Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 18
18 enning MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 DV Sjö dómnefndir hafa tekið til starfa: Þau vega og meta Auöur Eydal þingar meö meönefndarmönnum sínum um leikstarfsemi á landinu á síöasta ári. Frá vinstri: Halldóra Friöjónsdóttir, Auður og Oddur Björnsson. Nú eru fullskipaðar sjö dómnefndir sem á næstu vikum munu vega og meta framlög lista- manna í sjö listgreinum á árinu 1996 vegna Menningarverðlauna DV sem verða afhent 27. febrúar næstkomandi (en ekki þann 20. eins og fyrst var áformað). Verkefni nefndanna eru vissulega misjafn- lega erfið. Til dæmis er einfalt að nálgast bæk- urnar, en ekki er hlaupið að þvi að finna fólk sem hefur góða yfirsýn yfir leikstarfsemi eða tónleikahald í heilt ár. „Erfiðast er þó að mega bara veita ein verðlaun á jafnfjölbreyttu sviði og tónlistin er,“ segir Sigfríður Björnsdóttir. „Það eru framkvæmdaaðilar eins og Óperan, Sinfónían, Myrkir músíkdagar, útgáfufyrir- tæki og slíkt; og svo eru flytjendur - að tón- skáldunum ógleymdum. Nær væri að hafa svona tíu eða tuttugu verðlaun, þá gæti mann dreymt um aö sinna því mikilvægasta!" Formenn nefndanna útbúa lista yfir það sem var í boði síðastliðið ár, og fróðlegt er að skoða það allt saman komið. „Við sjáum til dæmis glöggt hvað ungir leikarar gerðu margt sniðugt í fyrra,“ segir Auður Eydal. „Margir atvinnu- leikhópar fengu vettvang til að láta ljós sitt skína, til dæmis í Borgarleikhúsinu, og bjuggu til toppsýningar. Síðan fer þetta fólk inn í stóru leikhúsin og heldur áfram að skína þar.“ Hér á síðunni má sjá þann fríða flokk karla og kvenna sem nú sitja á rökstólum hér og þar um bæinn. Þegar líður á febrúar tilkynna nefndir hverjir verða tilnefndir til verðlaun- anna og verður sagt frá því á menningarsíð- unni jafnharðan. Þessi er skipan dóm- nefnda árið 1997: Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi DV, Jón Karl Helgason, bók- menntafræðingur og dagskrár- stjóri rásar 1, og Eiríkur Guð- mundsson bókmenntafræðingur. Leiklist Auður Eydal, leiklistargagnrýn- andi DV, Halldóra Friðjónsdóttir leikhúsfræðingur og Oddur Björns- son leikskáld. Tónlist Sigfríður Bjömsdóttir, tónlistargagnrýnandi DV, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Lára Halla Maack geðlæknir. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Ólafur Gislason, myndlistargagnrýnandi DV og Harpa Bjömsdóttir myndlistarmaður. Kvikmyndir Hilmar Karlsson, kvikmynda- gagnrýnandi DV, Þorfinnur Guðna- son kvikmyndagerðarmaður og Baldur Hjaltason, forstjóri og kvik- myndasafnari. Byggingarlist Dr. Maggi Jónsson arkitekt, Auður Ólafsdóttir listfræðingm- og Richard Ólafur Briem arkitekt. Listhönnun Torfi Jónsson leturhönnuður, Eyjólfur Pálsson, innanhússarki- tekt og verslunarmaður, og Baldur J. Baldursson innanhússarkitekt. Bókmenntir Sigríöur Albertsdóttir. Jón Karl Helgason. Eirfkur Guömundsson. Auöur Eydal. Leiklist Halldóra Friöjónsdóttir. Oddur Björnsson. Myndlist Aöalsteinn Ingólfsson. Ólafur Gfslason. Harpa Björnsdóttir. Tónlist Sigfríöur Björnsdóttir. Anna Guöný Guömunds- Lára Halla