Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 31 j slóðinni http://www.members.a- ol.com/seetorl2/fedchron/fedc- hron.htm Upplýsingar | Lífshkur karlmanna í Zimbabve eru 39,73 ár. Land sem | hæft er til ræktunar er 21% af flatarmáli Albaníu. Svona upp- 1 lýsingar er að finna á vefsiðu ; CIA. Slóðin er http: //www.odci.gov/publications/95- fact/index.html Körfubolti Hundar Á slóðinni http: //www.web.cybercity.dk/dog- inn/ er að finna danska hundasíðu. Þar er mikill fjöldi tenginga á aðrar hundasíður og fróðleikur um þá göfugu iðju að rækta hunda. Bflabrölt Þeir sem hugsa fátt um annað en bíla ættu að geta glaðst yflr Motor Trend Online. Þar er fjallaö um allt það nýjasta í bílaiðnaðinum, bílar metnir og alls konar slúður er þar að finna. Slóðin er http: //www. motortrend. com Eldfjöll Eldfjallaáhugamenn komast í essið sitt á slóðinni http/www.volcano.und.nodak.edu/ Geigvænlega mikið efni um ameríska körfuboltann er að finna á slóðinni http://www.On- hoops.com Um er að ræða vefrit sem nokkrir náungar frá San Diego halda úti. Þriðji steinn frá sólu I Aðdáendur sjónvarpsþáttarins I Third Rock from the Sun ættu að skoða vefsíðu þáttarins. Hún er á slóðinni http://www.3rdrock.com HBO-síða I EHBO er ein stærsta kapalsjón- vai-psstöðin í Bandaríkjunum og hún er með góða vefsíðu á slóð- inni http://www.hbo.com StarTrek Frumsamdar sögur um hetj- I umar úr Star Trek er aö finna á Jt mtm A SJZj Þrátt fyrir að kínversk stjómvöld hafi losað nokkuð um aðgang kín- verskra notenda að erlendum frétta- miðlum á Intemetinu passa þau enn mjög upp á að þarlendir netbúar séu ekki að skoða hvað sem er. Á tíma- bili var lokað fyrir aðgang Kínverja að vefsíðum fjölmiðla eins og CNN, The Wall Street Journal, svo að ein- hverjir séu nefhdir, en nú hefur ver- ið opnað fyrir þær aftur. „Við höfð- um áhyggjur af því að kínversk stjórnvöld myndu einfaldlega loka fyrir allt. Tilslakanir að undanfomu sýna að Kínverjar em að reyna að nýta sér Internetið," segir Bruce Dover en hann vinnur hjá sam- skiptafyrirtæki sem Rupert Mur- doch og kínverska blaðið China Daily eiga. Þeir aðilar vinna nú að því að koma á upplýsinga- og frétta- miðstöð á kínversku á Intemetinu. Talið er að um 100-150 þúsund Kín- verjar noti Intemetið að staðaldri og þeim fjölgar mjög hratt. Þetta fólk er ekki stór hluti af hinni miklu kínversku þjóð en það er vel menntað og oft í háum stöðum í samfélaginu. í raun eru kínversk stjórnvöld i klemmu. Þau langar mjög til þess að taka þátt í byltingum á sviði sam- skipta en vilja jafhframt ekki að venjulegir Kínverjar séu að skoða vefsíður sem gætu fengið þá til að rísa upp gegn stjómvöldum. Enn- fremur era margir kinverskir emb- ættismenn áhyggjufullir vegna angrar þeirrar ringulreiðar sem einkennir Intemetið. Reyndar merkja erlendir sérfræð- ingar nokkum eðlismun á afstöðu einstakra kínverskra ráðuneyta um viðhorfið gagnvart netinu. Ráðu- neyti Pósts og samskiptamála er mun frjálslyndara í þessum efnum en Ráðuneytið sem sér um öryggi ríkisins. Embættismenn á vegum þess segja að nú sé haft strangt eft- irlit með Intemetinu og þær síður sem teljst óhollar Kínverjum séu lokaðar. Þannig segja þeir að ekki sé lokað fyrir vef bandarískra há- skóla í heilu lagi heldur séu útvald- ar síður teknar frá. Undir þetta taka embættismenn