Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 24
56
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
Sviðsljós
Aukablað um ferðir
til útkmda
Miðvikudaginn 19. f ebrúor mun aukablað um
ferðir til útlanda fylgja DV.
Vagga sonarins
sögð meistaraverk
Michael Jackson hefur haflst
handa við að innrétta barnaher-
bergi fyrir margar milljónir króna
fyrir soninn sem hann á von á með
eiginkonu sinni, Debbie Rowe.
Einn af starfsmönnum Jacksons
segir að vaggan í bamaherberginu
sé meistaraverk. Hún sé öll útskor-
in með fígúrum úr Disneylandi.
Þegar bamið hreyfir sig fer sérstakt
hijóðkerfi í gang og þá heyrist rödd
föðurins eða bamahjal.
Reyndar er orðrómur á kreiki um
að Jackson vilji nú losa sig við eig-
inkonuna og hafa bandarísk blöð
birt fréttir þess efhis. Á hann að
hafa boðið henni háa fjárhæð fyrir
Michael Jackson undirbýr nú fæð- að hverfa úr lífi hans en skilja son-
ingu sonar síns. inn eftir.
Fengu blóm í
sárabætur
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 13. febrúar.
Hópur aðdáenda Liams
Gallaghers, söngvarans í Oasis,
beið í slyddu og byl eftir þvi að
fá að sjá goðið sitt þegar það
kæmi til að kvænast leikkon-
imni Patsy Kensit í London á
mánudaginn. En söngvarinn af-
lýsti skyndilega brúðkaupinu
vegna frekju fjölmiðla og aðdá-
endumir, sem biðu án árangurs,
fengu hvítu liljurnar, er pantað-
ar höfðu verið vegna athafnar-
innar, í sárabætur.
Clooney í nýju
stjörnuhlutverki
George Clooney, bamalæknir-
inn í Bráðavaktinni, er búinn að
fá aöalhlutverkið í kvikmynd
sem gera á eftir metsölubókinni
Out of Sight eftir Elmore Leon-
ard. Fullyrt er að Clooney fái 10
milljónir dollara fyrir að leika
bankaræningjann Jack Foley
sem flýr úr fangelsi og tekur
kvenlögreglustjóra í gíslingu.
Efni blaSsins verður helgaS sumarleyfisferS-
um til útlanda og ýmsum hollráSum varSandi
ferSalög til útlanda.
Þeim sem vilja koma á framfæri efni í
blaSiS er bent á aS hafa samband viS Isak
SigurSsson á ritsjórn DV í síma 550-5821
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á aS
auglýsa í þessu aukablaSi vinsamlega hafi
samband viS Pál Þorsteinsson, auglýsinga-
deild DV; hiS fyrsta í síma 550-5956.
Leikkonan Goldie Hawn fagnar hér með Walther Matthau sem fékk sérstök
verðlaun fyrir gamanleik á kvikmyndahátíð í Los Angeles um helgina.
Sfmamynd Reuter
Depardieu ástfanginn
og 25 kílóum léttari
Franski kvikmyndaleikarinn Gér-
ard Depardieu náði af sér 25 kílóum
með því að borða þurrsteiktan fisk,
ávexti, grænmeti og hýðishrísgrjón.
Og löngunin til að verða fallegur í
augum hinnar glæsilegu Carole
Bouquet hafði auðvitað sín áhrif.
Núna er kappinn orðinn 90 kíló en
var fyrir ekki löngu 115 kíló.
Fullyrt er að Gérard hafi tekist
ætlun sín að ganga í augun á Carole,
sem er eina James Bond stúlkan er
Frakkar hafa eignast, því þau sjást
æ oftar saman við ýmis opinber
tækifæri. Nýlega fóru þau i skíða-
ferðalag saman og fúllyrt er að
skíðakennarinn hafi hlakkað til að
fá Gérard í þetta sirm þar sem hann
væri orðinn léttari og liprari.
Gérard Depardieu.
Marre upp að altarinu
Rétt fyrir frumsýningu á síðustu
James Bond-myndinni, Golden Eye,
sagði poppsöngkonan og leikkonan
Izabella Scorupco að gifting þýddi
mikið fyrir sig þar sem hún væri
kaþólsk. Hins vegar virtist sem
kærastinn, Mariusz Czerkawski,
ætlaði aldrei að bera upp bónorðið.
Nú hefur Mariusz, eða Marre,
loksins gert eitthvað í málinu og er
meira að segja búinn að draga gift-
ingarhring á fingur Izabellu. Vígsl-
an fór fram í lítilli kapellu í spila-
vítaborginni Las Vegas.
Foreldrar brúðgumans komu frá
Póllandi til að vera viðstaddir. Móð-
ir Izabellu og besta vinkona hennar
voru vígsluvottar við athöfnina sem
Izabella var orðin úrkula vonar um
að myndi nokkum tíma fara fram.
Sérstaklega vegna þess að það
slitnaði upp úr sambandi hennar og
Marres þegar tökur á kvikmynd-
inni Golden Eye fóru
fram. Marre var
sagður hafa ver-
ið ákaflega af-
brýðisamur
vegna ástar-
senanna milli
Izabellu og
Izabella Scorupco ásamt eiginmanninum, Marre Czerkawski.
James Bonds sjálfs sem Pierce
Brosnan lék. í Golden Eye lék Iza-
bella fallegan kerfisfræðing, Na-
talyu Simonovu, sem varð banda-
maður Bonds.
Marre hafði verið unnusti Iza-
bellu í fimm ár þegar þau létu loks
verða af því að gifta sig. Hann er
pólsk hokkísfjama og leikur í
Bandaríkjunum fyrir félagið Ed-
monton Oilers.
Hann er 24 ára gamall en Izabella
er 26 ára. Hún fæddist í Póllandi en
flutti til Svíþjóðar með móður sinni
þegar hún var barn. Izabella lagði
stund á leiklistar- og tónlistamám
og var uppgötvuð 17 ára. Hún fékk
þá hlutverk í kvikmyndinni No One
Can Love Like Us. Síðan varð hún
vinsæl fyrirsæta í Svíþjóð og víðar í
Evrópu. Árið 1989 gerðist hún popp-
söngkona er hún gaf út plötu sem
sló í gegn.
Izabella fékk loksins