Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVl'K, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http7/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Lítils nýt og gráðug
Fæstir bankastjórar vinna fyrir kaupinu sínu. Þeir
hafa rekiö bankana illa. Þeir hafa árum saman orðið að
afskrifa milljarða króna á ári hverju vegna heimsku-
legra og spilltra útlána. Þess vegna neyðast þeir til að
halda uppi óeðlilega miklum vaxtamun milli inn- og út-
lána.
Fæstir bankastjórar hafa átt skilið launahækkanir
upp á 110.000-165.000 krónur á mánuði. Þeir hafa ekki
unnið fyrir hækkuninni, ekki frekar en ráðherrar og
æðstu embættismenn og dómarar hafa unnið fyrir þeim
hækkunum, sem þeir hafa skammtað sér að undanförnu.
Bankastjórar skipa valdastétt opinbera geirans með
ráðherrum, helztu dómurum og æðstu embættismönn-
um. Á samdráttarskeiði undanfarinna ára hefur þessi yf-
irstétt tekið sér kjarabætur, sem eru úr takt við lands-
framleiðsluna og rekstrarstöðu launagreiðandans.
Langt er síðan fréttist af ferðahvetjandi launakerfi yf-
irstéttarinnar, sem felst í, að tekjur hennar umfram út-
gjöld hækka því meira, sem hún ferðast meira. Langt er
síðan kom í ljós, að bankastjórar fá hundruð þúsunda
umfram laun fyrir að stjóma einstökum deildum.
Upplýsingar um sjálftekt yfirstéttarinnar á samdrátt-
artímum hafa ekki raskað ró hennar. í engu tilviki hafa
uppljóstranir leitt til, að farið hafi verið inn á siðlegri
brautir við verðlagningu á meintri vinnu yfirstéttarinn-
ar. Hún hefur látið gagnrýni sem vind um eyru þjóta.
Yfirstéttin lítur á sig sem sérstaka þjóð í landinu, svip-
að og lénsherrar fyrri alda. Hún lítur á tekjur sínar sem
próventu eða herfang fyrir að vera til, en ekki fyrir
meira eða minna unnin störf. Hún telur, að þessar tekj-
ur megi hækka ört, þótt tekjur annarra standi í stað.
Þetta hugarfar yfirstéttarinnar á þátt í aukinni stétta-
skiptingu á undanfórnum árum. Hugarfarið hefur étið
þjóðfélagið að innan. Meðal annars gerir það ráðamönn-
um landsins ókleift að spekja láglaunafólk með viðvör-
unum um verðbólgu og efnahagslegar kollsteypur.
Láglaunafólk með 70.000 króna mánaðarlaun getur
ekki tekið neitt mark á foðurlegum áminningum yfir-
stéttarinnar um, að kröfur þess um bætt lífskjör leiði til
verðbólgu og annarra vandræða í þjóðarbúskapnum.
Láglaunafólkið veit, hvernig yfirstéttin hefur hagað sér.
Tekjur yfirstéttarinnar skipta í sjálfu sér litlu í heild-
ardæmi þjóðarbúskaparins. Þar á ofan eiga meint störf
hennar að vera svo mikilvæg, að þau gætu vel staðið
undir hinum háu launum, ef þjóðin hefði tilskilið gagn
af störfunum. En svo er því miður í fæstum tilvikum.
Ef hin lélega yfirstétt hefði hamið græðgi sína á und-
anfornum árum, gæti hún nú talað landsfoðurlega yfir
umboðsmönnum láglaunahópanna um nauðsyn ábyrgð-
artilfinningar og þjóðarsáttar. Eftir sjálftekt yfirstéttar-
innar er holur hljómur í prédikunum af því tagi.
Enda kemur í ljós í umræðunni um tekjuaukningu
bankastjóra á síðustu árum, að þeir, sem ábyrgð bera á
málinu, svo sem bankaráð, viðskiptaráðuneyti og löggjaf-
inn sjálfur, ætla sér ekki að gera neitt til að koma þessum
launum niður í siðferðilega verjanlegar upphæðir.
Þótt fólk hafi almennt ekki áhuga á verkfollum, er það
samt svo langþreytt á ástandinu, að hljómgrunnur er
fyrir hernaðarlega mikilvægum, en tiltölulega fámenn-
um verkfóllum, þar sem þátttakendur eru á sameiginleg-
um styrkjum úr verkfallssjóðum margra stéttarfélaga.
