
Lægst
1.069
Hæst
1.098
Hæst
Blóðntör
Ufrarpylsa
Lægst
Hæst
Lægst
Sviðakjammar
Hðkart
Lægst
Hæst
Lægst
Hæst
Hæst
OV
(súr og ósúr), súrar bringur, súrir
lundabaggar, súrir hrútspungar,
rúgbrauð, flatbrauð og smjör.
1.250 g bakki frá Kjamafæði á
1.198 kr.: sama innihald, bara helm-
ingi meira.
500 g bakki frá KEA á 712 kr.:
hangikjöt, lambasteik, saltkjöt,
sviðasulta, magáll, hákarl, smjör,
harðfiskur, súrir hrútspungar, súrir
bringukollar, súr sviðasulta, súrir
lundabaggar.
1.000 g bakki frá KEA á 1.288 kr.:
sama innihald, bara helmingi
meira.
500 g bakki með eing. súrmat á
280 kr.: lundabaggar, sviðasulta,
svínasulta, bringukollar og
hrútspungar.
Nóatún:
500 g bakkar með súrmat á 299
kr.: hrútspungar, lundabaggar,
bringukollar, slátur og sviðasulta
(líka ný).
1.000-1.100 g bakki á 849 kr.: sama
og á þeim minni, að viðbættri grísa-
sultu (súr og ný), hangikjöti, rúg-
brauði, smjöri og harðfiski.
500 g bakki frá KEA á 712 kr.:
sviðasulta (súr og ný), súrir
hrútspungar, súrir lundabaggar,
súrir bringukollar, hangikjöt, salt-
kjöt, lambakjöt, magáll, hákarl,
harðfiskur, flatbrauð, rúgbrauð og
smjör.
1.000 g bakki frá KEA á 1.288 kr.:
sama innihald, helmingi meira.
Súrmatur frá Borgamesi á 1.051 kr.
kg: bringukollar, lundabaggar, sviða-
sulta, grísasulta og hrútspungar.
Súrmatur frá Borgamesi á 1.161
kr. kg: sama og á hinum, að við-
bættu hangikjöti.
Bónus:
500 g bakki frá KEA á 299 kr.: súr
sviöasulta, súrir hrútspungar, súr-
ir lundabaggar, súrir bringukollar,
hangikjöt, saltkjöt, lambakjöt, mag-
áll, sviðasulta, hákarl, harðfiskur,
flatbrauð, rúgbrauð og smjör.
900 g bakki frá KEA á 549 kr.: súr
sviðasulta, súr svínasulta, súr blóð-
mör, súrir lundabaggar, magáll, súr
lifrarpylsa og súrir hrútspungar.
2 1 fötur með súrmat frá SS á 849
kr.: hrútspungar, lundabaggar,
bringukollar, sviðasulta, lifrarpylsa
og hrútspungar.
Kaupgarður í Mjódd:
500 g bakki frá KEA á 712 kr.: rúg-
brauð, hákarl, flatbrauð, hangikjöt,
súrir lundabaggar, sviðasulta (súr
og ný), hrútspungar, hákarl, harð-
fiskur og smjör.
1.000 g bakki frá KEA á 1.288 kr.:
sama innihald, bara helmingi meira.
Súrmatur á 1.095 kr. kg frá Kjöt-
umboðinu: hrútspungar, lunda-
baggar, bringukollar, blóðmör og
sviðasulta.
Múlakaffi:
1.200 g bakki (fyrir tvo) á 1.790
kr.: hrútspungar, súr sviðasulta,
súrir lundabaggar, blóðmör, súr
lifrarpylsa, hákarl, hangikjöt, harð-
fiskur, rúgbrauð, flatbrauð, síld,
rófustappa, ítalskt salat og smjör.
Trog fyrir 5 eða fleiri, 1.490 kr.
fyrir manninn: sama innihald og á
bakkanum auk eftirfarandi: ný
sviðasulta, sviðakjammar, 3 teg.
síldarsalat, heitt saltkjöt, kartöflur,
uppstú og heitur pottréttur með
meðlæti ef óskað er.
Potturinn og pannan:
Þorrabakki fyrir fjóra eða fleiri á
1.190 kr. fyrir manninn: sviðasulta
(súr og ný), hrútspungar, bringu-
kollar, limdabaggar, súr blóðmör og
súr liffarpylsa, hangikjöt, harðfisk-
ur, hákarl, flatbrauð, rúgbrauð,
smjör, ítalskt salat og síld (hlutfall
súrmatar að óskum hvers og eins).
Þorrabakki á 1.390 kr. fyrir mann-
inn: sama innihald, auk sviða-
kjamma, saltkjöts, uppstús og kart-
aflna. -ingo
Smðauglýilngar
rro
Mnaooo
Dstarnir í nýjum umbúðum.
sömu vörunúmerum og áður.
Eina breytingin er sú að í stað
þess aö nota glæra plastfilmu og
límmiða er plastfilman nú
áprentuð.
Litirnir sem voru á limmiðun-
um voru lagðir til grundvallar í
nýju umbúðunum. Þannig er
Brauðostm- í rauðum umbúðum,
Gouda í gulum (17%) og vínrauð-
um (26%), Óðalsosturinn í græn-
um umbúðum og Maribo í blá-
um.
Ostasneiöarnar.
ostasneiðanna er talin batna
verulega í umbúðum af þessu
tagi því þær haldast ferskari og
verða síður fýrir hnjaski.
Á bakkanum eru 8 sneiðar, 14
g hver, og nú á að vera mun auð-
veldara aö ná þeim í sundur.
-ingo
Nýjar osta-
umbúðir
Dala Brie í
ostaöskju
Sneiðar á
plastbakka
Breytingin á umbúðum osta-
sneiðanna er líklega mesta bylt-
ingin því í stað einfaldra plast-
umbúða er ostasneiðunum nú
raðað á stífan plastbakka sem
síðan er pakkað í
plastfilmu. Öll
meðhöndlun
Vinsælustu föstu ostamir fara
um þessar mundir að birtast í
nýjum umbúðum í verslunum.
Hér er um að ræða Brauðost,
Gouda 17% og 26%, Maribo og
Óðalsost.
Ostamir
sömu
stærðum
Dala Brie hefur nú verið sett í
nýjar 200 g umbúðir sem sýna
betur form ostsins sjálfs. Um er
að ræða vín-
rauða og
Nýju öskjurnar.
smekklega ostaöskju sem talin
var hæfa betur markaðsstöðu og
ímynd ostsins hjá neytendum.