Maack. dóttir. Kvikmyndir Hilmar Karlsson. Þorfinnur Guönason. Baldur Hjaltason. Baldur J. Baldursson. Byggingarlist Listhönnun Dr. Maggi Jónsson. Auður Ólafsdóttir Richard Ólafur Briem. Torfi Jónsson. Eyjólfur Pálsson. PS ... „Það er að mínu viti ekki síöur mik- ilvægt að brýna fyrir bömum skipulega framsetningu máls en að auka orða- foröa þeirra," segir Guðrún og harmar hve mörg börn verða af því að hlusta á kynslóðimar ræða saman og ræða sjálf við fólk á öilum aldri. Kennarar í leik- skólum og skólum gera sitt besta til að bæta þeim upp þetta „málleysi heimil- anna“, en myndbönd og tölvuleikir eru stórvirkari hjálpartæki - og þar er allt á ensku. „Sérhver íslendingur ætti að hafa þungar áhyggjur af framtíð ís- lenskrar tungu,“ segir Guörún, því „Það hlýtur að verða óþarfa fyrirhöfn að búa á þessum harðbala ef við sjáum á eftir tungunni í hinn alþjóðlega soðpott.“ Lestur er besta ráðiö til að læra orða- forða og skipulega framsetningu máls, en ekki er sama hvað bömin eru látin lesa. Guðrún lýsir kostum góðra bóka sem eru skrifaðar fyrir böm, og segir svo dæmisögu af barnabarni sem átti að læra Skúlaskeið utan bókar. Þetta var „13 ára unglingur, langur og rengluleg- ur með ermamar á allt of stórri peys- unni langt fram fyrir hendur, sem er í tísku en gerir unglinga ekki tiltakan- lega greindarlega." Er skemmst frá því að segja að drengurinn varð dálítið ráð- villtur í „hófahreggi" Gríms Thomsens, einkum einni vísunni sem vafðist jafh- vel fyrir ömmimni að útskýra, og hún spyr: „Má ekki láta ofurlítið eldri börn- um eftir að glíma við steypuna úr menningararfmum? Ekki sakaði að bömunum þætti ofurlítið gaman að þvi sem þau eru að lesa og læra.“ Menningarsteypan Mikil vinna að stytta lí Umsjónarmaður menningarsíðu vill koma því á framfæri, vegna orða Sig- urðar Valgeirssonar um lengd leikdóma Auðar Eydal í DV 22. janúar, að ákveðn- ! ar reglur gilda um lengd umsagna um Ibækur, tónlist og leiklist i þessu blaði. Þessar reglur eru alfarið ákvörðun blaðsins og þurfa gagnrýnendur að hlíta þeim. Það er lítill vandi fyrir vel talandi ttj fólk að láta móðan mása, en eins og all- ;: ir vita sem hafa unnið með texta er mesta puð að stytta, fara yfir aftur og ú aftur og tína út óþörf orð og setningar. 1 Talmál og ritmál er hreinlega sitt hvað. Að leysa öngþveitið úr læðingi I nýútkomnu hefti af Nýjum mennta- málum (4. hefti 1996) er merkileg grein eftir Guðrúnu Helgadóttur um böm og bækur, „Ekki fær hann Grímur gott“. Þar hvetur hún fólk til að syngja fyrir böm allt frá fæðingu og lesa fyrir þau frá unga aldri. „Það er augljóst að uppalend- ur eru misvel máli farnir sjálfir, og því geta skáld og rithöf- undar verið mikil hjálparhella" þeg- ar á að bömunum málið. Guðrúnu finnst máifar fólks ekki alltaf benda til skýrrar hugsun- ar, jafhvel ekki fólks sem hefur atvinnu af að ræða málin, og tekur dæmi úr frægum ræðum máli sínu til sönnunar, meðal annars þetta: „Þá sannfærðist ég enn einu sinni um það hve brýnt verk- efni hér er á ferðinni til þess að leysa úr læðingi það öngþveiti sem oft hefur skapast."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.