Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 24
32 MANUDAGUR 27. JANUAR 1997 Myndir af virkni heilans varpa Ijósi á málakunnáttu: Enginn fullkomlega jafnvígur á tvö tungumál Ekki er allt sem sýnist þegar tungumálið er annars vegar. í fljótu bragði mætti ætla að til væru þeir sem eru fullkomlega jafnvígir á tvö tungumál. Franski vísindamaöurin Jacques Mehler álítur aftur á móti að svo sé ekki í raun og veru. Mehler er forstöðu- maður rannsóknarstofu í hug- fræði og málsálarfræði við há- skóla í París og segir frá rann- sóknum sínum í timaritinu Mé- decine sciences. Mehler byrjaði á þvi að prófa fólk sem virtist vera fullkomlega tvítyngt með að leggja fyrir það sérhæfð málsálarfræðileg verk- efni. Hann veitti því athygli að tungumálin tvö fengu ekki sömu meðferð. Annað þeirra er alltaf ráðandi, það eitt fær sömu með- ferð og málið hjá þeim sem aðeins tala eitt tungumál. Mehler og samstarfsmenn hans gripu þessu næst til nútímatækni og beittu svokölluðum PET skanna sem gerir kleift að sjá myndir af virkni heilans. Með tækinu er hægt að sjá hvaða hlut- ar heUans verða virkir þegar hin ýmsu verkefni eru leyst. Með aðstoð slíks skanna gátu vísindamennirnir ákvarðað hvaða hlutar heilans voru virkir hjá ein- tyngdum manni þegar hann hlust aði á sögu sagða á sínu eigin tungumáli. Tilraunin var síðan endurtekin með fólki sem var „fuU- komlega tvítyngt" á ítölsku og ensku. Fólk þetta hafði ítölsku að móður- máli en hafði dvalið langdvölum í Bandaríkjunum. Myndirnar sem eiga við tungumálin tvö eru svipaðar en þó ekki alveg eins. Dekkri fletirnir á myndunum, sem tákna virku svæðin, eru minni þegar móð- urmálið á i hlut. Önnur tUraun var gerð, í þetta sinn á fólki sem var jafnvigt á spænsku og kata- lónsku, fólki sem hafði lært bæði málin fyrir sex ára aldur og notaði þau jöfnum hönd- um. Niðurstöðumar urðu svipað- ar. Svæðið sem átti við fyrsta mál- ið var minna. Mehler rannsakaði einnig fólk sem átti ítölsku að móðurmáli en talaði einnig V, Fiðrildi gefa fullkomnum flugvélum ekkert eftir Sumar fiðrildategundir ferðast um langa vegu á hverju ári, rétt eins og far- fuglarnir, og svo mikU er ná- kvæmni þeirra að þau gefa nútímaflugvélum með fuU- komin flugleiðsögutæki og gervihnetti sér til aðstoðar ekkert eftir. Dýrafræðingar við Was- hington háskóla í Seattle hafa rannsakað fiðrUdi sem geng- ur undir latneska heitinu ap- hrissa statira og flýgur frá Suður-Ameríku, norður með vesturströnd Bandaríkjanna. Vísindamennirnir fylgdust með fiðrildum þessum þegar þau flugu 1,5 kílómetra leið yfir Gátún-vatninu í Mið- Ameríkurikinu Panama þar sem hentugt var að fylgjast með þeim úr báti. Þannig var hægt að vera beint undir þeim allan tímann, nokkuð sem hefði reynst afar erfitt, ef ekki útUokað, á þurru landi. Vísinda- mennirnir stöðvuðu báta sína öðru hverju til að mæla hraða vindsins og til að kanna úr hvaða átt hann blés. Nú skyldi maður ætla að vindurinn mundi bera fiðrild- in af leið en sú var aUs ekki raunin þar sem þau flugu með aUt að þreföldum vindhraða. Þegar fiðrildin lentu í hliðar- vindi tóku þau hann með í reikninginn í flugstefnu sinni og þau bar því ekki af leið. Við rannsóknirnar kom í ljós að fiðrUdin tóku ekki mið af einhverjum fostum punkti á ströndinni tU að ákvarða stefnu sína og flugu í átt að honum, enda hefðu þau þá flogið í stórum boga, heldur flugu þau i beinni línu og styttu sér þar með leiðina. Á löngum flug- leiðum nota fiðrildin eins konar segulmagn- aða ratsjár- stýringu eða meðfætt „kort“ tU að komast leið- ar sinnar. Og víst er að eng- inn taldi fyrr að fiðrildin gætu unnið úr upplýs- ingum eins og þau augljós- lega gera á flugi sínu. Risaeðlur önnuðust unga sína eins og endurnar Kjötætur úr hópi risaeðla önn- uðust unga sína að öllum líkind- um á svipaðan hátt og endur gera nú tU dags, sátu á hreiðrum sínum og fylgdu síðan ungviðinu fyrstu skrefin á meðan það aflaði sér fæðu. Steingervingafræðingar við há- skólann í Montana í Bandaríkjun- um rannsökuðu steingerð egg tveggja fremur litUla risa- ferðum við að unga þeim út. Stundum grófu þær þau í leðju, rétt eins og skriðdýr