Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Síða 26
58
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1997
Afmæli
Gunnar Þór Jónsson
Gunnar Þór Jónsson, vélvirki, bif-
vélavirki og tækjastjóri, Stóra-Núpi
II, Gnúpverjahreppi, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist við Skeiðfossvirkj-
un í Fljótum en flutti meö foreldrum
sinum til Akraness 1955. Hann lauk
sveinsprófi í vélvirkjun 1969, öðlaðist
meistararéttindi í þeirri grein 1975,
lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 1981
og öðlaðist meistararéttindi í þeirri
grein 1986, stundaði söngnám við
Tónlistarskóla Ámesinga 1986-94 og
lauk þar 7. stigs prófum.
Gunnar Þór hefur verið búsettur á
Stóra-Núpi frá 1968. Hann hefur ver-
ið vélvirki, bifvélavirki og tækja-
stjóri við virkjanaframkvæmdir við
Búrfell, Vatnsfell, Þórisós, Sigöldu og
Hrauneyjafoss. Hann tók þátt í stofn-
un og stjórnaði rekstri vélaverkstæð-
is við Árnes í Gnúpverjahreppi og er
nú verkstjóri við aflaukn-
ingu Búrfellsvirkjunar.
Gunnar hefur starfað
með ungmennafélagi Gnúp-
verja, m.a. verið formaður
þess, ritari og tekið þátt í
leikstarfssemi þess. Hann
situr nú í stjóm Héraðs-
sambandsins Skarphéðins,
slysavarnafélags Gnúp-
verja og í fleiri félögum.
Gunnar var einn af stofn-
endum Lúðrasveitar Akra-
ness og lék með henni um
árabil. Hann hefur sungið
með Árneskómum, Samkór Selfoss,
Skálholtskórnum, kór Stóranúps-
kirkju, Óperukómum og kór Óp-
erasmiðjunnar.
Fjölskylda
Gunnar Þór kvæntist 16.8. 1969
Ingunni Sveinsdóttur, f. 21.6. 1949,
húsfreyju. Hún er dóttir Sveins
Ágústssonar og Sigríðar
Finnbogadóttur.
Börn Gunnars Þórs og
Ingunnar era Sigríður
Gunnarsdóttir, f. 23.11.
1969, nemi í hjúkranar-
fræði við HÍ, en sambýl-
ismaður hennar er Magn-
ús Haraldsson læknir;
Hildur Gróa Gunnars-
dóttir, f. 20.7. 1972, BA í
íslensku frá HÍ og nemi í
uppeldis- og kennslu-
fræði við HÍ, en sambýl-
ismaður hennar er
Skarphéðinn Pétursson, nemi við HÍ;
Sveinn Þór Gunnarsson, f. 2.3. 1977,
nemi viö Bændaskólann á Hvann-
eyri.
Sonur Gunnars Þórs frá þvi áður
og Guðlaugar Sigrúnar Sigurjóns-
dóttur, f. 9.2. 1951, er Rúnar Þór
Gunnarsson, f. 15.2. 1968, var kvænt-
ur Dóru Björk Scott en þau skildu og
eru börn þeirra Fjalar Þór, f. 12.9.
Gunnar Þór Jónsson.
1991 og ína Sigrún Rúnarsdóttir, f.
3.5. 1993.
Systkini Gunnars eru Svana Jóns-
dóttir, f. 18.8. 1939, bankastarfsmað-
ur; Halldór Friðgeir Jónsson, f. 29.6.
1941, vélvirki; Margrét Jónsdóttir, f.
22.5.1944, kennari; Þórelfur Jónsdótt-
ir, f. 4.6. 1945, leikskólakennari;
Lovísa Jónsdóttir, f. 4.1. 1949, skrif-
stofumaður; Ólöf Jónsdóttir, f. 9.4.
1950; Einar Jónsson, f. 7.8. 1951, bók-
ari; Svanborg Rannveig Jónsdóttir, f.
7.2. 1953, kennari; Svanfríður Jóns-
dóttir, f. 28.5. 1955, hjúkrunarfræð-
ingur.
Foreldrar Gunnars Þórs: Jón Ein-
arsson, f. 6.1. 1917, vélstjóri, og k.h.,
Anna Halldórsdóttir, f. 18.8. 1913, d.
24.11.1978, húsmóðir.
Gunnar og fjölskylda hans taka á
móti vinum og vandamönnum í fé-
lagsheimilinu Árnesi í Gnúpverja-
hreppi laugardaginn 15.2. frá kl.
