Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Fréttir i>v Aldarafmæli byggðar á Höfn í Hornafirði í ár: Hátíðahöld allt árið og 100 norsk seglskip væntanleg DV, Höfn: í ár munu Homfirðingar minnast þess að 100 ár eru liðin frá upphafl byggðar á Höfn í Homafírði. Árið 1897 vom verslunarhús og verslun Ottós Túliníusar flutt frá Papósi til Hafnar og markar það upphafið að byggðinni. Aldarafmælisins verður minnst á ýmsan hátt allt árið og eitthvað í boði fyrir alla, - tónleikar, sýningar Qölda listamanna, íþróttaviðburðir og skemmtanir, dagskrá í hverjum mánuði. Afmælisnefnd, sem skipuð hefur verið til að sjá um fram- kvæmdir og stjóm afmælishátíðar- innar, sendir út dagskrá fyrir tvo mánuði i senn. Formaður hennar er Gísli Sverrir Árnason og starfar nefndin í tengslum við Menningar- máladeild Austur-Skaftafellssýslu. Fjölbreytt dagskrá verður um páskana en aðlahátíðahöldin 4.-6 júli. Þá heimsækja forsetahjónin Hornafjörð, humarhátíðin verður með dagskrá frá morgni til kvölds og einnig verður vinabæjamót nor- rænna vinabæja Hornafjarðar. Und- irbúningur er að fullu hafinn þvi mikið verk er fram undan. Allt verður gert til að aðalhátíðin verði sem glæsilegust og góð aðstaða verði fyrir þá sem hingað koma. Reiknað er með miklum fjölda gesta. í fyrra var efnt til afmælislaga- keppni og nú hefur verið ákveðið að gefa þessi lög, ásamt fleiri lögum eftir Hornfirðinga, út á geisladiski og hefur Grétar Örvarsson tónlistar- maður tekið að sér að sjá um útgáf- una, val á lögum og flytjendur. Dagana 8.-9. júli er von á um 100 seglskipum og bátum frá Noregi til Hornafjarðar og verða tvö farþega- skip og stórt seglskip í fór með þeim. Skipin munu verða í Horna- fjarðarhöfn til 15. júlí. Norðmenn verða með 2ja daga menningar- og skemmtidagskrá á Höfn og síðan fara einhverjir þeirra á víkingahá- tíðina í Hafnarfirði. Aðrir fara í lengri eða skemmri skoðunarferðir. Tilefni heimsóknar Norðmannanna er að þeir ætla að fara sjóleið vík- inganna forðum. Alls munu um 1500 Norðmenn hafa boðað komu sína til Hafnar þessa daga. -Jiilía Lífæö Hafnar í Hornafiröi - höfnin. L J m 1 1 • -j 1 \ Hólmavík: Afli meiri en í áratugi DV, Hólmavík: Síðustu árin hafa línuveiðar nær eingöngu verið stundaðar hér um slóðir af minni bátum. Haustmánuðina síðustu voru gæftir frekar stopular en afli var jafnan góður þá gaf á sjó. Stilla var flesta daga frá því nokkru fyrir jól og til 8. janú- ar. Notfærðu sjómenn sér það nokkuð vel en þó gekk slæm innflúensa um svæðið þennan tíma og sótti heim sjómenn sem annarra stéttar fólk. Óneitanlega gerði það sumum örðugt að nýta sér þennan góð- viöriskafla. Að sögn Einars Indriðason- ar, hafnarvarðar og vigtar- manns á Hólmavík, komu að landi 2.-8. janúar rúmlega 115 tonn af bolfiski, að langmestu leyti þorskur. Mestan afla í einni veiðiferð þessa viku kom báturinn Hallvarður á Homi með eða 6.360 kg. Skipstjóri var Sigurður Friðriksson. Mesti afli miðað við lengd línu kom af Dóra ST 42. Skip- stjóri er Ingólfur Andrésson. Hjá þessum tveimur fór afli yfir 300 kg á bala í veiðiferð. Hafa slik aflabrögð varla þekkst hér, alla vega þarf þá að fara einhverja áratugi aftur í tímann til þess að finna hlið- stæðu. Sjómenn eru almennt sáttari við það kerfi sem þeir nú búa við en það sem áður gilti. Skammdegismánuði siðustu ára hafa þeir ekki mátt stunda sjó. Sérstaklega var það gremjulegt síöasta vetur þegar veðrátta var lengst með ein- dæmum mild og hagstæð til sjósóknar. -GF „Hátt hreykir heimskur sér,“ sagöi Ijósmyndari DV viö þennan vaska starfs- mann Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem hann var hátt uppi aö gera viö götuijós. Starfsmaöurinn var ekki seinn aö svara: „Segir sá sem neöar er,“ og þar meö smellti sá fyrrnefndi af og lét sig hverfa. í