Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Fréttir Mesta magn anabólskra stera sem fundist hefur á Keflavíkurflugvelli: 32 þúsund steratöflur fundust í farangri - eigandinn tengist rekstri líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lagði hald á um 32 þúsund steratöflur sem fundust í Mackintoshdósum í farangri konu í reglubundnu eftirliti á flugfarþeg- um í síöustu viku. Þetta er mesta steramagn sem tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli hefur lagt hald á, samkvæmt upplýsingum DV. Karlmaður sem tengist líkams- ræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu kom með sömu flugvél og konan. Hann var einnig handtekinn þegar böndin fóru að berast að honum og er hann grunaður um að eiga þetta mikla magn efnis sem hafði fundist. Fólkið var að koma frá London. í fyrstu vildu maðurinn og konan ekki viðurkenna að þau könnuðust hvort við annað. Steramir fundust undir lagi af Mackintoshsælgæti í dósum í farangri konunnar. í far- angri mannsins fundust hins vegár þeir molar sem upp á vantaði í því plássi sem steramir tóku í dósum konunnar. Þar var einnig brjósta- haldari hennar. Þegar þetta lá fyrir viðurkenndi fólkið að hafa verið saman. Rannsóknarlögregla ríkisins fékk málið í sínar hendur og það er nú talið að miklu leyti upplýst. Fólkinu var sleppt eftir að fyrir lá hver hefði átt efhið og staðið að innflutningi þess, það er maðurinn. Steratöflum- ar sem tollgæslan fann vógu rúm fjögur kíló. Ekki litiö á stera sem ftkniefni Hér á landi er ekki litið á stera sem fíkniefni ef mið er tekið af ís- lenskum lögum. Innflutningur stera er reyndar ekki óheimiU með öllu. Þetta er ólíkt því sem tíðkast ann- ars staðar, t.a.m. í Danmörku. Þetta hefur verið umdeilt og hafa ýmsir forsvarsmenn tollayfirvalda og full- trúar í löggæslukerfinu m.a. lýst yfir vonbrigðum sinum með þessa staðreynd. Dæmi em um að Hæsti- réttur íslands hafi lækkað refsingar sem héraðsdómarar hafa dæmt inn- flytjendur mikils magns af steratöfl- um í. -Ótt/ÆMK Ólafsfjörður: Sæunn Axels leigir hrað- frystihúsið DV, Ólafsfirði: Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hef- ur veriö tekið á leigu til næstu fimm ára og er leigutaki saltfisk- verkunin Sæunn Axels ehf. í Ólafsfiröi. Hraðfrystihúsið hefur sem kunnugt er veriö lokað um skeið en forráðamenn Sæunnar hyggjast koma rekstrinum í gang aftur í breyttri mynd. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði ráðnir á næstu vikum. „Við höfum tröllatrú á þqssum rekstri og viljum láta gott af okkur leiða. Að sjálfsögðu verða áherslu- breytingar á rekstrinum en núna er fullsnemmt að segja nákvæmlega til um það, enda blekið varla orðið þurrt á samningnum. Ég viður- kenni þó að við erum með fastmót- aðar hugmyndir en eigum eftir að fínpússa þær. Þetta kemur allt í ljós innan tíðar,“ sagði Ásgeir Logi Ás- geirsson hjá Sæunni Axels í samtali við DV aö lokinni undirskrift á laugardag. -HJ Slasaðist á Raufarhöfn: Sjúkrabíllinn ónegldur og van- hæfur til flutn- ings Kona á sjötugsaldri datt illa í hálku fyrir utan íbúð sína á Raufar- höfn sl. laugardag og handleggs- brotnaði. Það sem vekur athygli við þetta óhapp er að ekki var hægt að flytja konuna burtu af staðnum á sjúkrahús á Húsavík þar sem sjúkrabíllinn á Raufarhöfn var van- búinn til vetraraksturs, á ónegldum dekkjum. Segja má að það hafi veriö kon- unni til happs að áætlunarflug á föstudag frestaðist til laugardags sökum veðurs og var konan flutt með flugi til Akureyrar. Frá slys- stað á heilsugæslustöðina og þaðan á flugvöllinn var konunni ekið í venjulegum skutbíl. Raufarhafnarbúar sem DV ræddi við í gær voru mjög óánægðir meö ástand sjúkrabílsins sem rekinn er af Rauða-kross deildinni á staðnum. Ökumaöur bilsins sagði við DV að hann hefði fyrir löngu verið búinn aö benda yfirmönnum sínum á þetta. Það yrði hins vegar sitt fyrsta verk í dag að koma negldum vetrar- dekkjum undir bilinn. -bjb íslenski togarinn frá Siglufiröi losnaöi úr kyrrsetningu: Laumufarþeginn bað um vinnu á Siglfirðingi - voru í „rjómablíðu og 20 stiga hita“ út af Máritaníu í gærkvöldi Það var 23 ára atvinnulaus fjöl- skyldumaður af spænskum upp- runa, sem ætlaði að sjá sjáifum sér, konu og sjö ára syni farborða meö sjómennsku, sem reyndist vera laumufarþeginn um borð í togaran- um Siglfirðingi í síðustu viku. Skip- ið lét úr