16.00-20.00.
Siguiður Jón Ólafsson
Sigurður Jón Ólafsson bóka-
safnsfræðingur, Grettisgötu 28 B,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp við Grettisgötuna.
Hann lauk verslunarprófi frá VÍ
1966, stundaði nám við öldunga-
deild MH 1986-91 og nám í bóka-
safns- og upplýsingafræði við HÍ
1991-95 er hann lauk BA-prófi í
þeirri grein.
Sigurður var blaðamaður við Al-
þýðublaðið 1966-67, klippari hjá
ríkissjónvarpinu 1968-71 og
1980-81, leiðbeinandi við Gagn-
fræðaskólann í Neskaupstað
1972-73, verkamaður við álverið i
Straumsvík 1973-80 og bókavörður
við Borgarbókasafnið frá 1981, þar
af útibússtjóri Seljasafns frá
hausti 1995.
Sigurður var virkur félagi í
Kommúnistasamtökunum og um
skeið ritari þeirra á áttunda ára-
tugnum, er félagi i Stómasamtök-
unum frá 1988, situr i stjóm þeirra
frá 1994 og er ritstjóri Fréttahréfs
Stómasamtakanna frá 1995. Þá á
hann sæti í stjórn Félags um al-
mennings- og skólabókasöfn.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 29.12. 1981
Ástu Lilju Kristjánsdóttur, f. 3.1.
1947, starfsmanni við leikskóla.
Hún er dóttir Kristjáns Sturlaugs-
sonar, f. 3.1. 1912, d. 16.6. 1974, frá
Fjósum í Dölum, kennara á Siglu-
firði, og k.h., Þrúðar Elísabetar
Guðmundsdóttur, f. 28.7. 1917, frá
Litlu-Borg í Vesturhópi, búsett í
Reykjavík.
Dóttir Sigurðar og Ástu Lilju er
Melkorka, f. 20.6. 1982.
Börn Sigurðar og fyrri konu
hans, Normu E. Samúelsdóttur,
eru Steinar Logi, f. 23.8. 1971, jarð-
fræðingur í Reykjavík, en sambýl-
iskona hans er Halldóra Narfadótt-
ir háskólanemi; Rósa Huld (kjör-
dóttir), f. 9.5. 1974, starfsmaður við
leikskóla; Klara Dögg, f. 2.7. 1976,
verslunarmaöur í Reykjavík, en
sambýlismaður hennar er Óskar
Kristinn Óskarsson húsasmiður.
Systkini Sigurðar eru Svanhvít
Erla Ólafsdóttir, f. 5.11. 1931, skrif-
stofumaður á Seltjarnarnesi; Vil-
hjálmur Ólafsson, f. 6.5. 1933, við-
skiptafræðingur á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Sigurðar: Ólafur Vil-
hjálmsson, f. 12.9. 1900, d. 24.2.
1972, frá Botnum í Vestur-Skafta-
fellssýslu en uppalinn í Vest-
mannaeyjum, lengst af sjómaður
og verkamaður í Reykjavík, og
k.h., María Jónsdóttir, f. 15.11.
1907, frá Læk í Ölfusi, húsmóðir og
verkakona.
Eiginkona Sigurðar, Ásta Lilja,
varð fímmtug þann 3.1. sl. í tilefhi
afmælanna taka þau hjónin á móti
gestum í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði
við Laugaveg laugardaginn 15.2.
kl. 15.00-18.00.
Árni Árnason
Árni Árnason forstjóri, Sporhömr-
um 12, Reykjavík, er sjötugur i dag.
Starfsferill
Ámi fæddist í Austurbakka við
Bakkastíg í Reykjavík en ólst upp
við Bergstaðastrætið frá 1929. Hann
stundaði nám við MR í fjóra vetur.
Árni starfaði hjá American Over-
seas Airlines 1946-48, hjá Flugfélagi
islands 1948-50, stofnaði Flugferðir
hf. með Steindóri Hjaltalín og sá um
rekstur þess sumarið 1950 þar til
flugvél félagsins fórst á Melgerðis-
melum, starfaði hjá G. Þorsteinsson
og Johnson 1950-61, var forsfjóri og
meðeigandi Sveins Egilsson hf.
1961-63, var forstöðumaður Bíla-
deildar SÍS 1963-67, stofnaði heild-
verslunina Austurbakka hf. 1967 og
starfsrækti hana til 1991 er sonur
hans og tengdasonur tóku við rekstr-
inum. Þá stofnaði hann Borgartún 20
hf. sem á og rekur hús-
eignina Borgartún 20.
