Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 29 ^ Ríki og sveitarfélög aðstoða slökkviliðin: Anægjuleg niðurstaða - segir Kristján Einarsson, formaður nefndar slökkviðliðsstjóra „Eg er mjög ánægður með þær niðurstöður sem komu út úr þessari vinnu og slökkviliðin fá endurgreiddan virðisaukaskatt, allt að 20 milljónum kr. á ári. Hér er ekki um beina niðurfell- ingu að ræða. Þessi beiðni okkar kom inn í verkaskiptavinnu rík- is og sveitarfélaga fyrir síðustu áramót og báðir aðilar færðu til fjármuni til að þessi niðurstaða fengist," segir Kristján Einars- son, slökkviliðsstjóri hjá Bruna- vömum Ámessýslu, en hann er formaður nefndar slökkviliðs- stjóra. Töluverð umræða hefur verið í gangi undanfarið í sambandi við gamla slökkvibíla og búnað slökkviliða almennt. Á aðalfundi félags slökkviliðsstjóra í Varma- hlíð fyrir rúmu ári var stofnuð sérstök nefnd á vegum félagsins sem skyldi freista þess að fá virðisaukaskatt felldan niður kaupum slökkviliða á tækjum Kristján Einarsson, slökkviliösstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, er formaöur nefndar á vegum slökkviliösstjóra sem fékk því áorkaö aö rtki og sveitarfélög aöstoöa þá verulega í sambandi viö reksturinn. af og búnaði. Vinna þessarar nefndar var á dögunum að skila jákvæðum ár- angri fyrir slökkviliðin. Gott átak var gert fyrir allmörg- um ámm við eflingu slökkviliða en þá vora bílar keyptir til landsins, m.a. fjölmargir Redmond-slökkvi- bílar frá Bretlandi. Þessir bílar, sem sumir hverjir eru nú um og yfir 35 ára gamlir, þurfa að fá kærkomna hvíld og nýir að taka við. „Það hefur farið fram tölu- verð vinna í sambandi við þetta mál allt sl. ár. Allir alþingis- menn landsins fengu send bréf frá sínum heima- slökkviliðs- stjóra þar sem þeim var kynnt málið. Einnig fengu allar stjórnir landshlutasamtaka sveitarfélaga sams konar bréf. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir og mörg viðtöl farið fram. Það voru síðan formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga og fjármálaráðherra og þeirra fólk sem komu þessu í nánast endanlega höfh. Það á aðeins eftir að útfæra hvemig endurgreiðslur fara fram. Ég vil þakka fyrir það að all- ir þessir aðilar sýndu málefn- inu skilning og vildu leggja sitt af mörkum. Þessi velvilji sem starf- seminni er sýnd nú fyllir okkur bjartsýni á að byggja megi upp öfl- ugri slökkvilið,“ segir Kristján. -RR Fréttir Rútuferðir Guðmundar Jónassonar hf. á Strandir í 41 ár: Fjallabílstjórinn á stærstan þátt í bættri stöðu íbúanna - viljum ekki hlaupa burt þó farþegum fækki, segir Gunnar Guðmundsson forstjóri Allt upppantað. Janúar tilboðið verður því framlengt fram í febrúar. fyrir aðeins kr. 5.000,oo Bamamyndataka, innifalið ein stækkun 30 x 40 cm innrömmuð. Að auki færðu kost á að velja úr 10 - 20 öðrum myndum af bömunum, og þær færðu með 50 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði með afslætti: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.100,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.550,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.300,00 Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020 3 Ódýrari DV, Hólmavik: Seint munu Strandamenn geta fullþakkað það brautryðjendastarf sem hófst fyrir rúmlega 41 ári og alla tíð síðan hefur verið sinnt með miklum sóma. Það var þegar Guð- mundur Jónasson, sem ekki að ástæðulausu var oft nefndur fjalla- bílstjóri, hóf fastar áætlunarferðir með farþega, póst og vaming margs konar frá Reykjavík um Strandir til Hólmavíkur árið um kring. Fram að þeim tíma hafði aðeins verið um að ræða ferðir yfir sumartímann sem lengi voru í höndum Ingva Guð- mundssonar frá Bæ á Selströnd. Fyrsta ferð Guðmundur Jónassonar var farin í desem- ber 1955. Þá þekktist ekkert sem hét snjó- mokstur Vega- gerðarinnar og þurfti því, þeg- ar snjór hafði fyllt allar lægð- ir og skjól, að þræða holt og hæðir, freðnar mýrar og fjörur til að komast framhjá snjó- hindrununum. Núverandi forstjóri fyrir- tækisins, Gunnar Guðmundsson - sonur stofnandans - rifjar upp að þá hafi bílstjórar víða brugðið á það ráð að taka i sundur símastaura og festa þá í jörð áður en frost gerði - oftast á hæðarbrúnum og nota svo spil bílanna til