höfn á föstudagskvöld eftir að utanríkisráöuneytið hér heima hafði „barist með kjafti og klóm“ við að losa skipiö úr kyrrsetningar- prísundinni, eins og Gunnar Júlíus- son útgerðarmaður orðaði það í samtali við DV. í gærkvöldi barst honum skeyti frá togaranum - allir voru mjög glaðir í „rjómablíðu og 20 stiga hita“. Togarinn var staddur vestur af Cape Timirs i Máritaníu á leiðinni til fyrirheitna landsins - Namibíu. Siglingin tekur 22 daga. Gunnar sagði að togarinn hefði komið til Las Palmas á Kanaríeyj- um á þriðjudagskvöld til aö taka vistir á leiðinni frá íslandi til Namibíu þar sem skipið verður gert út á rækjuveiðar a.m.k. næstu sex mánuði. Kostur var tekinn um borð og fóru skipverjar í land um kvöld- ið. Á hádegi á miðvikudag var síðan látið úr höfn. Á miðnætti sama kvöld fannst síðan framangreindur fjölskyldufað- ir sem hafði falið sig undir spili úti á dekki. Hann bað um vinnu og sagðist hafa komið um borð i þeim tilgangi. íslendingamir tóku at- vinnuumsókninni hins vegar held- ur fálega. Nú var ákveðið að snúa skipinu við til Las Palmas en þegar þangað kom á fimmtudag kom babb í bát- inn*- maðurinn var vegabréfslaus og neituðu yfirvöld að taka við hon- um. Skipið var kyrrsett og var ætl- unin að hafa réttarhöld í málinu í dag, mánudag. íslenska utanríkis- þjónustan hafði síðan veg og vanda af því fyrir helgi að hiutast til um að hafa samband viö landstjóra eyj- anna og fékkst diplómatísk lausn í málinu á fóstudag. Stjómvöld tóku við manninum og hélt togarinn síð- an til Namibíu um kvöldið. 15 menn eru i áhöfn Siglfirðings, flestir fjölskyldumenn frá Siglufiröi. Gunnar útgerðarmaður sagði að verið gæti að skipið yrði 2-3 ár við rækjuveiðar í Namibíu. Næstu sex mánuðir mundu skera úr um fram- haldið. Gert verður út frá Walvis Bay. -Ótt Árekstur við Gullinbrú Tveir bílar lentu í hörðum árekstri við Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis á laugardag. Ökumaður annars bílsins og farþegi í hinum, 3 ára stúlka, vora flutt á slysadeild. Stúlkan hlaut höfuðhögg og hnykk á háls og bak. Bílstóll sem hún sat í forðaði henni frá frekari meiðslum. Betur fór en á horfði í þessum árekstri en bílamir era báðir mjög mikið skemmdir. -bjb Ekið á dreng á Akureyri: Ökumaður fór af vettvangi Síödegis í gær var ökumaður bif- reiðar enn ófundinn sem fór af vett- vangi eftir að hafa ekið á 13 ára gamlan dreng sem var á gangi á Þingvallastræti, milli Mýrarvegar og Byggðavegar, um kl. 20 á laugar- dagskvöld. Drengurinn fótbrotnaði en bilnum var ekið utan í hann. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri biður þá sem voru á ferð um Þingvallastræti á þessum tima, svo og hugsanleg vitni að atburðinum, að hafa samband við lögreglu. -bjb Húsfyllir var f Keflavíkurkirkju f gær þegar minningarathöfn fór fram um félagana Júlíus Karisson, sem fæddur var óriö 1979, og Öskar Halldórsson, sem fæddur var árib 1980. Þrjú ár eru nú iibin frá því ab þeir hurfu. Einnig var far- ib meb krans ab minnlsvarba horfinna f kirkjugaröinum f Keflavík. Þar var haldin bænastund. Prestarnir séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur f Keflavfk, og Sigfús B. Ingvarsson abstobarprestur sáu um minningarathöfnina. DV-mynd Ægir Már Stuttar fréttir Brot a Akraborg Sex bílar skemmdust lítils hátt- ar þegar brot kom á Akraborgina í gær á leiöinni til Reykjavikur í ólgusjó. Farþega sakaði ekki og engar skemmdir urðu á skipinu. 200 ó Felgunni Um 200 manns komu saman í veit- ingahúsinu Felguimi á Patreksfirði um helgina. Samkvæmt frétt Bylgj- unnar lék vertinn, Sigurður Pálsson, á hljóðfæri ásamt tónlistarkennar- anum á staönum við góðar undir- tektir. Sigurður fer enn ekki úr húsi, samkvæmt ráði lögmanns síns. Flug lá niðri Sökum óveðurs og ókyrrðar í lofti lágu flugsamgöngur niðri í gær. Reiknað er með að flugið komist í samt lag í dag ef marka má veðurspá. Ný verksmiðja HB Ný og fuUkomin fiskimjölsverk- smiðja í eigu Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi var tekin í notkun á laugardag. Samkvæmt RÚV er þetta afkastamesta verk- smiðja sinnar tegundar á landinu. Iðnó enn ónotað Iðnó stendur enn autt og ónot- að, sjö árum eftir aö Leikfélag Reykjavíkur flutti þaðan í Borgar- leikhúsið. Samkvæmt Stöð 2 hef- ur ný byggingamefnd hússins ekki enn komið saman. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.