Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 7 DV Sandkorn Fyllirí á Sögu í Sandkomi á dögunum vitnuö- um viö 1 Röstina, blaö krata í Vest- urbyggð, 1. tbl. 1. árgang. Þar er nú ekki verið að klípa af hlutunum. Hér verður gripið niður í grein Kristinar Jó- hönnu Bjöms- dóttir bæjar- fulltrúa þar sem hún svar- ar grein eftir Gisla Ólafsson bæjarstjóra, en miklar væring- ar hafa verið með krötum og sjálfstæðis- mönnum þar vestra. „Hvum fjár- ann varðar nú stóran kall eins og hann um alla þá vinnu sem lögð var í að koma málaflokkum all- margra nefnda undir einn hatt sem nefndur er félagsmálaráð. Hvað láta þeir sem mæla manngildi sveitar- stjómarmanna í hurðunum sem þeir drekka á Hótel Sögu, sig smá- mál eins og bamavemd, vímuefna- mál, félagsmál, öldranarmál og fleira í þeim dúr sig varða? Ef aftur á móti það að gæta hagsmuna bæj- arins gegn ýmsum óvinum hans felst í því að hanga á fylleríi suður á Sögu lon og don, þá viðurkenni ég fúslega að ég hef brugðist í því hlut- verki..." Unnið að affelgun Áfram í Vesturbyggð. Þjóðin hef- ur síðustu daga fylgst með þeim slag sem stendur um félagsheimilið á Patreksfirði og barinn sem þar er rekinn og heitir Felgan. Sigurður Ingi Pálsson, leigjandí félags- heimilisins og eigandi Felg- unnar, hefur dvalið þar dag og nótt til að koma í veg fyr- ir að ráðamenti bæjarins, sem er eigandi húss- ins, nái þvi af honum en það vilja þeir. Deilan snýst sem kunnugt er um það að kvenfélagskonur vildu halda þorra- blót þar sem menn mættu koma með sitt brennivín sjálfir en það vildi Sigurður Ingi ekki. Á fóstudag, þegar leitað var frétta af málinu á bæjarskrifstofunum, var svarið að unnið væri að því að affelga Sigurð Inga! Góð samskipti t Degi-Timanum var skýrt frá því að Lúkas Kostic, þjálfari KR, hefði dvalist eina viku í Liverpool í des- ember til að læra. t siðasta félags- blaði Liverpool er sagt frá þessu. Ástæðan fyrir þessu er sögð hin góöu sam- skipti KR og Liverpool síðan félögin mættust í Evrópuleik í knattspyrnu 1964. Það er nú varla nema von að Liverpool vilji hafa góð samskipti við KR eftir það ævintýri. Bæði iiðin léku þama sinn fyrsta Evrópuleik. Liverpool vann leikinn hér á landi, 5-0, og leikinn úti, 6-1, eða samtals 11-1 og því hljóta minningamar að vera góðar og eðlilegt að Liverpool vilji hlúa sem best aö KR- ingunum. Þegar myrkrið er svart Einu sinni vora nokkrir félagar saman siðsumars við veiðar á Arn- arvatnsheiði. Á leiðinni niður af heiðinni um nótt bilaði bíll þeirra. Þeir félagar ákváðu að bíða birting- ar og reyndu því að dorma í þröngum bíln- um og fór illa um þá. Einn þessara veiði- manna var Helgi Hóseas- son prentari, alls óskyldur þeim er sletti skyrinu. Helgi var snilldar hagyrðingur, jafnvel skáld. Og þama um nóttina orti hann eftirfarandi: Þegar myrkrið er svart stigur hugurinn hæst í hamstola gimd til kvenna. Æðir um sléttur, úthöf og lönd og akra sem logandi brenna. Ég sé rekkjutjöld lyftast og sængum svift og silkið af búknum renna. Hver hneykslast þótt tryll’ann hin holdlega gimd, sem er hæst virtum Drottni að kenna Umsjón Sigurdór Sigurdórsson ____________________________Fréttir Sameiningarmál _ rædd í Flóanum DV, Selfossi: Fulltrúar sveitarstjórna Stokkseyr- ar, Eyrarbakka og Sandvikurhrepps ásamt fulltrúum Selfossbæjar komu saman 22. janúar til fyrsta formlega fundarins vegna hugsanlegrar sam- einingar þessara sveitarfélaga. Fund- arstaður var Staður á Eyrarbakka. Vel fór á með sveitarstjórnar- mönnunum og voru málin reifuð frá ýmsum hliðum. Niðurstaða fundar- ins var að skipa fjögurra manna verkefnaráð sem hefur það hlutverk að vinna fyrstu upplýsingar um stöðu sveitarfélaganna og leggja þess- ar upplýsingar fyrir næsta viðræðu- fund. Sveitarstjórar munu skipa hóp- inn. Sveitarfélögin við ströndina ósk- uðu eftir þessum viðræðum og er til- gangur þeirra að kanna kosti þess að sameina með það að markmiði að auka hag allra íbúa sveitarfélaganna. Ef niðurstaðan verður jákvæð í meg- inatriðum fyrir öll sveitarfélögin verða unnar ítarlegar tillögur til við- komandi sveitarstjórna til frekari umfjöllunar og ákvörðunar um fram- hald málsins. -K.Ein. LENDIR 31. JANUAR „Við borðum Cheerios hringi... á meðan jörðin hringsnýst um möndul sinn...!“ Cheerios sólarhringurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. — einfaldlega hollt allan sólarhringinn! YDDA F45.23/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.