að draga þá upp fyr- ir snjóbreiðumar. Á öðrum stöðum þegar ekki var komist fram hjá snjóhindrunum með framangreind- um ráðum tóku farþegarnir einfald- lega málin í sínar hendur og með skóflur að vopni opnuðu þeir hrein- lega leiðina. Þetta viðgekkst í fjölda ára og enginn taldi það eftir sér á þessum tíma og lítillega hefur það borið við á síðustu árum þó nú séu breyttir tímar. Margar vetrarferðirnar tóku langan tíma á þessum árum til Hólmavíkur - jafnvel sólarhring - og aðeins gafst tími til að skipta um Guömundur Jónasson. farþega og aka síðan strax til baka leiðina suður. Ekki síst er veðurspá var óhagstæð til að komast sem lengst áður en fennti í slóðina. Stundum var lest bíla, misjafnlega útbúinna, á ferð samtímis og hafði þá rútan forystu. Á fyrstu ámnum var ein ferð í viku á veturna en tvær á sumrin. Oft vom bílarnir troðfullir af far- þegum og varningi og um stórhátíð- ir, jól og páska, dugði ekki minna en tvær rútur til að koma öllum á áfangastað. Margt hefur verið að breytast á síðari árum - farþegum fækkað og póstflutningar um svæð- ið nýverið færst til annarra aðila. „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur“ var einu sinni kveðið. „Það vora aðeins 2 farþegar með bílnum um jólin,“ sagði Gunn- ar. Þrátt fyrir þá staðreynd sem blasir við segist hann vel greina þörf Stranda- manna fyrir þessa þjónustu næstu árin þó líklegt sé að veita verði hana í eitthvað breyttu formi. Nú era tvær ferðir i viku hverri yfir vetrartímann baka samdægurs á Sumarferðimar em þrjár í viku og á síðustu ámm hef- ur náðst tenging við Isaijarðarsvæð- ið sem gefur fóiki möguleika á að fara hringferð um Vestfírði. Hefur allnokkur hópur fólks nýtt sér það upp á síðkastið, einkum erlendir ferðamenn. Öll sérleyfi á landinu verða laus í byijun mars nk. „Ég á nú frekar von á því að við höldum þessu áfram. Má segja af gömlum vana en rétt er að við viljum ekki alveg hlaupa frá ykkur en það er ekki dýrt tæki keypt fyrir hagnaðinn af þessari þjónustu nú orðið. Ef til vill má þó vænta að átak í ferðaþjón- ustu í Strandasýslu og Vestfjörðum kunni að skila eitthvað fleiri farþeg- um,“ segir Gunnar forstjóri. Með tilkomu reglulegra áætlunar- og farið til þriðjudögum. Ásgeir Ragnar Ásgeirsson bílstjóri viö rútubíl frá Guömundi Jónassyni á Hólmavík 10. janúar sl. DV-mynd Guöfinnur ferða Guðmundar Jónassonar fyrir 41 ári var rofin samgönguleg ein- angran þessa svæðis og Stranda- menn tengdust í fyrsta sinn sam- göngukerfi landsins. í kjölfar þeirra hófst hröð og gagnsöm uppbygging alls vegakerfis sýslunnar sem um og upp úr 1950 var nánast slóðar þar sem aldagamlir hestavegir höfðu á stöku stað verið breikkaðir lítillega. Með bættum samgöngum hófust vöruflutningar á landi sem jukust hratt næstu árin til mikils hagræð- is fyrir íbúana. Við það opnuðust ótal möguleikar fyrir fólkið á svæð- inu sem var ekkert annað en frelsi til nýs og betra lífs. Enginn einn að- ili á meiri þátt í þessari bættu stöðu íbúa þessarar byggðar en Guðmund- ur Jónasson og hans mörgu, dug- legu starfsmenn gegnum árin. -GF F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum t að hanna, smföa, setja upp, prófa og stilla hreinsikerfi, tilheyrandi hitakerfi og sótthreinsibúnaö fyrir nýja sundlaug og potta í Grafarvogi í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Hægt er að fá gögnin á ensku. Opnun tilboða: þriöjud. 25. febrúar 1997, kl. 11.00 á sama stað. bgd 11/7 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignarstofn- unarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í dúkalögn fyrir hjúkrunarheimiliö Skógarbæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: miövikud. 5 febrúar 1997, kl. 15.00 á sama stað. bgd 12/7 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignarstofn- unarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum vegna kaupa á húsgögnum fyrir hjúkrunarheimiliö Skógarbæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og meö þriðud. 28. jan. n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa. fimmtud. 6. febrúar 1997, kl. 14.00 á sama stað. bgd 13/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 ðmoaugiysingar iDV M0I000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.