Árni var formaður ís-
lendingafélags Norður-
Kaliforníu og sat í stjórn
þess í fimm ár og sat i
stjóm íslendingafélags í
Flórída í fjögur ár. Hann
keppti í handknattleik
með Vikingi og sat síðar
í stjórn félagsins, var for-
maður Handknattleiks-
ráðs og sat í stjórn þess í
fimmtán ár, stofnaði
Handknattleikssamband
íslands 1959 og var formaður þess
fyrstu tvö árin, stofhaði Handknatt-
leiksdómarafélagið, kom á fyrstu
milliríkjasamskiptum í kvennahand-
knattleik með þátttöku í Norður-
landamóti kvenna 1956 og var þá far-
arstjóri, kom á fyrstu þátttöku í
heimsmeistarakeppni karla í hand-
knattleik 1958 og var þá fararstjóri,
Arni Arnason.
sat í stjórn ISI, Iþróttaráðs
Reykjavíkur, og hefur set-
ið í ýmsum nefndum er
lúta að íslenskum hand-
knattleik.
Árni hefur verið sæmdur
gullmerki HKRR, gull-
merki Víkings, stjörnu
ÍBR og krossi ÍSÍ.
Fjölskylda
Arni kvæntist 23.12. 1950
Guðrúnu Pálsdóttur, f. 5.9.
1929, húsmóður. Hún er
dóttir Páls Einarssonar rafmagnseft-
irlitsmanns og Ingunnar Guðjóns-
dóttur húsmóður.
Börn Áma og Guðrúnar eru Árni
Þór Ámason, f. 31.8. 1951, kvæntur
Guðbjörgu Jónsdóttur og eru börn
þeirra Árni, f. 29.10. 1978, og Agnes
Þóra, f. 22.2. 1988; Þórhildur Árna-
dóttir, f. 6.6. 1954, gift Valdimar 01-
sen og eru böm þeirra Rúnar Örn, f.
16.4. 1974, Guðrún, f. 7.5. 1980, og
Valdimar, f. 31.8. 1981; Guðjón Ingi
Ámason, f. 6.6. 1958, kvæntur Guð-
rúnu Gunnarsdóttur og era börn
þeirra Gunnar, f. 26.3. 1982, Helgi, f.
27.12.1983, og Brynja, f. 18.11.1986.
Bróðir Árna er Guðmundur Árna-
son, f. 17.8. 1921, forstjóri í Reykja-
vík.
Foreldrar Árna voru Árni Jóhann
Ingimundur Ámason, f. 19.3. 1893, d.
18.9. 1958, skrifstofustjóri við Gas-
stöðina í Reykjavík, og k.h., .Jlelga
Guðmundsdóttir, f. 19.6. 1898, d. 25.8.
1959, húsmóðir.
Á afmælisdaginn dvelja þau Ámi
og Guðrún að 5005 LaCOSTA IS-
LAND CIRCLE
PUNTA GORDA
FLORIDA 33950
sími: 941-575-7726
fax: 41-575-7923
Þorsteinn Kristjánsson
Þorsteinn Kristjánsson
verslunarmaður, Háaleitis-
braut 113, Reykjavík, er sjö-
tugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist i Lönd-
um i Stöðvarfirði og ólst þar
upp. Hann lauk stúdents-
prófi ffá MA 1948.
Þorsteinn stundaði sjó-
mennsku á ýmsum skipum
á áranum 1949-57, var versl-
unarmaður hjá SÍS í Austur-
stræti í Reykjavík 1957-58,
verslunarstjóri við útibú Kaupfélags
Ámesinga í Hveragerði 1958-61, versl-
unarmaöur hjá Bókaútgáfunni
Þorsteinn
Kristjánsson.
Norðra í Reykjavík
1961-63, starfsmaður
Osta- og smjörsölunnar
1963-66, sölumaður hjá
Sveini Egilssyni hf.
1966-83 og síðan verslun-
armaður hjá byggingar-
vöradeild SÍS á Krókhálsi
frá 1983.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 23.9.
1957 Guðhjörgu Jónsdótt-
ur, f. 18.2. 1930, fisk-
vinnslukonu. Hún er dótt-
ir Jóns Magnússonar, sjómanns í
Reykjavík, og Ólaflu Ólafsdóttur hús-
móður.
