Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 40
Vhuiingstalur laugardaginn 3 4 12 25.1 .’97 HcildarvinningsupphæÖ 3.883.698 AOal- 90 tölur ** 35 6 Vinningar Fjöldi vinninga Vinningsupphxö í.taf 5 -Sjí® 0 2.010.248 2.4qfð + SgS* 2 140.020 3. 4qfð 58 8.320 4. 3 qfB 1.709 650 Vinningstölur 25.1/97 KIH FRETTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m550 5555 S LO <c Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Hnífur á lofti: Þúsundkall upp úr krafsinu Tveir piltar rændu mann í undir- göngum í Eddufelli í Breiðholti sl. laugardagskvöld. Þeir báðu mann- inn um peninga og hélt annar pilt- anna á hnífi, án þess þó að ógna mánninum með honum. Maðurinn lét þá fá peningaveski sitt sem í var aðeins einn þúsundkall. Að því loknu hurfu piltarnir á braut og maðurinn tilkynnti um atburðinn til lögreglu með því að hringja á nærstöddum veitingastað. Lögregl- an kom skjótt á vettvang en ekki fundust pörupiltamir. Skyggni var slæmt í undirgöngunum og átti maðurinn erfitt með að lýsa piltun- um. -bjb k* Veður á Faxaflóasvæði næslu viku^r - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig 10 c° / / 4c’ / I II V mán. þri. miö. fim. fös. HVERNIG VAR MYNDIN? Hollustuvernd ríkisins sammála Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni: Reglugerð umhverfis- ráðherra var lagabrot - niöurstaðan sigur fyrir mig, segir þingmaðurinn „í júlí síðastliðnum breytti Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra mengunarvarnareglu- gerð með nýrri reglugerö. Þær breytingar fólu meðal annars í sér að ráðherra ætlaði að taka út og leggja af úrskurðarnefnd sem hefur samkvæmt lagagrein þá stöðu að til hennar er hægt að áírýja ágreiningi við stjórn Holl- ustuverndar ríkisins. Þama átti að gera breytingu til að loka á þennan vettvang og ætlaði ráð- herra með breytingunni að láta Hollustuvernd gera tillögur til ráðherra og að hann hefði síðan síðasta úrskurðarvaldið. Úr- skurðarnefndin sem þarna átti að kúpla út er meðal annars skip- uð fúlltrúa frá Hæstarétti þannig að þetta er svona eins konar gerðardómur," segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur en athugasemd hans og fyrirspurn til stjórnar Hollustuvemdar rík- isins varð til þess að hætt var við að kúpla úrskurðarnefndinni burt. „Þegar ég fór að vinna í að at- huga starfsleyfi álverksmiðju á Grundartanga tók ég eftir reglu- gerðarbreytingunni. Ég sá strax hvað þarna átti að gera þg sá aö þetta stæðist ekki lög. Ég lagði því fram fyrirspurn í nóvember, sem ráðherra svaraði í þinginu 11. desember, um breytingu á mengunarvarnareglugerð. Þá kaldhamraði ráðherra að hann teldi þetta hafa fulla lagastoð. Daginn eftir skrifaði ég svo Holl- ustuvernd bréf og bað hana um álit á þessari nýju reglugerð ráð- herra og viðhorfi mínu til máls- ins,“ segir Hjörleifur. Það tók Hollustuvernd 5 vikur að afgreiða þessa beiðni Hjör- leifs. Svarið kom 24. janúar. „Þar kemur fram að niður- staða stjómar Hollustuverndar er alveg hin sama og min. Eftir miklar umræður óskaði stjómin eftir fundi með umhverfisráð- herra. Á þeim fundi kemur í ljós að ráðherra hafði skipt um skoð- un. Hann hafði látið kanna málið betur og kynnti þarna fyrir stjórninni drög að reglugerð sem hann ætlaði að gefa út og þar er úrskurðarnefndin aftur komin inn. Ég hafði haft rétt fyrir mér og unnið fullnaðarsigur í mál- inu,“ segir Hjörleifur Guttorms- son. -S.dór Bíll mannsins sem leitað var að í gær í kringum Höfn og Djúpavog fannst í gærkvöld fyrir utan kvikmyndahús í Reykjavík. Hafði maðurinn, Hornfirðingur á þrítugsaldri, brugðið sér í „sjöbíó", grunlaus um að verið væri að leita að honum. Alls tóku hátt í 40 björgunarsveitarmenn fyrir austan þátt í leitinni sem stóð yfir í 5 tíma. Eftir auglýsing- ar í útvarpi og sjónvarpi fékk lögreglan í Reykjavík ábendingar um ferðir bílsins. DV-mynd S Veðrið á morgun: Rigning vestanlands Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestlægri átt, víðast stinning- skalda og rigningu um landið vestanvert en skýjuðu að mestu austan til. Hiti verður alls staðar yfir frostmarki, frá þremur stig- um og upp í 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 44. Mannsleit á Höfn: Fannst í bíói í Reykjavík Tugir björgunarsveitarmanna á Höfn í Hornafirði og frá Djúpavogi leituðu í fimm tíma í gær að ungum manni sem ekkert hafði spurst til i sólarhring. Hafði síðast sést til hans á Höfn. Auglýst var eftir manninum og bíl hans í útvarpi og sjónvarpi. Um kvöldmatarleytið fóru að berast ábendingar frá Reykjavík um að þar hefði sést til bílsins. Svo fór að lögreglan í Reykjavík fann bílinn um áttaleytið fyrir utan Bíóhöllina í Mjódd. Hinkraði hún þar um stund eða þangað til maður kom að bítnum. Var þar Hornfirðingurinn á ferð sem var að koma frá 7-bíói. Fannst honum skrýtið að verið væri að leita að sér. Hornfirðingurinn er einhleypur en hafði lofað systur sinni á Höfn að hún fengi far með honum á laugardags- kvöld til heimkynna foreldra þeirra. Þegar ekkert bólaði á pOti fór fjöl- skyldan að óttast um hann. -bjb Lá í blóði sínu Aðfaranótt laugardags var komið að meðvitundarlitlum manni sem lá í blóði sínu við Hafnarkrána í Hafn- arstræti. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Grunur er uppi um að ráðist hafi verið á hann en að sögn lögreglu var enginn handtekinn vegna þessa máls. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.