Póst- og samskipta- ráðuneytisins. Erlendir sétfræöingar segja hins vegar að allir slíkir tilburðir séu í raun ekkert annað en tímasóun. Auðvelt sé reyndar að loka fyrir heila vefi eða miðlara þegar öll Int- emetumferð fer í gegnum einn stað eins og gerist í Kína. Peking-háskóli er Internetmiðstöð Kínaveldis. Það er hægðarleikur fyrir kínversk stjórnvöld að loka fyrir CNN-vefsíð- una. Hins vegar er miklu meira vandamál að loka fyrir sérstakar síður eða efni. Efni, eins og til dæm- is áróður þeirra sem eru á móti stjórnvöldum getur hæglega birst á öðrum miðlara eða vefsíðu jafn- harðan og gamli miðlarinn eða síð- an er bönnuð. Það er auðvelt að komast í kring rauða um kínverska kerfið. Það mætti tU dæmis tengjast öðram miðlara sem væri í Taiwan og þaðan mætti skoða hvað sem væri. Svipað er upp á teningnum í Singapore. Þar er ströng ritskoðun í gUdi á Internet- inu en það er ekki erfitt að hringja risann út fyrir landsteinana í aðra miðla. I Burma verða brátt sett lög sem setja ströng viðurlög við óleyfilegri notk- un á faxi eða mótaldi. Menn sem era sekir um slíkan „glæp“ geta átt von á aUt að 15 ára fangelsi. -JHÞ Hugsanlegur upplýsingaskattur í raun má segja að Netið sé martröð stóra bróður og skatt- heimtumanna. Stjómvöld geta sennUega aldrei fylgst nema með litlum hluta flæði peninga, upplýs- inga og hugmynda sem á sér stað í æ ríkari mæli á Intemetinu. Þó að flestar ríkisstjórnir í hinum vest- ræna heimi vilji ritskoða Internetið af mikiUi hörku þá er hætt við að skattayfirvöld vilji fá einhvem hluta af þeim fjármunum sem munu streyma fram og tU baka um Inter- netið takist mönnum að gera það ör- uggan viðskiptamiðU. Nokkrar hugmyndir um hvemig skattleggja eigi Netið hafa þegar komið fram og innan Evrópusam- bandsins hefur embættismönnum meira að segja dottið í hug að setja á sérstakan bætaskatt. Slíkur skatt- ur væri tekinn af því upplýsinga- magni sem hver og einn notandi tæki inn á sína tölvu. Sérfræðingar segja þó að slíkur skattur fæli í sér gífurlega umfangsmikið eftirlitsnet enda þyrfti að fylgjast með öllu símakerfi hvers lands fyrir sig. Enn- fremur er bent á að hver einasta tU- raun tU þess að hafa eftirlit með simakerfum á þennan hátt þyrfti að fela í sér viðbrögð við þeirri stað- reynd að fimm alþjóðleg risafyrir- tæki munu brátt senda fuUkomna gervihnetti á sporbaug um jörðu. Þeir munu gera notendum kleift að nota síma sína (og Internet) þráð- laust og eins og dr. Bob Glass hjá Sun Microsystems segir: „Enginn tölva getur fylgst með þvi.“ -JHÞ í " 'N Langar þig............... að vita flest allt sem vitað er um líf eftir dauðann og líklegan tilgang lífsins.... í skemmtilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku? □ Og langar þig einnig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru í dag og hvers konar þjóðfélag virðist þar vera? Og langar þig ef til vill að setjast í mjúkan og svo sannarlega spennandi skóla innan um glað- væra og jákvæða nemendur fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 3 ár. □ Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um lang- skemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14-19. Kynningarfundur er í skólanum annað kvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20.30. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.