Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 17 Fréttir Skagafjörður: Uppgangur í loödýrabú skap og búum fjölgar DV, Fljótum: Tíu loðdýrabú bættust við í Skaga- firði á síðasta ári og var þá alls 21 bú komið með loðdýr í héraðinu í árs- lok. Þeir sem voru að byrja aftur nota nær eingöngu hús sem byggð voru á síðasta áratug þegar hvað flestir byijuðu í þessari búgrein en í nokkrum tiifeflum eru nýir aðflar að hefja loðdýrarækt. Talsverð söluaukning varð hjá fóðurstöð Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári. Alls voru seld um tvö þúsund tonn sem er um 450 tonna aukning frá 1995. Auk búanna í Skagafirði voru í viðskiptum við stöðina eitt bú í A-Húnavatnssýslu og tvö bú í Borgarfirði. Þá er líklegt að tvö bú í V-Húnavatnssýslu, sem - alls 21 bú í héraðinu nýbyrjuð eru með loðdýr, bætist fljótt í hóp þeirra sem skipta við stöðina. Að sögn Friðriks Stefánssonar, verkstjóra í fóðurstöðinni, hafa orðið mikil umskipti í fóðursölu frá því að- eins 12 bú voru í viðskiptum þegar minnst varð. Auk þeirra sem bættust við á síðasta ári eru flest eldri búin að bæta við sig dýrum á ný og því er fyr- irsjáanlegt að þörf verður fyrir tals- vert meira af fóðri á þessu ári en því síðasta, einkum síðari hluta ársins. Að sögn Friðriks hefur tfl þessa gengið þokkalega að útvega hráefni í loðdýrafóðrið en það er að stærstum hluta fiskúrgangur. Þó er ljóst að með minnkandi úrvinnslu á fiski í héraðinu verði að sækja úrganginn í meira mæli í önnur héruð. Nú er sótt bæði til Blönduóss og Dalvíkur og væntanlega þarf að leita til Akureyr- ar eftir úrgangi þegar líður á árið. Slæmt var fyrir fóðurstöðina þegar lokaðist fyrir Japansmarkaðinn á hrossakjöti því hrossaúrgangur er eitt það besta hráefni sem fæst í loð- dýrafóður og af því féll talsvert til UTBOÐ Endurnýjun karma fyrir inntaks ristar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði á körmum fyrir inntaksristar Búrfellsstöövar, í samræmi við útboösgögn BÚR-08. Verkiö felst í að útvega allt efni í karmana og smíða, samkvæmt vinnuteikningum verkkaupa. Efnið er aö mestu ryöfrítt stál. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með kl. 13.00, mánudaginn 27. janúar 1997, gegn óafturkræfu gjaldi aö upphæð kr. 3.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar, að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnunar mánudaginn 10. febrúar 1997 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. LANDSVIRKJUN Strandasýsla: Mannlíf og náttúra í Ijós- myndasam- keppni DV, Hólmavík: I ljósmyndasamkeppni, sem hald- in var á vegum héraðsnefndar Strandasýslu á síðasta ári, bárust 160 myndir eftir 19 höfunda. Allt voru þetta myndir af mannlífi og náttúru á Ströndum teknar af heimafólki og litlum hluta þeirra fiölmörgu gesta sem sótt hafa Strandamenn heim á undanfómum árum og voru gestir þeirra sl. sumar. Um var að ræða sex flokka mynd- efnis og var ekki skilyrt að um nýjar myndir væri að ræða. Flokkamir voru: 1. Náttúruperlur á Ströndum. 2. Lífríki náttúrunnar. 3 Menn og mannlif. 4. Minjar um liðna tíð, 5. Maðurinn og hafið og 6. Líf og fiör í sveitinni. Besta mynd keppninnar var valin mynd Jónu Ingibjargar Bjamadóttur Síldarvagnar, í flokknum Minjar um liðna tíð. Verðlaun fyrir bestu mynd- röðina, af hinum aldna og merka Strandamanni og Hólmvíkingi Ein- ari Hansen, í flokknum Maðurinn og hafið, hlaut Ásdís Jónsdóttir. Styrktaraðilar og gefendur verð- Grindavík: Hafnar girðingum landgræðslunnar DV, Suðurnesjum: „Frá síðustu sveitarstjómarkosn- ingum hefur borist reglulega ótrú- legur fiöldi erinda frá Landgræðslu ríkisins, Skógræktarfélagi íslands, Hafnarfiarðarbæ og fleirum þess efnis að banna skuli lausagöngu bú- fiár í landi Grindavikur einnar, leggja girðingar eða koma upp beit- arhólfi," segir í greinargerð bæjar- stjómar Grindavíkur sem hafnar al- farið girðingaáætlunum Land- græðslu ríkisins. „Þrátt fyrir að öllum þessum beiðn- um hafi verið neitað þá virð- ist sem þessir aðilar viti ekki hvað nei þýðir og frábiðjum við okkur fleiri þessara erinda til umfiöllunar á kjörtímabilinu. Ber bæjarstjóra að endursenda þau kurteislega hér eft- ir. Með tflvísun til eignamámsafscds ríkissjóðs á Krýsuvíkurtorfunni til Hafnarfiarðarkaupstaðar þann 24. febrúar 1942 er áskilinn óhindraður umferðaréttur fyrir búpening og aðra umferð og séu þar engar girð- ingar eða umferðarhindranir á þeirri leið,“ segir í greinargerðinni. -ÆMK Breiiffu framfTOinni í gull Gullhúðunarvélar til sölu (rafgyllingarvélar) Aðeins takmarkað magn verður selt hér á landi. Þú gyllir nánast allt s.s. bílamerki, blöndunartæki, hurðar- húna, hnífapör, golfkylfur o.fl. o.fl. Hverri vél fylgir gyllingarefni fyrir ca 30 verk, t.d, 120 bílamerki. Tilvalið fyrir: bílaverkstæði, verslanir, byggingavöruverslanir o.fl. 24 k gullhúð Ásdís Jónsdóttir með myndrööina sem verðlaunuö var. DV-mynd Guðfinnur launa vom Búnaðarbanki íslands, Kaupfélag Steingrímsfiarðar, Bóka- útgáfan Örn og Örlygur og Þjóðsaga ehf. Hugmyndina að þessari ljós- myndasamkeppni sem og öðru sem fengist var við í sambandi við átak í ferðaþjónustu á svæðinu sl. sumar áttu þjóðfræðingamir Jón Jónsson og Rakel Pálsdóttir. -GF Verð á hverri vél er 4.950 $ + vsk. Frábært tækifæri fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir. Upplýsingar í síma 553-1092 og 896-9319 10 ára ábyrgð á vélum IHSÍtöfe roi;s msiain M \ rm iii i i k i.i i id i t SrjðlllSMýSM Máiiis DREIFINGARAÐILI: Ríkiskaup i Borgartúni 7 § 105 Reykjavík i Sími: 552 6844 § Bréfasími: 562 6739 FOftfi/KTlSlUfniNEVnf) • Btjórnsýslulögin - skýringarrít • Upplýsingalögin - keiuiilurit • Uppiýsingalögin ásumt grelnargerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.