Ef allt fer úr böndum og lítils nýt yfirstétt getur ekki
náð þjóðarsátt um verðbólgulaust land á næstu árum,
getur hún engu öðru um kennt en eigin græðgi.
Jónas Kristjánsson
Evrópustjórnmál
valda uppnámi
Umræður um þróun Evrópu-
sambandsins (ESB) og þá ákvörð-
un, að innleidd skuli sameiginleg
mynt aðildarþjóða þess, bera þess
merki, að nokkurt uppnám ríki
nú í Evrópustjómmálum.
í breska mánaðarritinu
Prospect, janúarhefti 1997, er að
finna grein eftir Bretann
Christopher Tugendhat, sem eitt
sinn átti sæti í framkvæmdastjóm
ESB. Hann dregur athyglina að
því, að nú afsaki menn erfiðar
ákvarðanir í efnahagsmálum ein-
stakra ESB-landa með því að
skella skuldinni á samrunaþróun-
ina í Evrópu. Síðan muni það að-
eins gera illt vera, ef stjómmála-
menn ætli að knýja fram sameig-
inlega Evrópumynt og seðlabanka
til að sjá um hana, án þess að ai-
menningur styðji þá til þeirra
verka.
Tugendhat bendir á þá stað-
reynd, að í fyrsta sinn á rúmlega
40 ára samrunaferli í Evrópu teng-
ist Evrópuhugsjónin ekki lengur
aukinni efnalegri hagsæld í hug-
um manna. Hann bendir jafn-
framt á, að tölur á hinni svoköll-
uðu Evrópuloftvog sýndu 1990, að
meira en 75% manna töldu ESB
landi sínu til framdráttar, síðustu
tölur sýna tæplega 50% stuðning
viö þessa skoðun.
Alið á útlendingahatri
Þetta er ekki dregið fram til að
gera lítið úr gildi Evrópuhugsjón-
arinnar, síður en svo. Hins vegar
er ljóst, að i nafni hennar hafa
menn sífellt færst meira inn á
hefðbundið verksvið heimastjóm-
mála, ef þannig má að orði kveða.
Þessi þróun hefur síðan leitt til
þess, aö stjómmálamenn leita
skjóls á bak við sameiginlegar
evrópskar stofnanir, þegar þeir
skýra frá þungbæmm ákvörðun-
um heima fyrir.
Ein afleiðing þessa er svo, að
ábyrgðarlitlir stjórnmálamenn,
sem vilja ala á útlendingahatri,
beina spjótum sinum gegn ESB-
stofnunum, þegar þeir róa á at-
kvæðamiðin. Nýjasta dæmið um,
að þetta ber árangur má sjá í ný-
legum bæjarstjórnarkosningum i
Suður-Frakklandi, þar sem fram-
bjóðandi úr flokki le Pen vann sig-
ur. Le Pen vill gera milljónir út-
lendinga brottræka frá Frakk-
landi og hann gefur lítið fyrir Evr-
ópusamrunann.
Svæðisbundið sam-
starf
Hinn sameiginlegi evrópski
markaður, sem nær ekki aðeins
til ESB heldur einnig Evrópska
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
efnahagssvæðisins með aðild okk-
ar Islendinga, Norðmanna og
Liechtensteina, hefur meðal ann-
ars leitt til allt annars konar þró-
unar í samskiptum en áður þekkt-
ust. Vaxtarsvæðin í Evrópu taka
ekki lengur mið af hefðbundnum
landamærum heldur ganga þvert
á þau og teygja anga sína út fyrir
hið sameiginlega markaðssvæði.
Krafturinn í efnahagslífi Frakk-
lands er hvað mestur í kringum
Lyon og Grenoble í austurhlutan-
um við landamæri franska hluta
Sviss. Borgimar Stuttgart í Þýska-
landi, Strassbourg í Frakklandi og
Basel í Sviss mynda öflugan þrí-
hyrning. Saxland í Þýskalandi
með Dresden sem miðstöð stuðlar
að vexti í Póllandi og Bæheimi í
Tékklandi. Barcelona i Katalóníu
á Spáni er aflgjafi við strönd Mið-
jarðarhafsins. Þannig mætti
áfram telja.