gera, og stundum lágu þær á þeim eins og fuglar. „Þær höguðu sér sennilega eins og endur,“ segir David Varicchio sem vann að gerð greinarinnar í Nature. „Varpaðferðin bendir tU að eggin hafi klakist út á sama tima og ungarnir héldu sennUega eðlutegunda, trúdona og eggja- þjófa, sem vógu um 50 kUó hvert dýr. Risaeðlur þessar lifðu fyrir um 75 miUjónum ára. Vísinda- mennirnir segja að niðurstöður rannsókna þeirra styrki kenning- ar um að sumar risaeðlutegundir hafl að lokum þróast yfir í nútíma- fugla á meðan aðrar urðu að krókódílum og skyldmennum þeirra. Vísindamenn hafa ekki undir höndum egg annarra kjöt- æturisaeðla. í grein í vísindaritinu Nature segja steingervingafræðingarnir að svo virðist sem risaeðlutegund- ir þessar hafi orpið tveimur eggj- um í einu og beitt tvenns lags að- hópinn." Skriðdýr eins og krókódílar verpa öUum eggjum sínum í einu en fuglar verpa einu i einu. Skrið- dýr yfirgefa egg sín aUa jafna að varpi loknu en fuglar annast yfir- leitt ungana sína af mikUli kost- gæfni. Varricchio segir að svo virðist sem risaeðlur séu þarna einhvers staðar mitt á milli. „Báðar þessar risaeðlur eru kjötætur, náskyldar forfeðrum nú- tímafugla, að því er við teljum," segir Varricchio. „Grasbítar meðal risaeðla eru eins og fjarskyldir frændur." ensku, þótt ófullkomin væri. Myndirnar af virkni heUans sýndu að munurinn mUli móðurmálsins og hins tungumálsins var meiri en hjá fuUkomlega tví- tyngdu fólki, nokkuð sem ekki kom á óvart. Það sem hins vegar kom á óvart var að heilasvæðin, sem urðu virk þegar seinna tungumálið var annars vegar, voru mismunandi frá einum manni tU ann- ars. Mehler leiðir að því getum að skýringin sé sú að öll lærum við móð- urmálið okkar á svipaðan hátt en hið sama eigi ekki við um annað tungumálið. Sumir læra það í skóla, aðrir með því að lesa og enn aðrir með því að dvelja í viðkomandi málsamfé- lagi. Þessar mismunandi að- ferðir endurspeglist síðan í muninum sem fram kemur í virkni heUans. En þetta er nú bara tUgáta, enn sem komið er. Of mikill safi gerir börnin feit Of mikið af því góða getur líka verið vont. Það hefur sem sé komið á daginn að böm á aldrinum 2 til 5 ára sem drekka meira en sem nemur hálfri annarri pelafernu af ávaxtasafa á dag hafa tilhneig- ingu til að vera bæði styttri og feitari en börn sem neyta fjöl- breyttara fæöis. Þetta eru niðurstöður rann- sókna sem bandarískir vis- indamenn gerðu á mataræði og | vaxtarhraða 225 barna í þess- um tveimur aldurshópum. Nítján barnanna drukku | mikinn ávaxtasafa. Átta þeirra voru 2,5 tU 5 sentímetrum I styttri en sem nemur meðal- hæð hópsins og tíu þeirra voru | í hópi þeirra 25 prósenta sem voru þyngst. Mjólkurneysla hafði engin áhrif. Barbara Dennison, einn vís- indamannanna, segir að börn | og foreldrar velji oft ávaxta- safa, börnin af því að hann er sætur og foreldrar vegna þess að hann hefur á sér ímynd heUbrigðis. I Kvíði veldur hækk- andi blóðþrýstingi Þeir sem eiga vanda tU að fá kvíðaköst eru jafnframt meira en tvisvar sinnum líklegri tU að fá hærri blóðþrýsting. Hár blóðþrýstingur getur leittt tU I banvænna hjartakviUa eða heUablóðfaUs. Vísindamenn hjá bandarísk- um heUbrigðisyfirvöldum rannsökuðu þrjú þúsund karla og konur á aldrinum 24 tU 64 ára, bæði hvíta og svarta, í sjö til sextán ár. Enginn þátttak- andi var með háan blóðþrýst- s ing við upphaf könnunarinnar en eftir því sem árin liðu kom ákveðið mynstur i ljós. Jafnvel meðalalvarleg tilfeUi kvíða og depurðar hafa í för með sér 60 prósenta meiri líkur á hærri blóðþrýstingi. Svartir voru í meiri hættu hvað það varðar en hvítir. Færri sólblettir, sval- araá Vísindamenn frá bandarisku geimvisindastofhuninni (NASA) og Yale háskóla spá því að á næstu 10 árum muni draga úr ýmissi virkni sólar- innar - færri sólblettir og seg- ulstormar - og það muni leiða 1 af sér svalara hitastig á jörð- j inni og minni truUanir á starf- j semi raforku og rafeindabún- I aðar. Ef rétt reynist gengur það þvert á reynslu undanfarinna 400 ára þar sem tilhneigingin hefur verið í átt tU aukinnar virkni sól- arinn- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.