Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 22
Bill Gates og Paul Allen á yngri árum. Myndin er tekin áriö 1981. „Þegar hann var ungbam í vöggu mggaði hann sér stöðugt. Ég man líka eftir því að hann dró það i hálf- an mánuð að bjóða stúlku á loka- ball skólans en honum var haftiað. Hann var mjög feiminn. Núna sé ég hann ekki oft enda hefur hann mik- ið að gera. Við eigum okkar sam- skipti aðallega í gegnum tölvupóst," segir faðir Bill Gates, Bill Sr., um 41 árs gamlan son sinn. Bill Gates hefur ennþá þann kæk að mgga sér þegar hann talar og hugsar (þessi sérkennilegi siður er reyndar afar útbreiddur hjá Micros- oft). Hann er af mörgum talinn guð- faðir tölvutækni nútímans en eins og margir aðrir frægir menn er hann afar umdeildur. Lög hafa ver- ið sett til að berjast gegn veldi hans, lögfræðingastofúr byggja starfsemi á því að standa í málaferlum við hann og fyrirtæki hans, Microsoft, og á fjölda vefsíðna er hann ýmist Hér sannfærir Bill Gates gesti á ráöstefnu um kosti Internetsins í gegnum fjarfundarbúnaö. atyrtur eða dýrkaður. Biil Gates er ríkasti maður í heimi (sá næstríkasti er góðvinur hans, Warren Buffett) og byggist auður hans á Microsoft-fyrirtæk- inu. Það er talið vera um það bil 16 hundmð milljarða króna virði. ís- lenska ríkið eyðir um það bil ein- um sextánda af þeirri upphæð á hverju ári. Hjá Microsoft er Gates einfaldlega dýrkaður. Lotningin sem borin er fyrir þessum baróni tölvutækninnar er samt sérkenni- leg. Starfsmenn hans segja hann hafa „ótakmarkaða bandvídd" og „gífurlegt vinnsluminni" Einn af uppáhaldssetningum Gates er „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt.“ Þeir starfsmenn Microsoft sem fá þessa setningu framan í sig frá goðinu era enn stoltari af því en af því að fá tölvu- póst frá honum um miðja nótt. Eins og flestir vita þá hætti Gates í Harvard háskóla i byrjun níunda áratugsins til að stofna Microsoft með Paul Allen (upphaflega átti fyr- irtækið að heita Ailen & Gates Inc.). Þegar á unglingsaldri vom þeir famir að forrita á fmmstæðar tölv- ur sem þeir komust í eftir ýmsum krókaleiðum. Sjálfsöryggi Gates fór sífellt vax- andi eftir því sem fæmi hans við tölvutæknina kom betur í Ijós. í framhaldsskóla hafði hann stofhað ábatasamt fyrirtæki sem mældi umferð í heimaborg hans, Seattle á vesftn-strönd Bandaríkjanna. Hann starfaði einnig um tíma með Paul Allen og góðmn vini sínum, Kent Evans. Skaphiti Gates og stjóm- semi braust út þegar Allen reyndi að stjóma í fyrirtæki þeirra félaga og gekk Gates út. Allen og Evans uppgötvuðu ftlótt að þeir þurftu hinn óþreytandi Gates og fengu hann aftur í lið með sér. Gates gerði það með því skilyrði að hann fengi að stjórna og siðan hefur það verið svo. Evans reyndi að dreifa huganum og létta af sér álaginu með því að stunda fjallaklifur í frí- stundum en svo fór að hann hrap- aði til bana. Dauði Evans fékk mjög á Gates og hallaði hann sér eftir þetta æ meira að Paul Allen. Þó margir segi að Gates hafi lin- ast örlítið við að eignast dótturina Jennifer (hana á Gates með Melindu eiginkonu sinni) hefur keppnisskap hans, gáfur og skap- hiti bitnað illa á móður hans í æsku, samstarfsmönnum og vinum (Bill Gates á marga fyrrverandi vini). Nú em það tölvufyrirtæki sem verða fyrir barðinu á hörku hans og keppnisskapi. „Microsoft er að reyna að nota einokunaraðstöðu