Að hið svæðisbundna samstarf
styrkist með þessum hætti er með-
al annars rakið til þess, að með
samvinnu milli borga og héraða
geti menn komist hjá því að fara í
gegnum þunglamaleg stjómkerfi
höfúðborganna, þar sem tillit til
valdamiðstöðvar ESB sé mjög
mikið. Þá geta öflugar svæðismið-
stöðvar einnig haft beint samband
við embættismenn í Bmssel og
þurfa ekki að huga að öðru en eig-
in hagsmunum.
Brothættur samruni
Með vísan til þess, sem hér hef-
ur verið sagt, má draga fram þá
þverstæðu, að samrunaþróunin í
Evrópu leiði til þess, að pólitískar
forsendur hennar verði brothætt-
ari.
í fyrsta lagi verði aukin evrópsk
íhlutun í heimastjómmál til þess,
að Evrópuhugsjónin fái á sig nýj-
an og neikvæðari svip. Verulega
reynir á þetta, ef gengið verður til
þess að þvinga þýskt og franskt
efnahagskerfi að Maastricht-skil-
málunum um aðild aö evrópska
myntsambandinu.
í öðru lagi er sameiginlegi
markaðurinn að verða til þess að
ný vaxtarsvæði myndast í Evr-
ópu, sem taka ekki mið af landa-
mærum. Þess vegna breytist
byggða- og atvinnuþróun í ein-
stökum aðildarríkjum, sem hefur
áhrif á stjórnmál þeima og stjórn-
arhætti. í þriðja lagi kunna deilur
um myntsamstarfið að verða til
þess að evrópskur almenningur
snúist gegn Evrópusambandinu
og þar með hinum sameiginlega
markaði, sem hefur stuðlað að
hagvexti.
Frá kosningasigri Þjóöfylkingar le Pens um síöustu helgi. Cathrine
Megret, nýkjörinn borgarstjóri í Vitrolles í S-Frakklandi, ásamt félögum á
sigurstund. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Ekki ógæfa enn
„Við fyrstu sýn virðist sigur Þjóðfylkingarinnar,
flokks öfgasinnaðra hægrimanna, í borgarstjómar-
kosningimum í Vitrolle í Provence ekki meiri hátt-
ar ógæfa. Það hefur lengi verið ljóst að flokkurinn
nýtur mests stuðnings í þessum hluta Frakklands.
Þar era glæpir tíðir og spilling er mikil. Þar býr
fjöldi arabískra innflytjenda og Frakka sem urðu að
yfirgefa Alsír effir að það hlaut sjálfstæði 1962. At-
vinnuleysi er 22 prósent, borgarstjórinn var sakað-
ur um spillingu og íbúamir svartsýnir. Þama var
allt til staðar fyrir flokk sem vill senda þrjár millj-
ónir innflytjenda í Frakklandi heim og sem gagn-
rýnir harkalega spillingu meðal franskra stjórn-
málamanna."
Úr forystugrein Politiken 11. febrúar.
Slæm hugmynd
„Áframhaldandi veikindi Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta hafa kynt undir umræðum um stjóm-
arskrárbreytingar í Moskvu. Menn vilja sleppa við
kosningar, fari svo að forsetinn falli frá, og láta þá
sem nú eru við völd halda þægilegum stöðum sín-
um. Sumir Bandaríkjamenn era heillaðir af þessari
tillögu og líta á hana sem leið til þess að viðhalda
því ástandi sem nú er. Þetta er samt í raun slæm
hugmynd sem myndi grafa undan lýöræðinu og
mjög líklega einnig undan stöðugleikanum."
Úr forystugrein Washington Post 13. febi uar.
Gefið þeim fæði
„Samkvæmt öllum fáanlegum upplýsingum vofir
hungursneyð yfir í N-Kóreu. Af stjómmálaástæðum
hafa bandarísk stjórnvöld hingað til hikað við að
fæða hina hungruðu. Þau ættu að horfa fram hjá
stjórnmálunum og bjóða hjálp. Það er óskandi að
stjórnin í N-Kóreu fari frá en það er hættulegt að
nota hungur til þess að svo verði. Hungur leiðir til
öngþveitis en ekki lýðræðis.“
Úr forystugrein Washington Post 11. febrúar.