baksýn má sjá Elliöa- árnar og höfuöborgina. Dv-mynd Hiimar Pór SkagaQöröur: 1500 ær sæddar og bera fyrr en áður DV, Fljótum: Mikil þátttaka var í sauðfjársæð- ingum á svæði Búnaðarsambands Skagfirðinga í síðasta mánuði. Alls voru sæddar um 1500 ær sem er heldur meira en undanfarin ár. Sömu sögu er að segja um önnur héruð á Norðurlandi, þar varð meiri og almennari þátttaka í sæð- ingum en áður. Jóhannes Ríkharðsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Skagflrð- inga, sagðist telja að tvær ástæður væru fyrir að bændur notfærðu sér sæöingar mikið að þessu sinni. í fyrsta lagi væri jákvæðara hugarfar til sauðfjárræktarinnar þar sem bændur teldu sig eiga nýja mögu- leika samfara breyttri markaðssókn bæði innanlands og erlendis. í öðru lagi væru þeir sem staðið hafa í flár- skiptum á undanfómum árum að sækjast eftir nýju og óskyldu blóði í flárstofninn og þá væri um tvennt að velja; að kaupa lífhrúta úr flar- lægum héruðum eða að fá sæði úr úrvalshrútum. í haust var talsverðu af lömbum í Skagafirði slátrað utan hefðbundins sláturtíma. Kjötið var sett ferskt á markað og þetta kjöt undanþegið út- flutningsskyldu. Áð sögn Jóhannes- ar hyggjast nokkrir bændur í hérað- inu láta hluta af sínu fé bera fyrr en áður með það fyrir augum að slátra lömbunum í júlí og ágúst. Sömuleið- is virðast bændur tilbúnir að geyma hluta af lömbunum þar til í nóvemb- er og desember. Slíkt var reynt í haust og kom víðast hvar vel út. I sumum tilfellum voru þessi lömb tekin á hús í október og rúin og telja bændur að ullin geri meira en að borga kostnað við fóðrun lambanna. Ef lömbin eru rúin er þó nauðsynlegt að ullin fái að spretta a.m.k. í mánuð til að hægt sé að nýta gæruna,- -ÖÞ . Áli I Frá stofnun Hafnasamlags Suöurnesja. Frá vinstri Siguröur Jónsson, sveitarstjóri Geröa- hrepps, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Halldór Blöndal ráðherra og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhepps. DV-mynd ÆMK ingsnefndar að stofnun Hafnasam- lags Suðurnesja, í samtali við DV. Stofnfundurinn var á Glóðinni í Keflavík 20. janúar. Sveitarfélögin Gerðahreppur, Vatnsleysustrand- arhreppur og Reykjanesbær mynda með sér hafnasamlag og eru sjö hafnir, Garðshöfn, Njarð- víkurhöfn, Keflavíkurhöfn, Smá- bátahöfnin í Gróf í Keflavík, Helguvíkurhöfn, Hafnahöfn og Vogahöfn, innan marka þess. Við stofnunina voru Halldór Blöndal samgönguráðherra, alþingismenn Reykjaneskjördæmis og sveitar- stjórnarmenn sem standa að hafnasamlaginu. Pétur segir að með sameining- unni náist betri hagkvæmni í rekstri, því núverandi starfs- mannaflöldi hafna í Keflavík- Njarðvík, sem eru 6 stöðugildi, mun ekki aukast fyrr en með auk- inni umferð um hafnirnar. Á framkvæmdaáætlun í ár er fyrirhuguð viðgerð og endurbætur á grjótvarnargarðinum I Vogum. 1998 verður haldið áfram með grjótvörn utan á löndunarkantinn í Garði, ásamt lögnum og lýsingu. í Keflavíkurhöfn verða síðan lagð- ar lagnir, lýsing og þekja innan við nýja grjótvamargarðinn ásamt endurbótum á stigum í öllum höfn- unum. „Það er mér mikið áhugamál að reyna að stuðla að þvi að hafna- samlög verði mynduð sem víðast á landinu einfaldlega vegna þess að ég hef fundið að slík samvinna milli sveitarfélaga eykur bjartsýni og samvinnu innan sveitarfélag- anna og dregur úr kostnaði," sagði Halldór Blöndal í ræðu sinni. -ÆMK Hef áhuga á aö hafnasamlög verði mynduö sem víöast - segir Halldór Blöndal samgönguráöherra DV, Suðurnesjum: „Horft er til framtíðarinnar með stofnun þessa hafnasamlags, bæði hvað varðar áætlun um framkvæmdir næstu flögur árin, svo og framkvæmd- ir við nýjar hafnir í tengslum vð stór- iðju,“ sagði Pétur Jóhannsson, hafn- arstjóri í Reykja- nesbæ og starfs- maður undirbún-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.