sina á markaðnum til þess að stöðva framþróun nýrrar tækni,“ segir Gary Reback en hann er laga- legur ráðgjafl Netscape og annarra fyrirtækja. Netscape er einmitt að reyna að bæta vafrara sinn, Navigator, svo að unnt verði að keyra upp forrit frá honum. „Meö öðnun orðmn er tilgangurinn sá að ekki þurfi stýrikerfi eins og Windows frá Microsoft til þess leng- ur,“ bætir Reback við. Hann segir að ef Microsoft takist að halda vafr- ara sínum á lofti (hann kallast Ex- plorer) er hætt við að Microsoft nái yfirburðastöðu á ótal öðmm sviðum en Inter- netinu. Gates segir að málið sé einfalt. „Ef stýrikerfi okkar hefur ekki góðan vafrara er það einfald- lega búið að vera.“ Gates sé óvenjugrimmt fyrirtæki. „Við komum þessum markaði af stað. Við lifðum af baráttuna við IBM en það var tíu sinnum stærra en við þegar við áttum í samkeppni við það. Lotus, Netscape og Oracle em alveg jafhgrimm í samkeppninni og við.“ í gegnum árin hefur Microsoft oft verið sakað um að herma eftir góð- um hugmyndum annarra og hefur sérstaklega verið bent á myndrænt notendaviðmót. Þvi er oft haldið fram að því hafi Microsoft stolið frá Apple. „Xerox var fyrst með mynd- rænt viðmót, ekki Apple. Við sigraðum þá snemma, þess vegna eru forritin í Microsoft Office þau bestu á markaðnum. Við sigmm í samkeppni því við ráðum besta fólkið, við bætum stöðugt okk- ar vörur með tilliti til þess hvað notendur segja okkur. Við lokum okkur reglulega af frá heiminum og hugsum mn það hvert hann stefnir. Þess vegna erum við bestir." Bill Gates er ríkasti maöur heims. Netbúðir Bækur Stærsta bókabúð í heimi er á slóöinni http://www.amazon.com Popp og rokk Á slóðunum http: //www.cdnow.com,http://www.cdeurope.com og http://fmsingles.com/fm.shtml er hægt að verða sér úti um tónlist. Hjá CD Dire 'WWÍ hii m ! 1 htl Tölvuleikir ægt að ná sér í geisladiska af öllu tagi. i er hægt að fá tónlist og tölvuleiki ssari verslunarmiðstöð. wiestar_europe Plöntur Þeir sem vilja geta pantað sér sjaldgæf fræ eða hugbúnað sem tengist jurtarækt á slóðinni http: //trlne.com/gardennet/florabest :Œ£2= Netið veldur aröbum áhyggium Það ríkir kvíði meðal yfirvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um yflr uppgangi Intemetsins. Þar era tímarit, bækur og kvikmyndir stranglega ritskoðaðar til þess að hlífa fólki við að þurfa að lesa um eða horfa á kynlíf eða annað sem þykir ekki boðlegt í hinum íslamska menningarheimi. Rikisfyrirtækið Etisalat býður upp á aðgang að Intemetinu og hefur það heitið því að aftengja hvem þann sem sækir sér efni sem hugnast yfirvöldum ekki. Það er fleira en syndir holdsins á netinu sem rænir araba svefni um þessar mundir. „ísrael er að reyna að nota netið til þess að koma því inn hjá fólki að þeir séu friðsöm þjóð,“ segir Dhai Khalfan Tamin, yf- irlögreglustjóri í Abu Dhabi, um upplýsingatækni sem haldin var ný- lega i Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Hann hefur líka miklar áhyggjur af því að landar hans séu að tala við fólk frá ísrael á spjallrás- um. „Arabískir tölvunotendur geta skipst á mikilvægum upplýsingum við ísraela með þessum hætti. Al- mennt seð verða yfirvöld að vera vel á verði þar sem æ líklegra er að fólk verði fyrir óæskilegum áhrifum eftir því sem fleiri tengjast Intemet- inu,“ sagði hann ennfremur. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.