Böm Þorsteins og Guðbjargar era
Bryndís, f. 20.6.1957, ritari í Kópavogi,
og era böm hennar Þorsteinn Valur
Thorarensen, f. 14.5. 1978, og íris Erla
Thorarensen, f. 4.10.1983; Ólöf Heiður,
f. 22.7.1960, skrifstofúmaður í Reykja-
vík, og er dóttir hennar Margrét Björg
Jakobsdóttir, f. 9.5. 1988; Kristján, f.
11.2.1964, sölumaður í Reykjavík; Þór-
hildur, f. 28.12.1968, nemi i Reykjavík
og er dóttir hennar Erla Dröfn Krist-
jánsdóttir, f. 29.1.1989.
Systkini Þorsteins era Guðrún, f.
13.7.1929, búsett í Reykjavík, gift Bent
Jörgensen; Sigurður, f. 11.2. 1931, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Jónínu
Eiríksdóttur; Brynhildur Guðrún, f.
3.10.1932, búsett í Reykjavík, gift Þór-
ami Ingimundarsyni.
Foreldrar Þorsteins vora Kristján
Þorsteinsson, f. 19.2.1905, d. 19.4.1977,
útvegsbóndi í Löndum í Stöðvarfirði,
og Aðalheiður Sigríður Sigurðardótt-
ir, f. 3.8.1903, d. 16.5.1989, húsmóðir.
Þorsteinn er að heiman á afmælis-
daginn.
Ul hamingju
með afmælið
12. febrúar
90 ára
Jón Bjarnason,
Hruna H, Skaftárhreppi.
85 ára
Elín Jónsdóttir,
Hallkelsstöðum, Hvítársíðu-
hreppi.
Ragnar Jónsson,
Húnabraut 23, Blönduósi.
80 ára
Sigrún Pálsdóttir,
Fýlshólum 3, Reykjavík.
Garðar Sigurðsson,
Mávahlíð 4, Reykjavík.
Sigrún Ólafsdóttir,
Grænumörk 5, Sauðárkróki.
75 ára
Adolf Magnússon,
Vestmannabraut 76, Vest-
mannaeyjum.
Benedikt Egilsson,
Brekkubyggð 51, Garðabæ.
70 ára
Sigurðin: Sveinn Karlsson,
Leifsgötu 11, Reykjavík.
Hann tekur á móti gestum hjá
syni sínum, að Sæviðarsundi 84,
Reykjavík, laugardaginn 15.2.,
kl. 15.00.
Unnur Elísabet Gröndal,
Víðivöllum, Akrahreppi.
Hún tekur á móti gestum í Héð-
insmynni, föstudaginn 14.2. frá
kl. 20.30.
60 ára
Bjami Björgvinsson,
Tjarnarborg, Ljósavatnshreppi.
50 ára
Kristín K. Baldursdóttir,
Melahvarfi 11, Kópavogi.
Benedikt Steingrímsson,
Snæringsstöðum, Svinavatns-
hreppi.
Gunnur B. Ringsted,
Þórunnarstræti 119, Akureyri.
Þórunn Pálmadóttir,
Svarthömrum 29, Reykjavík.
Hanna María Oddsteinsdótt-
ir,
Hnjúkaseli 4, Reykjavík.
Sigriður HaUdórsdóttir,
Hörðalandi 14, Reykjavík.
Sólmundur Mariusson,
Háholti 35, Akranesi.
Jenný HaUdórsdóttir,
Kjartansgötu 25, Borgarnesi.
Guðlaug Þórarinsdóttir,
Skálatúni, Mosfellsbæ.
40 ára
Jón Heiðar Guðjónsson,
Gerðhömram 11, Reykjavík.
Sigrún Teitsdóttir,
Gerðakoti 1, Bessastaðahreppi.
Jón Jóhann Jóhannsson,
Grýtubakka 18, Reykjavík.
Sigrún Zophoníasdóttir,
Melabraut 21, Blönduósi.
Hjördis Gísladóttir,
Hjarðarhaga, Akrahreppi.
Marianne Berg,
Logafold 3, Reykjavík.
Bjöm Steinbjömsson,
Amartanga 20, Mosfellsbæ.
Bríet Einarsdóttir,
Breiðvangi 2, Hafnarfirði.
Ragnheiður Jónína
Sverrisdóttir
í afmælisgrein um Ragnheiði Jón-
ínu Sverrisdóttur í blaðinu í gær
féll niður tilkynning um gestamót-
töku sem hér með er komið á fram-
færi:
Ragnheiður Jón-
ína býður vinum og
vandamönnum i teiti í Flugröst við
Nauthólsvík föstudaginn 14.2. kl.
20.00-23.00.